Morgunblaðið - 07.03.1995, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 07.03.1995, Blaðsíða 24
24 ÞRIÐJUDÁGUR 7. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Háskólatónleikar í Norræna húsinu Sónata eftir Brahms og rúm- enskir dansar Á Háskólatónleikun- um í Norræna húsinu miðvikudaginn 8. mars kl. 12.20 spila Ármann . Helgason klarínettleikari og Peter Máté píanóleik- ari sónötu eftir Jo- hannes Brahms og rúmenenska dansa eftir Béla Bartók. í kynningu segir: „Ármann Helgason er fæddur árið 1964. Hann lauk einleikara- prófi frá Tónlistar- skólanum í Reykjavík vorið 1988 og voru kennarar hans þar Sigurður I. Snorrason og Einar Jóhannes- son. Hann fór þá utan til náms í Royal Nor- hem College of Music, Manchester og lauk þaðan Postgraduate Diploma. Ármann stundaði nám hjá John McCaw í Lund- únum árin 1989 - 1991 og hjá Philippe Cuper í París veturinn 1991 og dvaldi hluta þess vetrar í Kjarvals- stofu. Hann hefur ein- ig tekið þátt í nám- skeiðum, m.a. í Hol- landi og Frakklandi. Ármann Helgason hefur undan- farin tvö ár verið búsettur á ís- landi. Hann hefur komið víða fram sem einleikari, leikið reglulega með ýmsum kammerhópum, þ.á.m. Camerarctica og Kammer- sveit Reykjavíkur, og leikið með Ármann Helgason klarínettuleikari. Peter Máté píanóleikari. Hljómsveitum ís- lensku ópemnnar, ís- lenska dansflokksins og Þjóðleikhússins og Sinfóníuhljómsveit ís- lands. Peter Máté er fæddur árið 1962 í Roznava í Tékkósló- vakíu. Hann lærði hjá Ludmila Kojanóvá og útsktifaðist frá Tón- menntaskólanum í Kosice árið 1982. Á þessum ámm vann hann m.a. verðlaun tónmenntaskólanna í Slóvakíu 1979 og 1981 og Smetana píanókeppnina 1978 og 1980. Peter vakti þó fyrst verulega athygli þeg- ar hann vann verðlaun gagnrýnenda á Lista- hátíð ungmenna í Trencianske Teplice árið 1982. Sama wár fékk hann inngöngu í Tónlistarskólann í Prag og lærði hjá pró- fessor Valentina Kameníková, virtum tékknesum lista- manni. Hann tók þátt í píanókeppnum á námsárunum og eftir námsárin og vann fjölda verðlauna m.a. fyrstu verð- laun í píanókeppni menntamála- ráðuneytisins í Slóvakíu, önnur og þriðju verðlaun í alþjóðlegum píanókeppnum á Ítalíu, í Vercelli 1986 og í Enna 1989. Peter hefur komið fram sem einleikari með mörgum hljómsveit- um, m.a. sinfóníuhljómsveitinni í Prag, Útvarpshljómsveitinni í Berlín og Sinfóníuhljómsveit ís- lands. Auk þess hefur hann haldið tónleika víða um Evrópu. A‘ð námi loknu kenndi Peter píanó- og kammermúsík við Tón- menntaskólann í Kosice. Gerðar hafa verið margar útvarps- og sjónvarpsupptökur með Jeik hans. Hann hefur starfað á íslandi frá árinu 1990. Aðgangseyrir er 300 krónur en frítt fyrir handhafa stúdentaskír- teinis. F.V.: BERA Nordal forstöðumaður Listasafns íslands, Halldór Hansen læknir, bróðir Sigrúnar Han- sen, Sigrún Þorsteinsdóttir er heldur á sjálfsmynd af Brynjólfi Þórðarsyni, Þorsteinn Helgason, Borghildur Þórðardóttir, Magnús Þórðarson, bróðir Sigbjarnar, og Valgerður Guðlaugsdóttir. Listasafni íslands færð listaverkagjöf eftir Brynjólf Þórðarson ERFINGJAR hjónanna Sigrúnar Hansen og Sigurbjörns Þórðarsonar afhentu Listasafni íslands að gjöf þrettán verk eftir listmálarann Brynjólf Þórðarson, mánudaginn 20. febrúar síðastliðinn. í gjöfinni eru olíumálverk, vatnslitamyndir og teikningar. Brynjólfur Þórðarson fæddist árið 1896 í Bakkakoti á Seltjamarnesi. Hann var sonur hjónanna Halldóru Jónsdóttur frá Mýrarhúsum á Sel- tjarnarnesi og Þórðar Jónssonar í Bakkakoti, frá Efri-Tungu í Fróðár- hreppi. Brynjólfur missti föður sinn ungur. Hann ólst síðan upp hjá móður sinni og síðari mapni henn- ar, Þórði Jónssyni frá