Morgunblaðið - 08.03.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 08.03.1995, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. MARZ 1995 C 3 FRÉTTIR Lifrarsamlagið í E^jum með ýmis járn í eldinum Framleiðsla á lýsi úr fiskilifur og niðursuða fiski- lifrar hefur lengi verið snar þáttur í útveginum í Vestmannaeyjum. Heldur hefur dregið úr þess- ari vinnslu, en Grímur Gíslason ræðir hér við Jóhann Jónsson, nýjan eiganda Lifrarsamlagsins, sem hyggst auka starfsemina verulega Vestmannaeyjum - Eigendaskipti urðu á Lifrarsamlagi Vestmanna- eyja um síðustu áramót er Jóhann Jónsson og fjölskylda keyptu fyrir- tækið af Vinnslustöðinni. Jóhann hefur unnið sem verkstjóri hjá Lifr- arsamlaginu frá árinu 1986 og þekkir því vel starfsemi þess. Lifr- arsamlagið er eitt af rótgrónari fyrirtækjum í Vestmannaeyjum, stofnað 1932. Þar hefur bæði verið rekin lýsisframleiðsla og niðursuða og keypti Jóhann allt húsnæði og tæki fyrirtækisins. Jóhann sagði í samtali við Verið að hann væri bjartsýnn á rekstur fyrirtækisins ef nægt hráefni feng- ist til vinnslu en það væri helst hráefnisskortur sem stæði fyrirtæk- inu fyrir þrifum. Hann sagðist ein- göngu hafa sinnt lifrarbræðslu og lýsisframleiðslu frá því hann tók við en hann stefndi á að víkka starf- semina út og ýmis járn væru í eldin- um. Hann ætlaði sér að sjóða eitt- hvað niður og einnig stefndi hann á saltfiskverkun en ýmislegt fleira væru vel útbúnir til að hirða lifrina þá væri það ekki gert. Sjómenn á Eyjabátum henda lifur að verðmæti um 16 milljónir Jóhann sagði að miðað við úthlut- aðan kvóta Eyjabáta mætti reikna með að sjómenn hentu lifur sem gæti gefið þeim um 16 milljónir á ári, þar væri einungis átt við báta- flotann en ekki togarana, og það þýddi um 45 milljónir í útflutnings- verðmæti á unnum afurðum úr lifr- inni. Það vær hálf öfugsnúið að á því ekki, vond lykt fylgdi lifrinni og svo vægi skiptaprósentan einnig þungt í því sambandi. Hann sagði að jafnvel á bátum þar sem áhöfnin mætti eiga lifrina og fá andvirði hennar alla í sinn hlut þá vildu menn ekki hirða hana. Hann sagði að mikil breyting hefði orðið frá árum áður á því lifr- armagni sem bærist Lifrarsamlag- inu. Arið 1959, sem hefði verið metár hjá Lifrarsamlaginu, hefðu borist 4.460 tonn en á síðasta ári hefðu einungis borist 308 tonn af lifur til Samlagsins. Hann sagðist STARFSMENN Lifrarsamlagsins utan við húsnæði þess við Strandveg í Vestmannaeyjum. Frá vinstri: Alfreð Einarsson, Olafur Sigurjónsson, Vilhjálmur Stefánsson og Jóhann Jónsson. væri í athugun sem hann ekki vildi ræða á þessari stundu. Lifrarverðið hækkað um 25% Jóhann sagði að ótrúlega erfitt væri að fá sjómenn til að hirða lifur og koma með til lands. Hann sagð- ist hafa hækkað lifrarverð um 25% þegar hann tók við rekstrinum og borgaði 20 krónur fyrir kílóið en það hefði ekki skilað þeim árangri sem hann hefði vonast til. Það hefðu að vísu komið viðbrögð með hækk- uninni en ekki í samræmi við það sem hann bjóst við. Hann sagði að verst væri að eiga við trollbátana í þessu sambandi og jafnvel þó þeir sama tíma og verið væri að tala um erfiða stöðu bátaflotans þá væru ekki nýtt þau verðmæti sem færu í gegnum hendur sjómanna á bátunum. „Mér finnst þetta hálf brenglað verðmætamat sem menn hafa. Þeir eru að koma með tinda- bikkju að landi og fá 10 krónur fyrir kílóið af henni en svo henda þeir lifur sem þeir geta fengið 20 krónur fyrir kílóið af,“ sagði Jó- hann. Aðeins 308 