Morgunblaðið - 07.03.1995, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 07.03.1995, Blaðsíða 44
44 ÞRIÐJUDAGUR 7. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ MIIMNINGAR t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og iangamma, DAGMAR KR. HANNESDÓTTIR, Aflagranda 40, lést í Landspítalanum 24. febrúar. Útför hennar hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Sérstakar þakkir til starfsfólks deildar 14-E Landspitala og Heimahlynningar Krabbameinsfélagsins fyrir góða hjúkrun. Bragi Guðmundsson, Guðrún Ríkharðsdóttir, Hannes Guðmundsson, Kristrn Ármannsdóttir, Hanna G. Guðmundsdóttir, Guðmundur Hafsteinsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Faðir okkar, tengdafaðir og fósturbróðir, JÓHANN EINARSSON, Efra-Langholti, Hrunamannahreppi, lést í Sjúkrahúsi Suðurlands, Selfossi, sunnudaginn 5. mars. Útförin fer fram frá Hrunakirkju laugardaginn 11. mars kl. 2 e.h. Sætaferðir verða frá B.S.Í. kl. 12.00. Borghildur Jóhannsdóttir, Bjarni Einarsson, Jóhanna V. Jóhannsdóttir, Einar Pálmi Jóhannsson, Barbara Wdowiak, Sveinn Flosi Jóhannsson, Jóna Soffi'a Þórðardóttir, Sveinn Kristjánsson. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÞÓRNÝ SVEINBJARNARDÓTTIR (DÍA) frá Ásgarði, Vallholti 16, Selfossi, lést í Sjúkrahúsi Suðurlands laugardag- inn 4. mars. Jarðarförin fer fram frá Selfosskirkju laugardaginn 11. mars kl. 13.30. Þóra Björg Þórarinsdóttir, Sigfús Þórðarson, Guðjón Þórarinsson, Óiafi'a Guðmundsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÓSKAR ÞÓRÐARSON dr. med., andaðist 2. mars. Útför hans fer fram frá Fossvogskapellu fimmtudaginn 9. mars kl. 10.30. Þeim, sem vildu minnast hins látna, er vinsamlegast bent á líknarstofnanir. Inger Þórðarson, Högni Óskarsson, Ingunn Benediktsdóttir, Ásgeir Óskarsson, Margrét Johnson og barnabörn. t Okkar innilegustu þakkir til allra, er sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför STEINÞÓRS INGVARSSONAR oddvita Gnúpverjahrepps. Sérstakar þakkir til hreppsnefndar Gnúpverjahrepps fyrir veittan stuðning. Einnig til Sigurðar Björnssonar, læknis, og hans frábæra starfsfólks á deild 3-B Landakotsspítala. Guð blessi ykkur öll. Þorbjörg G. Aradóttir og fjölskylda, Þrándarlundi. t Okkar innilegustu þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, JÓSEFS MAGNÚSSONAR frá Hvoli. Magnús Jósefsson, Ásta Jósefsdóttir, Kristín Jósefsdóttir, Hjalti Jósefsson, Oddný Jósefsdóttir, Gréta Jósefsdóttir, Gunnar Jósefsson, Sigríður Haraldsdóttir, Loftur Guðjónsson, Halldóra Tryggvadóttir, Þorbjörn Ágústsson, Gunnar Þorvaldsson, Valgeröur Stefánsdóttir, Jóhanna Jósefsdóttir, Björn Þorgri'msson, barnabörn og barnabarnabörn. FRÓÐIBJÖRNSSON + Fróði Björns- son, fyrrverandi flugsljóri, fæddist í Reykjavík 19. jan- úar 1938. Hann lést í Reykjavík hinn 27. febrúar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Langholts- kirkju 6. mars. MIG langar til að kveðja Fróða Björns- son með þessum orð- um, þakka honum sam- fylgdina, góð kynni og vináttuna. Leiðir okkar lágu saman hjá Loft- leiðum. Fróði hóf störf þar sem flug- maður árið 1961, hann varð flug- stjóri á Douglas DC-6B flugvélum félagsins árið 1968, á Canadair CL-44-400 árið 1969 og frá 1972 til og með 1976 var hann flugstjóri á Douglas DC-8 flugvélunum, en þá varð hann að láta af störfum vegna heilsubrests. Fróði var mikill náttúruunnandi, hann unni góðri tónlist og var