Morgunblaðið - 08.03.1995, Page 2

Morgunblaðið - 08.03.1995, Page 2
2 B MIÐVIKUDAGUR 8. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ KOSNINGAR 8. APRÍL Loksins, loksins Umhverfisvernd - LOKSINS hefur ís- lenskur stjórnmála- flokkur tekið eindregna afstöðu til ESB. Al- þýðuflokkurinn, jafnað- armannaflokkur ís- lands, hefur gengið fram fyrir skjöldu og sagt: Stopp, hingað og ekki lengra, það er sjálfsagður réttur ís- lendinga að talað sé af aivöru um Evrópusam- bandsaðild. Það verður ekki sagt að málið sé ekki á dagskrá, það er á dagskrá. Allir Islend- ingar vita að» ekkert skiptir framtíð íslands eins miklu máli og samstarf við aðr- ar þjóðir. Fátt hefur gefíð Islandi eins mikil verðmæti í gegnum tíðina og viðskiptasamningar við aðrar þjóðir. íslendingar neita að stinga höfðinu í sandinn, þeir vilja að málið sé rætt. Að segja nei en meina já Þetta er ektó spuming um hvort, heldur hvenær ísland gerir samning við ESB. Davíð Oddsson forsætisráð- herra hefur sagt þau undarlegu orð að málið sé ekki á dagskrá. Það verð- ur nú að segjast að í hans Evrópu- hraðlest hlýtur að vera dagatal þar sem aðrir hafa hraðamæli. Nútíminn fer leifturhratt yfir, eftir aldamótin verður Evrópuhraðlestin löngu þotin framhjá. Það er ekki gott hlutskipti að sitja eftir um aldamótin og segja: Ef við hefðum nú talað við Evrópu- sambandið árið ’95, þá... Nei, það er ekki eftir neinu að bíða, það þarf að fara að ná samningum við ESB. Halldór Ásgrímsson sagði orðrétt á alþingi: Við getum í reynd ekki lifað hér án öflugs, alþjóðlegs samstarfs. Samt sem áður er Halldór á móti ESB, þetta kallast að segja nei en meina já. Það er óskiljanlegt hvað heldur aftur af þessum mönnum, hvers vegna þora þeir ekki að ræða við ESB? Það er engin áhætta því fylgjandi að láta reyna á samninga og reyndar hefur engin þjóð farið efnahagslega illa út úr samningum við Evrópusambandið. Beint í vasa launafólks Nú óttast Norðmenn hrun í norskri verslun, það er jú orðið miklu ódýr- ara að versla í Svíþjóð eftir inngöngu Svía í ESB. Það er orðin stað- reynd að Norðmenn flykkjast yfir landa- mærin til að versla. Náðarhöggið fyrir norska verslun verður þegar ríkiseinokun Svía á áfengisverslun verður felld niður, þá verða verslunarferðir yfir til Svíþjóðar hluti af lífi Norðmanna. Óhætt er að fullyrða að verðið á matarkörfunni hjá ís- lenskum Ijölskyldum mun lækka umtalsvert, skömmu eftir inngöngu í Evrópusambandið. Hér er sem sagt verið að tala um verulegar kjarabæt- ur fyrir íslenskt launafólk. Sjálfstæði íslands og raunverulegt fullveldi Satt er það að ESB aðild er mikið tilfinningamál, enginn sannur íslend- ingur vill láta útlendinga stjórna ís- landi. Það er einmitt kjami málsins, Ekki kemur til greina, segir Baldvin Björg- vinsson, að íslendingar láti frá sér yfirráð fisk- veiðilögsögunnar. íslendingar vilja sjálfstæði og full- veldi. Þess vegna er ESB-aðild rétta leiðin. Ekki kemur til greina að ís- lendingar láti frá sér yfirráð fisk- veiðilögsögunnar, hjá Alþýðuflokkn- um stendur það ekki til. Raunveru- legt fullveldi þjóðarinnar felst ekki í því, að ákvarðanir um efnahag og afkomu okkar séu teknar án áhrifa