Morgunblaðið - 08.03.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 08.03.1995, Blaðsíða 1
LAÐ ALLRA LAMDS A N N A WtetQMtiMbib 1995 MIÐVIKUDAGUR 8. MARZ BLAÐ D HANDKNATTLEIKUR Guðni Rúnar KNATTSPYRNA Guðni Rúnar úr Sunderland í KR GUÐNI Rúnar Helga- son, sem hefur verið hjá Sunder- land síðustu tvö árin, hefur gengið til liðs við KR-inga. Hann er 17 ára Húsvíkingur og lék með unglinga- og vara- liði Sunderland fram að áramótum. „Það verður gaitian að reyna sig hjá KR. Ég hefði ekki farið í KR nema að ég tryði því að ég kæmist í byrjun- arliðið. Mér líst vel á allar aðstæður hjá KR og er tilhúinn í slaginn," sagði Guðni Rúnar, sem hefur ieikið tvo æfingaleiki með liðinu. „Ég er nokkuð ánægður með Guðna Rúnar og ég væri ekki að sækjast eftir að fá hann í KR nema að ég hefði álit á honum. Hann er leikmaður sem styrkir hópinn," sagði Guðjón Þórðarson, þjálfari KR-inga. Guðni Rúnar hefur leikið 18 unglingalands- leiki, 6 með U-16 ára liðinu og 12 með U-18 ára liðinu. Fjórir Skagamenn æfa með Lilleström FJÓRIR Skagamenn æfa með norska liðinu Lilleström á Kýpur þessa vikuna en verða síðan með félðgum sínum í æfingabúðum á sama stað í næstu viku. Arni G. Arason, Kári Steinn Reynis- son, Pálmi Haraldsson og Sturlaugur Haraldsson lóku allir með U-21s árs landsliðinu í æfinga- móti á Kýpur í síðustu viku en landsliðið sigraði í keppninni. íslenski hópurinn kom heim í fyrri- nótt en fyrrnefndir Skagamenn urðu eftir og æfa undir stjórn Skagamannsins Teits Þórðar- sonar þar til Islandsmeistararnir mæta á svæðið. Úrskurður varla fyrr en eftir helgi AGANEFND HSÍ hefur komið tvisvar saman vegna kæru þriggja dómarapara fyrir ærumeið- andi ummæU þriggja dómara í fjölmiðlum og á eftir að funda oftar um kærurnar sem greint var frá í blaðinu í gær. Hjörleifur Þórðarson, formaður aganefndar sagði aðspurður við Morg- unblaðið að nefndin ætlaði að taka sér góðan tíma en gerði ráð fyrir að úrskurður lægi fyrir eftir helgi. ÓLAFUR Stefánsson og féiagar f Val unnu öruggan slgur i Aftureldlngu úr Mosfellsbæ í fyrsta leik undanúrslitakeppnlnnar í handknattlelk. Ólafur gerdl sjö mörk í 26:21 slgri Vals. í kvöld leika Vfklngur og KA í Víklnni. Morgunblaðið/Bjarni KNATTSPYRNA Tómas Ingi íhugar að leika með Grindvíkingum Tómas Ingi Tómasson, sem leikið hefur síðustu tvö tímabil með KR, æfði í gær með liði Grind- víkinga. „Jú, það er rétt, ég fór á fyrstu æfinguna með Grindvíkingum í kvöld og mér leist mjög vel á allt hjá þeim. En það er ekki búið að ganga frá einu né neinu. Við höfum rætt málin en ég ætla að fá að sofa á þessu og ræði sjálfsagt frekar við Grindvík- inga á morgun," sagði Tómas Ingi í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi. Tómas Ingi er nýkominn heim frá Noregi þar sem hann skoðaði aðstæður hjá fyrstu deildar félagi. Ekkkert verður af því að hann leiki þar. Tóma Ingl Tómasson HNEFALEIKAR Foreman missir fitilinn George Foreman, heimsmeistari í yfirþungavikt í hnefaleik- um, var á dögunum sviptur WBA titlinum. Ástæðan er að Bob Arum, umboðsmaður hans, ákvað að Foreman skyldi berjast við óþekkt- an boxara, Axel Schulz frá Þýska- landi hinn 22. aprfl. Sambandið vill að hann berjist við einhverja þekktari. „Ég veit bara að ég vann titilinn þann 7; nóvember. Ég fékk titilinn ekki á silfurfati, heldur með rothöggi og varð að fara fyrir dómsstólana til.að fá að berjast, og ég get farið þá leiðina aftur," sagði Foreman við þessum tíðind- um. KÖRFUKNATTLEIKUR: JONATHAN BOW SPÁIR í ÚRSLITAKEPPNINA / D2

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.