Morgunblaðið - 07.03.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 07.03.1995, Blaðsíða 8
Morgunblaðið/Jón Svavarsson JÓN Gunnarsson stóð slg mjög vel á melstaramótl Kraftlyftingasambandsins og hlaut þennan giæsilega blkar fyrlr besta samanlagðan árangur skv. alþjóðlegrl stlgatöflu. beygju um 30 kg, lyfti 300 kg. Einnig bætti hann metið í réttstöðu- lyftu, fór upp með 280 kg. Kjartan bætti reyndar metið á undan í 272,5 kg. Báðir áttu tilraunir við met í bekkpressu, en mistókst naumlega hjá báðum. Flosi sigraði í flokknum með 757,5 kg. samanlagt sem er einnig nýtt öldungamet. Hinn efnilegi Gunnar Ólafsson sigraði í 125-kg flokki, lyfti saman- lagt 770 kg eða 100 kg meira en Stefán Sigurjónsson, sem varð ann- ar. Arnar Már Jónsson hlaut þriðja sætið. í + 125 kg flokki voru tveir kepp- endur til að byrja með. Víkingur Traustason heltist síðan úr lestinni í fyrstu grein, hnébeyju, þegar meiðsli á báðum lærum tóku sig upp í tilraun hans við 310 kg. Jón B. Reynisson varð því öruggur sig- urvegari. Hann var nokkuð frá sínu besta í hnébeygju, lyfti 360 kg, en átti hinsvegar besta árangur móts- ins skv. stigatöflu í bekkpressu þegar hann lyfti 235 kg. ÞAÐ var hressilega tekið á lóð- unum á meistaramóti Kraftlyft- ingasambands íslans í Garða- skóla á laugardaginn. Jafn- framt var þetta 10 ára afmælis- mót sambandsins. 25 kepp- endur mættu til keppni í 9 flokkum. Mesta athygli á mót- inu vakti árangur Jóns Gunn- arsson í 100 kg. flokki. Hann lyfti nýju meti í hnébeygju og réttstöðulyftu auk þess að tví- bæta met sitt í samanlögðum árangri. Með þessari frammi- stöðu hefur Jón skipað sér á bekk meðal þeirra bestu í sín- um flokki í heiminum. Aðeins einn keppandi var í 60 kg flokki, Jóhannes Eiríks- son, og fór hann því með auðveld- lega sigur með 520 ívar kg. samanlagt. Benediktsson Hann reyndi að skrifar bæta Islandsmetin í hnébeygju og lyfta 208 kg og 118 kg í bekkpressu en mistókst, þrátt fyrir góðar tilraunir. Sama var upp á teningnum í 67,5 kg. flokki, þar var einungis einn keppandi, Helgi Grímsson. Hann lyfti 340 kg samanlagt. Halldór Eyþórsson hafði yfir- burðn 75 kg flokki, en hann keppti á mótinu eftir nokkurt hlé. Halldór lyfti 540 kg samanlagt, en Davíð Om Sölvason varð annar og Janus Bjarnason, sem keppti á sínu fyrsta móti, varð þriðji. Janus átti góðar tilraunir við 200 kg í réttstöðulyftu, en mistókst. Ef það hefði tekist hefði hann náð öðru sæti. Bárður B. Ólsen bar höfuð og herðar yfir keppninauta sína í 82,5 kg flokki. Bárður hefur rýrnað á síðustu vikum, en hann keppti í 90 kg flokki á bikarmótinu í desem- ber. Það kom ekki að sök því hann lyfti í samanlögðu 40 kg meira en Ölafur Sveinsson sem varð annar. Geir Þórólfsson hafnaði í þriðja sæti, en hann átti góðar .tilraunir við öldungamet í hnébeygju, 186 kg án árangurs. Skemmtileg keppni var í 90 kg flokki og fór svo að lokum, að Borg- nesingurinn Ingimundur Ingimund- arson stóð uppi sem sigurvegari og hinn gamalreyndi lyftingakappi Hörður Magnússon varð annar og Már Óskarsson þriðji. Jón Gunnarsson var í miklum meta ham á mótinu. Hann setti Islandsmet í hnébeygju, 352,5 kg og átti góða tilraun við 360 kg sem lukkaðist ekki. Í bekkpressu lyfti Jón 205 kg og var ekki langt frá því að fara upp með 210 kg. Annað og þriðja met Jóns á mótinu leit dagsins ljós er hann lyfti 335, kg í hnébeygju og bætti met Auðuns Jónsson um 500 gr. Með þessari lyftu sló Jón sitt eigið met í saman- lögðu, lyfti 892,5 kg. Akureyringamir Flosi Jónsson og Kjartan Helgason háðu harða rimmu í 110 kg. flokki og settu öldungamet. Flosi bætti met í hné- Zeller-Bahler orðin efst í heimsbikarkeppninni Heidi Zeller-Bahler frá Sviss tók forystu í