Morgunblaðið - 07.03.1995, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 07.03.1995, Blaðsíða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 7. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ LÁRA Stefánsdóttir og Per Jonsson á æfingu verksins „Til Láru“. Dansverk frá Norðurlönd- um í Þjóð- leikhúsinu Á NORRÆNU menningarhátíð- inni Sólstafir í Þjóðleikhúsinu verða sýnd dansverk frá fs- landi, Svíþjóð og Danmörku. Einungis verður boðið upp á tvær sýningar í kvöld og á morg- un. Frá Danmörku kemur Palle Granhoj með dansleikhús sitt sem flytur verkin HHH og Sallinen. Fyrra verkið „HHH“ er byggt á íjóðaljóðum Salómons og er þemað nekt, forvitni og íhlutun og er verkið mjög eró- tískt. Tónlistin er lifandi og er spiluð á kenýska bassalýru. Seinna verkið, „Sallinen", er hreyfilistaverk fyrir fjóra stren- gjaleikara og einn dansara. Frá Svíþjóð kemur höfundur- inn Per Jonsson, en hann samdi verkið „Til Láru“, sem hann til- einkar dansaranum Láru Stef- ánsdóttur, en hún flytur verkið. íslenska verkið er eftir Nönnu Ólafsdóttur við tónlist Þorkels Sigurbjörnssonar. Goðsögnin um Orfeus og Euridice var inn- blástur að tónsmíð Þorkels Sigurbjörnssonar um Euridice. Á sama hátt var tónlist Þorkels kveikjan að verki Nönnu Ólafs- dóttur um Euridice og dvöl hennar í undirheimum. Miðasala fer fram í Þjóðleik- húsinu og er miðaverð 1.500 kr. LISTIR Kjarval á nýjum grunni að ræða teikningar unnar með tússi og svörtu bleki á pappír og loks verk máluð á plastfilmu, sem hefur hér verið sett undir plexi- gler, svo skoða megi þau frá báðum hliðum. Þessar myndir eru vissulega misjafnar að gæðum, en í gjöf Kjarvals til Reykjavíkurborgar 1968 var að finna á fímmta þús- und teikningar og skissur; þar á meðal eru eflaust nokkrir gim- steinar, sem enn eiga eftir að koma fram. Það er mikilvægt að vinna sómasamlega úr þessum myndum, varðveita þær og rannsaka, og er það starf nú loks komið á nokkurn rekspöl. Allt frá opnun Kjarvals- staða 1972 fram á síðustu ár hafa knappir flármunir og skortur á starfsfólki gert safninu illmögulegt að sinna þessu verki, og má segja að nú sé tími til kominn. Það er hins vegar miður að með þessari sýningu fylgir engin skrá eða fræðsluefni af öðru tagi, sem verður að teljast nauðsynlegt þeg- ar nýjar myndir koma fram. Upp- lýsingar um efni, ástand, tilgátur um viðfangsefni, samanburður við önnur verk, möguleg tímasetning o.s.frv. eru allt atriði sem listunn- endur hafa áhuga á að fræðast um. Bera Nordal sagði í ritgerð sinni um teikningar Kjarvals í skrá sýningarinnar „Aldarminning“ fyr- ir áratug: „Frumdrög að málverk- um geta verið ákaflega mikilvægar heimildir um vinnubrögð málarans og jafnframt varpað ljósi á viðhorf hans til teikningarinnar og mál- verksins. Engar samanburðar- rannsóknir hafa verið gerðar á skissum og málverkum Kjarvals og er því ekki hægt að slá neinu föstu um þetta efni.“ Við erum enn á svipuðum stað; rannsóknir eru væntanlega hafnar, en engar nið- urstöður hafa verið birtar enn. Það er gott til þess að vita, að hér eftir verður hægt að ganga að verkum KJarvals á sýningu árið um kring. Þetta er mikilvægast, en um leið hljóta að aukast kröf- urnar til slíkra sýninga hvað varð- ar umgjörð og upplýsingu. Þrátt fyrir að Jóhannes Kjarval sé eflaust sá listamaður íslenskur, sem mest hefur verið skrifað um, hafa fræðilegar rannsóknir á verk- um hans ekki verið miklar til þessa og er vonandi að hægt verði að sinna slíku starfi með nokkrum sóma á næstu árum, til fróðleiks ungum sem öldnum. Eiríkur Þorláksson MYNDIJST MÁLVERK OG TEIKNINGAR JÓHANNES S. KJARVAL Opið daglega kl. 10-18 til 21. maí. Aðgangur kr. 300. - UM LANGT árabil hefur komið upp öðru hvoru umræða um að Kjarval sjálfum væri tæpast sýnd- ur nægur sómi í því sýningarhús- næði sem bæri nafn hans. Þar hafa verk hans lengst af aðeins verið sýnd í takmarkaðan tíma ár hvert, en þess á milli mátt víkja fyrir öðrum sýningum. Nú hefur loks verið mörkuð sú stefna að verka Jóhannesar Kjarv- al skuli ætíð vera höfð til sýnis í austursal hússins; verði þá breytt uppsetningum með reglulegu milli- bili, til að geta sýnt sem mest af þeim fjölbreytileik verka, sem m.a. er að finna í stofngjöf listamanns- ins til Reykjavíkurborgar árið 1968. Er þessi ákvörðun vissulega fagnaðarefni fyrir alla listunnend- ur, en þessi fyrsta uppsetning mun vera óbreytt fram á vor. Nú eru bráðum tíu ár liðin frá sýningunni „Aldarminning“ sem haldin var á Kjarvalsstöðum haust- ið 1985. Þar var saman komið nokkuð