Morgunblaðið - 08.03.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 08.03.1995, Blaðsíða 6
6 C MIÐVIKUDAGUR 8. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ MARKAÐIR * Fiskverð heima fi Faxamarkaður Fiskmarkaður Hafnarfjarðar Fiskmarkaður Suðurnesja Jan. Feb. Þorskur Alls fóru 299,7 tonn af þorski um fiskmarkaðina þrjá hér syðra í síðustu viku. Um Fiskmarkað Hafnarfjarðar fóru 17,7 tonn á 97,79 kr./kg. Um Faxamarkað fóru 7,9 tonn á 99,37 kr./kg og um Fiskmarkað Suðurnesja fóru 114,0 tonn á 104,87 kr./kg. Af karfa voru seld 30,8 tonn. í Hafnarfirði á 55,97 kr. (2,01), á Faxagarði á 69,39 kr. (1,51) og á 70,30 kr. (27,31) á Fiskm. Suðurnesja. Af ufsa voru seld 159,5 tonn. í Hafnarfirði á 60,12 kr. (0,21), á Faxagarði á 67,53 kr. (3,41) og á 57,94 kr. hvert kíló á Suðurnesjum (155,91). Af ýsu voru seld 153,9 tonn á mörkuðunum þremur hér syðra og meðalverðið 106,30 kr./kg. Fiskverð ytra f Eingöngu var seldur fiskur úr gámum í Bretlandi í síðustu viku, samtals 299,4 tonn á 132,05 kr./kg. Þar af voru 24,1 tonn af þorski á 121,60 kr./kg. Af ýsu voru seld 113,7 tonn á 94,24 kr./kg, 3,6 tonn af kola á 194,14 kr./kg, 35,8 tonn af karfa á 90,69 kr. hvert kíló og 81,3 tonn af grálúðu seldust á 203,59 kr. kílóið. Tvö skip seldu afla sinn í Þýskalandi í síðustu viku. Haukur GK 25 seldi 205,5 tonn á 140,59 kr./kg og Drangur SH 511 seldi 144,5 tonn á 82,58 kr./kg. Samtals voru seld 334,4 tonn af karfa á 117,89 kr./kg, en 5,5 tonn af ufsa á 78,72 kr./kg. Þorskurawa Karfiww Ufsi Eldisrækjan tekur til sín æ stærri hluta af markaðinum Hlutfallið var 25% á síðasta ári eða 733.0001 AÆTLAÐ er, að heimsframleiðsla á eldisrækju hafi verið 733.000 tonn á síðasta ári eða 20% meiri en á árinu 1993. Þá var raunar um nokkurn samdrátt að ræða í framleiðsl- unni. Miðað við heimsmarkaðinn var hlutur eldisrækjunnar því 25%. Hefur framleiðslan aukist langmest í Austur-Asíu þar sem hún er víða ríkisstyrkt og þaðan og annars staðar að á austurhveli koma nú 80% hennar. Rækjuverð hækkaði á fyrra misseri síðasta árs og var síðan hátt út árið. Var verðhækkunin yfirleitt um 140 kr. á kíló og er ekki búist við neinum verðbreyting- um á fyrra helmingi þessa árs. Hafa aðstæður á helstu markaðs- svæðunum, í Bandaríkjunum, Evr- ópu og Japan, farið batnandi og jafn og stöðugur vöxtur er á mörk- uðunum í Asíu. í Vesturálfu er Ekvador lang- stærsti framleiðandinn með um 100.000 tonn á ári. í eldinu þar urðu menn þó fyrir ýmsum áföllum á síðasta ári vegna sjúkdóma, sem gusu upp aftur eftir faraldurinn 1992, og þar við bætist, að mikil brögð eru að því, að flutningabílum með rækju og skipum sé rænt. Talið er, að á síðasta ári hafi verið stolið rækju fyrir um 200 milljónir ísl. kr., ýmist eldisrækju eða rækju veiddri í sjó. Kveður svo rammt að þessu, að tryggingafélög í Ekvador treysta sér ekki lengur til að tryggja framleiðendur fyrir áföllum af þessu tagi. Hefðbundinn útflutnings- markaður