samanlagðri stigakeppni um heimsbikarinn á skíðum í kvennaflokki eftir að hún sigraði í risasvigi í Saalbach í Austurríki á sunnudag. Þetta var fyrsti heimsbikarsigur hennar í risasvigi í vetur, en hún hefur unnið tvö stórsvig. „Ég hef beðið lengi eftir þessum sigri. Nú get ég farið að hugsa alvarlega um sigur í samanlagðri keppni. Við erum þijár sem komum til með að beijast um titilinn," sagði hún. Landa hennar Heidi Ziirbriggen varð önnur og Martina Ertl frá Þýskalandi þriðja. Zeller hefur nú fímm stiga forskot á Katju Seizin- ger og Verni Schneider. Konumar kepptu einnig í bruni á sama stað á sunnudag. Þar sigr- aði bandaríska stúlkan Picabo Street. Isolde Kostner frá Ítalíu varð önnur og Varvara Zelenskaya frá Rússlandi þriðja, en hún varð síðan fjórða í risasviginu síðar um daginn. Vreni Schneider náði átt- unda sæti og er það besti árangur hennar í bruni. Karlarnir kepptu í bruni í Aspen í Colorado á sunnudag. Þar sigr- aði heimamaðurinn A.J. Kitt. Arm- in Assinger frá Austurríki varð annar og Norðmennirnir Lasse Kjus og Atle Skárdal í þriðja og fjórða sæti. Norðmaðurinn Asgeir Linberg hafði rásnúmer 32 og féll illa í brautinni og var fluttur með þyrlu á sjúkrahús. Hann fótbrotn- aði og marðist illa en er ekki í lífs- hættu. Keppni var hætt eftir að slysið átti sér stað enda hafði verð- ur versnað töluvert. Úrslitin verða látin standa. KRAFTLYFTINGAR Jón Gunnarsson lyftir í hóp þeirra bestu SKIÐI FOLX ■ SKÚLI Óskarsson var meðal áhorfenda á Afmælismóti Kraft- lyftingasambansins á laugardag- inn. Hann lætur sig aldrei vanta á lyftingamót þrátt fyrir að vera hætt- ur keppni. Skúli hefur yfirleitt með sér myndbandstökuvél á mót og tekur upp helstu viðburði. ■ í ÁR em 15 ár liðin frá því að Skúli setti heimsmet í hnébeygju, 315,5 kg í 75 kg flokki í Laugar- dalshöll. ■ UM þessar mundir eru liðin 30 ár frá því að fyrsta sinn var keppt í kraftlyftingum á íslandj. Var það keppni á milli KR og Armanns. Sveit KR var skipuð þeim Friðriki Guðmundssyni, Birni Lárussyni og Boga Sigurðssyni. Sveit Ar- manns var mönnuð þeim Guð- mundi Sigurðssyni, Svavari Carlsen og Oskari Sigurpálssyni. Óskar var ritari á Afmælismótnu um helgina. ■ FYRSTA íslandsmótið í kraft- lyftingum var haldið árið 1971 og var þetta því 25. meistaramótið sem haldið var um helgina. Árið 1971 voru allir lyftingamenn saman í einu sambandi, Lyftingasam- bandi íslands hvort sem þeir stund- uðu ólympískar lyftingar eða kraft- lyftingar. En 1985 skildu leiðir og Kraftlyftingasamband íslands var stofnað 3. mars það ár. ■ HÖRÐUR Magnússon náði þeim góða árangri um helgina á meistaramótinu að fara upp með allar níu lyftur sínar og fá þar að auki allar þeirra dæmdar gildar. Hörður hefur æft lyftingar lengi eða allt frá dögum Jakabólsins, sem árum saman var eini samastaður lyftingamnna á Reykajvíkursvæð- inu. Hörður hefur viðumefnið „Vinurinn", vegna ljúfmannlegrar framkomu sinnar. ■ ARNAR Gunnarsson keppti á sínu fyrsta kraftlyftingamóti um helgina og jafnaði unglingamet Bárðar B. Ölsen í bekkpressu, lyfti 155 kg og átti tvær góðar til- raunir við nýtt met, 160 kg. Ekki slæm byijun á keppnisferlinum hjá Arnari. ■ CHRIS Armstrong, hinum snjalla miðheija enska knattspyrn- uliðsins Crystal Palace var í gær meinað að hefja að leika á ný með félaginu, eftir að í ljós kom á lyfja- prófi að hann hafði reykt marijuana. ■ ARMSTRONG var tekinn í lyfja- próf á æfingu í janúar og niðurstöð- umar lágu fyrir í síðustu viku. Hann hefur þegar misst af tveimur leikj- um vegna málsins, en Crystal Palace, sem er í fallhættu, mætir Liverpool í seinni leik undanúrslita deildarbikarkeppninnar á morgun.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.