dýra- vinur. Hann var mjög vel að sér í öllu er varðaði flug, var nettur flugmað- ur og nákvæmur. Við áttum mjög góð samskipti í félagsstarfí innan Félags íslenskra atvinnuflugmanna þó ekki værum við alltaf sammála og kölluðum stundum hvor annan þrjóskan. Fróði gegndi mörgum trúnaðar- störfum fyrir félagið, hann var meðal annars fulltrúi þess hjá Al- þjóðasamtökum atvinnuflugmanna, IFALPA. Svo mikils metinn var hann af félögum sínum þar að hon- um var boðin staða á skrifstofu IFALPA sem þá var verið að setja á stofn í Montreal, þó ekki yrði af því að hann tæki það að sér. Fróði var formaður Félags ís- lenskra atvinnuflugmanna árið 1971, hann var aðalhvatamaður að því að fáni félagsins var gerður, sá fáni mun nú standa við kistu hans. Fyrir um það bil tveimur árum varð hann að ganga í gegnum tvo alvarlega uppskurði með 10 daga millibili, eftir það barðist hann með Erfídiykkjur Glæsiieg kaffi- hlaðborð, fallegir salir og mjög góð þjónusta. Upplýsingar í síma 22322 FLUGLEIDIR lldTEL LIIFTIÆIIIIK þeim fádæma dugnaði og hörku að því að endurhæfa sig að að- dáun vakti og eftir um það M fjóra mánuði var hann farinn að ganga á fjöll sér til mikillar ánægju, en enginn ræður sínum næturstað, og eins og hann sagði sjálfur: Eitt sinn skal hver deyja. Góða ferð, Fróði. Eg votta börnum hans, ættingjum og vandamönnum inni- legustu samúð mína. Skúli Br. Steinþórsson. Ég sá Fróða Björnsson fyrst á útmánuðum ársins 1938, þá ung- bam í vöggu, en Ragna móðir hans var móðursystir mín. Heimili þeirra var þá vestarlega á Hringbraut í Reykjavík. Ragna var greind kona og mjög vel vinnandi og vann mikið allt sitt líf, bæði utan húss og innan. Auk Fróða eignaðist hún soninn Ólaf Högna Egilsson, sem einnig er lát- inn. A árum seinni heimsstyijaldar var heimili þeirra Rögnu og Bjöms við Bergstaðastræti í Reykjavík, en þar var ég tíður gestur. Einnig kom ég á heimili þeirra í Stokkhólmi eftir styijöldina, en þangað fluttust þau árið 1946 og dvöldust þar í u.þ.b. sjö ár. Þar lauk Fróði gagn- fræðaprófi. Fróði hugðist gera flugmennsku að ævistarfi sinu og hóf störf hjá Loftleiðum 1. maí árið 1959. Hann varð flugstjóri 12. apríl 1968. Flugnámið sóttist honum með glæsibrag en auk náms hér heima þá sat hann flugskóla á Englandi í eitt ár. Flugstjóm Fróða einkenndist af kunnáttu og vandvirkni að sögn þeirra er til þekktu. Hann tók starf sitt alvarlega, en í blóma lífs og starfs, í nóvember 1976, kenndi hann hjartakvilla. Þetta var þungt högg því hann varð að hætta flug- stjóm. Þegar hér var komið sögu áttu þau Hólmfríður og Fróði fal- legj; heimili með börnum sínum í Mosfellssveit. Það var því úr vöndu að ráða. Fróði dreif sig í nám að nýju, fer- tugur að aldri. Hann varð stúdent úr öldungadeild Menntaskólans við Hamrahlíð árið 1979. Hann nam síðan lögfræði en hafði ekki tök á að ljúka námi en námsárangur hans var að öðru leyti frábær. Síðar starfaði Fróði hjá Radio- búðinni og fleiri fyrirtækjum í Reykjavík. Hann stofnaði Tölvu- stofuna hf. í Reykjavík, ásamt öðr- um, og rak fyrirtækið síðustu árin. Víst er það að Fróði lagði sig allan fram við störf sín og annað er hann tók sér fyrir hendur. Hann var maður mjög vel gefinn, vel menntaður og hafði kraft og mikið þrek til brunns að bera. Fróði Bjömsson var mjög glæsi- t Systir okkar, KRISTÍN EGGERTSDÓTTIR, Snorrabraut 73, Reykjavík, andaðist í Borgarspítalanum sunnudaginn 5. mars. Systkini hinnar