Morgunblaðið - 07.03.1995, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 07.03.1995, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ MINIMINGAR ÞRIÐJUDAGUR 7. MARZ 1995 45 SKARPHÉÐINN NJÁLSSON + Skarphéðinn Njálsson var fæddur 29. mars 1899 í Kjós í Árneshreppi í Stranda- sýslu. Hann lést á þjónustu- deild Hlífar, íbúðum aldraðra á ísafirði, 3. febrúar síðastlið- inn. Útför Skarphéðins var gerð frá ísafjarðarkapellu 11. febrúar sl. „Móðurjörð, hvar maður fæðist, mun hún eigi flestum kær...“? ÞESSAR ljóðlínur Sigurðar Breiðfjörð finnst mér eiga við þeg- ar ég minnist látins vinar og forvea hér á Krossnesi, Skarphéðins Njálssonar, hafandi í huga tryggð hans og áhuga á þessu býli, öðrum fremur, þótt víðar hafi vegir og áfangastaðir legið á lífsleið hans. Foreldrar hans, hjónin Njáll Guð- mundsson, Pálssonar í Kjós og Súsanna Margrét Þorleifsdóttir frá Egilsstöðum á Vatnsnesi fluttu hingað á Krossnes aldamótaárið 1900 og bjuggu hér í 13 ár en stofnuðu þá nýbýlið Njálsstaði í Norðurfirði og áttu þar heima til æviloka. Byggði Njáll þar allt frá grunni steinsteypt íbúðarhús (sem stendur enn) og öll útihús. Njáll var rómaður röskleikamaður, smiður að mennt og eftirsóttur til þeirra starfa. Býlið bauð ekki upp á mikla möguleika til búskapar og munu smíðar og önnur störf utan heimilis hafa átt stærri þátt í afkomu heimilisins þótt greiðsla hafi sjálfsagt ekki alltaf verið sam- kvæmt fagmannstaxta né daglaun innheimt að kveldi. Munu ófá býli í hreppnum hafa notið verka hans í nýbyggingu íbúðar- og penings- húsa, auk þess að búa látnum samsveitungum hinsta beð með líkkistusmíði en þá iðju stundaði hann meðan starfskraftar leyfðu. Synir Njáls (Gunnar og Skarp- héðinn) munu snemma hafa tekið þátt í störfum föður síns og voru báðir eftirsóttir sem smiðir þótt ekki hefðu þeir fagpróf í iðninni. Erfðu þeir í ríkum mæli verklagni hans og atorku. Býlið Njálsstaðir var byggt úr landi Norðurfjarðar og því í ná- býli við bemskuheimili mitt. Eldri systkin mín og Njálsstaðabörn voru því leikfélagar og nánast uppeldissystkin. Aldursmunur okkar Skarphéðins var 15 ár og hann því nær fulltíða maður er ég man hann fyrst. En þær umsagnir sem ég fyrst heyrði um hann voru á þá lund að hann væri röskur til vinnu og auk þess hagur vel, mik- ill bókaormur og meðal annars læs á danskt mál af eigin rammleik. Mun hann hafa verið vel heima í fornbókmenntum okkar og raunar alæta á þessu sviði. Að ganga menntabraut var á þessum árum ekki fært öðrum en þeim sem áttu fjársterka að, foreldra eða frænd- ur, en fullvíst tel ég að ef leið hans hefði legið á þær slóðir hefði hann orðið þar vel liðtækur. Ekki bar hann það þó á torg allajafna að hann væri öðrum fróðari af bókfýsn sinni, enda ekki þeirrar gerðar að miklast af sjálfum sér, en fáum mun þó hafa dulist er kynntust honum nánar að margt var honum tiltækt í þessum efnum. Sveitin okkar bauð ekki upp á mikla möguleika í atvinnumálum og því fangráð flestra ungra manna að leita á önnur mið, og þá einkum á vertíðir (vestur eða suður). Þangað lá leið Skarphéðins og þá oftast við vélgæslu á vertíð- arbátum. Ekki var hann þó mennt- aður á því sviði en meðfædd eðlis- greind gerði hann öðrum færari að umgangast vélar og tæki. Mun hann fyrstur