Morgunblaðið - 07.03.1995, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 07.03.1995, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. MARZ 1995 37 AÐSENDAR GREINAR Endurhæfing nndir niðurskurðarhnífinn! ENN ein sparnaðarhrinan skek- ur nú Borgarspítalann. Þær eru orðnar allmargar sparnaðarhrin- urnar undanfarin ár og starfsfólk spítalans ætti e.t.v. að vera farið að venjast skjálftunum sem þeim fylgja. Líklega venjast þó slíkar hrinur aldrei, þær koma fólki alltaf í opna skjöldu þrátt fyrir einhvem viðbúnað. í einni af þeim sparnaðarhrinum sem gengið hafa yfir Borgarspítal- ann á síðustu árum, kom fram til- laga um að leggja hjúkrunardeild- ina í Heilsuverndarstöðinni niður og m.a. leggja sjúklinga þeirrar deildar inn á Endurhæfingardeild- ina. Hjúkrunardeildin í Heilsu- verndarstöðinni er heimili þess fólks sem þar býr og andrúmsloft og umhverfi á slíkri hjúkrunardeild er því með allt öðrum hætti en á sjúkradeildum bráðaspítala eða á endurhæfingardeildum. Endurhæf- ingarumhverfi er í eðli sínu gjör- ólíkt umhverfi húkrunarheimilis. Sem betur fer tókst að sporna við þessum breytingum og forða því slysi sem það hefði haft í för með sér fyrir endurhæfingarþjónustu. Nú er draugurinn því miður ris- inn upp aftur og af sýnu meiri krafti. Stjórn Sjúkrastofnana Reykjavíkurborgar (SSR) hefur nú samþykkt að loka hjúkrunardeild- inni í Heilsuverndarstöðinni og flytja 16 af þeim sjúklingum sem þar dvelja yfir á Endurhæfingar- deild spítalans (í daglegu tali kölluð Grensásdeild) og leggja þar með jafnmörg endurhæfingarrúm niður. Með þessari samþykkt SSR tel ég að vegið sé alvarlega að endurhæf- ingarþjónustu spítalans og að það muni hafa ófyrirsjánlegar afleið- ingar í för með sér. Kröftug endur- hæfingarstarfsemi Frá því að Grensásdeildin tók til starfa fyrir 22 árum hefur alla tíð verið lögð áhersla á þjónustu við þá sem þurfa á mikilli og sér- hæfðri endurhæfingu að halda. A deildinni er rekin eina endurhæf- ingareiningin fyrir mænuskaddaða einstaklinga á landinu og nú er rekin þar eina bráða heilablóðfalls- Ein sparnaðarhrinan enn skekur Borgar- spítalann, segir Sigrún Knútsdóttir, sem telur stjórnv.öld fara offari í niðurskurði. einingin á landinu þar sem sam- tvinnast endurhæfing heilablóð- fallssjúklinga. Auk þessa sinnir deildin sjúklingum með fjöláverka eftir alvarleg slys og heilaskaða og m.a. koma þangað einnig sjúkling- ar með langvinna verki sem ekki hefur reynst unnt að ráða bót á annars staðar. Á Grensásdeildinni er rekin kröftug endurhæfingarstarfsemi. Á deildinni er samvalið og gott sérþjálfað starfsfólk á hinum ýmsu sviðum heilbrigðiskerfisins sem er mjög veí í stakk búið til að sinna þeirri endurhæfingarþjónustu sem lögð hefur verið áhersla á að sinna Athugasemd um kosningalög UM leið og ég þakka fyrir athyglisverða grein Vilhjálms Þor- steinssonar, sem birtist í Morgunblaðinu 15. janúar síðastliðinn og fjallar um fyrirkomu- lag alþingiskosninga á íslandi, vil ég leggja eftirfarandi til mála. Alþingi er vanhæft í málinu Vitað er að núver- andi kosningalög mis- muna landsmönnum herfilega eftir búsetu og er tæpast lýðræði í landinu nema að takmörkuðu leyti meðan svo er ástatt. Sá meginvandi tengist breytingu á þessum lögum að þeir alþingismenn sem kosnir eru eftir ranglátu lögunum eiga að breyta þeim þó að þeir séu manna síst til þess fallnir — einmitt vegna þess að þeir voru kosnir eftir núgild- andi lögum. Alþingi er eðli málsins samkvæmt vanhæft til að breyta kosnihgalögun um. Vandinn við að breyta lögunum birtist í því að það lengsta sem þing- menn hafa gengið í jafnréttisátt er að breyta þeim þannig að sem minnst sé hallað á stjórnmálaflokk- ana með tilliti til atkvæðavægis og að meðaltali; en engin viðunandi lausn hefur fengist á þeim vanda að lögin mismuna þegnunum eftir búsetu. Flokkarnir hafa þannig fórnað þjóðarhagsmunum fyrir eig- inhagsmuni sína. Þessar aðstæður birtast í því að þegar rætt er um breytingar á kosningalögum fara menn alltaf að reikna út hvernig