Ekvadorbúa er Banda- ríkin en á síðasta áratug fóru þeir að selja heilfrysta rækju til Evrópu og pillaða til markaða víða um heim. Nokkuð var þó um það í fyrra, að verksmiðjum væri lokað vegna rækjuskorts. Vaxandl eldl í Mexikó Mexikó var annar stærsti fram- leiðandinn í Vesturheimi í fyrra með um 12.000 tonn, sem var 33% aukning frá árinu áður. Er mest af framleiðslunni selt innanlands en þar sem allur kostnaður eru miklu minni í Mexikó en í Banda- ríkjunum, ætti að vera góður grundvöllur fyrir útflutningi þang- að. Áður þyrfti þó að ráða bót á ýmsum skipulagsvanda innan greinarinnar. í Kólombíu og Hondúras var framleiðslan um 10.000 tonn á síð- asta ári í hvoru landi og hafði auk- ist um 10% frá 1993. Nokkrar stærstu rækjueldisstöðvar og rækjuverksmiðjur í heimi er að finna í Hondúras. Af öðrum Suð- og Mið-Ameríkuríkjum má nefna Rússland HEILDARFISKAFLI Rússa á síðasta ári var ekki nema 3,4 miHjónir tonna, 21% minni en 1993 og aðeins helmingur aflans 1991 þegar hann var sjö milljón- ir tonna. Meginástæður samdráttarins eru sagðar fjárhagserfiðleikar rússnesku útgerðanna og miklu minni sókn á erlend og alþjóðleg mið. Sjávarvöruframleiðslan var 2,1 milljón tonn, 22,9% minni en árið áður. Vladímír Korelskíj. sjávarút- Perú, Panama, Brazilíu og Guate- mala en þar er rækjueldið að stíga sín fyrstu skref. Er einkum búist við, að eldið eigi eftir að aukast mikið í Brazilíu en þar stefnir fyrir- tækið Sibra Intemational á 10.000 tonna framleiðslu á ári. í Bandaríkjunum er nokkurt rækjueldi en það er aðallega á veg- um fyrirtækja í Suður-Ameríku. Bandaríska landbúnaðarráðuneytið hefur hins vegar mikinn hug á að styrkja nýjar eldisstöðvar til að draga úr halla Bandaríkjamanna í rækjuviðskiptunum en hann er tveir milljarðar dollara á ári. 23% aukning mllli ára Heita má, að rækjueldi sé stund- að 'í öllum löndum á austurhveli jarðar og vex hröðum skrefum. Heildarframleiðslan þar á síðasta ári er áætluð 585.000 tonn eða 23% meiri en 1993. Er eldið mest á Tævan, síðan Indónesíu, Indlandi, Víetnam og Kína en er einnig nokk- uð á Filippseyjum og í Bangladesh. Mest af þessari rækju fer á markað í Japan en líka til Banda- vegsráðherra Rússlands, segir, að útgerðin eigi við að glíma stórhækkað verð á olíu og öðr- um aðföngum auk þess sem mik- ill skortur sé á fjárfestingarfé. Afleiðingin er sú, að Rússar gátu ekki nýtt sér kvóta, sem þeim buðust innan lögsögu ann- arra ríkja, 16 talsins, nema að 58%. Korelskij kveðst þó bjartsýnn á, að úr muni rætast og spáir því, að heildaraflinn á þessu ári verið 3,9 milljónir tonna. ríkjanna og Evrópu. Hefur eldis- rækjan frá Asíu verið að sækja mjög fram í Norður-Evrópu að undanförnu. Á ýmsu hefur gengið í eldinu á Tævan frá 1987 en nú er farið að ganga betur. í Kína hrundi fram- leiðslan að 80% 1993 vegna sjúk- dóma og síðasta ár var Iíka slæmt að þessu leyti. Kínversk stjórnvöld eru hins vegar staðráðin I að finna lausn