Morgunblaðið - 07.03.1995, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 07.03.1995, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. MARZ 1995 43 MINNINGAR og þar náði hann mjög góðum ár- angri. Það var sama hvort var í hans fagi, við spilaborðið, í félagsmálum, alls staðar var hann vel látinn og honum falin forusta. Ég kynntist Ragnari síðar og mjög náið er leiðir okkar lágu sam- an í þeim félagsskap sem var honum svo kær, Frímúrarareglunni. Hann gekk Reglunni á hönd 16. febrúar 1955. Þar naut hann sín vel og hæfileikar hans komu mjög í ljós. Ragnari voru falin trúnaðarstörf og varð hann æðsti maður Reglunnar hér í bæ. Hann var fróður, góður ræðumaður, hvert sem tilefnið var, og eins á öðrum tungum ef svo bar undir. Það kom sér vel á ferðum okkar, bæði innanlands og utan, oft var ég búinn að tjá honum aðdáun mína í þeim efnum. Kærleikurinn, þetta æðsta og mesta sem til er hér í heimi, kom berlega fram í veikindum Ragnars. Lengi var haldið í vonina um ein- hvern bata. Sigurlaug og dætur með sínum ijölskyldum, eiginmönnum og börn- um, voru óþreytandi að heimsækja hann, sitja hjá honum daglangt, taka hann heim um stund, ef heils- an leyfði. Ég veit að hann var þeim mjög þakklátur, lengra varð ekki komist í kærleika og umönnun. Hafðu kæra þökk fyrir samfylgd- ina kæri vinur, megi ljós kærleikans fylgja þér. Eg bið hinn hæsta höfuðsmið himins og jarðar að halda sinni al- máttugu verndarhendi yfir þér og ástvinum þínum. Sigurlaugu, dætrunum og ástvin- um öllum sendi ég innilegar samúð- arkveðjur. Hin langa þraut er liðin, nú loksins hlaustu friðinn, og allt er orðið rótt, nú sæll er sigur unninn og sólin björt upp runnin á bak við dimma dauðans nótt. Fyrst sigur sá er fenginn, fyrst sorgar þraut er gengin, hvað getur grætt oss þá? Oss þykir þungt að skilja, en það er Guðs að vilja, og gott er allt sem Guði er frá. (V. Briem) Magnús Jónsson. Kveðja frá samstúdentum MA 1947 Sunnudaginn 26. febrúar sl. lauk ævigöngu Ragnars Steinbergssonar hrl. og deildarlögfræðings hjá sýslu- manninum í Eyjaijarðarsýslu. Þá var að baki 13 mánaða sjúkdómsraun og 42 ára gagnmerkt starf á fjöl- breyttum vettvangi í höfuðstað Norðurlands, Akureyri, sem var bæði æskuslóð og starfsvettvangur Ragnars. Þá var einnig að baki liðug hálfrar aldar samfylgd sumra úr stúdentahópnum, sem brautskráðist frá MA 17. júnf 1947. Margs er að minnast frá þeirri samfylgd. Fátt verður samt af henni sagt. En þakk- ir inntar af hjartans grunni. Sum okkar eiga lengsta samfylgdarsög- una, önnur styttri, en öll eigum við ýmis góð samskipti að þakka. Vissu- lega væntum við, að Ragnar yrði í hópnum þá hálfri öld yrði fagnað á fræðaslóð á vettvangi MA. Svo verð- ur vart, því Norðlendingurinn prúði og starfastyrki, Ragnar Steinbergs- son, verður ekki í hópnum nema við upprifjan minninga, þegar þeir vordagar gefast. Góður maður gleymist seint og syo mun verða um Ragnar. Hvað mun þá helst vera minnisvert frá kynnum við hann? Ekki er gott um það að segja svo einhlítt sé. Hver og einn á sína minningu. Ragnar var góður náms- maður og sóttist námið vel, en tók jafnframt mikinn þátt í félags- og íþróttalífi MA, var mikill félagi á því sviði ekki síður en í námslífi. Enda lagði hann ævilangt stund á ýmsar íþróttir og útilíf og félags- störf til að styrkja alla holla iðkun félags- og íþróttalífs. Það hamlaði ekki merku og mikilvægu ábyrgðar- starfi fyrir samfélagið sem mun verða nefnt ævistarf hans og aðrir munu væntanlega fjalta um í minn- ingargreinum. Lögfræðiprófi lauk hann 25. janúar 1952 og var virtur lögmaður upp frá því. Heimili stofn- aði hann með eftirlifandi eiginkonu sinni Sigurlaugu Ingólfsdóttur, er þau gengu í hjónaband 2. júlí 1949 og áttu þau jafnan heimili