ríkjandi stjórnmálaflokkar hefðu komið út úr síðustu kosningum ef tilteknar breytingar hefðu þá þegar verið í gildi. Aðeins ef breytt lög hefðu leitt af sér nokkurn veginn óbreyttan þingstyrk telja menn breytingartillöguna réttláta! Sann- leikurinn er auðvitað sá að það skiptir alls engu máli hvernig flokk- amir koma út úr kosningunum meðan þær gefa rétta mynd af vilja kjósenda. í grein Vilhjálms kemur fram að sérkröfur einstakra þingmanna urðu þess valdandi að lögin frá 1987 urðu enn vitlausari en þau hefðu þurft að vera og er það hámark dellunn- ar frá hendi löggjafans og sýnir hvemig þingið er dæmt til að bera hagsmuni þjóðarinnar fyrir borð í þessu mikil- væga máli. Þegar hagsmunir flokkanna stangast á við hagsmuni þjóðar- innar verða flokkamir að víkja. Ekki þjóðin. í kosningalögunum felst öfgakenndur byggðakvóti Ljóst er að gera þarf róttækar breytingar á kosningalög- unum og aðhyllist Vilhjálmur Þor- steinsson þá hugmynd að landið sé gert að einu kjördæmi og kann það að vera góð lausn, enda eru kjör- dæmi í landinu óþarflega mörg. Einnig mætti hugsa sér að fjöldi þingmanna væri færður í það horf sem rétt speglar íbúafjölda hvers kjördæmis (40% þingmanna frá Reykjavík ef þar búa 40% lands- manna o.s.frv.) Mætti þá fram- kvæma sjálfvirka leiðréttingu á at- kvæðavægi með því að úthluta hveiju kjördæmi þingsætum í hlut- Engin viðunandi lausn hefur fengist á þeim vanda, segir Árni Sig- urjónsson, að kosn- ingalögin mismuni þegnunum eftir búsetu. falli við fjölda kosningabærra íbúa skömmu fyrir hverjar þingkosning- ar. Svo einfalt getur það nú verið; allir kjósendur með jafnan rétt. — Eða þarf eitthvað að refsa mönnum sérstaklega fyrir að búa í Garða- bænum? Núverandi kjördæmaskipulag felur í sér byggðakvóta og vilji menn á annað borð hafa kvóta í alþingiskosningum má spyija hvort aðrir kvótar séu ekki þarfari en byggðakvótinn, svo sem stéttakvóti (viss ijöldi þingmanna fyrir hveija Árni Sigurjónsson stétt), kvóti fyrir atvinnugreinar, aldursflokkakvóti eða kynjakvóti. En staðreyndin er þessi; slíkir kvót- ar hljóta alltaf að vera hæpnir, enda er kjósendum treystandi til að kjósa sér fulltnía úr röðum t.d. kvenna, iðnrekenda og æskumanna eftir því sem þeir sjá ástæðu til og ekki væri til bóta að binda slíkt í lög fremur en byggðakvótann. Meðan ekki er bundið í lög að hafa skuli t.d. 10 útgerðarmenn, 32 konur og 3 íbúa af Sólvallagöt- unni á Alþingi hníga heldur engin haldbær rök að því að hafa skuli t.d. 6 Vestfirðinga á Alþingi án til- lits til hvort þar búa margir eða fáir, enda má minna á að Alþingi á að setja allri þjóðinni lög og ekki gæta hagsmuna einstakra héraða sérstaklega umfram önnur. Á undanförnum áratugum hefur ranglátt kosningafyrirkomulag reynst þjóðinni dýrt á þann hátt að það hefur stuðlað að óhentugum fjárfestingum. Þingið hefur að stór- um hluta verið sérhagsmunaþing fremur en þjóðþing og er nú mál til komið að söðla um og gera það að þjóðþingi að nýju. Þjóðaratkvæði er lausnin Óréttlæti núgildandi kosninga- laga er hróplegt. Hætt er við að íbúum á Vestfjörðum, Vesturlandi eða Norðurlandi vestra þætti súrt í broti ef þyrfti fjóra af þeim á móti hveiju atkvæði á Njálsgötunni við alþingiskosningar, en slíkt er misréttið sem þéttbýlisfólk býr nú við, þar sem verst gegnir. Ef styrkja þarf byggð einhvers staðar á land- inu hlýtur að mega gera það án þess að beita þeirri ofstopakenndu aðferð að skerða atkvæðavægi tug- þúsunda manna eins og nú er gert. Niðurstöður mínar eru þessar: (1) Núverandi kosningaskipulag felur í sér byggðakvóta sem er engu réttlátari en aðrir kvótar við þing- kosningar. (2) Núgildandi skipulag er svo óréttlátt gagnvart þéttbýliskjör- dæmum að við það verður ekki unað og er varla hægt að tala um lýðræði í landinu nema í takmörk- uðum skilningi meðan það stendur óbreytt. (3) Alþingi er ekki heppilegur aðili til að breyta kosningafyrir- komulaginu vegna þeirra hagsmuna sem þingmenn og stjórnmálaflokk- ar hafa og stangast á við þjóðar- hagsmuni. Þetta