Morgunblaðið - 07.03.1995, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 07.03.1995, Blaðsíða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 7. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ LEIKIIST Borgarlcikhúsld HEIMUR DÖKKU FIÐR- ILDANNA Höfundur: Leena Lander. Leik- gerð: Eija-Elina Bergholm og Páll Baldvin Baldvinsson. Upphafleg leikgerð: Juhan Malmivaara og Leena Lander. Þýðandi: Hjörtur Pálsson. Dansar: Nanna Ólafsdótt- ir. Leikmynd: Steinþór Sigairðsson. Búningar: Stefanía Adolfsdóttir. Lýsing: Lárus Björnsson. Hljóð- mynd: Baldur Már Arngrímsson. Leikstjóri: Eija-Elina Bergholm. Frumsýning 4. mars. ÞEGAR manni er boðin staða sem hann hefur lengi dreymt um; staða sem veitir honum völd og virðingu - er það sjaldnast ókeypis. Sá sem býð- ur setur skilyrði, rétt eins og þegar freistarinn birtist góðum manni í trú- arsagnfræðinni og sagði: Allt þetta skal ég gefa þér, ef... í Heimi dökku fiðrildanna er það eigandi byggingafyrirtækis sem býð- ur Juhani Johansson forstjórastöðu í fyrirtækinu, ef... Og Juhani, sem reyndar hefur dreymt um þetta starfsheiti, verður að líta djúpt niður í samvisku sína, velta því fyrir sér hvort hann muni starfa í þágu upp- byggingar, betri heims, almannheilla. Hann veit að svo er ekki og þegar skilyrðin eru sett, veit hann að starf hans mun snúast um lygi og blekking- ar öllu fremur. Hann veit að hann mun taka þátt í að úða eitri inn í það samfélag sem á að heita að hann sé að byggja upp og er illilega minntur á það umhverfí sem hann ólst upp í, á drengjaheimili á afskekktri eyju. Þar tók hann þátt í að rækta fíðr- ildi, hjá forstöðumanni heimilisins og núverandi tengdaföður sínum; silki- fíðrildi sem áttu að spinna hárfínan, hvítan þráð. En þau voru ræktuð við afbrigðilegar aðstæður, rétt eins og drengimir, og urðu svört. Og þau gátu ekki flogið, bara skriðið. En þótt grunnþemað í verkinu snú- ist um afleiðingar af uppeldi við af- brigðilégar aðstæður, fjallar það hreint ekki bara um þann einangraða heim sem þrífst á eyjunni. í rauninni flallar verkið um það brenglaða gild- ismat sem heimur karlmanna leiðir af sér. Sabaót er forstöðumaður, reyndar alfaðir, á eyjunni og hann elur drengina upp samkvæmt sjónar- miðum síns kyns. Þar kemur kven- höndin hvergi nærri. Hans markmið eru að drengimir verði öðmm betri sem verkmenn, þeir nái langt og hann geti verið stoltur af þeim. Sebaót virð- ir engin landamæri, engin náttúrulög- mál; hann reynir bara að sveigja að- stæður að sínum vilja og markmiðum. Með hörmulegum afleiðingum. Á móti er konu hans teflt sem boðbera mennskunnar, hlýjunnar, virðingar fyrir gróðri jarðar og skilning á til- fínningum. Þau hjónin eru fulltrúar fyrir ólík sjónarmið; sjónarmið sem svo sannarlega eru í hrópandi and- stöðu í dag; þar sem gildismat svokall- UPPIVÖÐSLUSAMIR og hrekkjóttir drengirnir taka á móti Juhani þegar hann kemur á drengjaheimilið. Ekki fijúga hvítu fiðrildin aðra framfara, tæknibyltinga, vits- muna og græðgi eru ráðandi á kostn- að þeirra lífsgilda sem gera okkur að manneskjum. Þetta skilur Sebaót að lokum, eftir að það er of seint. Hann hefur aldrei skipt sér af upp- eldi eigin dætra, þekkir þær ekki. Hann er alltaf að vinna að framförum og karlmennskuuppeldi drengjanna, enda ætlast hann ekki til neins ann- ars af dætrum sínum en að þær séu duglegar framleiðslumaskínur; hans dætur eru hannaðar til að eingast böni. í þessu brenglaða gildismati, þar sem djúp og óyfírstíganleg gjá er á milli hugarheims og athafna karla og kvenna, elst Juhani upp. Með þann bakgrunn á hann að taka siðferðilega afstöðu til sinnar framtíðar - og sam- ferðarmanna sinna. Og þá er spuming