Morgunblaðið - 08.03.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 08.03.1995, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. MARZ 1995 B 3 KOSNINGAR 8. APRIL Kvennabaráttan og Kvennalistinn EFTIR glæsilegan kosningasigur R-listans í Reykjavík á síðastliðnu vori, þar sem Kvennalistinn með Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur þá- verandi þingkonu og núverandi borgarstjóra, gegndi lykilhlutverki, kom upp sú spurning hvort eitthvað sambærilegt samstarf væri æskilegt á landsvísu. Öllum er ljóst nú að ekki var pólitískur vilji til þess. ís- lenska flokkakerfíð er ekki í takt við þau meginátök sem eiga sér stað í þjóðfélaginu en ekki fengjust nú skýrari línur í íslensk stjórnmál ef aðeins tvær fylkingar, Sjálfstæð- isflokkurinn og aðrir, byðu fram til þingkosninga. Nægir að nefna stjórnun fiskveiða, afstöðu til ESB aðildar og til kvenfrelsisbaráttunnar til að sjá að samsvörun skorti á milli slíkra fylkinga og stefnumiða. Þá er ljóst að stofnun Þjóðvaka Jó- hönnu Sigurðadóttur, enn einn klofningur Alþýðuflokksins, getur varla talist vænleg leið til að laga íslenska flokkakerfið að kröfum tímans. Umræðan verður því að öll- um líkindum óljós í mörgum stórmál- um í komandi kosningum og barátt- an um atkvæðin kann að snúast um persónur, hanaat og fjölmiðlaathygli fremur en grundvallaratriði. Staða Kvennalistans Við Kvennalistakonur erum nú að heyja okkar fjórðu kosningabaráttu til Alþingis. Kvennalistinn var stofn- aður af konum sem töldu að sérfram- boð kvenna til Alþingis væri ein leið til að bæta stöðu þeirra. Hann er eina stjórnmálaaflið sem tekist hefur að hasla sér völl við hliðina á fjórflokknum á Is- landi lengur en í tvö kjörtímabil og hann hefur vakið heimsat- hygli fyrir framgöngu sína, vinnubrögð og árangur. Kvennalistinn er stjórnmálaafl sem vill breyta samfélaginu og setja manriréttindi og samábyrgð í önd- vegi. Hann er eina stjórnmálaaflið sem hefur mannréttindi og kvenfrelsi sem megin- markmið og þar vega mannsæmandi laun eða efnahags- legt sjálfstæði hvers einstaklings langþyngst. Þegar Kvennalistinn bauð fyrst fram voru 3 konur á Alþingi eða 5% og þær höfðu aldrei verið fleiri en það. í kosningunum 1983 urðu þær 9 þar af 3 frá Kvennalistanum. Arið 1991 komust 15 konur inn á Alþingi eða 24%, þar af 5 Kvennalistakon- ur. Á Norðurlöndunum hefur verið skilningur innan stjórnmálaflokk fjölgað á Alþingi und- anfariri tólf ár. Tilvist hans hefur einnig styrkt stöðu kvenna innan fjórflokkanna, þó að enn sé langur vegur frá að kvenfrelsismálin . séu nokkurs staðar fremst í forgangsröð- inni nema hjá Kvenna- listanum. Eftir 12 ár í stjórnar- andstöðu virðist á brattann að sækja, þrátt fyrir það að lík- lega hefur kynjamis- réttið aldrei verið jafn sýnilegt og almennt viðurkennt og nú. mnan anna á mikilvægi þess að konur taki jafnan þátt í stjórnmálum og karlar og því hafa ýmis afbrigði af kynjak- vóta verið notuð til að ná árangri. Slíkur vilji hefur ekki verið til staðar í íslenska fjórflokknum. Konur hafa átt erfitt uppdráttar í prófkjörum eða uppstillingum flokkanna, ekki síst fyrir þær kosningar sem nú fara í hönd. Tilvist Kvennalistans er hald- bærasta skýringin á að konum hefur Guðný Guðbjörnsdóttir Kvennalistinn hefur ávallt sagt að breyta þurfi þessum viðhorfum og sífellt fleiri taka undir það. Þessi barátta verður auðvitað að ná til karla líka bæði inni á heimilunum og á vinnumarkaði og því fagna ég því að íslenskir karlmenn virðast hafa áttað sig á að jafnréttismál kynjanna snerta mannréttindi karla jafnt sem kvenna og barna. Kvenna- listinn er nú óðum að birta