Morgunblaðið - 09.03.1995, Page 1

Morgunblaðið - 09.03.1995, Page 1
FYRIRTÆKI Blómlegir tímar . hjá Delta hf. /8 AUCLÝSINCflLR Athyglisveröustu framlögin 1994/6 FIÁRMÁL Afleiðuviöskipti hentaö hér/10 10 stærstu hluthafar Eimskips Eignarhl., Hluthafi miiSíkr. Eignarhlutur, % Sjóvá-Almennar tryggingar hf. 168,1 Háskólasjóður Eimskips Lífeyrissj. verslunarmanna Db. Halldórs H. Jónssonar Sameinaðir verktakar hf. Indriði Pálsson Lífeyrissj. Eimskipafél. ísl. Margrét Garðarsdóttir Hlutabréfasjóðurinn hf. Ingvar Vilhjálmsson EIMSKIP Nýskipan í stjórnar- kjöri Eimskips Mikill afkomubati hjá Flugleiðum Hagnaður um 624 milljónir HAGNAÐUR Flugleiða af reglulegri starfsemi nam alls um tæpum 260 milljónum króna á sl. ári samanborið við um 305 milljóna tap í fyrra og batnaði því rekstrarafkoman um tæplega 565 milljónir milli ára. Þar að auki naut félagið góðs af um 304 milljóna króna söluhagnaði Boeing 737-400 vélar og um 67 milljóna hlutdeild í hagnaði dótturfélaga. Heildar- hagnaður félagsins nam því um 624 milljónum króna í fyrra samanborið við tæplega 188 milljóna tap árið áður. Sparifé SPARISJÓÐUR Vestmannaeyja tekur ekkert gjald yfir reiknings- yfirlit til viðskiptavina. Þetta kom fram á aðalfundi sparisjóðsins sem og að sú ákvörðun hefði verið tek- in um að iækka verð á tékkheftum í sparisjóðnum úr 270 kr. í 150 kr. Verslun HÓPUR matvöruverslana sem átt hefur í samstarfi um markaðssetn- ingu og innkaup undir kjörorðinu „Þín verslun" hafa ákveðið að stofna sérstakt hlutafélag um þetta verkefni. Markmið fyrirtæk- isins verður að annast samninga- gerð við birgja fyrir hönd hópsins ásamt markaðssetningu. Hefur Arni Helgason verið ráðinn fram- kvæmdastjóri hins nýja fyrirtækis en hluthafar verða 11 verslanir í Reykjavík og ein á Selfossi. Hlutabréf ÞINGVÍSITALA hlutabréfa held- ur áfram að hækka og náði nýju hámarki, 1088,19, ámánudag. Hún mældist aftur 1077,31 í gær. Mikil viðskipti voru í gær, þau mestu í um tvo mánuði, eða um 28 milljónir króna. Mestu munaði þar um sölu á 20 milljónum í hluta- bréfum i Vinnslustöðinni hf. í Vestmannaeyjum. SÖLUGENGIDOLLARS ALLIR níu stjórnarmenn Eim- skips verða í endurkjöri á aðal- fundi félagsins sem haldinn verð- ur í dag. Stjórnarkjörinu verður hagað í samræmi við ný hlutafé- Iagalög þar sem kveðið er á um að kjósa beri alla stjórn félags á aðalfundi. Hingað til hafa níu stjórnar- menn Eimskipafélagsins verið kjörnir til tveggja ára í senn. Þannig hefur verið kosið um fjög- ur eða fimm sæti á hverjum aðal- fundi. I stjórn Eimskips eru þeir Gunnar Ragnars, Kristinn Björns- son, Jón Ingvarsson, Jón H. Bergs, Indriði Pálsson, Garðar Halldórsson, Hjalti Geir Krist- jánsson, Benedikt Sveinsson og Baldur Guðlaugsson. Þeir gefa allir kost á sér til endurkjörs, og á þessu stigi er ekki vitað til að fleiri gefi kost á sér í stjórnina. Rekstrartekjur félagsins námu alls um 14,7 milljörðum og jukust um 10% frá árinu á undan. Rekstr- argjöld námu hins vegar 13,5 millj- örðum og jukust um 7% milli ára. Veltufé frá rekstri nam alls um 2 