Morgunblaðið - 08.03.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 08.03.1995, Blaðsíða 4
4 B MIÐVIKUDAGUR 8. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ __________KOSNINGAR 8- APRÍL_ Atvinnumálastefna Kvennalistans Á NÆSTU árum munu verða verulegar breytingar á vinnu- markaði sem munu knýja okkur til þess að hugsa á annan hátt um atvinnumöguleika og nýsköpun. Hér á eftir mun ég aðeins benda á nokkur atriði til þess að vekja athygli á þeirri alvöru sem býður ráðamanna og stjórnenda þjóðar- innar á næstu árum. Vinnumarkaður framtíðar Það er nokkuð ljóst og svo hefur verið lengi, að störf- um mun halda áfram að fækka í hefbundnum atvinnugreinum eins og sjávarútvegi og landbúnaði. Ýmislegt bendir til þess að fækkun starfa muni einnig vera í iðngrein- um s.s. smíðum, múrverki og raf- iðnaði. Samsetning vinnuafls á vinnu- markaði mun breytast verulega. Fleiri munu hafa lengri mennt- un og þessir aðilar óska eftir öðr- um störfum en þeim sem hingað til hafa verið í boði. Þessa þróun má sjá glögglega í dag þegar aug- lýst er eftir fólki með ákveðna sérþekkingu eins og t.d. í við- skiptafræði eða skyldum greinum. Ekki er óalgengt að yfir 100 um- sækjendur, með tilskilin próf, sæki um starfið. Þetta gildir um margar aðrar greinar. Aldurssamsetning þjóðarinnar er að breytast veru- lega. Þjóðin er smátt og smátt að eldast og hlutfall fólks á starfs- aldri mun aukast verulega á næstu árum. Þetta gæti þýtt að á næstu 20 árum muni atvinnuþátttaka aukast um 30%. Með öðrum orðum má búast við að samkeppnin um hvert starf aukist verulega. Samkeppni mun aukast og ef við eigum að geta staðist sam- keppniskröfur, kallar það á mun meiri framleiðni og allt annan hugsunarhátt í öllum störfum en við höfum tamið okkur. Það þarf viðhorfsbreytingu til 'þess hlut- verks að hafa með höndum starf á vinnumarkaði. Atvinnurekendur þurfa í ríkara mæli að nýta sér þekkingu, færni og reynslu eigin starfsmanna í því augnamiði að efla og bæta rekstrarstöðu fyrir- tækjanna. Þá þurfa atvinnuframleiðendur mun rýmri aðstöðu til þess að geta samið við sína starfsmenn. Skuldsetning unga fólksins Samhliða miklum breytingum á vinnu- markaði hafa skuldir þjóðarinnar aukist gíf- urlega og lætur nærri að erlendar skuldir okkar séu nú allt að 60% af landsfram- leiðslu. Óbreytt stefna i þessum málum þýðir að við munum - með skuldum okkar og fjárfestingum - ákvarða lífskjör unga fólksins. í dag liggja ekki fyrir upplýsingar um það hver greiðslubyrðin mun verða eftir 5 til 15 ár. Þessar upp- lýsingar liggja hinsvegar fýrir á sumum Norðurlöndunum. Þar hefur komið í ljós að hún mun trúlega verða 20% meiri en greiðslubyrði foreldranna ef takast á veija það velferðarkerfi sem nú er þekkt og til þess að eiga kost á sömu menntun á svipuðum kjör- um og hægt hefur verið hingað til. Ekki er fjarri lagi að ætla, að svipaðar niðurstöður komi í ljós hérlendis. Þær staðreyndir sem hér hafa verið tíundaðar þýða að við þurfum að temja okkur nýjan hugsunarhátt og leggja grunn að nýrri atvinnumálastefnu sem tek- ur mið af þeirri aðstöðu sem við búum við í dag en horfir jafnframt til framtíðar. Blákaldur raunveruleiki Og hver er svo staðan í dag? Til þess eins að viðhalda óbreyttri stöðu á