framboðs- lista sína. Stefnuskráin eða Fram- tíðarsýn listans, sem konur hafa unnið við að endurskoða út um allt land frá því í haust, er tilbúin. Á 60 blaðsíðum er afstaða Kvennalist- ans til velflestra málaflokka þjóð- málanna kynnt á ítarlegan en að- gengilegan hátt. Kjósendur eru hvattir til að kynna sér þessa Fram- tíðarsýn. Framundan er hörð en von- andi skapandi og skemmtileg kosn- ingabarátta, sem við Kvennalista- konur göngum ákyeðnar til. Mótbyr- inn hefur þjappað okkur enn betur saman, stráin úr grasrótinni styrkj- ast og dafna og nýjar konur eru hvattar til starfa. Kvennalistinn er þekktur fyrir öðruvísi aðferðir og víst munum við koma á óvart í þess- ari kosningabaráttu sem fyrr. Launajafnrétti á oddinn Kosningarnar í vor snúast ekki síst um það hverjum kjósendur treysta best til að setja jafnréttisbar- áttu kynjanna á oddinn og þar með möguleika allra til að lifa mannsæm- andi lífi. Talsmenn fjórflokksins hafa haft stór orð um nýbirta skýrslu um launamál kynjanna, eins og að þær niðurstöður hafi komið þeim í opna skjöldu. Á það skal hins vegar bent að Kvennalistinn er eina stjórnmála- Það er ekki gleymt, seg- ir Guðný Guðbjörns- dóttir, að Ólafur Ragn- ar tók með bráðabirgða- lögum launahækkun af kennurum og öðrum háskólamenntuðum ríkisstarfsmönnum. aflið sem setur kvenfrelsisbaráttuna í öndvegi, ekki síst launajafnréttið, því að efnahagslegt sjálfstæði er helsti hornsteinn kvenfrelsis og grundvallarmannréttindi að okkar mati. Þetta eru ekki nýjar áherslur eins og gjörla sést af málflutningi Kvennalistans á Alþingi frá upphafi, sem oftar en ekki var fyrir daufum eyrum fjórflokksins. Þjóðin er ekki búin að gleyma að það var Olafur Ragnar Grímsson sem, með bráða- birgðalögum, tók þá launahækkun af kennurum og öðrum háskóla- menntuðum ríkisstarfsmönnum sem samið hafði verið um á sínum tíma. Þjóðin veit einnig að Davíð Oddsson samþykkti ekki það frumvarp sem hann notaði til að leysa sjúkraliða- deiluna og að sú lausn var reifuð á þeirri deilu að taka aftur þá leiðrétt- ingu sem hjúkrunarfræðingar höfðu fengið í sínum kjarasamningum. Flokkar þeirra Davíðs og Olafs Ragnars eru ekki trúverðugir til að endurmeta störf kvenna þannig að eðli starfanna og menntunin sem þau krefjast verði metin að verðleikum. Nú eru 20 ár síðan fyrstu lögin um jafnrétti kvenna og karla voru sett, án þess að jöfn staða kverina og karla sé í augsýn. Það er mikið umhugsunarefni hversu léttvæg þau lög hafa reynst í þessari baráttu. Þau eru margbrotin án þess að nokk- uð sé gert. Það er ekki nóg með að háskólamenntun kvenna hafi ein- ungis 60% vægi hvað laun varðar miðað við háskólamenntun karla, þá fá afgreiðslukonur einungis 71% af tímakaupi karla í sambærilegu starfi og skrifstofukonur einungis 76%. Slíkur launamunur er síðan notaður til að dæma konum lægri örorkubæt- ur en körlum út lífíð. Það er von mín að sú breyting sem nú er í burð- arliðnum á mannréttindaákvæðum stjómarskrárinnar tryggi að réttur kvenna gagnvart lögum og dómstól- um verði jafn sterkur og réttur karla og að jafnréttislögin geti orðið það tæki sem þeim er vonandi ætlað til að stuðla að jafnri stöðu kvenna og karia. Enn er mikið verk að vinna í ís- lenskri kvennabaráttu. Konur verða að standa saman til að berjast fyrir frelsi sínu og sjálfstæði. Munum einnig að kvennabaráttan er fyrir alla, konur, börn og karla. Við verð- um að breyta heiminum sjálfar, það gerir það enginn fyrir okkur. Höfundur er dósent við Háskóla íslands ogskipar2. sseti Kvennalistans í Reykjavík í kosningum til Alþingis. hvar sem komið er og getum við íslendingar mikið af þeim lært