manna hér í hreppi hafa aflað sér réttinda í bifreiða- akstri. Þótt víða lægju vegir átti hann heimilisfestu á Njálsstöðum og stundaði vinnu á heimaslóð eftir því sem til féll, uns hann settist að á Djúpuvík, 1934, og vann við byggingu síldarverksmiðjunnr þar og síðar við smíðar og fleiri störf tengd rekstri hennar. Byggði hann sér þar íbúðarhús í sambýli við systur sína og mág (Jósefínu og Guðmund Þórðarson) árið 1939 en það ár gekk hann í hjónaband með unnustu sinni, Steinvöru Gísladóttur frá Norðurfírði. Höfðu þau þá eignast tvö böm, það fyrra fætt andvana. Atvinna á Djúpuvík fór minnkandi upp úr 1940 með breyttum síldargöngum og brá hann því á það ráð að festa kaup á Krossnesi (sem þá losnaði úr ábúð) í félagi við tengdaforeldra sína (Gísla Þorleifsson og Jónínu Jónsdóttur). Bjuggu þau svo þar til ársins 1955 er þau fluttu að Kirkjubóli í Skutulsfirði og ráku þar búskap í 9 ár, en á því býli hafði hann áður verið ráðsmaður í tvö áí (1930-31). Næst lá leiðin til ísafjarðar og vinna stunduð við smíðar fullan vinnudag til 75 ára aldurs, en hægði þá á sér en mun þó ekki hafa setið auðum höndum meðan stafskraftar leyfðu. Árið 1988 fluttust þau hjón svo í þjón- - ustuíbúð á dvalarheimilinu Hlíð á ísafírði og þar átti hann heimili til æviloka. Skarphéðinn átti því láni að fagna að vera heilsuhraustur um dagana. Háan aldur bar hann vel og hélt ótrúlegum léttleika og þreki líkamlega og andlega til æviloka. Á Djúpuvíkurárum sínum varð hann fyrir því slysi, í vélsög, að missa vel hálfan þumalfíngur og allan vísifíngur hægri handar. Samlagaðist hann þessari fötlun ótrúlega fljótt og ekki sýnilegt að hún skerti starfsgetu hans til muna. Steinvör kona hans lést um ald- ur fram árið 1989. Hafði hún ekki gengið heil til skógar síðustu æviárin þótt hún bæri það lítt á torg en hélt sinni léttu lund og dró hvergi af sér til síðasta dags. Hafði hún þá loki ærnu starfí. Búið manni og börnum heimili sem rómað var fyrir gestrisni og greiðasemi. Lundin ætíð létt og þrátt fyrir annir á stóru heimili var hún jafnan boðin og búin að leysa annarra vanda ef tök voru á. Þótt aldursmunur þeirra hjóna væri vel 20 ár sannaði sambúð þeirra máltækið um „að karl gam- all og kvinna rjóð, kærleik trúi ég geymi“. Þau hjón eignuðust 9 börn og eru 8 þeirra á lífi (3 dætur og 5 synir), allt dugnaðar- og atgervis- fólk sem getið hefur sér góðan orðstír í hinum ýmsu störfum í þjóðfélaginu, til sjós og lands, og sama gegnir um þau barnaböm sem komin eru á starfsaldur. Má því segja með sanni að arfur for- feðranna hafí komið vel til skila í afkomendunum en þeir munu nú vera um 51 á lífi en 3 látin ung. Þó dvalarstaður Skarphéðins hafí verið, eins og áður er sagt, að Hlíf síðustu 7 árin, var hann í nánu sambandi við afkomendur sína og dvaldi jafnan í návist þeirra um helgar. Oftast þó hjá elstu dóttur sinni, Soffíu, og hennar manni (Gísla Jónssyni frá Sléttu í Sléttuhreppi). Höfðu þau hjón búið í sambýli við foreldra hennar á Kirkjubóli síðustu 2 búskaparár þeirra þar og bjuggu þar áfram nokkur ár eftir að gömlu hjónin hættu búskap. Voru sérlega náin tengsl milli þeirra Skarphéðins og Gísla. I upphafí þessa greinarkorns gat ég um hin sterku tengsl Skarp- héðins við býlið Krossnes. Hér hafði