sitt á Akureyri. Þar varð minningasjóður- inn mestur að vöxtum. Ragnar Steinbergsson var gæddur góðum hæfileikum og bar gæfu til að beita þeim svo, að hann mun mörgum minnisstæður fyrir margra góðra hluta sakir. Við skólasystkini hans innum þakkir fyrir löngu liðnar ánægjuríkar samverustundir jafnt og fyrir næstliðna vinafundi og fyr- ir allan hlut hans í samheldni okkar skólasystkinanna. Sigurlaugu, ekkju hans, dætrunum og niðjum hans og öllu venslaliði vottum við dýpstu samúð og biðjum þeim bless- unar Guðs. Gæfuspor Ragnars, sem við þekktum, geymum við í trúu minni. Það er hollt að hafa átt sam- leið með hans líkum. Drottinn blessi dánumanns minningu. Tveir góðir saman Með nýjum fullkomnari þrýstijafnara og nýja RA 2000 ofnhitastillinum, gerir Danfoss þér kleyft að nýta heita vatnib enn betur. Rétt uppsettur og rétt stilltur Danfoss búnabur skilar hámarks þægindum og orkureikningurinn verbur í lágmarki. Leitabu upplýsinga um nýja Danfoss búnabinn hjá okkur. = HÉÐINN = VERSLUN SELJAVEGI 2 SÍMI 91-624260 + ísleifur Arason fæddist 6. ágúst 1913 á Heylæk í Fljótshlíð. Hann lést 27. febrúar sl. Eftir- lifandi eiginkona hans er Klara Karls- dóttir fædd 31. októ- ber 1912 á Stóru- Breiðuvík við Reyð- arfjörð. Foreldrar Isleifs voru Jóhanna Jónsdóttir frá Vest- mannaeyjum og Ari Magnússon frá Hey- læk í Fljótshlíð. Bróðir ísleifs er Guðmundur Arason. Sonur ísleifs er Karl fæddur 24. apríl 1935. Kona hans er Stein- unn Ingólfsdóttir frá Djúpavogi, fædd 8. mars 1937. Þeirra börn eru: Ingólfur, fæddur 7. júlí 1957, ísleifur Ari, fæddur 14. september 1958, Ellen, fædd 27. september 1963, og Jóhann, fæddur 17. mars 1969. Útförin fer fram frá Háteigs- kirkju 7. mars kl. 13.30. HANN Leifi minn er látinn. Sjald- an erum við viðbúin fregninni um andlát góðs vinar, jafnvel þótt hinn sami hafi átt við veikindi að stríða og auðséð að hveiju stefndi. Kynni okkar ísleifs hófust er hann kvæntist frænku minni, Klöru Karlsdóttur frá Stóru-Breiðuvík við Reyðarfjörð. Þá var ég bamung en man vel hve frænka mín og maður- inn hennar voru glæsi- legt par. Tíminn leið og sem unglingur var ég svo lánsöm að fá að dveljast á heimili þeirra hjóna í Reyjavík. Var ómetanlegt að búa hjá þeim og finna styrkinn, hlýjuna og alúðina sem var svo hrífandi eigin- leiki í fari ísleifs. Allir úr fjölskyldunni sem erindi áttu til Reykjavíkur áttu vísan stað hjá þeim hjónum. Alltaf var Leifi tilbúinn að skjótast með þennan eða hinn hinna ýmsu erinda. Tíminn leið og ég eignaðist mína fjölskyldu. Á erfiðleikatímabili í veikindum ungs sonar míns bjó ég hjá þeim hjónum. Leifi hafði alltaf tíma fyrir alla. Hann hafði lag á að gera gott úr öllu og láta eins og líð- andi stund væri stundin sem skipti máji. Ótaldar eru þær ferðir sem hann og Klara frænka mín óku með mig eftir holóttum Keflavíkurveginum til fundar við frændfólkið í Keflavík. Var þá slegið á létta strengi og hleg- ið. Valgerður móðir mín átti við veik- indi að stríða. Voru það ófá skiptin sem ísleifur tók á móti henni á hafn- arbakkanum í Reykjavík þegar hún, sárþjáð, var á leið í einhveija af sin- um mörgu sjúkrahúslegum. Nær- gætinn og hlýr gerði hann allt sem í hans valdi stóð til að lina þjáningar hennar og stytta henni stundir hvort sem var á spítala eða á heimili þeirra hjóna. Móðir mín talaði oft um ísleif og mátti þá hveijum sem heyrði vera ljóst að hún talaði þar um góðan dreng. Ég sá Isleif síðasta sinn á sl. hausti. Hann var þá heima, en hel- sjúkur maður. Ekki aftraði það hon- um frá að drífa sig brosandi á móti okkur hjónum fram að dyrum til að bjóða okkur velkomin. Á stundu sem þessari þykir manni sem tíminn hafi verið allt of fljótur að líða og með trega í huga geri ég mér ljóst að þessar