Morgunblaðið - 08.03.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 08.03.1995, Blaðsíða 2
2 E MIÐVIKUDAGUR 8. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ tfkb 6Uh Tíf« n • m Ragnar - ræðari eða lygari? Þetta er svo sem ekki neitt sérlega athyglisverð teikning, eins og hver önnur svo sem - en Ragnar ræðari heldur því statt og stöðugt fram í góðra vina hópi sem á almannafæri, að hann hafi far- ið svo víða um heiminn sem ræðari í fremstu röð, að flestir ef ekki allir eru löngu hund- leiðir á grobbinu í honum. Því var það einn sólríkan dag í águst að áliðnum slætti árið 1993, að mig minnir, að stórvinur Ragnars, Vilhjálmur að nafni, lagði fyrir hann þraut sem fólst í því að raða rétt saman eftirfarandi ám og lönd- um. Ykkur að segja gerði Ragn- ar ekki svo mikið sem eina athugasemd við uppröðun Vil- hjálms vinar síns, sem hafði vitanlega heldur betur skilið árnar frá löndunum og fært til og frá þannig að tilviljunin ein réð hvaða á fylgdi hvaða landi. Hérna kemur listinn. Lausn- ir eru á baksíðu - en EKKI gá FYRR en þið hafið spreytt ykkur. Er landafræði ekki ykk- ar uppáhalds fag? A. Volga B. Níl C. Amazon D. Pó E. Mississippi F. Gula fljót G. Ganges H. Thames 1. Indland 2. Brasilía 3. England 4. Rússland 5. Egyptaland 6. Bandaríkin 7. Kína 8. Ítalía Villti geim- farinn Er það röndótta, sú auða eða ef til vill svarta leiðin sem geimfarinn á að fylgja til þess að komast heilu og höldnu til plánetunnar í þessari líka óra- fjarlægð? Lausnin er á baksíðunni. Stelpa og strákur Systkinin Lára Halla og Guðjón Teit- ur Sigurðarbörn, Alfaskeiði 90, Hafnarfirði, tússuðu þessar líka fínu myndir af stelpu og strák.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.