látnu. t Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug vegna andláts og útfarar ODDBJARGAR SONJU EINARSDÓTTUR. Gunnlaugur Valdimarsson, Einar G.D. Gunnlaugsson, Þóra M. Sigurðardóttir, Yngvinn V. Gunnlaugsson, Jóhanna Þorleifsdóttir, Anna Edvardsdóttir Nielsen, barnabörn og barnabarnabörn. legur maður í sjón, kurteis, hlýr og háttvís í allri framkomu og um- gengni. Má segja að nákvæmni og löngum til ,þess að gera alla hluti hárrétt hafi verið í hans eðli. Ekki fór á milli mála að hann var bömum sínum góður faðir og gerði allt sem hann mátti í þágu þeirra. Hann var sportmaður að upplagi og átti sér mörg áhugamál, s.s. hestamennsku, golfleik, göngur og jafnvel vélsleðaferðalög um hálend- ið og vafalaust fleira. Hann var mikill dýravinur. Hljómlist var hon- um hjartfólgin og hann lék mjög vel á píanó. Ég man Fróða ungan svein, inn- an við fermingu, og ekki verður því neitað að þá gat hann verið fyrir- ferðarmikill. En er árin liðu þá varð það ljóst að miklir kærleikar voru með honum og foreldrum hans og allri fjölskyldunni, en hann var frændrækinn maður í eðli sínu. Ég mæli fyrir hönd margra frænda Fróða Bjömssonar er ég lýsi harmi yfir dauða hans og sendi öllu hans fólki samúðarkveðjur og vona að bömum hans og barnabörn- um endist um hann góðar minning- ar um langan aldur. Vilhjálmur Arnason. „Fágætur er góður vinur,“ segir máltækið. Fallinn er frá vinur minn Fróði Bjömsson og farinn yfir móðuna miklu. Drengskapur Fróða, skyn- semi og kímnigáfa komu áberandi í ljós á lokadögum og lokamánuðum í baráttu hans við óbilgjarna sjúk- dóma. Hann var alltaf kokhress og samur við sig fram til hins síðasta. Við Fróði bröltum saman inn í flugævintýri Loftleiða 1959 og hæfileikar hans fleyttu honum með ótrúlegum hraða úr flugnema i flug- stórnarklefann, í flugleiðsögumann, í aðstoðarflugmann og flugstjóra. Þetta gerðist allt á sjötta áratugn- um þegar gömlu Loftleiðir nutu mikillar virðingar í flugiðnaði heimsins og Fróði var einn slyng- asti og alfærasti flugstjóri á Atl- antshafsleiðum. Hann var sérlega hæfur á handbækur og flóknar regl- ur flugsins, ekki síður en flóknar leiðir háloftanna, og var snemma skipaður í háar stöður og stjórnir innan alþjóða-flugmálasamtaka. Á þessum sameiginlegu frumárum okkar Fróða starfaði ég í New York um tíma og þar áttu áhafnir ávallt viðdvöl, en þetta var á tímum „Sex- anna“ og „Monsanna". Fróði var sérfræðingur í fastheldni og hefðum og fyrirskipaði að í hvert skipti sem hann kæmi til heimsborgarinnar skyldum við fara saman og snæða á alþjóðlegum veitingastöðum og alltaf velja stað af nýju þjóðerni. Þetta var allt frá indverskum stöð- um til ástralskra og hollenskum tjl hawaiískra. Táknrænt kerfi fyrir skemmtilegan persónuleika Fróða. Hann var á marga vísu einstakur og frumlegur í veitingastaðavali sem og í öðru. Hann var smekkmað- ur á öllum sviðum. Við Margrét og börn okkar eigum margar góðar minningar frá heim- sóknum Fróða til okkar, bæði í Ameríku og á Akureyri og hvar- vetna þar á milli. Við munum sakna þeirra heimsókna. Hratt flýgur stund, en elsku vinir, - Hallveig, Ragna, Björn og Fríða, - Guð blessi ykkur. Ég hóf þessi orð með stuttu máltæki og enda hér með þessu: „Að hafa vin er annars að vera.“ Þannig var faðir ykkar. Gunnar O. Sigurðsson. Crfi isclrykkjur ^lhMnnnhfirlfl m Sí Gflpt-i nn mi 555-4477 ERFIDRYKKJUR P E R L A N sími 620200
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.