hversu mikið vélmenni karlmannlegr- ar hugsunar hann er. Kannski á hann von. Kannski getur hann gengið út úr þeim heimi - hann er jú kvæntur dóttur Sebaóts og hún er alin upp af móður sinni. í leikgerðinni sem sýnd er í Borg- arleikhúsinu er lagt út frá hinum skörpu andstæðum sem birtast í verk- inu. Þau Eija-Elina og Páll Baldvin hafa þrætt sig áfram eftir megin- þræði sögunnar og gert það mjög vel, því það er ekki á kostnað dýpri meininga í verkinu. Áherslan er meiri á samskipti strákanna en á samskipti Sebaóts og Juhanis en er í sögunni og er það vel, því þar endurspeglast LISTIR gildismatið sem drengimir em að al- ast upp við. Juhani er öðmvísi en hinir dreng- imir og kannski er auðvelt að sjá hvaða leið hann mun velja, þegar hann þarf að gera lífsstefnuna upp við sig. Frá byijun hefur hann verið sá sem bjargar lífí - en fargar því ekki. Hann bjargar bróður sínum frá dmkknun, strax í upphafí, hann bjargar „Maskínunni," sem hefur pínt hann og kvalið, frá því að fijósa í hel og Sebaót viðhefur um hann þau ummæli að Juhani káli ekki dýmm. Sú leið sem farin hefur verið í leik- gerðinni fínnst mér sérlega vel heppn- uð. Á einfaldan hátt næst að segja sögu sem gerist á þremur stöðum; skrifstofu byggingafyrirtækisins, heimili Juhanis og á drengjaheimilinu. Það næst einnig að segja sögu sem gerist í tveimur heimum; heimi karla og heimi kvenna. Það næst að segja sögu um ást og losta, græðgi, ill- kvittni, valdabaráttu og skeytinga- leysi, von og vonbrigði. Og það næst að segja sögu um afleiðingar af röngu gildismati, jafnvel þótt manni fínnist lengi vel ekkert að gildismati Seba- óts. Svo samdauna er maður því. Við konur höfum jú þurft að tileinka okk- ur það til að vera samkeppnishæfar í þeirra heimi. Og það var sérkenni- legt að sitja úti í sal og halda með gildismati kvennanna. I hlutverki Juhanis er Þröstur Leó Gunnarsson og fínnst mér hann fara mjög vel með það. Einlægnin og ein- semdin hjá þessum athugula dreng sem er alltaf að bíða eftir einhveiju; bíða eftir að fíðrildin klekist út, bíða eftir að foreldrar hans sæki hann, er vel unnin. Persónusköpunin er skýr og Þröstur nær að halda athyglinni, jafnvel þótt þessi hægi drengur trani sér lítt fram. Með hlutverk Juhanis sem lítils drengs fer Eyjólfur Kári Friðþjófsson og stendur sig með stakri prýði. Hanna María Karlsdóttir Ieikur flósakonuna Tyynne sem er galin og fínnst mér þetta vera það besta sem Hanna María hefur gert um langan tíma. Svipbrigði, hreyfíngar og með- ferð textans eru unnin af vandvirkni og ef eitthvað er saknaði ég þess að Tyynne væri ekki fyrirferðarmeiri í sýningunni; hún hefði alveg mátt fussa dálítið meira. Theódór Júlússon leikur eiganda byggingafyrirtækisins og skilaði því hlutverki alveg ágætlega; var hæfí- lega valdsmannslegur og það var ljóst að þama fór maður sem fær það sem hann ætlar sér. Steinunn Ólafsdóttir leikur Maire Johansson, móður Juhanis, ög skilaði •þessu litla hlutverki sérlega vel og held ég að óhætt sé að segja að túlk- un Steinunnar á þessari ólánssömu konu sé eitthvert eftirminnilegasta atriði sýningarinnar. Á móti henni varð Guðmundur Ólafsson, í hlutverki Eriks Johansson, fóður Juhanis, frem- ur dauflegur, bara eins og hann leik- ur öll hlutverk - svona „róbúst." í hlutverki Olavis Haijula, Sebaóts, er Sigurður Karlsson. Þetta er stórt og mikið hlutverk en mér fannst nú kannski ekki mikil leiklist í þvf hjá Sigurði. Hann göslaðist í gegnum það eins og hann er vanur að göslast í gegnum alla þessa karla. Þeir eru allir eins hjá honum, nokkuð bognir í hnjánum og taka voða stór skref. Jón Hjartarson leikur Matta, hús- vörðinn á drengjaheimilinu; fyrirferð- arlítið