á þriðja hundrað mynd- verka, og hefur engin sýning á verkum Kjarvals verið jafn glæsi- leg síðan. Listunnendur hafa þó haft reglulega tækifæri á árlegum sýningum þess til að sjá nokkur þeirra lykilverka sem er að finna í Kjarvalssafni, en umfangið hefur vissulega verið minna. Síðustu ár hefur hins vegar verið unnið að kynningu á verkum Kjarvals á er- lendri grundu, og er skemmst að minnast stórsýningar í Þýskalandi sumarið 1993. Einnig hefur verið breytt framsetningu á verkum hans með því að sýna þau í nýju samhengi, eins og var gert með sýningunni „Náttúra/Náttúra“ sem haldin var í Listasafni Akur- eyrar á síðasta ári, þar sem stillt var saman verkum Kjarvals og Ásmundar Sveinssonar (þá sýn- ingu er að finna að hluta í Ás- mundarsafni í Reykjavík um þessar mundir). í kjölfar áðurnefndrar ákvörðunar má vænta þess að enn meira verði unnið með verk Kjarv- als, og á sýningunni nú má sjá fyrsta vottinn af því starfi. Hér ber þó fyrst að nefna ýmis lykilverk listamannsins, sem alltaf JÓHANNES S. Kjarval: Skjaldmey. er fengur að komast í nálægð við. Verk eins og „Lómagnúpur“ (1944), „Regntjöld vorsins'ý (1926-64), „Sýn og veruleiki" (1957) og „Þingvallabóndinn" eru ætíð sem ný sjónreynsla og um leið góð áminning um fátækt ljós- myndarinnar, þrátt fyrir allt; ljós- myndir af þessum verkum blikna einfaldlega við hlið þeirra sjálfra. Hins vegar er líklegt að athygli listunnenda beinist að þessu sinni einkum að nokkrum verkum lista- mannsins úr gjöfinni góðu, sem ekki hafa verið á opinberum sýn- ingum áður. Hér er einkum um Ásj ónur SVEINN Björnsson við eitt verka sinna. MYNPLIST L i s t h ú s 8 9 MÁLVERK SVEINN BJÖRNSSON Opið virka daga frá 10-18. Laugar- daga 11-18. Sunnudaga 14-18. Til 13. mars. Aðgangur ókeypis. ÞAÐ er margt í gerjun í hafn- firskri list og þeir Gaflarar virðast ekki ætla að láta deigan síga þótt búið sé að loka Portinu, þar sem margur fékk athvarf fyrir listræn- ar athafnir. Það er eftirsjá að þeim stað sem var í dijúgri uppbygg- ingu og menn voru rétt að upp- götva möguleikana þegar til stefnubreytingar kom um fram- kvæmdir á listasviði hjá bæjarfé- Iaginu. Síðastliðinn laugardag var opn- að lítið listhús að Strandgötu 39, í hornherbergi inn af velkunnri verzlun með ljósmyndir, þar sem undanfarið hefur einnig verið mögulegt að ganga að ýmsum tegundum myndlistar og listiðnað- ar. Staðurinn hefur fengið heitið Listhús 39 og ókunnugum skal bent á að hann er beint fyrir aftan Hafnarborg, svo upplagt er að líta þar inn um leið og hinir stærri list- viðburðir eru sóttir heim. Að sjálfsögðu var það einn af hirðmálurum bæjarfélagsins, Sveinn Björnsson, sem reið á vað- ið með sýningu og kynnir hann 7 ábúðarmikil málverk af ýmsum ásjónum úr mannlífinu eða í sjálfri náttúrunni, sem hafa orðið honum hugstæðar í tímans rás. Málverkin eru vel yfir meðalstærð, þótt langt sé í að hægt sé að kalla þau mik- il um sig að flatarmáli, en hins vegar eru þau þeim mun ágengari í myndrænni áreitni og láta skoð- andann ekki í friði. Allar eru myndirnar frá 1990, eða áður en sjálft litaflóðið og hrynjandi kraft- birtingsins gagntóku listamann- inn, eins og greinilega kom fram á hinni viðamiklu sýningu í aðal- sölum Hafnarborgar á síðasta ári. Sveinn hefur þannig sagt skilið við fígúruna eins og Picasso forð- um, en án þess að afneita henni með öllu, sem og meistarinn gerði ei heldur, en lét sporgöngumenn sína alfarið um. Maður kennir hinn hijúfa kraftmikla listamann í öllum mál- verkunum, en einkum voru það tvö sem létu listrýninn ekki í friði og nefnast „Steinn undir Steinahlíð- um“ (1) og „Madonna“ (2), þó ólík séu í áferð, litasmurningi og pensilstrokum. Fyrri myndin býr yfir malerísk- um ríkdómi, skreytikenndri áferð og karlmannlegri reisn, en hin síð- ari hefur yfir sér kvenlegra yfir- bragð svo sem vera ber, þótt ekki sé hún lík madonnum endurreisn- armálaranna, hinni frægu og nautnalegu madonnu Munchs, eða þeirrar einu sex-madonnu sem blasir við í poppþáttum skjámiðl- anna. Hér er öllu heldur á ferð hin eina og auðkennilega madonna listamannsins sjálfs og vísast af ætt hafgúanna á Halamiðum. Það er óhætt að segja, að öll myndverkin beri svipmót málarans Sveins Bjömssonar og þótt þær séu fullyfirþyrmandi í hinu litla rými, er maður orðinn svo vanur slíkum slagsmálum frá hendi lista- mannsins að það er naumast til- tökumál. Listamanninum skal þökkuð sýningin og framkvæmdaraðilum óskað velfarnaðar með listhornið. Bragi Ásgeirsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.