okkar á þær. í dag er verið að taka ákvarðanir á Evrópuþinginu og í framkvæmdastjórn ESB sem hafa bein áhrif á framtíð og afkomu okk- ar, þar eiga fullveldisfulltrúar okkar að vera, það er fullveldi! Höfundur er rafvélavirkjameistari, siturí stjórn Félags ungra jafnaðarmanna í Kópavogi. Baldvin Björg- vinsson stærsta öryggismálið ÞAÐ kvað við kunn- ugan tón í sölum Al- þingis nú á dögunum er umræður um utan- ríkisstefnu ríkisstjórn- arinnar snerust upp í harðvítugar deilur gam- alla andstæðinga í ís- lenskum stjórnmálum, Sjálfstæðisflokks og Al- þýðubandalags. For- maður utanríkismála- nefndar Alþingis gerði að umtalsefni fortíð tveggja þingmanna Al- þýðubandalagsins, sem báðir dvöldu við nám í Austur-Þýskalandi fyrir margt löngu. Brigslyrð- in gengu á víxl en þau verða ekki gerð að umræðuefni hér. Talsmenn fortíðar Það er fróðlegt að fylgjast með því hvernig stjórnmálamenn, sem illa gengur að fóta sig í samtíðinni, hrökkva í kalda stríðs gírinn um leið og tækifæri gefst til. Þrátt fyrir fróm orð um annað eru þeir í raun enn njörvaðir í hugsunarhátt kalda stríðs- ins, skiptingu heimsins í tvennt, á milli kommúnisma og kapítalisma. Þingmenn Sjálfstæðisflokks og Al- þýðubandalags eru enn fastir í hlut- verkum gamla tímans, tíma stríðs- bandalaga og ógnaijafnvægis á milli Sovétríkjanna sálugu og Bandaríkj- anna. Sá tími er liðinn. Vandamál samtímans eru flóknari en svo að lausnir þeirra rúmist í kennisetning- um afdankaðrar hugmyndafræði, svo sem kapítalisma og kommúnisma. Ný skilgreining Lok kalda stríðsins kalla á nýja hugsun í samskiptum ríkja. Kvenna- listinn telur að við þessar aðstæður beri þjóðríkjum, ríkjabandalögum og alþjóðastofnunum að líta á öryggis- mál í nýju ljósi. Það sem öðru frem- ur ógnar jarðarbúum nú, eru hættur sem steðja að umhverfi okkar, svo sem útbreiðsla kjamavopna, ótrygg kjarnorkuver, geislavirkur úrgangur, gróðurhúsaáhrif, eyðing regnskóga, auðlindaþurrð og mengun. I því efni á íslenska þjóðin mikilla hagsmuna að gæta. Framtíð byggðar í landinu gæti staðið eða fallið með líf- ríki hafsins. Kjarnorku- slys við strendur íslands eða í Norðurhöfum hefði ófyrirsjánlegar af- leiðingar fyrir lífsaf- komu þjóðarinnar. Því er það hlutverk okkar að vinna að friðlýsingu hafsins, jafnt sem lands og lofts. Kvennalistinn hefur ávallt lagt áherslu á nýja skilgreiningu á ör- yggismálum, sem bygg- ist á varðveislu um- hverfis fremur en hern- aðarstyrk. Hún kallar á aðrar og heildrænni aðferðir til að tryggja sameiginlegt öryggi okkar en nú tíðkast. Hún felur einnig í sér endur- Kvennalistinn hefur ávallt lagt áherslu á nýja skilgreiningu á ör- yggismálum, segir Þór- unn Sveinbjarnardótt- ir, sem byggist á varð- veislu umhverfis fremur en hernaðarstyrk. mat á því hvar ísland skipar sér í flokk á alþjóðlegum vettvangi. Þann- ig eiga íslendingar að auka enn frek- ar samvinnu sína við þær þjóðir og stofnanir sem helst hafa beitt sér fyrir umhverfisvernd. Þess vegna leggur Kvennalistinn áherslu á mikil- vægi norrænnar samvinnu, Samein- uðu þjóðanna og Ráðstefnunnar um öryggi og samvinnu í Evrópu en hafnar sem fyrr hemaðarbandalög- um. Með mannréttindi að leiðarljósi