Morgunblaðið - 07.03.1995, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 07.03.1995, Blaðsíða 60
60 ÞRIÐJUDAGUR 7. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR UNGLINGA FRAMSTÚLKUR sem urðu sigurvegar í B-iiðakeppni sjö- unda flokks á þrlðja móti vetrarins. HK-STRÁKARIMIR sigruðu í B-liðakeppninni á Kópavogs- mótinu, þrlðja fjölliðamótl vetrarins i 5. flokki karla. Úrslitakeppni fimmta flokks um næstu helgi Um næstu helgi ráðast úrslitin á íslandsmótinu í fimmta flokki karla og kvenna í handknattieik. Leikið verður í drengjaflokkn- um í Víkinni en í stúlknaflokknum í íþróttahúsi Fram við Safa- mýri. Dregið hefur verið í riðla. í 5. flokki karla hjá A-liðum keppa Valur, Stjaman, FH og Víkingur í A-riðli og HK, Fram, Grótta og KR í B-riðlinum. í 5. flokki kvenna hjá A-liðum keppa Stjam- an, Valur, Fylkir og Víkingur í A-riðli og Völsungur, Grótta, FH og ÍBV í B-riðlinum. HAUKAR slgruðu í keppnl A-liða á þriðja fjölllðamótlnu í sjöunda flokki drengja. Tvöfalt hjá Haukum á þriðja móti 7. flokks Atta félög af stór-Reykjavíkursvæðinu beijast um íslandsmeist- aratitiiinn í sjöunda flokki karla en úrslitakeppnin í þessum aldureflokki fer fram um aðra helgi og verður hún í umsjá Gróttu á Seltjarnarnesi. Ijölnir, Víkingur, ÍR og Fram ieika í A-riðli og Haukar, FH, UMFA og HK í B-riðli og A-iið þessara félaga keppa um meistara- titilinn. Alls tóku 41 lið í A, B og C-liðum þátt þriðja fjölliðamótinu, sem var það síðasta fyrir úrslitakeppnina. Að sögn Handknattleiksdeild- ar Fram er það mesti fjöldi iiða á einu móti í vetur. Keppendur vom um 450 talsins. Haukar og Fjölnir voru í efstu sætunum í miliiriðlunum og léku til úrelita hjá A-liðunum. Haukar sigmðu 7:6 í spennandi viðureign en ÍR hafnaði í þriðja sæti. í úrslitum B-liða sigraði ÍR HK 5:3 og í úrelitaleik C-liða sigruðu Haukastrákamir . FH 9:6. Stelpumar keppa í Hafnarfirði Úrsiitakeppnin hjá sjöunda flokki kvenna verða í umsjá FH og Hauka. Dregið hefur verið í riðla og í A-riðli mætast FH, Fram, Stjarnan og HK og í B-riðli ÍR, Haukar, Víkingur og Fylkir. MorgunDiaoio/r rosti VERÐLAUIMAHAFAR á Góumótinu í tennis sem haldið var í Tennishöllinni í Kópavogi um síðustu helgi. Fremsta röð frá vinstri: Þórunn Hannesdóttir, Þórir Hannesson, Kári Pálsson, Óðinn Kristinsson. Miðröð frá vinstri: Berglind Snorradóttir, Freyr Pálsson, Jón Axel Jónsson, Eyvindur Ari Pálsson og Ingunn Erla Eiríksdóttir. Aftasta röð frá vinstri: Júlíana Jónsdóttir, Katrín Atladóttir, Davíð Halldórsson, Teitur Marshall og Ingibjörg Snorradóttir. Á myndina vantar Rakel Pétursdóttur. Margir spennandi leikir á Góumótinu í tennis KEPPNI var jöfn og spennandi í mörgum flokkum á Góumótinu f tennis sem haldið var um síð- ustu helgi. Alls tóku 89 kepp- endur þátt f mótinu og keppt var í sjö flokkum barna og unglinga. Mótið var haldið af tennisdeild- um BH og UMFB í samvinnu við Tennissambandið. Leikið var í Tennishöllinni í Kópavogi sem breytt hefur aðstæðum fyrir íslenskt tennis- fólk til mikilla muna yfir vetrartím- ann. Morgunblaðið leit við á mótinu og tók keppendur tali. ÚRSLIT Úrslit á Góumðtinu í tennis sem haldið var í tennishöllinni um síðustu helgi. 