á vandanum. í Tælandi eru 90% eldisrækjunn- ar flutt út eða alls 160.000 tonn á síðasta ári miðað við 145.000 tonn 1993. I Víetnam var metfram- leiðsla á síðasta ári en á Filippseyj- um hafa orðið miklar skaðar í eld- inu af völdum fellibylja. Lélegt fóð- ur hefur einnig háð því þar en nú er verið að setja ákveðna staðla í þeim efnum. Þúsundir nýrra stöðva Á Indlandi er rækjueldið vaxandi búgrein og hafa þúsundir nýrra stöðva verið teknar í notkun á síð- ustu tveimur árum. í kjolfarið hef- ur verið mikil uppbygging í fóður- og klakstöðvum og verksmiðjum en mikill skortur er á eftirsóttustu rækjutegundinni, tígrinum svokall- að. Er framboðið nú aðeins 600 milljónir á ári en eftirspurnin átta milljarðar. Fóðurstöðvar í Tælandi og Tæv- an eru farnar að selja til Indlands og stjórnvöld þar hafa fellt niður tolla á fiskmjöli, sem notað er í rækjufóður. Er nú verið að byggja fóðurstöð á Indlandi, sem á að framleiða 60.000 tonn á ári. Af þessu öllu má sjá, að rækju- framboð á heimsmarkaði mun auk- ast verulega á næstu árum. Á móti kemur hins vegar, að eldið er viðkvæmt fyrir sjúkdómum og langt er í land með, að fyrir þá verði komist. Aukið framboð hefur líka þær afleiðingar, að neyslan vex og markaðirnir stækka ár frá ári. Rækja Verðþróun á rækju 1993 til 1994 1R'—dollarar/ka t-A 1 9 9 3 1 9 9 4 Minna framboð á allri rækju VERÐ á allri rækju hefur farið hækkandi að undanförnu, meðal annars vegna minnkandi fram- boðs. Mestu munar að eldið i Kína hefur hrunið, fór úr 220.000 tonnum árið 1991 í 30.000 til 40.000 tonn á þessu ári að áætlað er. Þá gengu veið- ar í Mexíkóflóa illa í fyrra og búizt er við að veiðar á hlýsjáv- arrækju fari minnkandi. Þá er einnig minnkandi framboð á kaldsjávarrækju (pandalus bor- ealis). Afli Norðmanna var í fyrra 25% minni en árið áður, en veiðar hér við ísland hafa aukizt. Þá hafa rækjuveiðar við austurströnd Bandaríkjanna dregizt saman. Kaldsjávarrækj- an dugir því ekki til að bæta upp samdráttinn í hlýsjávar- og eldisrækjunni. Smokkfiskur Verðþróun á smokk- fiski 1993 til 1994 5,0 dollarar/kg_________ 1993 1994 TÖLUVERÐ aukning hefur orð- ið á framboði á smokfiski og kolkrabba á síðasta áratug. Afl- inn 1980 varð 1,6 milljónir tonna í öllum lieiminum, en náði 2,7 milljónum 1989. Nokkur sam- dráttur varð síðan árið 1990, aukning árið eftir, en síðan hef- ur aflinn dregist saman enn á ný. Framboð á kolkrabba hefur verið lítið o g verð hátt. Mun meiri sveiflur eru á verði á smokkfiski, en um þessar mund- ir selst smokkurinn á um 200 krónur kílóið lausfrystur til manneldis. Afli fimm stærstu fiskveiðiþjóða 1982-92 16 milljóntonn 0-i ’82 -1983 1984 1985 1986 1987 1988 1989 1990 1991 1992 Afli helstu botnfisktegunda 1992-1995 milljón tonn 10 8 7 6 5 4 3 2 1 1992 1993 Kyrrahafsþorskur Alaskaufsi Hokinhali Lýsingur Ýsa, ufsi, karfi Atlantshafsþorskur 1994 1995 Fiskaflínn minnkar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.