hlutverk sem unnið var af vand- virkni. Irena Haijula er leikin af Sigrúnu Eddu Bjömsdóttur og átti hún ágæt- isspretti í hlutverki konunnar sem nær engu sambandi við manninn sinn, hann Olavi. Þó fannst mér hún ofleika á köflum, aðallega þar sem Irena er örvilnuð yfír áhugaleysi eiginmanns- ins og þegar hún óttast alvarlegar afleiðingar af framhjáhaldi sínu með Ilkka Salmi. Ilka Salmi er leikinn af Ara Matt- híassyni, sem sýnir hér á sér sérdeilis nýja hlið. Ég man ekki eftir því að hann léki fallega, kynþokkafulla unga menn - en það gerir hann hér og tekst mjög vel. Ilkka er dugmikill, þögull einfari og Ari skilar mjög vel þrá hans eftir ást, aðdáun hans á Irenu og mögnuðum lostanum á hljóðlátan, en sterkan hátt. Margrét Vilhjálmsdóttir, Tinna Grétarsdóttir og Valgerður Rúnars- dóttir leika dætur Haijulahjónanna og eru svífandi og fallegar á sviðinu - þótt það hafí verið heldur mikið gert úr hárinu á þeim fyrir minn smekk. I hlutverkum drengjanna á heimil- inu eru Jakob Þór Einarsson, Bene- dikt Erlingsson, Magnús Jónsson og Stefán Sturla Siguijónsson. Þeir náðu vel að skapa uppivöðslusama og tii- finningalega vannærða orma og raf- magnað andrúmsloft og atriðin í svefnskála drengjanna voru mjög áhrifarík í sýningunni. Leikmyndin er „rosalega" flott. En hún er meira en flott, þvl hún skapar gott rými fyrir framvinduna og á sannfærandi hátt er hægt að færa atburðarásina til og frá í tíma og rúmi. Hún fellur því vel að sýning- unni og hefur lýsingin verið mjög vandlega hönnuð á móti, svo veðra- brigði og skipti dags og nætur verða mjög raunveruleg. Búningar eru ágætlega heppnaðir og undirstrika hversu ólíkir heimar þrífast á þessari eyju. Drengimir í athafnaklæðnaði með skóflu í hönd, stúlkumar I víðum blómakjólum sem þær tipla í um stokka og steina eins og litlir álfar. Það eru fallegir litir bæði í búningum og leikmynd og gefa sýningunni heildstætt og aðlað- andi yfirbragð. Leikstjómin er mjög góð. Þetta er flókið verk í uppsetningu þar sem oft er skipt á milli staða, sérstaklega í upphafí. En þær skiptingar tókust vel og að mestu leyti er sýningin vel leik- in; framvindan jöfn og þétt og hreyf- ingin á sviðinu góð. Það er aldrei dauð- ur punktur og í heildina var þetta mjög ánægjulegt kvöld í leikhúsinu. Súsanna Svavarsdóttir ,,-halda áfram að skrifa-“ TONLIST Fclla- og Hólakirkja ÍSLENSKA EINSÖNGSLAGIÐ Flytjendur Signý Sæmundsdóttir, Ingveldur Ýr Jónsdóttir, Sverrir Guðjónsson, Rannveig Friða Braga- dóttir og Jónas Ingimundarson, laug- ardagur 4. mars. EITT sinn heyrði ég viturt tón- skáld ráðleggja manni, sem kom með verk sín og lagði undir hans dóm, að halda áfram að skrifa, því meir sem skrifað væri því meiri líkur væru á að góðir hlutir slæddust með. Hann vissi hvað hann söng, því enginn stöðvar tímans þunga straum. Haldið verður áfram að skrifa nótur og æ fleiri helga sig því hlutverki, verk fæðast og verk deyja, en áfram skal haldið. Undirritaður hefur ekki áður heyrt söngtónleika í Fella- og Hólakirkju og fyrstu ’lögin á efnisskránni fóru í að venjast hljómburði kirkjunnar, en hann virðist nokkuð mikill fyrir þessi hljóðfæri saman, píanó og söngrödd. Amk. varð hin stóra rödd Signýjar Sæmundsdóttur fyrirferðarmikil í kirkjunni og vitað var fyrir að hljóm- burður kirkjunnar hentar' illa fyrir slaghörpuna, en slaghörpuspilið vill renna saman í einn samfelldan klið. Það var fyrst í hnyttnu lagi Fjölnis Stefánssonar, við Ijóð Stefáns Harðar Grímssonar, að undirritaður náði ein- hverri fótfestu og verða þeir Jón Ás- geirsson og Þorkell Sigurbjömsson með lög sín Vetrardagur og Leiðslu- stund að lenda í öskustónni að þessu sinni. Jón Hlöðver Áskelsson átti