Morgunblaðið - 08.03.1995, Page 1

Morgunblaðið - 08.03.1995, Page 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA JM«)r!0iwiWsíÍJií> 1995 MIÐVIKUDAGUR 8. MARZ BLAD HANDKNATTLEIKUR Guðni Rúnar úr Sunderland í KR GUÐNI Rúnar Helga- son, sem hefur verið hjá Sunder- land síðustu tv^ Guðni Rúnar arin, hefur gengið til liðs við KR-inga. Hann er 17 ára Húsvíkingur og lék með unglinga- og vara- liði Sunderland fram að áramótum. „Það verður gaman að reyna sig hjá KR. Ég hefði ekki farið í KR nema að ég tryði því að ég kæmist í byrjun- arliðið. Mér líst vel á allar aðstæður hjá KR og er tilbúinn í slaginn," sagði Guðni Rúnar, sem hefur leikið tvo æfingaleiki með liðinu. „Ég er nokkuð ánægður með Guðna Rúnar og ég væri ekki að sækjast eftir að fá hann í KR nema að ég hefði álit á honum. Hann er leikmaður sem styrkir hópinn,“ sagði Guðjón Þórðarson, þjáifari KR-inga. Guðni Rúnar hefur leikið 1S unglingalands- leiki, 6 með U-16 ára liðinu og 12 með U-18 ára liðinu. Fjórir Skagamenn æfa með Lilleström FJÓRIR Skagamenn æfa með norska liðinu Lilleström á Kýpur þessa vikuna en verða síðan með félögum sínum í æfingabúðum á sama stað í næstu viku. Arni G. Arason, Kári Steinn Reynis- son, Pálmi Haraldsson og Sturlaugur Haraldsson léku allir með U-21s árs landsliðinu í æfinga- móti á Kýpur í síðustu viku en landsliðið sigraði í keppninni. íslenski hópurinn kom heim í fyrri- nótt en fyrrnefndir Skagamenn urðu eftir og æfa undir stjórn Skagamannsins Teits Þórðar- sonar þar til Islandsmeistararnir mæta á svæðið. Urskurður varla fyrr en eftir helgi AGANEFND HSÍ hefur komið tvisvar saman vegna kæru þriggja dómarapara fyrir ærumeið- andi ummæli þriggja dómara í fjölmiðlum og á eftir að funda oftar um kærurnar sem greint var frá í blaðinu í gær. Hjörleifur Þórðarson, formaður aganefndar sagði aðspurður við Morg- unblaðið að nefndin ætlaði að taka sér góðan tíma en gerði ráð fyrir að úrskurður lægi fyrir eftir helgi. titilinn ÓLAFUR Stefánsson og félagar í Val unnu öruggan slgur á Aftureldlngu úr Mosfellsbæ f fyrsta leik undanúrslltakeppnlnnar í handknattleik. Ólafur geröl sjö mörk í 26:21 sigrl Vals. í kvöld lelka Víkingur og KA í Víklnnl. 1 Morgunblaðið/Bjami Foreman missir KNATTSPYRNA HNEFALEIKAR t i KNATTSPYRNA Tómas Ingi íhugar að leika með Grindvíkingum Tómas Ingi Tómasson, sem leikið hefur síðustu tvö tímabil með KR, æfði í gær með liði Grind- víkinga. „Jú, það er rétt, ég fór á fyrstu æfmguna með Grindvíkingum í kvöld og mér leist mjög vel á allt hjá þeim. En það er ekki búið að ganga frá einu né neinu. Við höfum rætt málin en ég ætla að fá að sofa á þessu og ræði sjálfsagt frekar við Grindvík- inga á morgun," sagði Tómas Ingi í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi. Tómas Ingi er nýkominn heim frá Noregi þar sem hann skoðaði aðstæður hjá fyrstu deildar félagi. Ekkkert verður af því að hann leiki þar. Tóma Ingi Tómasson Qeorge Foreman, heimsmeistari í yfirþungavikt í hnefaleik- um, var á dögunum sviptur WBA titlinum. Astæðan er að Bob Arum, umboðsmaður hans, ákvað að Foreman skyldi beijast við óþekkt- an boxara, Axel Schulz frá Þýska- landi hinn 22. apríl. Sambandið vill að hann beijist við einhveija þekktari. „Ég veit bara að ég vann titilinn þann 7. nóvember. Ég fékk titilinn ekki á silfurfati, heldur með rothöggi og varð að fara fyrir dómsstólana til að fá að beijast, og ég get farið þá leiðina aftur,“ sagði Foreman við þessum tíðind- um. KÖRFUKNATTLEIKUR: JONATHAN BOW SPÁIR í ÚRSLITAKEPPNINA / 02

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.