Meginandstæðumar í heiminum em á milli hinna fátæku suðlægu ríkja og hinna auðugri í norðri. Það eru konur og böm, hinir eigna- og valda- lausu, sem líða mest fyrir örbirgðina. Kvennalistinn vill að Islendingar taki afstöðu gegn misrétti og kúgun á alþjóðavettvangi og leggi sitt af mörk- um til þess að skipta jarðargæðum á milli allra íbúa hennar. Afar mikil- vægt er að styðja konur í þróunar- löndum til náms og starfa. Þær era víðast hvar styrkasta stoð ijölskyld- unnar og aðstoð við þær dregur úr mannfjölgun og kemur öllum til góða. Niðurstaða mannfjöldaráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Kaíró á síðasta ári var einföld og skýr: besta leiðin til þess að draga úr manníjölgun á jörðinni er að mennta konur og auka áhrif þeirra. íslenskum stjómvöldum ber að endurskoða stefnu sína hjá SÞ. Þar dugar ekki lengur að hanga í pilsfaldi NATO-ríkjanna. Okkur ber að taka sjálfstæða afstöðu til mála með umhverfís-, friðar- og mannrétt- indamál að leiðarljósi. Talsmenn fort- íðar mega ekki ráða ísienskri utan- ríkisstefnu degi lengur. Þörf er nýrrar hugsunar og nýrra vinnubragða í anda kvenfrelsis, lýðræðis og mann- réttinda. Höfundur skipar 3. sæti Kvennalistans í Reykjavík. Heggur sá er hlífa skyldi Þórunn Svein- bjarnardóttir Styðjum framboð Ogmundar Jónassonar HÉR FYRR á áram þótti sjálfsagt að ein- staklingar úrverkalýðs- hreyfingunni sæktu inn á vettvang stjómmál- anna til að beijast fyrip réttindum launafólks. Á þingi sitja reyndar nú ýmsir forystumenn úr verkalýðshreyfingunni og margir era á fram- boðslistum. Nú bregður svo við þegar Ögmund- ur Jónasson, formaður BSRB, ákveður að taka sæti á framboðslista að það ætlar allt bókstaf- íega um koll að keyra. í ritstjórnargreinum, m.a. í DV, er veist harkalega og ómakiega að honum með ósannind- um og dylgjum, háskólaprófessorinn Sigurður Líndal og fleiri reyna að gera framboðið tortryggilegt með útsnúningum um að BSRB séu að verða stjórnmálaflokkur og þannig mætti áfram telja. Það skyldi þó aldr- ei vera að eigna- og valdastéttinni finnist sér ógnað? Höfnum skammsýni Verst þótti mér þó skammsýni félaga minna innan BSRB sem lýst hafa yfír vantrausti á Ógmund vegna framboðsins. í bréfi starfsmanna Sýsluskrifstofunnar á Húsavík sem birt var í DV segir orð- rétt: „Þér segið að þátt- taka yðar sé ópólitísk." Aldrei hef ég heyrt Ög- mund Jónasson segja að hann sé ópólitískur. Hann hefur aldrei farið dult með sínar skoðanir og ekki skil ég hvemig félagar mínir á Húsavík geta komist að þessari niðurstöðu. Það skyldi þó aldrei vera að undir- rót þessa vantrausts væri fyrst og fremst flokkspólitísk. Við viljum áræðni og kraft Sjálf fagna ég því að Ögmundur Jónasson skuli hafa áræðni og kraft Verst þótti mér þó skammsýni félaga minna innan BSRB, segir Guðný Aradóttir, sem lýst hafa yfir van- trausti á Ögmund vegna framboðsins. til að fylgja pólitískri sannfæringu sinni enda finnst mér sjálfsagt mál að forystufólk innan verkalýðshreyf- ingarinnar láti til sín taka á vett- vangi stjórnmálanna og sannast sagna er nú svo vegið að réttindum launafólks og verkalýðshreyfingunni almennt ,að langt er síðan eins rík þörf