milljörðum króna en var 1,1 millj- arður árið 1993. Heildarskuldir námu 17,5 millj- örðum í árslok en voru 20,3 millj- arðar árið áður. Lausafjárstaðan batnaði verulega milli ára og átti félagið 1.854 milljónir í handbæru fé í árslok en átti 647 milljónir árið áður. Þá hefur eiginfjárhlutfall hækkað úr um 16% í 21% milli ára þannig að félagið hefur nálgast verulega markmið sitt um að ná a.m.k. 25% eiginfjárhlutfalli. Arð- semi eiginijár félagsins var 15,8% í fyrra en var neikvæð um 4,6% árið áður. Farþegar hafa aldrei verið fleiri Farþegum fjölgaði um 17,2% á árinu og voru 1.061.472 talsins og hafa þeir aldrei verið fleiri í sögu félagsins. í millilandaflugi flutti félagið 804.506 farþega eða 22,4% fleiri en í fyrra. Þá voru fluttir 256.966 farþegar í innanlandsflugi eða 3,3% fleiri en í fyrra. „Þetta er betri afkoma en við gerðum ráð fyrir,“ sagði Sigurður Helgason, forstjóri Flugleiða í sam- tali við Morgunblaðið. „Tekjurnar aukast um 10% meðan gjöldin auk- ast aðeins um 7%. Það hefur orðið veruleg framleiðniaukning á síðustu árum því við höfum fjölgað farþeg- um mjög mikið án þess að fjölga starfsfólki. Þá hefur fjárhagsstaðan líklega aldrei verið sterkari." Ágætar horfur eru í rekstri fé- lagsins á þessu ári og ljóst að allur flugfloti félagsins verður fullnýttur. Gert ráð fyrir fjölgun farþega og eru bókanir töluvert betri en í fyrra. Þannig eru bókanir í mars 19% fleiri en í fyrra, í apríl eru þær 55% fleiri og í maí eru 14% fleiri bókanir. Sömuleiðis njóta Flugleiðir góðs af lækkun á gengi dollars undanfar- ið þar sem útgjöld í dollurum eru mun meiri en tekjur. „Við gerum ráð fyrir hagnaði í rekstraráætlun okkar en þar að auki fáum við rúmlega 300 milljóna söluhagnað af einni Boeing-vél sem við seldum í janúar. Hins vegar gerum við ráð fyrir að fargjöld haldi áfram að lækka og því þurfi kostnaður að lækka enn frekar.“ Framboð félagsins sumar verður svipað og í fyrra að því undan- skyldu að flogið verður næstum því þrisvar á dag til Kaupmannahafnar í stað rúmlega tvisvar. Á aðal- fundi Flugleiða sem haldinn verður nk. fimmtudag verður lagt til að greiddur verði 7% arður. Á SÍÐUSTU 5 ÁRUM HAFA UM 1200 AÐILAR GERST FÉLAGAR í ALVÍB VlLT ÞÚ EKKI BÆTAST í HÓPINN? 8,7% ávöxtun frá upphafi. Persónuleg ráðgjöf til sjóðfélaga um lífeyris- og eftirlaunamál. ftarleg ársfjórðungsleg yfirlit. Félagar í ALVÍB vita alltaf nákvæmlega hver inneign þeirra er og hvaða eftirlaunum þeir geta átt von á. Ávöxtun hvers sjóðfélaga er reiknuð út sérstaklega. Inneign í ALVÍB erfist. Allir geta greitt viðbótariðgjöld í ALVÍB. Þeir sem ekki eru skyldugir til að greiða í annan lífeyrissjóð geta greitt öll sín iðgjöld í ALVÍB. Lágur rekstrarkostnaður. Örugg eignasamsetning. AlmennUr lífeyrissjóður VÍB, ALVÍB, er séreignarsjóður þar sem framlög sjóðfélaga eru eign hans og færast á sérreikning hans. • FORYSTA í FJÁRMÁLUM! VlB VERÐBRÉFAMARKAÐUR ÍSLANDSBANKA HF. • Aðili að Verðbréfaþingi íslands • Ármúla 13a, 155 Reykjavík. Sími 560-8900.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.