10 ára og yngri: 1. Þórunn Hannesdóttir.............Fjölni 2. Þórir Hannesson.................Fjölni 3. Kári Pálsson...................Víkingi 11-12 ára stelpur: 1. Ingibjörg Snorradóttir..........Fjölni 2. Inga Eiríksdóttir.:.............Fjölni 3. Þórunn Hannesdóttir.............Fjölni 11-12 ára strákar: 1. Freyr Pálsson..................Víkingi 2. Eyvindur Pálsson....................BH 3. Óðinn Kristinsson.................UMFB 13 - 14 ára stelpur 1. Rakel Pétursdóttir..............Bjölni 2. Berglind Snorradóttir...........Fjölni 13-14 ára drengir: 1. Davið Halldórsson..................TFK 2. Jón Axel Jónsson..................UMFB 15-16 stelpur: 1. Katrín Atladóttir...............Þrótti 2. J úlíana Jónsdóttir............. UMFB 15 16 ára strákar: 1. Teitur Marshall.................Fjölni 2. Davið Halldórsson..................TFK Sjö æfingar á viku Jón Axel Jónsson, spilari frá Ung- mennafélagi Bessastaðhrepps og TFK er tólf ára og hefur æft tennis í þijú ár. Hann er daglegur gestur í Tennishöllinni. „Það sem skiptir mestu máli í þessari íþrótt er að vera rólegur og halda góða skapinu en svo þarf líka að æfa mikið. Ég æfí sjö sinnum í viku en mamma og pabbi keyra mig alltaf á æfingar," sagði Jón. Hann sagði að leikirnir hjá sér væru mjög mismunandi að lengd. Leikir hjá góðum og jöfnum spilurum eru oft í tvo tíma en ég hef leikið lengst í þijár klukkustundir og tutt- ugu mínútur enda var ég alveg upp- gefínn á eftir.“ í tennisfjölskyldu Þórunn Hannesdóttir er tíu ára gömul og leikur tennis með Fjölni eins og reyndar öll fjölskylda henn- ar. „Ætli það séu ekki fjögur ár síð- an ég byijaði að spila. Pabbi var fyrstur í fjölskyldunni til að spila tennis, síðan fór stóra systir og síðan koll af kolli. Núna erum við krakk- amir í tennis þrisvar til fjórum sinn- um í viku en pabba og mamma fara einu sinni,“ sagði Þórunn. „Ég spilaði sjö leiki á mótinu og leikirnir í 12 ára flokknum voru miklu erfíðari. Ég mæti yfírleitt á æfíngar í Grafarvogi en mér fínnst mikið betra að spila héma. í íþrótta- húsinu í Grafarvogi eru svo margar aukalínur sem geta truflað mann.“ IÓN Axel Jónsson og Þórunn Hannesdóttir. í starfskynningu Arnar Gísli Jensson frá Þykkvabæ og ísleifur Páls- son frá Langekru eru nemendur í 10. bekk í Grunnskólanum á Hellu. Þeir hafa báðir áhuga á blaða- mennsku og til að fræðast betur um starfíð mættu þeir félagar í starfskynningu á íþróttadeild Morgun- blaðsins sl. föstudag. Þeir fengu það verkefni að spyija unglinga hvort þeir fylgdust með úrslitakeppninni í handknattleik eru svör viðmælenda þeirra á næstu síðu. Arnar og ísleifur stunda íþróttir og þeirra grein er körfuknattleikur. Báðir spila þeir með Ungmennafélag- inu Heklu. „Okkur hefur gengið mjög illa, erum búnir að tapa öllum leikjunum í vetur. Ætli það sé ekki sál- fræðihliðin sem er að angra okkur, það er eins og liðið nái ekki að spila nógu vel saman,“ sögðu þeir aðspurð- ir um gengi liðsins í vetur. Morgnnblaðið/Frosti ARNAR Gísli (vinstra megin) og ísleifur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.