í þeim efnum. Bræðraþjóð Ég tel mig vita að Færeyingum svíður sárar en flest sem á þeim dynur um þessar mundir vanhugs- uð ummæli af því tagi sem for- sætisráðherra missti út úr sér um „Færeyjaleið" sem allsherjarvíti til varnaðar í sambandi við óráðsíu í efnahagsmálum. Sennilega er leit- un að tveimur þjóðum sem standa hvor annarri nær í ýmsu tilliti heldur en einmitt Færeyingar og íslendingar. Færeyingar hafa sýnt þetta svo ekki verður um villst þegar á hefur bjátað hér á íslandi og er nýlegt og næsta ótrúlegt Ég vænti þess, segir Steingrímur J. Sigfús- son, að landsmönnum verði hljft við frekara tali um „Færeyjaleið". dæmi um það sú mikla fjársöfnun sem fór þar fram á dögunum í kjölfar þess að hörmungarnar dundu yfir Súðavík. Eins og at- vinnuástand og efnahagur fólks í Færeyjum er um þessar mundir hlýtur það að teljast næsta ein- stætt að Færeyingar söfnuðu hátt í það jafnmiklu^ per íbúa og við gerðum sjálfir, íslendingar. Annað dæmi sem allir ættu að þekkja, eru viðbrögð Færeyinga þegar gaus á Heimaey. Þá eins og oft endranær sýndu þeir hug sinn í okkar garð með eftirminni- legum hætti. Ég beitti mér fyrir því á sl. ári í íslandsdeild Vestnorræna þing- mannaráðsins að erfiðleikar Færeyinga voru teknir til umræðu og við höfðum það þar til skoðun- ar um skeið að flytja þingsályktun- artillögu um að íslendingar tækju forustu fyrir því meðal Norður- landaþjóðanna að eitthvað yrði gert til að aðstoða Færeyinga í þeirra miklu erfiðleikum. A sl. ári fór Davíð Oddsson með forustu í forsætisráðherrahópi hins nor- ræna samstarfs og það hefði því verið kjörið tækifæri fyrir hann að taka frumkvæði í þessu máli. Það var niðurstaða íslandsdeildar Vestnorræna þingmannaráðsins að skrifa forsætisráðherra bréf, senda honum ýmis gögn og óska eftir því aðhann tæki frumkvæði í málinu. Áföll af því tagi sem Færeyingar hafa orðið fyrir upp á síðkastið með stórkostlegum brottflutningi fólks, ekki síst ungs fólks, eru einstæð á Norðurlöndum og reyndar fá dæmi slíks innan allrar Evrópu eftir að seinni heims- styrjöldinni lauk. Það eru því að mínu mati full tilefni til þess að þetta mál sé tekið upp og engum stendur það nær en okkur íslend- ingum. Sérstakur samnorrænn at- vinnuþróunarsjóður til að byggja upp atvinnulífið og vinna bug á atvinnuleysinu væri verðugt fram- lag. Síðast en ekki síst mundi það væntanlega skipta Færeyinga máli að fá fyrir jþví áþreifanlégar sannanir að það væri ekki öllum sama um þeirra erfiðleika. Það bíður sjálfsagt eins og svo margt fleira nýs kjörtímabils og nýrrar ríkisstjórnar að velta þess- um málum fyrir sér. Framundan er mánuður kosningabaráttunnar þar sem margar ræður verða flutt- ar um ástand efnahagsmála, er- lendar skuldir, hagstjórn og hag- stjórnarmistök. Ég bið þess að frændum okkar verði hlíft við frek- ari ræðuhöldum um „Færeyjaleið". Nóg er víst samt sem þeir hafa við að glíma. Hbfundur cr varaformaður Alþýðubandalagsins og á sæti í efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis. Nyjar áherslur í Reykjavík Ólafur Örn Haraldsson Sérstaða borgarsamfélagsins VIÐ Reykvíkingar fínnum það á hverjum degi að við búum í nú- tíma borgarsamfélagi sem er í hraðri þróun. Stöðugt birtast okkur fleiri myndir sem minna á borgarlíf erlendis. Flestar þessar myndir eru fagrar og vitna um myndarskap og framf- arir sem við erum stolt af en hinar eru líka til sem eru framandlegar, jafnvel ógeðfelldar, og valda okkur áhyggjum og hryggð. Þessi sérstaða Reykjavíkur meðal byggða í landinu hlýtur 'að kalla á nýjar áherslur í starfi stjórnmála- manna. Frumkvæði .og atvinnurekst- ur þarf að fá