vinnumarkaði, og þá er gert ráð fyrir a.m.k. 4% atvinnu- leysi, þurfum við að búa til a.m.k. 1.000 ný störf á ári hveiju. Þá er búið að taka tillit til þeirra sem hætta á vinnumarkaði. Ef við ætl- um að draga úr atvinnuleysinu, þarf að búa til að meðaltali 2.000 ný störf á ári næstu 5 árin. Þetta er varlega áætlað. Milljónaaustur til skammtíma átaksverkefna flokkast ekki undir framtíðaratvinnumálastefnu - það er plástur en ekki lækning. Upp- bygging atvinnutækifæra er ná-- tengd uppbyggingu sjálfstrausts og sjálsbjargarviðleitni einstakl- inganna sem byggja þetta land. Það er niðurlægjandi fyrir vel menntaða þjóð — vel menntaða atvinnuleysingja — að aðrir taki endalaust ákvarðanir um það hvað sá atvinnulausi á frekar að starfa við, á meðan ijölmargar arðbærar atvinnuskapandi hugmyndir hans i-ykfalla á borðum ráðamanna vegna þess að þær falla ekki und- ir skilgreind átaksverkefni eða úreltar reglur atvinnuleysistrygg- ingasjóðs. Atvinnumálastefna Kvennalistans byggir á öðru gildismati Kvennalistinn hefur ávallt hald- ið fram að nýsköpunin fælist í hinu smáa, efla þurfi frumkvæði, horfa fram á veginn og taka mið að því sem við köllum sjálfbæra þróun. Sjálfbær þróun þýðir í stuttu máli að við tökum ekki of mikið af því sem við höfum, við þurrkum ekki upp fiskimiðin og Afskipti stjórnvalda af atvinnurekstri eiga að vera þau, að mati Hansínu B. Einars- dóttur, að efla mennta- kerfið svo það þjóni at- vinnulífinu sem bezt. ■ sjáum svo til, við sáum í stað þess sem við uppskerum. Stefnan var í fyrstu gjarnan kennd við hina hagsýnu húsmóður og miskunnarlaust spottuð. Ef við lítum hinsvegar til annarra landa og skoðum uppbyggingu atvinnu- lífs t.d. í Bandaríkjunum og Evr- ópu kemur glögglega í ljós að þessi stefna hefur ekki einungis skilað þessum þjóðum ótrúlegum §ölda starfa, heldur líka reynst mjög arðbær. Meginástæðan er sú að litlar einingar, lítil fyrirtæki, sem sprottin eru upp úr frumkvæði og visku þeirra sem hugmyndirnar eiga, með markvissri aðstoð hins opinbera, standast betur sam- keppni og breytingar sem verða á markaðinum, einmitt í krafti smæðarinnar. Þessi stefna er enn atvinnu- málastefna Kvennalistans í hnot- skurn. Við viljum leggja áherslu á aðstoð við þá sem hafa frum- kvæði, þar sem rik áhersla er lögð á framtíðina og sjálfstæði ein- staklinga og sveitarfélaga. Við höfnun atvinnumálastefnu sem byggist .á því að stjórnvöld ákveði meira og minna hvað skuli styrkja, hvað niðurgreitt og hvar eigi að ijárfesta, oft með aðra hagsmuni að leiðarljósi en hags- muni heildarinnar eins og marg oft hefur gerst t.d. í tengslum við kvótakerfið í sjávarútvegi og enda- lausar niðurgreiðslur og miðstýr- ingu. Hlutverk stjórnvalda í markvissri atvinnuuppbyggingu Afskipti stjórnvalda af atvinnu- rekstri eiga m.a. að felast í því að efla menntakerfið þannig að það þjóni atvinnulífinu sem best. Þetta verður best gert með því að leggja aukna áherslu á símenntun, verkmenntun og rannsókna- og þróunarvinnu. Stjórnvöld eiga að skapa at- vinnulifinu skilyrði til raunhæfrar fjármögnunar í stað þess að veita endalausa smástyrki, sem einungis duga til þess að næra sjálfa hug- myndina og síðan blasir ekkert annað við en gjaldþrot. Hlutverk stjórnvalda á að vera