tonn unnin í fyrra Hann sagði að sjómenn gæfu ýmsar skýringar á því hvers vegna þeir hirtu ekki lifrina. Þeir nenntu stefna að því að ná 500 tonnum til vinnslu á þessu ári en það magn væri lágmarksmagn svo grundvöll- ur væri fyrir rekstrinum. Meira magn gæti þýtt hærra verð Jóhann sagði að ef meira magn bærist af lifur skapaðist grundvöll- ur til að greiða hærra verð fyrir hana og engin vandamál væru að losna við lýsið enda hefði fyrirtækið traustan kaupanda erlendis að framleiðslu sinni. Hann sagði að á síðasta ári hefðu verið framleidd 180 tonn af lýsi hjá samlaginu en hann stefndi að því að auka fram- Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson ALFREÐ Einarsson, sem starfað hefur hjá Lifrarsamlaginu í nær 25 ár, þrífur einn Iýsistankinn. ÓLAFUR Sigutjónsson og Vilhjálmur Stefánsson, sem starfað hefur þjá Lifrarsamlaginu í 30 ár, við kaldhreinsun á lýsi í Lifrarsamlaginu. leiðsluna um 150 tonn á þessu ári. Á síðustu tveimur árum hafa verið framleiddar 100.000 dósir af niður- soðinni lifur hvort ár og sagðist Jóhann gera sér vonir um að fram- leiða svipað magn í ár en minni markaður væri nú fyrir niðursoðna lifur en undanfarin ár sökum mikils framboðs í samkeppnislöndum. Hjá Lifrarsamlaginu starfa nú fimm manns en Jóhann sagðist bæta við a.m.k. 10 manns þegar lifrarniðursuðan hæfist. Einungis væri unnið við lýsisframleiðslu í dagvinnu þar sem hráefnið sem bærist dygði varla til þess að halda framleiðslunni gangandi meira en fimm tíma á dag. „Breytt verð- mætamat sjómanna og áhugi fyrir að koma með verðmætin sem þeir afla að landi getur eflt starfsemi Lifrarsamlagsins og þar með aukið atvinnu í landi um leið og það skap- ar sjómönnunum auknar tekjur í minnkandi kvóta,“ sagði Jóhann. Irisman frábærir lyftarar frá kr.1.400 þ. Rússar landa miklu af þorskinum í Noregi ERLEND fiskiskip lönduðu meira en 10.000 tonnum af þorski í Nor- egi í janúar síðastliðnum, eða meira en nokkru sinni áður. Rússar eru þar afkastamestir og lönduðu þeim meiru en þúsund tonnum á viku. Auk þess lönduðu togarar frá Evr- ópusambandinu milli 500 og 1.000 tonnum. Norskir togarar hafa hins vegar landað fimmtungi minna en á sama tíma í fyrra. Mlnna hjá Norðmönnum Norski togaraflotinn landaði samtals 10.000 tonnum í janúar síðastliðnum, en 12.570 í sama mánuði í fyrra. Þessi samdráttur á sér stað, þrátt fyrir fréttir um ævin- týralega þorskveiði á Nordkapp- banka og Moskenesgrunni, sam- kvæmt frétt Fiskeribladet, sem gef- ið er út í Noregi. Formaður samtaka togaraút- gerða segir að skýringarinnar sé fyrst og fremst að leita í slæmum gæftum. Veiðarnar hafi gengið vel, þegar gefið hafi á sjóinn, en stöðug- ar brælur hafi hamlað veiðunum. Það eru víðar slæm veður en við ísland, en annars hafa þorskveiðar báta við Noreg gengið vel í vetur, þegar gefur á sjó. Um 85 rússneskir togarar að veiðum Um þessar mundir eru um 85 rússneskir togarar í Barentshafinu og aðrir 10 voru þá ýmist á leið inn til löndunar eða á útleið á ný. Rúss- nesku togurunum virðist ganga betur að athafna sig í slæmu veðri en þeim norsku, því þeir eru ekki fleiri við veiðarnar en á sama tíma í fyrra. Forysta ESAB er trygging fyrir gæðum og góðri þjónustu. Allt til rafsuðu = HÉÐINN = VERSLUN SELJAVEGI 2 SÍMI 91-624260 Irismann handttjakkar, einfaldlega besta verðið í bænum kr.33.OOD Manrtau 4X4 árg. 199H kr. 2.250 þ. Lyftarar hf símar. 5B12B55—B12B55

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.