yndislegu stundir heyra nú fortíðinni til. Fátækleg er lýsing mín á tilfinn- ingum sem nú bærast í bijósti mér er ég kveð kæran vin. Mikill er miss- ir eiginkonu sem annast hefur mann sinn af ást og alúð. Með Isleifi er genginn góður drengur og er hans sárt saknað. Fýrir hönd systkina minna og barna okkar þakka ég allir góðu stundirnar sem við áttum með honum. Klöru okkar, syni þeirra og öðrum aðstandendum sendum við okkar innilegustu samúðarkveðjur. Björg Andrésdóttir. ÍSLEIFUR ARASON ODDBJÖRG SONJA EINARSDÓTTIR + Oddbjörg Sonja Einarsdótt- ir fæddist 18.12. 1920. Hún lést í Borgarspítalanum í Reykjavík að kvöldi 17. febrúar síðastliðinn. Útför Oddbjargar Sonju var gerð frá Grafavogs- kirkju 24. febrúar. MIG langar að minnast Sonju, AFS-vinkonu minnar, með örfáum orðum. í hvert sinn sem ég horfí á blómstrandi eldliljurnar mínar fyrir utan stofugluggann minn man ég eftir því að Sonja og Gulli færðu mér eitt sinn fyrir mörgum árum laukana, sem hafa vaxið og dafnað síðan. Nú hefur eldhuginn Sonja Ein- arsdóttir kvatt þennan heim og horf- ið á aðrar slóðir. Ég trúði því satt að segja ekki að hún myndi ekki yfirstíga þessi veikindi eins og áður. Þessi kona var svo stór þó hún væri lágvaxin að einhvem veginn fannst manni að tíminn væri ekki kominn. Ég kynntist Sonju og Gulla þegar þau byrjuðu að taka á móti skipti- nemum. Þeir voru úr ýmsum heims- homum en einkum þótti þeim vænt um að hýsa nemana frá Ghana. Eitt sinn sagði Sonja mér að hún vildi helst hafa nema þaðan. Einnig fengu kennarar frá Ghana að njóta gest- risni þeirra hjóna. En Sonja lét ekki við það sitja heldur vildi hún kynn- ast þessu landi betur og fór eins síns liðs til Ghana. Þar upplifði hún siði og menningu innfæddra og hafði gaman af að segja frá því. Það var alltaf hress andblær sem fylgdi Sonju hvar sem hún fór. Það var líka gaman að fylgjast með hversu samhent þau hjónin voru og hve gaman þeim þótti að gera húsið sitt sem skemmtilegast og þægileg- ast. Ég vil með þessum orðurn senda eftirlifandi manni hennar Gunnlaugi og börnum samúðarkveðjur. Ilarpa Jósefsdóttir Amin. SEVERIN CAFE CAPRICE kaffivélin sýður vatniðJyrir uppáhellingu. Hefur hlotið ótal viðurkenningar Lagar 8 stóra bolla eða 12 litla. Vapotronic suðukerfi. Innbyggð snúrugeymsla. 1400 W. Sér rofi fyrir hitaplötu. Dropastoppari. Yfirhitavörn. Glæsileg nútímahönnun - engri lík Verð kr. 11.286 stgr. Tilboðsverð nú aðeins kr. 9.975 stgr. Umboðsmenn: N0RÐURLAND: H.G. Guðjónsson, Suðurveri, R. Glóey, Ármúla 19, R. Rafbúðin, Álfaskeiði 31, Hafnarf. Miðvangur, Hafnarfirði. SUÐURNES: Stapafell hf., Keflavík. Samkaup, Keflavík. Rafborg, Grindavík. VESTURLAND: Rafþjónusta Sigurdórs, Akranesi. Trésmiðjan Akur, Akranesi. Kf. Borgfirðinga, Borgarnesi. Blómsturvellir, Hellissandi. Versl. Hamar, Grundarfirði. Versl. E. Stefánssonar, Búðardal. VESTFIRÐIR: Kf. Króksfjarðar, Króksfjarðarnesi. Skandi hf., Tálknafirði. Kf. Dýrfirðinga, Þingeyri. Laufið, Bolungarvík. Straumur hf„ ísafirði. Kf. Steingrfmsfjarðar, Hólmavlk. Kf. Hrútfirðinga, Borðeyri. Kf. V-Húnvetninga, Hvammstanga. Kf. Húnvetninga, Blónduósi. Kf. Skagfirðinga, Sauðárkróki. KEA, Akureyri, og útibú á Norðurtandi. Kf. Þingeyinga, Húsavlk. Versl. Sel, Skútustöðum. SUÐURLAND: Kf. Árnesinga, Vík. Kf. Rangæinga, Hvolsvelli. Kf. Rangæinga, Rauðalæk. Reynistaður, Vestmannaeyjum. Kf. Árnesinga, Selfossi. AUSTURLAND: Kf. Vopnfirðinga, Vopnafirði. Kf. Héraðsbúa, Seyðisfirði. t Kf. Héraðsbúa, Egilsstððum. Rafalda, Nesakaupstað. Kf. Héraðsbúa, Reyðarfirði. Kf. Fáskrúðsfjarðar. Kf. A-Skaftfellinga, Djúpavogi. Kf. A-Skaftfellinga, Höfn. Einar Farestveit&Co.hf. Borgartúni 28, símar 562-2901 og 562-2900. 11111 inr
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.