hann átt heimili í vel íjórð- ung ævinnar (25 ár), þar af bemskuárin 13. En það aldurs- skeið mun oftast það tímabil sem lifír ljósast í endurminningunni og þá skýrast er aldur færist yfir. Hér vom honum öll örnefni kunn og sögur þeim tengdar. Þennan hug sýndi hann á ýmsan hátt, meðal annars með nær árvissum heimsóknum eftir að annir bú- skaparáranna vom að baki. Voru mér og mínu fólki þessar heim- sóknir þeirra hjóna, og hans eftir hennar dag, einkar kærar og ánægjulegt að fínna þann hug sem þar lá að baki. Þetta hugarfar virð- ist svo hafa gengið í erfðir til bam- anna, og eðlilega mest til þeirra sem áttu hér sín æskuár, og em þau öll kærir heimilisvinir okkar. Þau Soffía og Gísli hafa nú innsigl- að þetta með byggingu sumarbú- staðár hér á Krossneslandi. Við andlát Skarphéðins er lokið æviferli mæts manns sem gat á ævikvöldi litið til baka með rósöm- um huga yfír óvenju langan og starfsaman vinnudag og virt upp- skeru hans fyrir sér með velþókn- < un. Enga óvini mun hann hafa átt um dagana, enda óáleitinn í ann- arra garð, en þeir sem kynntust honum og áttu með honum sam- starf munu minnast hans með hlýj- um huga og þökk fyrir samfylgd- ina og á þann veg er hugsun mín til hans að leiðarlokum. Börnum og öðrum aðstandend- um sendi ég hugheilar samúðar- kveðjur. Eyjólfur Valgeirsson, Heilsuhælinu, Hveragerði. . STEINGRÍMUR JÓNSSON Steingrímur Jónsson var fæddur í Reykjavík 6, janúar 19ÍY. Hann lést í Reykja- vík 15. febrúar síð- astliðinn. Foreldrar hans voru þau hjón- in Arnfríður Árna- dóttir, ættuð úr Dölunum, og Jón Jónsson, ættaður frá Hvoli í Ölfusi. Steingrímur átti einn bróður, Fertr- am að nafni, en hann lést á unga aldri. Þá átti hann eina systur sem Sólveig hét. Steingrímur kvæntist árið 1938 Ragnheiði Ingibergsdótt- ur, ættaðri úr Vestur-Skafta- fellssýslu. Þau hjónin eignuðust þrjá syni. Þeir eru: Ellert, f. árið 1943, kona hans var Guð- laug Steingrímsdóttir; Árni, f. árið 1946, kvæntur Steinunni Sigurðardóttur; og Jón, f. 1948, en kona hans er Kristín Sigurð- ardóttir. Þess má geta, að þær svilkonur, Steinunn og Kristín, eru systur. Barnabörn Stein- gríms eru tíu talsins og lang- afabörnin níu. ÞEGAR við fréttum um andlát Steingríms Jónssonar rifjuðust upp ýmsar gamlar, góðar endurminn- ingar. Steingrímur starfaði hjá Ell- ingsen hf. í 45 ár en hafði áður verið á fraktskipum frá 16 ára aldri. Hann var ákaflega dagfars- prúður maður, traustur og mikið snyrtimenni. Steingrímur var bílstjóri hjá fyr- irtækinu í rúm 30 ár en varð þá afgreiðslumaður og hóf skömmu seinna einnig að stilla út í glugga og naut fyrir- tækið þar snyrti- mennsku og smekkvísi hans. Þeir sem unnu með honum fundu að þar fór maður með miklá kímnigáfu og á góðum stundum var hann glettinn og gaman- samur. Steingrímur átti mörg áhugamál svo sem við tafl, spil, ljósmyndun, silungs- veiði og naut þess mjög að ferðast um landið. Steingrímur var vel hagmæltur enda hafði faðir hans, Jón frá Ölf- usi, gefíð út ljóðabók sem orðin er ófáanleg. Steingrímur hóf búskap með konu sinni Ragnheiði Ingibergs- dóttur í Selásnum og byggði þar hús af miklum dugnaði. Þá var lít- ið um byggingarefni eins og marg- ir þurftu að reyna, á skömmtun- arárunum. Þau hjónin eignuðust þrjá syni sem