Morgunblaðið - 07.03.1995, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 07.03.1995, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. MARZ 1995 29 SÖFNUNARFÉ SÚÐVÍKINGA ÞANNIG var umhorfs í Súðavík, þegar veðrinu slotaði. Greinargerð sjóðstjórnar söfnunarinnar Samhugur í verki Neyðaraðstoð vel á veg komin TÁKNRÆN mynd fyrir hörmungarnar í Súðavík. Fáninn í hálfa stöng á ísafirði. MORGUNBLAÐINU hefur borizt greinargerð sjóðstjórnar söfnunar- innar Samhugur í verki, en sjóð- stjórnina skipa Pétur Kr. Hafstein hæstaréttardómari, Jónas Þórisson framkvæmdastjóri Hjálparstofnunar kirkjunnar, Sigrún Árnadóttir fram- kvæmdastjóri Rauða kross Islands, sr. Magnús Erlingsson sóknarprest- ur Súðvíkinga og Þorbjörn Sveinsson gjaldkeri Rauða krossdeildar ísa- fjarðarsýslu: „Sjóðstjórn söfnunarinnar Sam- hugur í verki þykir hlýða að gera nú nokkra grein fyrir verkum sínum þær sex vikur, sem hún hefur starf- að. Er það bæði vegna þess, að störf hennar eru komin langt á veg og ekki síður vegna hins, að vart hefur orðið misskilnings og missagna um þau. Upphafið Þegar hin illvígu snjóflóð féilu í Súðavík um miðjan janúarmánuð höfðu fjölmiðlar landsins frumkvæði að því að hefja almenna íjársöfnun. Fulltrúar þeirra stjórnuðu gangi mála og svöruðu þannig kalli al- mennings um að bregðast við. For- ráðamenn Hjálparstofnunar kirkj- unnar og Rauða kross Islands ákváðu því að standa ekki fyrir söfn- unum á vegum samtaka sinna, sem þeir ella hefðu gert, heldur beina framlögum sókna og deilda Rauða krossins í hina sameiginlegu söfnun. Hins vegar var margvísleg neyðar- aðstoð veitt af hálfu þessara sam- taka frá fyrstu stundu og á meðan söfnunin stóð yfir. Hluti þess hjálp- arstarfs byggðist á því að miðla þegar í stað nokkru af söfnunarfénu til fólksins, áður en sjóðstjórn hafði fengið ráðrúm til aðgerða. Að ósk fjölmiðlanna var sjóðstjórnin skipuð fulltrúum þessara samtaka auk for- manns, sem forsætisráðherra til- nefndi. Starfsreglur og kostnaður Sjóðstjórnin setti sér þegar í upp- hafi starfsreglur til víðmiðunar við úthlutun söfnunarfjárins. Þær byggðust á því fyrst og fremst að styrkja þá einstaklinga og fjölskyld- ur, sem misstu eða urðu að yfirgefa heimili sín vegna snjóflóðanna og urðu fyrir efnalegu, andlegu og fé- lagslegu tjóni og ástvinamissi. Út frá því var þó gengið, að ekki yrði greitt úr sjóðnum vegna fjárhags- tjóns, sem bætt yrði af öðrum aðilum svo sem Viðlagatryggingu íslands, tryggingafélögum eða ríkissjóði. Sjóðstjórnin telur það í samræmi við tilgang söfnunarinnar, að söfnunar- fénu verði varið til þess að tryggja, svo sem frekast er kostur, að menn standi ekki lakar að vígi efnalega eftir áföllin en fyrir þau auk þess sem horft sé til þeirra þjáninga og röskunar, sem menn hafa mátt þola. Slíkt mat er ætíð nokkrum vand- kvæðum bundið en bætur mega ekki fara úr skynsamlegu samhengi við slíkt markmið, þótt meira fé hafi safnast en nokkurn gat órað fyrir. Þá er í starfsreglunum gert ráð fyr- ir því, að hugað verði að stöðu þeirra, sem orðið hafa fyrir óbeinu tjóni af völdum áfallsins, og samfélagslegum verkefnum í Súðavík, eftir því sem það þykir samræmast tilgangi söfnunarinnar. Sjóðstjórnin taldi rétt og nauðsynlegt að ráða sér starfs- mann til skamms tíma til þess að aðstoða fólk við að koma sjónarmið- um sínum á framfæri við stjórnina og auðvelda henni að gera sér sem besta grein fyrir aðstæðum hvers og eins. Honum eru greidd laun af söfnunarfé auk útlagðs kostnaðar við starf hans. Annar kostnaður fell- ur ekki á sjóðinn, en stjórnarmenn þiggja ekki laun fyrir störf sín. Þeir aðilar, sem tilnefndu stjórnarmenn- ina, greiða hver um sig þann beina kostnað, sem af starfi sjóðstjórnar hlýst, svo sem ferðakostnað. Uthlutanir úr sjóðnum Eins og áður er fiv.n komið námu fyrirheit um framlög vegna náttúru- hamfaranna í Súðavík um 240 millj- ónum króna. Hins vegar hafa nú borist inn á reikning söfnunarinnar um 