hefur verið á því að fá kröftuga talsmenn hennar inn á þing. Ögmundur Jónasson hefur aldrei farið dult með sína pólitík og varla fer hann að afneita pólitík sinni við að ganga til samstarfs við Alþýðu- bandalagið undir merkjum Óháðra fyrir komandi kosningar. Verum sjálfum okkur samkvæm Ef þessir hinir sömu félagar innan BSRB, sem lýsa vantrausti á form- anninn, hafa fylgt stefnu BSRB í launa- og velferðarmálum vilja vera sjálfum sér samkvæmir ættu þeir ekki að ijúka nú upp með pólitískum andfælum, þegar Ögmundur er tilbú- inn að ljá okkur opinberum starfs- mönnum rödd sína á Alþingi, þegar og ef hann nær kjöri. Auk þess get- ur framboð hans orðið til að sameina félagshyggjufólk á vinstri væng stjórnmálanna. Sýnum því félagsleg- an þroska og fögnum framboði Ög- mundar Jónassonar. Höfundur er opinber starfsmaður. Guðný Aradóttir. Ábyrgðarlaust tal um Færeyjaleið NÚ SÍÐAST féll ekki minni maður en forsætisráðherra Dav- íð Oddsson niður í þá lágkúru að tala um „Færeyjaleið" sem sérstakt víti til varn- aðar okkur íslending- um í eldhúsdagsræðu sinni miðvikudaginn 22. febr. sl. Á undan honum hafði sam- starfsmaður hans og Viðeyjarvinur, Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra, iðulega notað sam- bærilega líkingu og reyndar hafa bæði fyrr og síðar ýmsir orðið til að grípa upp þetta hvimleiða orðskrípi. Ég vil beina þeim eindregnu til- mælum til ráðamanna þjóðarinnar og annarra að láta af þessum ósið. Sleggjudómar, svo ekki sé nú sagt fordómar, sem birtast I því að draga erfiðleika og tiivistarbaráttu frænda okkar og vina, Færeyinga, inn í stjórnmálaumræðuna hér með þessum hætti eru neðan við allar hellur. I fyrsta lagi myndu nú einhveij- ir segja að það kæmi úr hörðustu átt að við íslendingar, sem höfum undanfarin ár jafnt og þétt aukið skuldir og lifað um efni fram, sett- um okkur á háan hest. I öðru lagi ætti okkur að vera nærtækari skilningur á vanda Færeyinga, sem algjörlega eru háðir sjávarútvegi með sína lífsaf- komu, heldur en flest- um öðrum þjóðum. í þriðja lagi held ég að hvorki íslendingar né neinir aðrir hafi efni á því að setja sig gagnrýnislaust í dómarasæti yfir Fær- eyingum og skella ein- hliða skuldinni á þá fyrir þá erfiðleika sem þar hafa dunið yfir í efnahagsmálum og þjóðlífi. Færeyingar verða að sjáifsögðu að líta í eigin barm og skoða ýmislegt sem úrskeiðis hefur farið hjá þeim sjálfum, en margt fleira kemur þar til. Sumpart eru það ytri aðstæður sem þeir fá engu um ráðið, mið sem hafa lokast vegna útfærslu landhelgi og versn- andi náttúruleg skilyrði, sumpart óheppileg áhrif sambúðarinnar við Dani. Því má heldur ekki gleyma að í Færeyjum hefur á síðustu ára- tugum verið unnið þrekvirki af dvergþjóð við að byggja upp nútí- malegt og þróað velferðarsamfé- lag við ævintýralega erfiðar að- stæður. Þó ekki kæmi annað til en samgöngukerfið, vel uppbyggt skólakerfi, aðstaða til íþróttaiðk- unar og menningar- og listastarf- semi, væri það þó nokkuð. Þá má einnig nefna að Færeyingar eru sérlega umhyggjusamir um sína þjóðmenningu, gömul hús og minj- ar, snyrtimennska er einkennandi Sigfússon

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.