að afla upplýsinga, veita aðstoð við markvissa markaðssetningu á landi, framleiðslu og hugviti svo eitthvað sé nefnt. Við eigum fjöl- marga möguleika til nýrra at- vinnutækifæra, en til þess að geta nýtt slíka möguleika þarf að koma til ný hugsun — betri heildarsýn. Hvað hafa mörg störf glatast við gjaldþrot fyrirtækja? Hversu mörg störf hefði verið hægt að halda í — hversu mikla vinnu var búið að leggja af mörk- um? Ekki þarf að minnast á félags- legar afleiðingar gjaldþrotanna. Enn erum við á sömu buxunum — fjölmörg fyrirtæki og ijölmarg- ar hugmyndir, fjölmörg störf eru í burðarliðnum en allt situr fast, vegna þess að það vantar fjár- mögnun til lengri tíma, það vantar aðstoð við markaðssetningu og vöruþróun. Hansína B. Einarsdóttir Á sama tíma eru fleiri hundruð ungmenni, með sérskóla- og há- skólamenntun, atvinnulaus og fá ekki starf við sitt hæfi. Fyrirtækin hafa ekki bolmagn til þess að ráða þau til starfa en í raun sárvantar fyrirtækin þekkingu þeirra. Eitt af hlutverkum stjórnvalda er að sjá tengslin og hina gagn- kvæmu hagsmuni sem felast í því að nýta menntun og starfskrafta unga fólksins í þágu atvinnulífsins með því að efla samstarf skóla- kerfisins og atvinnulífsins. Atvinnumálastefna Kvennalistans er framsækin umhyggjustefna Atvinnumálastefna Kvennalist- ans felst í því að horfa til framtíð- ar en jafnframt leggja Kvenna- listakonur áherslu á umhyggju í víðasta skilningi. Við eigum fjöl- mörg tækifæri, ótal ónýtta mögu- leika en við megum ekki gleyma, að allt það sem við nú gerum, þarf að skila sér í arði í framtíð- inni. Til þess að svo geti orðið þarf verulega viðhorfsbreytingu. Við getum ekki fullyrt að flest ný störf verði til í ferðaþjónustu og tengdum greinum nema tryggja jafnframt að það sem dregur ferðamenn til landsins — sem fyrst og fremst er sérstaða íslenskrar náttúru, hreint loft og land — verði áfram sérstaða okkar. Gæðaframleiðsla á kjöti, sjávar- afurðum og öðru, allt er þetta í raun sömu skilyrðum háð — um- hyggju fyrir náttúrunni — virðingu fyrir lífinu í kringum okkur. Til þess að tryggja þessa fram- tíðarsýn og til þess að geta í raun talað um ný atvinnutækifæri þarf umhyggjusjónarmið kvenna að ráða. Þegar öllu er á botninn hvolft eru það ást, umhyggja og friður sem allir sækjast eftir og gefur lifinu gildi. Konum er fyllilega treystandi til þess að leggja grunninn að samfélaginu, byggja upp gildis- matið og kenna umferðarreglurn- ar. Hugmyndafræði, reynsla og umhyggja kvenna hefur aldrei fengið að njóta sín við stjórnvöl- inn, þar sem ákvarðanir um lífs- skilyrði og framtíð okkar allra eru teknar, — þar ríkir enn hið kalda mat efnishyggjunnar sem löngu hefur runnið sitt skeið á enda. Nú er mál að linni — móðir náttúra krefst umhyggju — mannfólkið þarf umhyggju og al- veg eins og við konur lífnærum þessa þjóð með okkar umhyggju getum við ekki síður stýrt þessari þjóð með hagsmuni heildarinnar í huga. Höfundur skipiir 1. sæti framboðslista Kvennalistans í Vesturlandskjördæmi. Ólafur Ragiiar og úlfurinn AÐ undanförnu hefur mátt heyra Ólaf Ragnar Grímsson hrópa ákaflega um að Framsókn og Sjálf- stæðisflokkur séu búin að ganga frá samkomulagi um ríkisstjórn að loknum kosningum. Rétt si svona. Að hætti hrópandans slær ÓRG þessu fram án nokkurs rökstuðn- ings, án nokkurra heimilda eða m.