250 milljónir króna. Er þá ótalin 24 milljóna króna þjóðargjöf Færey- inga, sem að þeirra eigin ósk verður varið til byggingar nýs leikskóla í Súðavík. Greiðslur úr sjóðnum vegna neyðarhjálpar fyrstu daga eftir áföll- in námu tæpum 10 milljónum króna. Bráðabirgðagreiðslur til þeirra, sem verst urðu úti, voru inntar af hendi 3. og 14. febrúar sl., samtals að fjár- hæð um 11 milljónir króna. Undanfarna daga hefur svo verið gengið frá dijúgum hluta úthlutana úr sjóðnum til einstaklinga og fjöl- skyldna, eftir að nauðsynlegar upp- lýsingar um aðstæður þeirra lágu fyrir. Nema framlög úr sjóðnum nú samtals um 126 milljónum króna. Lánveiting til Súðavíkurhrepps í lok febrúarmánaðar ákvað sjóð- stjómin að lána Súðavíkurhreppi allt að 62 milljónir króna af söfnunarfé til þess að gera hreppnum kleift að koma sem fýrst og með sem hagkvæ- mustum hætti upp bráðabirgðahús- næði fyrir þá, sem misstu heimili sín í snjóflóðunum. Það hefur nú verið gert með kaupum á 18 sumarhúsum, sem þegar hafa verið sett upp í Súða- vík, eins og kunnugt er. Lánið er vaxtalaust og endurgreiðist eigi síðar en 1. ágúst nk. eða innan fimm mánaða. Endurgreiðsla þess er tryggð með sérstakri ábyrgðaryfir- lýsingu ríkisstjórnarinnar. Lánið var veitt, þegar sýnt þótti, að þessari fjár- hæð yrði ekki varið^il annarra þarfa á lánstímanum, en hún er utan ofan- greindra framlaga úr sjóðnum. Sjóð- stjórnin telur þetta þar að auki mikils- verðan þátt í neyðaraðstoð við sveit- arfélag í sárum og að hann komi ekki síst þeim einstaklingum til góða, sem einna harðast urðu úti og vilja hýsa sér bæ í Súðavík. Tjón annars staðar en í Súðavík Til söfnunarinnar í janúar var stofnað og hún fór fram undir þeim formerkjum, að verið væri að styrkja Súðvíkinga og sýna þeim samhug í verki. Á meðan á söfnuninni stóð komu fram óskir sumra gefenda um, að einnig yrði hugað að tjóni þeirra, sem náttúruhamfarir léku grátt um þetta leyti annars staðar en í Súða- vík. Var því vinsamlega tekið í fjöl- miðlum af þeim, sem að söfnuninni stóðu, og fyrirsvarsmönnum Súðvík- inga. Sjóðstjórnin telur hins vegar, að þetta geti verið nokkrum vand- kvæðum bundið vegna tilgangs söfn- unarinnar, eins og hann var kynntur og að framan er lýst. Hún hefur þó samþykkt að taka til efnislegar skoð- unar slíkar beiðnir, er kunna að ber- ast annars staðar að, en stuðningur úr sjóðnum í þessu efni hlýtur þó að vera háður sérstöku samþykki sveitarstjórnar Súðavíkurhrepps sem fulltrúa viðtakenda söfnunarfj- árins. Niðurlag Sjóðstjórninni er ljóst, að mikil ábyrgð hefur verið lögð henni á herð- ar. Hún kappkostar að gera sitt ýtr- asta til þess að verðskulda traust. Hún gerir hins vegar þá kröfu, ekki síst til fjölmiðla, að um þessi við- kvæmu málefni sé fjallað á opinber- um vettvangi af sanngirni og hleypi- dómaleysi I stað þess að ala á sund- urþykkju og sá fræjum tcrtryggni og efasemda með getsökum og hálf- kveðnum vísum.“ r. Lærðu til að verða „naprapat11 - nút í m ale gt s t a r f Naprapati er algengasta sérmeðferðin, sem beitt er með handlækningum við óþægindum í hrygg, liðamótum og vöðvum. f starfslíði kennara eru dósentar, læknar, háskólakennarar og doktorar í naprapati. Námið tekur 4 ár. Eftir próf og verkiega þjálfun (praktík) er hægt að sækja um löggildingu hjá félagsmálaráðuneytinu (Socialstyrelsen). Læknisfræðilega efiiið: Líffærafærði, líftækni, lífefnafræði, lífeðlisfræði, taugasjúkdómafræði, næringarfræði, bæklunar- sérfræði, meinafræði, Sjúkraþjálfún: Rafsegulfræði, liðamótafræði, nudd, teygjur. Lækning með höndum (manuell medidn); Sjúkdrómsgreining, tæknileg lífeðlisfræði, hagkvæm líffærafræði, losunar- og hreyflngartækni. iþróttalæknisfi-æði: Íþróttalífeðlisfræði, íþróttasálarfræði, „tejpning". A Naprapathögskolan Menntun sem leiðir til sjálf- stæðrar, faglegrar starfsemi. Observatoriegatan 19-21,113 29 Stokkhólmi Sími 00 46 8 16 01 20
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.