Ráðagerði. Fyrstu tilsögn sína í teikningu fékk Brynjólfur í barnaskóla hjá Ólafíu Hansen en síðan í Iðnskólan- um í Reykjavík hjá Þórarni B. Þor- lákssyni. Hann hélt utan til Kaup- mannahafnar til náms við Konung- legu listaakademíuna þar sem hann stundaði nám árin 1919-20 en einn- ig var hann í nokkra mánuði í teikni- skóla í Stokkhólmi. Er heim kom kenndi Brynjólfur teikningu bæði í Iðnskólanum í Reykjavík 1920-25 og við Flensborgarskóla 1920-21. Árið 1925 heldur hann á ný utan til náms og er við École des Beaux Arts í París 1925-27 en fór einnig í námsferðir um Frakkland og ítal- íu. Brynjólfur hélt heim og dvaldist þar um veturinn en hélt á ný utan til Parísar og náms í sama skóla til að læra freskótækni veturinn 1928-29. Fyrsta sérsýning Brynjólfs og sú eina sem hann efndi til sjálfur var í Góðtemplarahúsinu árið 1923. Brynjólfur var heilsuveill alla ævi. Hann lést fyrir aldur fram þann 5. ágúst árið 1938, aðeins 42 ára að aldri. Yfírlitssýning var haldin á verkum hans í Listasafni ASÍ 1971 og í Listasafni íslands árið 1982. Brynjólfur Þórðarson var í hópi þeirra listamanna sem komu heim frá námi á þriðja áratug aldarinnar, en í hópi þeirra voru margir góðir landslagsmálarar. Landslagsmyndir Brynjólfs einkennast af mjög næmri tilfinningu fyrir mildi og friðsæld náttúrunnar og yfir þeim er einatt ljóðrænn þokki. Þar kemur einnig fram einstök túlkun á þeim síkviku veðrabrigðum sem einkenna ís- lenska náttúru. í fréttatilkynningu frá Listasafni íslands segir: Þessi gjöf er mjög mikilsverð viðbót við þau verk eftir Brynjólf sem þegar eru til í -safninu. Listasafn íslands vottar hjónunum Sigrúnu Hansen og Sigurbirni Þórð- arsyni bestu þakkir og erfingjum þeirra fyrir þá sérstöku vinsemd og virðingu sem safninu er sýnd með gjöf þessari. Nýjar plötur „Kristallar“, Kammerverk eftir Pál Pampichler Pálsson ÍSLENSK tónverkam- iðstöð í samvinnu við Ríkisútvarpið og Kammersveit Reykja- víkur hefur gefið út hljómdiskinn „Krist- alla“. Á diskinum eru kammerverk eftir Pál Pampichler Pálsson sem samin eru á tíma- bilinu 1977-1990. Diskurinn er gefinn út í tilefni af 65 ára afmæli tónskáldsins. Flytjendur á diskin- um eru félagar í Kammersveit Reykja- víkur. Flytjendur auk Kammersveitarinnar eru Rannveig Bragadóttir, mezzó-sópran, sem syngur einsöng í verkinu Morgen og Signý Sæmundsdóttir, sópran, sem syngur einsöng í verkinu Sex íhugulir söngvar. Onnur verk eru Gudis-Mana-Hasi, Kristallar sem diskurinn dregur nafn sitt af, Lantao, Ágúst sonnetta og Septem- ber sonnetta. Páll P. Pálsson er meðal virtustu tónskálda okkar. Hann fæddist í Graz, Austurríki, árið 1928, hóf tónlistarnám sitt þar og var ráðinn sem trompetleikari Sinfóníuhljóm- Páll P. Pálsson sveitar íslands og stjórnandi Lúðrasveit- ar Reykjavíkur. Árið 1971 var hann fastráð- inn sem stjórnandi Sin- fóníuhljómsveitarinnar og hefur stjórnað henni á tónleikum, í sjón- varpi, útvarpi og á tón- leikaferðum. Eftir Pál liggja hljómsveitar- verk, einleiksverk, kór- verk og kammertónl- ist. Páli hafa verið veitt- ar margvíslegar viður- kenningar fyrir störf sín að tónlistarmálum, þ. á m. eru orða og prófessorsnafn- bót frá Austurríki og Hin íslenska fálkaorða. Árið 1993 var honum veitt heiðursfé Tónvakans af Ríkis- útvarpinu. Erlingur Páll Ingvarsson, mynd- listarmaður, gerði forsíðu hulsturs og sá um útlit bæklingsins. í honum er texti á íslensku, þýsku og ensku um tónskáldið og verkin. Kristallar eru átjándi geisladiskurinn sem kemur út á vegum Islenskrar tón- verkamiðstöðvar. Allir þessir diskar eru eingöngu með íslenskum verk- um.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.