ö.o. alveg út í bláinn. Minna hróp þessi helst á dæmisöguna frægu um manninn sem hræddi fólk með úlfi ítrekað með þeim af- leiðingum að fólkið hætti að taka mark á honum. Úlfur, úlfur. Fólk í fyrirrúmi Glæsilegt flokksþing Framsókn- ar samþykkti áherslur flokksins fyrir kosningar undir kjörorðinu „Fólk í fyrirrúmi." Þetta merkir að við ætlum að beita okkur fyrir ferskum vindum í atvinnulífi, leggja áherslu á jöfnun lífskjara og efla siðgæði í stjórnmálum. Að auki koma svo mörg önnur mál er falla undir þessa þijá þætti. Við setjum á oddinn að efla skil- yrði fjölskyldna og fólks í landi okkar til að lifa sómasamlegu lífi. Þetta er stefna okk- ar i megindráttum og þar er auðvitað hvergi minnst á aðra flokka enda ekki tímabært. , Halldór eða Ólafur Ragnar Undirbúningur Framsóknar- manna hefur tekið mið af ofan- greindu kjörorði. Við höfum útfært þau þannig að trúverðug séu og við loforð megi standa. í þeirri vinnu er ekkert rúm fyrir hrellingar Ólafs Ragnars enda ekki komið að neinum viðræðum um myndun næstu stjórn- ar. Halldór Ásgríms- son hefur stýrt mál- efnavinnu _af skynsemi og festu. Úlfahróp Ól- afs Ragnars breyta engu þar um. Kjósend- ur vita líka að Halldór er heiðarlegur stjórn- málamaður og • trú- verðugur. í raun næg- ir að beina þeirri spurningu til kjósenda hvort þeim þyki trú- verðugra - gjallandi Ólafs Ragnars eða málefnaleg vinna og heiðarleiki Halldórs Ásgrímssonar? Eftir kosningar? í þættinum Á tali á Stöð 2 hinn 19. febrúar sl. taldi ÓRG sig og Þjóðvaka eina valkost þeirra sem Hver samstarfsaðilinn verður, segir Hjálmar Arnason, ræðst af mál- efnum en ekki kreddum. ÓRG einn skilgreinir vinstra lið. Hann telur íhaldið vont, krata óa!- andi, framsókn glataða og í þættin- um afmáði hann kvennalistann al- gjörlega eftir að talsmaður hans neitaði að viðurkenna þrönga skil- greiningu ÓRG á gömlum hugtök- um. Æ, æ, kreddur formannsins virðast vera að leiða hann í algjöra einangrun og þröngsýni. Kjörorð Framsóknar um Fólk í fyrirrúmi lýsir vilja okkar til að vinna í þágu flokksins. Engu máli skiptir hvernig ÓRG flokkar mál- efnin (minnist reyndar ekkert á þau í úlfahrópi sínu). Eftir kosningar verður auðvitað sest niður og stað- an metin. Hveijir eru líklegastir til að ná samkomulagi um málefni? ÓRG veit að þá semja menn um málefni en ekki kreddur. Þetta er það sem Halldór Ásgrímsson hefur sagt af fullri hreinskilni og ekkert annað. Framsóknarmenn treysta formanni sínum til að skila málefn- um sínum í höfn. Hver samstarfs- aðilinn verður hlýtur að ráðast af málefnum en ekki kreddum. Æs- ingur ÓRG er skiljanlegur í ljósi þess að hann virðist vera að mála sig út í horn á sama tíma og Fram- sóknarflokkurinn nær til stöðugt fleiri kjósenda með traust og heið- arleika að vopni. Kjósendum líst vel á stefnuna sem hefur fólk í fyrirrúmi. Fólk er orðið þreytt á gömlum tuggum ÓRG. Þó hann vilji leggjast í skotgrafir og úlfa- hróp við upphaf baráttunnar þá er það bara hans vandamál. Við reyn- um að vinna af einurð og tökum eitt skref í einu. Höfundur skipar 2. sæti á lista Framsóknarflokksins í Reykjaneskjördæmi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.