næstu tvö lög, „um ljóðið" eftir Ólaf Hauk Símonarson, lag sem hófst með píanóleik og lestri og síðara lagið ,jú- líkvöld", við ljóð Gyrðis Elíassonar, ágætt lag. Síðasta lagið sem Signý söng var eftir Hjálmar Ragnarsson við texta Magneu Matthíasdóttur, Yfirlýsing. Margt skemmtilegt var í farteski Yfírlýsingarinnar, hvort lagið er svolítið sundurlaust, eða bara skemmtilega sundurlaust kemur í ljós við næstu hlustun. Signý skilaði þessu lagi, sem og hinum skemmtilega, enda á hún auðvelt með að tileinka sér þennan stíl. Ingveldur Ýr Jónsdóttir þarf að glíma við að staðsetja röddina þar sem raddbeitingin virkarekki tilbúin. Þrátt fyrir það skilaði hún verkefnunum mjög skemmtilega. Vals Jóns Þórar- inssonar við kvæði H. Laxness, Dáið er allt án dr^uma, gaf kannske ekki mikil tækifæri til leikbrigða. Sömu- leiðis vel unnið lag Tryggva Baldvins- sonar Undur, texti Vilborgar Dag- bjartsdóttur, heldur söngvaranum nokkuð í sömu sporum, en í lagi John Speight, Prinsessan á bauninni, texti Geirlaugur Magnússon, sýndi hún Ieikhæfíleika sína og ágætar tón- listargáfur. Ingveldur hefur ekta til- fínningu fyrir kímni, en hvar var húmorinn í músikinni? Jónas Tómasson átti fallega unnið, dálitið Debussy-kennt lag við fallegan texta Kristínar Ómarsdóttur, sem hun kallar IX. Þijú sönglög við ljóð eftir Else Lasker-Schúler hefur Atli Heimir samið tónlist við. Lögin eru Hlýð til - þú gerir mig dapra, Ég held og Ástarljóð mitt. Hér leikur Atli á marga strengi og suma nýja, stundum fær maður á tilfinninguna að hug- myndaflug Atla hafí engar grensur, svo fijór er hann. Tónlist við þessi ljóð leggur Atli til, mjög skemmtilega músík, og Ingveldi tókst að skila henni eftirminnilega. Sverrir Guðjónsson fékk tvo nokk- uð erfíða ljóðabálka við að eiga í upphafí, Skeljar eftir Hannes Péturs- son og Geng ég nú um gráar eyður breiðar eftir Sveinbjöm Beinteinsson við lög Gunnars Reynis Sveinssonar. Svona löng ljóð gera söngvaranum erfítt fyrir með túlkun og kannske ekki hvað síst takmörkuðum mögu- leikum kontratenórsins, enda held ég að þessi tvö lög hafí átt erfíða leið til áheyrenda. Tvö dálítið þunglyndis- leg ljóð, Meloditimen eftir Sveinbjöm Baldvinsson og IJf og ljóð eftir Þuríði Guðmundsdóttur, fengu viðeigandi músík eftir Hildigunni Rúnarsdóttur og urðu ekki til þess að hjálpa Sverri upp úr þunglyndinu. Það var eiginlega fyrst í tveim síðustu lögunum sem Sverrir söng, að hann náði sér nokk- uð á strik. Þrá, eftir Jón frá Pálm- holti, lag Óliver J. Kentish, einfalt lag í þröngu formi, skilaði Sverrir vel og þó sérlega síðara laginu eftir Óliver, Hið dulda, eftir Steingerði Guðmunds- dóttur, sem hvort tveggja er gott lag í sínum einfaldleik og Sverrir skilaði mjög vel. En maður veltir fyrir sér að vandi hlýtur að vera að velja kontratenór rétt verkefni. Stundum hefur því verið haldið fram að sjaldan takist að gera not- hæfa tóinlist við mikinn og góðan kveðskap. Út, Myndin, Hafvillur, í hafsauga, Draumsins menn, Afvega og Óþol Þorsteins frá Hamri hafa slíka stærð. Hér finnst mér að Páll okkar P. Pálsson hafí lent í skökkum dansi. Strax í upphafi mætti maður R. Strauss og áður en yfír lauk höfðu Mahler og Brahms bæst í hópinn. Víst má kenna þessa höfunda á ein- hvem hátt við heimaland Páls, en þeir henta ekki ljóðum Þorsteins, eða réttara sagt, kannske hefði komið fram hjá þeim Strauss, Mahler og Brahms áður óþekkt tónlistarstefna, hefðu þeir þekkt Þorstein. Jónas Ingimundarson fylgdi öllum þessum stefnum kvöldsins sem sann- ur leiðsögumaður, og ekki er það honum að kenna að kirkjan er ekki byggð fyrir hljóm flygilsins. Ragnar Björnsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.