Morgunblaðið - 07.03.1995, Síða 1

Morgunblaðið - 07.03.1995, Síða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA KNATTSPYRNA JHttrgiutliffifeito 1995 ÞRIDJUDAGUR 7. MARZ BLAD SKIÐI Krístinn gerir þaðgott Ásta sigraði tví- vegis í Svíþjóð KRISTINN Björnsson, skíða- kappi frá Ólafsfirði, náði besta árangri sínum í svigi á sterku alþjóðlegu stigamóti í Schleching í Þýskalandi um helgina. Hann hafnaði í 6. sæti og hlaut fyrir það 16,44 FlS-stig. Austurríkis- mennirnir Kilian Albrecht og Manfred Kleinlercher urðu í tveimur efstu sætunum. Kristinn er í mjög góðri æfingu.um þess- ar mundir og það sést best á því að hann náði 17 FlS-stigum í stórsvigi í Kóreu og þar áður 14 FlS-stigum í risasvigi í Ausutr- ríki. Arnór Gunnarsson frá ísafirði náði einnig besta árangri sínum í svigi á mótinu í Schleching. Hann varð í 12. sæti og hlaut 25,19 FlS-stig, en hann átti áður best 40,68 stig. Vilhelm Þor- steinsson, Haukur Arnórsson og Gunnlaugur Magnússon keyrðu allir út úr brautinni og voru þar með úr leik. KNATTSPYRNA Reuter HANDBOLTI: DÓMARAR KÆRA ÞRJÁ ÞJÁLFARA FYRIR UMMÆU í FJÖLMIÐLUM / B4 Mrazekmeð Val í sumar TÉKKINN Petr Mrazek hefur ákveðið að leika með Valsmönnum á komandi knattspymutímabili og var gengið frá því um helgina. Mrazek var einn af burðar- ásum FH-liðsins undanfar- in tvö ár og átti stóran þátt í velgengni Hafnar- flarðariiðsins. Miðvörður- inn fór til Tékklands í haust þar sem hann leikur með liði í 3. deild og hafði ekki hugsað sér að koma aftur en Hörður Hilmars- son, þjálfari Vals og fyrr- um þjáifari FH, fékk leik- Mrazek manninn til að skipta um skoðun. Valsmenn fóru i æfingaferð til Kýpur í gær og verða þar út vikuna en Mrazek verður ekki með liðinu ytra. Strákarnir sigur- sælir á Kýpur ÍSLENSKA 21 árs landsliðið varð sigurvegari á fjög- urra þjóða móti á Kýpur, eftir að hafa unnið stórt- sigur, 7:0, á Eistlendingum — fengu sjö stig eins og Norðmenn, en voru með markatöluna 11:2 en Norðmenn 5.T, sem unnu Finna, 2:0, í síðasta leik sínum. Ólafur Sigurvinsson skoraði fyrsta markið gegn Kýpur, en síðan skoruðu Eiður Smári Guðjo- hnsen, tvö, Kári Steinn Reynisson, ívar Bjarklind, Guðmundur Benediktsson, vítaspyma og Sigurbjöm Hreiðarsson. Eyjólfur í toppslagnum EYJÓLFUR Sverrisson og samherjar í Besiktas eru með tveggja stiga forystu í tyrknesku deildinni þegar Í0 um- ferðir eru eftir. Um helgina mátti liðið sætta sig við 3:2 tap gegn Galatasaray, sem er í öðru sæti, og sagði Eyjólf- ur við Morgunblaðið að heppni hefði ráðið úrslitum. „Við lékum mjög vel en vorum hrikalega óheppnir og hinir að sama skapi heppnir. „Ég átti til dæmis skot í stöng af um 20 metra færi og annað rétt framhjá en þrátt fyrir þungar sóknir tókst okkur ekki að skora það sem á vant- aði.“ Eyjólfur sagði að þó augun beindust fyrst og fremst að Besiktas og Galatasaray væri nær að tala um baráttu fjögurra liða um titilinn þvi Fenerbache og Trapzon væm ekki langt undan „og það er mikið eftir — 30 stig eru enn í pottinum." Á myndinni hefur Eyjólfur betur í baráttu við miðheijann Saffer Sancakli til hægri og miðjumanninn Suat Kaya til vinstri, um helgina. Tveir sigrar hjá Ástu Ásta S. Halldórsdóttir frá ísafirði sigraði í tveimur svig- mótum í Soadra Bergat í Svíþjóð um helgina. Hún fékk 19,77 FIS- stig fyrir fyrra mótið á laugar- dag og 20,47 fyrir síðara mótið á sunnudag. Hún hefur verið að bæta sig í hveiju móti að undan- förnu. KRISTINN Björnsson náöl betrl árangrl en áður í svlgl, er hann varð sjötti á mótl í Þýskalandi um helglna. Martha Ernstdóttir þriðja ívíðavangshlaupi á Ítalíu „Loksins á pall“ MARTHA Ernstdóttir hlaupakona úr ÍR komst um helgina ífyrsta sinn á verðlaunapall í alþjóðastigamótaröðinni ívíðavangs- hlaupum. Hún hafnaði í þriðja sæti i 5 km hlaupi sem fram fór á Ítalíu og tryggði sér um leið keppnisrétt á heimsmeistaramót- inu sem fram fer í Bretlandi 25. mars. „Ég er ofsalega ánægð með að hafa náð loks á pall. Markmiðið var að komast á HM og ég hef náð því,“ sagði Martha við Morgunblaðið. Sigurvegari í hlaupinu var Al- bertina Diaz frá Portúgal á 20,16 mín., en hún varð heims- meistari 1993. Katherine Kirui frá Kenýa varð önnur á 20,20 mín. og Martha hljóp á 20,41 mín. Alls voru 40 keppendur sem tóku þátt í hlaupinu. Þetta var síðasta stigahlaupið og endaði Martha í 8. sæti með 64 stig. Til að öðlast keppnisrétt á HM varð hún að vera meðal 12 bestu í stigakeppn- inni og hún gerði því gott betur. „Ég hljóp mun betur en ég bjóst við. Aðstæður voru mjög erfíðar — algjört drullusvað enda hafði rignt mikið nóttina fyrir hlaupið. Þetta er besti árangur minn til þessa og sýnir að ég er í mikilli framför. Ég er nær sigurvegaran- um en áður, er farin að blanda mér alvarlega í toppbaráttuna og hinar stúlkurnar eru farnar að taka mig alvarlega,“ sagði Mart- ha. Hún sagði að það hafi vakið mikla athygli á Ítalíu að íslensk stúlka kæmist á verðlaunapall. Ekki væri vitað til þess að íslend- ingar ættu fijálsíþróttakonu í fremstu röð. „Það átti engin von á því að íslendingur kæmist á verðlaunapall," sagði íslenska hlaupadrottningin sem undirbýr sig nú fyrir HM. MARTHA Ernstsdóttir er komln í röð fremstu víða- vangshlaupara helms. FRJALSIÞROTTIR

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.