Morgunblaðið - 08.03.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 08.03.1995, Blaðsíða 1
SÉRBLAÐ UM SJÁVARÚTVEG c PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS MIÐVIKUDAGUR 8. MARZ 1995 BLAÐ Viðtal 3 JóhannJónsson eigandi Lifrar- samlagsins í Eyjum Aflabrögð 4 Aflayfirlit og staðsetning fiskiskipanna Fiskvinnsla 5 Ishákarlhf. í Stykkishólmi heimsóttur Markaðsmál Q Eldisrækjan tekur til sín æ stærri hluta af markaðinum LOÐNUHROGNIN FRYST • Vestmannaeyjum - Frystíag loðnuhrogna hófst í ísfélaginu á sunuudaginn, er fryst voru hrogn sem komu úr afla, sera landað var ur Guðmundi VE. Hrognafryst- ing hófst síðan í Vinnslustððinni í gær og eru menn vongóðir um að vmnsla hrognanna gangi vel. . MorgunblaðWSigurgeir Loðnuhrognin eru orðin góð tíl vinnslu, en bræla á miðunum hef- ur hamlað veiðum og vhmslu. Fryst voru um 100 tonn í ísfélag- inu á sunnudag, én vegna skorte á hráefni var ekki hægt að halda áfram á mánudag. Afkastamesta pökkunarlína landsins til Sauðárkróks FISKIÐJAN Skagfirðingur hf. hefur ákveðið að breyta áherslum í bolfisk- vinnslu félagsins með því að auka fram- leiðslu úr frystu hráefni. Pöntuð hefur verið til landsins pókkunarlína frá Japan sem getur meðal annars pakkað í plastpoka af öllum stærðum. Einar Svansson framkvæmdastjóri FISK segir að tækin, sem eru þau nýjustu á markaðnum, séu þau afkastamestu í sjávarútvegi hér á landi og möguleikarnir séu óendanleg- ir. Fjölbreytnin í fískvinnslu fyrirtækisins muni því aukast til muna. Vaxandi vinnsla á frystu hráefni Hefðbundin bolfiskvinnsla hefur átt undir högg að sækja nyrðra síðasta kastið. Hráefnisöflun hefur sífellt orðið erfíðari og segir Einar að til að mæta þessum fyrirhuguðu breytingum hafi þurft að segja öllu starfsfólki upp störf- um í frystihúsinu. Búið er að ganga frá öllum endurráðningum og fyrir liggur að um tuttugu manns munu ekki endurheimta vinnuna. Inotkuníapríl Einar segir að verið sé að setja pökk- unarlínuna upp í bráðabirgðahúsnæði á eyrinni á Sauðárkróki og gerir ráð fyrir að hún verði tekin í notkun í byrjun apríl. Umfangið verði síðan metið er líða fer á árið en fyrirhugað er að línan verði í framtíðinni til húsa í fóðurstöð Melrakka. Að sögn Einars er stefnt að því að gera þau húsa- kynni að stórri pökkunarstöð fyrir frystar afurðir. Frystiklefinn í Mel- rakka er sá stærsti á Norðurlandi og þótt víðar væri leitað; getur tekið um 1.000 tonn af fiski. Maetti pakka Bretlandsrækjunni hér Einar segir að Samherji hf. á Akur- eyri hafí í hyggju að festa kaup á áþekkum tækjum serii notuð verði til að pakka rækju. „Ég var að skoða tölur í Verinu um rækju sem Bretar kaupa af okkur og staðreyndin er sú að hægt væri að pakka stórum hluta hennar hér á landi. Samherji ætlar sér núna að fara á næsta stig og vonandi fylgja aðrir í kjölfarið. Það er mjög eðlilegt að við skoðum þetta mál frek- ar enda ástæðulaust að láta aðrar þjóð- ir græða á okkur." Fréttir Sóttu 3 skip til Sakhalin • TVEIR íslendingar, feðg- arnir Ólafur Skagvík og Sölvi Ólafsson, tóku nýlega þátt í því að sækja þrjú umdeild skip tíl Sakhalin- eyjar við Kyrrahafsströnd Rússlands. Alþjóðlega fyrir- tækið Caterpillar áttí stóra kröfu í skipin, en þau höfðu síðan verið seld með ólög- legum hættí til Rússlands. Lögfræðingur Caterpillar sá loks enga aðra lausn en fara með skipsrjórnarmenn tíl Rússlands og taka skipin lögtaki, með ö)Ímn tíltækum ráðum og ekki öllum lögleg- um og sigla þeim til Pusan í Kóreu og þaðan til Seattle. Mettúrá rækjunni • RÆKJUSKIPIÐ Pétur Jónsson RE lagðist að bryggju á sunnudag með 247 tonn af rækju eftír 29 daga úthald. Landað var úr skipinu í gær og gerir Bjarni Sveinsson skipstióri ráð fyrir að verðmæti aflans sé á bilinu 75 til 80 milljón- ir. „Það er ekki búið að ganga frá sölu ennþá en við erum með mikið af dýrri rækju. Ég held til að mynda að við séum með 78 tonn á Japan en mjög hátt hlutfall af aflanum fer í pökkun."/4 Mikill rússaþorskur • ERLEND fiskiskip lönd- uðu meira en 10.000 tonnum af þorski í Noregi í janúar síðastliðnum, eða meira en nokkru sinni áður. Rússar eru þar afkastamestir og lönduðu þeir meiru en þús- und tonnum á viku. Auk þess lðnduðu togarar frá Evrópusambandinu milli 500 og 1.000 tonnum./3 Tveir ráðnir á skip í Perú • AXEL Jónsson skipstióri og fyrrum einn eigenda Haukafells SF hefur ráðið sig sem skipstióra á Snæ- fara VE, sem seldur hefur verið til Agra Pesca í Perú. Steinn Ágúst Baldvinsson, vélstjóri, hefur einnig ráðið sig á sama skip og halda þeir félagar með Snæfar- ann áleiðis til Perú eftir um það bil tvær vikur. íslenzk áhöfn verður á skipinu á leiðinni til Panama./8 Markaðir Norðmenn auka laxeldið • NORÐMENN eru enn að auka laxeldi sitt og í síðustu viku fyrir jólin í fyrra seldu þeir alls 7.500 tonn. Salan í öllum mánuðum síðasta ár var meiri en salan árið áð- ur. Verð á laxinum náði hámarki um mitt ár, en lækkaði hratt eftir það allt til áramóta. Verð á fyrstu mánuðum þessa árs var einnig lágt. Veiðar á laxi við Kyrrahafsströnd Bandaríkj- anna gengu vel á síðasta ári og alls bárust á land um 384.500 tonn, sem er litlu meira en árið áður. Eftir- spum eftir laxi f er vaxandi og þrátt fyrir stöðugan vöxt í eldinu er reiknað með þokkalegri tið fram undan. NOREGUR: Úflutningur á ferskum laxi 1993-94 19 9 3 19 9 4 Hátt verð á sardínu Verðþróun á uppsjávarfiski 1993-94 1,4dollarar/kg 0(- 19 9 3 19 9 4 • NOKKUR skortur virðist vera á makríl á heimsmark- aðnum um þessar mundir og því er búizt við hækkandi verði á honum. Verð í Japan hefur verið stöðugt, meðal annars vegna þess að Norð- menn hafa dreift útflutningi sínum á fleiri lönd. Verð á sardínu hefur farið hækk- andi og fæst hæsta verðið fyrir hana af svo kölluðum uppsjávarfiskum, en til þeirra ieljast meðal annarra makríl, sardína, hrossa- makríll, síl dog loðna./6

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.