allir eru miklir atorkumenn. Þau slitu samvistir og seinna hóf hann búskap með Maríu Guð- mundsdóttur en þau slitu einnig samvistir. Við sem unnum með Steingrími minnumst góðs manns og vinar sem ávallt var reiðubúinn að rétta hjálparhönd ef þörf krafði. Við^. þökkum honum fyrir samstarfið og biðum honum Guðs blessunar. Við vottum ættingjum hans og öðrum aðstandendum innilega samúð. Samstarfsmenn hjá Ellingsen hf. skólar/námskeið tölvur ■ Tölvuskóli í fararbroddi öll hagnýt tölvunámskeið. Fáðu senda námsskrána. myndmennt | ■ Lærið vélritun Vélritun er undirstaða tölvuvinnslu. Kennum blindskrift og almennar uppsetn- ingar. Ný námskeið byrja 13. mars. Innritun í símum 28040 og 36112. Vélritunarskólinn, . Ánanaustum 15. ■ Myndmótun - málun - skúlptúr Nýtt námskeið að byrja, 4-6 vikna námskeið. Ríkey Ingimundar, myndhöggvari, vs. 5523218 frá kl. 13-18 og símsvari 623218. ■ Keramiknámskeið Ný námskeið í keramik fyrir byrjendur eru að hefjast á Hulduhólum, Mosfellsbæ. Upplýsingar í síma 666194. Steinunn Marteinsdóttir. ýmlslegt ■ Barnfóstrunámskeið 1995 1. 8., 9., 13. og 14. mars. 2. 15., 16., 20. og 21. mars. 3. 22., 23., 27. og 28. mars. 4. 29., 30. mars og 3. og 4. apríl. 5. 24., 25., 26. og 27. apríl. 6. 3., 4., 8. og 9. maí. 7. 29., 30., 31. maí og 1. júm'. 8. 7., 8., 12. og 13. júní. Kennsluefni: Umönnun ungbama og skyndihjálp. Upplýsingar/skráning: Si'mi 688188 kl. 8-16. Reykjavíkurdeild RKÍ. Fræðslumiðstöð NLFÍ, símar: 551 4742 og 552 8191. ■ Maturinn okkar Ódýrt matreiðslunámskeið þar sem fjall- að er um hráefnisval út frá verði og hollustu. Sýning í gerð nokkurra hvers- dagsrétta sem nýta hráefnið sem um er fjallað. Námskeiðið verður haldið í mat- reiðsluskólanum OKKAR 13. og 14. mars frá kl. 18.00 til 21.00 og kostar 3.000 kr. Skráning og frekari upplýs- ingar fást í stmum 551 4742 og 552 8191 eða á skrifstofu Náttúrulækn- ingafélagsins á Laugavegi 20b. ■ Námsaðstoð fyrir nemendur í grunnskólum í íslensku, stærðfræði, ensku og dönsku. Reyndur kennari sem býr í Garðabænum. Hafið samband í sfma 5658135. handavlnna ■ Ódýr saumanámskeið Samvinna við Burda. Sparið og saumið fötin sjálf. Mest 4 nemendur í hóp. Faglærður kennari. Upplýsingar í síma 17356. tungumál ■ Enskunám í Englandi Við bjóðum enskunám við einn virtasta málaskóla Englands. Skólinn sér þér fyrir fæði og húsnæði hjá enskri fjölskyldu. Um er að ræða: Alhliða ensku, 18 ára og eldri, 2ja til 11 vikna annir. Unglingaskóla, júlí og ágúst, 13-17 ára, 4ra vikna annir. Viðskiptaensku, 2ja og 4ra vikna annir. Allar nánari upplýsingar gefa: ENSKUSKÓLINN Túngötu 5. * Hin vinsælu 7 og 10 vikna ensku- námskeið eru að hefjast. ★ Áhersla á talmál. ★ 10 nemendur hámark í bekk. ★ 10 kunnáttustig. Einnig er í boði: Viðskiptaenska, rituð enska, umræðu- hópar, TOEFL-undirbúningur, stuðn- ingskennsla fyrir unglinga og enska fyr- ir börn 4-12 ára. ★ Enskir, sérmenntaðir kennarar. ★ Markviss kennsla í vinalegu umhverfi. Hafðu samband og fáðu frekari upplýsingar í síma 25900. ■ Bútasaumur Ódýr bútasaumsnámskeið fyrir byrjendur. Allt, Fellagörðum, sími 78255. Jóna María Júlíusdóttir og Helgi Þórsson, Núpasfðu 10F, 603 AkUreyri, í síma 96-23625, frá kl. 18.00.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.