mál verður að leysa með þjóðaratkvæði. Höfundur er bókmenntafræð- ingur, búsettur í Bandaríkjunum. á deildinni. Leitast er við að halda uppi góðum faglegum staðli í starfi og tileinka sér nýjungar. Það er stórum bráðaspítala eins og Borgarspítalanum nauðsynlegt að hafa á að skipa öflugri endur- hæfingardeild með sérhæfðu starfsfólki sem tekur við sjúkling- um af bráðadeildum til endurhæf- ingar í stað þess að endurhæfingarsjúkl- ingar liggi dreifðir um bráðadeildir spítalans í langan tíma. Lokanir rúma í sparnaðarskyni Nokkur undanfarin ár hefur því miður ekki tekist að halda öllum rúmum deildarinnar opnum. Þessar lokanir hafa komið í kjölfar fyrirskipaðra sparn- aðaraðgerða frá stjórn spítalans. Nú hefur tímabundinn skortur á hjúkrunarfræðingum einnig orðið til þess að enn frekar hefur þurft að draga saman seglin um tíma. Þrátt fyrir þetta hefur tekisl að halda opnum u.þ.b. 40-50 af 60 rúmum deildarinnar. Þrátt fyrir lokanir rúma á síð- asta ári og fækkun sjúklinga hefur umfang starfseminnar þó síst minnkað á milli ára eins og kemur fram í fjölda meðferða í sjúkraþjálf- un á árinu 1994, sem var 21.412 samanborið við 19.891 meðferðir árið 1993. Þessar tölur styðja það álit starfsfólks deildarinnar að sjúklingar deildarinnar voru veikari og þurftu meiri þjónustu en oft áður og fer þetta saman við mikla hjúkrunarþyngd á sjúkradeildunum á Grensásdeild á síðastliðnu ári. Fjöldi sjúklinga segir því lítið um starfsemina heldur er það sjúk- dómsástand sjúklinganna („sjúkl- ingaþyngd“) sem skiptir máli ef skoða á starfsemi deildar. Vegið að endurhæfingu Með þeirri afdrifaríku ákvörðun að taka þau rúm sem nú eru lokuð um stundarsakir undir hjúkrunar- sjúklinga væri stigið óafturkallan- legt skref í sögu Borgarspítalans þar sem öllum stoðum yrði kippt undan því endurhæfingarstarfi sem byggt hefur verið upp og fram fer á Grensásdeildinni. I þeirri breyt- ingu felst ekki sparnaður til lengri tíma heldur er hér einungis um skammtímagróða að ræða og fjár- hagslegt tap ef til lengri tíma er litið. Á sama tíma og fé hefur verið skorið niður til sjúkrastofnana með þeim alvarlegu afleiðingum sem það hefur í för með sér, sérstaklega fyrir öldunarþjónustu og endurhæf- ingu, hafa heilbrigðis- yfirvöld fyrii’skipað 50 milljóna króna niður- skurð til göngudeild- arþjónustu sjúkra- þjálfunar. Þrátt fyrir mótmæli stjórnar Fé- lags íslenskra sjúkra- þjálfara og fundi stjórnar fulltrúa fé- lagsins með Ijármála- ráðherra og fjárlaga- nefnd varð þeim niður- skurði ekki hnikað. Þessi niðurskurður til endurhæfingar gerist þrátt fýrir að í stefnu núverandi ríkisstjórn- ar varðandi heilbrigð- is- og tryggingamál segir orðrétt „Stuðlað verður að því að þeir sem eru á batavegi fái markvissa endur- hæfingu, þannig að þeir geti sem fyrst tekið fullan þátt í þjóðlífinu.“ Þrátt fyrir þessa stefnu ríkisstjórn- arinnar er vegið að endurhæfingu með fyrrgreindum hætti. Endurhæfing sparar fé Ef við lítum til hinna Norður- landanna sem við gerum oft, bæði til að læra af reynslu annarra og til að vera þjóð meðal þjóða, þá bregðast frændur okkar þveröfugt við á niðurskurðartímum, þá styðja þeir við bakið á endurhæfingu og leggja áherslu á að efla hana. Það er hins vegar ekki af neinni góð- mennsku, þeir hafa einfaldlega reiknað dæmið til enda, það borgar sig nefnilega að stuðla að endur- hæfingu, hún sparar þjóðinni fé. Auðvitað þarf að greiða fyrir end- urhæfingu eins og aðra heilbrigðis- þjónustu en ef litið er til framtíðar en ekki eingöngu á krappa fjár- hagsstöðu augnabliksins, sparar hún peninga. Við höfum ekki efni á að leggja endurhæfingu niður. Höfundur er aðstoðaryfir- sjúkraþjálfari Borgarspítalans og formaður Félags ísl. sjúkraþjálfara. Sigrún Knútsdóttir boðið á fund ídag í dagkl. 17.30 mun Davíð Oddsson ræða uni stöðu þjóðmála og verkeftiin framundan. Fundurinn verðurí kosningamiðstöðinni við Lækjartorg, Hafnarstræti 20, 2. hæð. BETRA ÍSLAND KOSNINGAFUNDJR I REYKJAVlK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.