nauðsynlegt svigrúm til þess að eflast, skila arði og geta staðist vaxandi erlenda samkeppni. Vaxtarbroddur margra atvinnugreina er í Reykjavík og eru góð rekstrarskil- yrði í borginni ein af meginforsendum hagvaxtar og bættrar afkomu fólks. En jafnframt því sem atvinnulífið þarf sitt svigrúm til athafnafrelsis hljótum við að hafna ójöfnuði og auð- söfnun á fárra hendur. Tómlætið er hættulegast En það er annar þáttur sem krefst enn meiri athygli og afskipta stjórn- málamanna. Þessi þáttur snýr að félags- og velferðarmálum. Á þessu sviði erum við Reykvíkingar að tak- ast á við breytt viðfangsefni nútíma borgarsamfélags. Vandamál stór- borgar eru okkur ný og við höfum stutta reynslu í hvernig eigi að bregð- ast við vandanum. Nú blasir við at- vinnuleysi, stækkandi hópar lág- launafólks, vaxandi bil milli fátækra og ríkra, samdráttur í félagslegri þjónustu. Og við stönd- um undrandi og ráðvillt gagnvart auknu ofbeldi og afbrotum. Allt þetta bendir til þess að nýir félagshópar séu að fest- ast í sessi í Reykjavík, hópar sem verða við- skila við heildina og án afskipta þeirra sem hafa sitt á þurru. I stækkandi borg og harðnandi samkeppni megum við ekki gleyma að styrkja velferð- arkerfi okkar á öllum sviðum. Það er einmitt afskiptaleysi og tómlæti sem er okkur hættulegast. Frjáls félög til fyrirmyndar Sem betur fer hefur fjöldi fólks látið til sín taka og hafa frjáls félaga- Framsóknarflokkurinn á beint erindi við Reykvík- inga, segir Olafur Órn Haraldsson, og vill sýna frumkvæði í félags- og velferðarmálum. samtök sýnt kjark og frumkvæði með opinni umræðu og aðgerðum m.a. gegn félagslegu misrétti, kyn- ferðislegu ofbeldi og neyslu vímu- efna. Enn fremur styðja ýmis samtök og klúbbar velferðar- og líknarmál. Þetta fólk vill ekki sætta sig við að skuggahliðar nútíma borgarlífs verði sjálfsagðar og það vill ekki loka sig inni í afskiptaleysi á bak við öruggar dyr og þykka veggi heimila sinna. Stjórnmálamenn mega ekki láta sitt eftir liggja, heldur eiga þeir að taka sér þetta fólk til fyrirmyndar og sýna frumkvæði á sviði félags- og velferð- armála. Jafnframt þurfa þeir að styðja framtak frjálsra félagasam- taka sem láta góð verk tala. Framsóknarflokkurinn í Reykjavík Framsóknarflokkurinn í Reykjavík á beint erindi við Reykvíkinga á þessu sviði. Framboð flokksins kem- ur af fullum krafti til liðs við þá borgarbúa sem vilja að hagsmunir fólks séu í fyrirrúmi. Við viljum styrkja stöðu fjölskyldna og heimila með markvissum aðgerðum. Við erum bæði tilbúin til þess að vinna með frjálsum félagasamtökum og sýna frumkvæði með áhrifum á laga- setningu um félags- og velferðar- mál. Meðal slíkra verkefna er að efna til þjóðarátaks gegn afbrotum, of- beldi og vímuefnum. Efla þarf rann- sóknir og fá alla viðkomandi aðila þjóðfélagsins til tafarlausra aðgerða. Greina þarf orsakir vaxandi ofbeldis og afbrota og ráðast að rótum vand- ans, hjálpa þeim sem hafa ratað í vandræði, jafnframt því sem lög- gæsla verði efld og foreldra- og íbúa- samtök verði virk. En það er á fleiri sviðum sem þörf er á öðrum áherslum í Reykja- vík en í öðrum byggðum landsins þ.á. uppeldis- og fjölskyldumálum, umhverfismálum og jöfnun kosn- ingaréttar. Þá er nauðsynlegt að styðja vel við bakið á þeim atvinnu- greinum sem eiga sterkasta vaxtar- broddinn í Reykjavík og þá ekki síst þeim sem eru mannaflafrekar og skapa sem flestum vinnu. Um leið og unnið er að þessum framfaramál- uníí höfuðborginni er unnið að heild- arhagsmunum landsmanna allra. Höfundur er í 2. sæti á framboðslista Framsóknar- flokksins í Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.