Morgunblaðið - 09.03.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 09.03.1995, Blaðsíða 2
2 B FIMMTUDAGUR 9. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Breytingar á lögum um hluta- félög kalla á endurskráningu Sljómendur fá frest tíl hausts FORS V ARSMENN um 10.000 þúsund hlutafélaga sem voru á skrá um síðustu áramót hafa frest til 1. október á þessu ári til að ákveða hvort skrá eigi félögin sem hlutafélög skv. nýjum reglum eða sem einkahlutafélög. Að sögn Pét- urs Kjerulfs, lögfræðings hjá Hiut- afélagaskrá, hefur enn sem komið er lítið komið inn af tilkynningum og er ekki búist við holskeflu til- kynninga fyrr en með haustinu. Vegna breytinga á hlutafélaga- löggjöfinni þurfa forsvarsmenn hlutafélaga að huga að breyting- um á samþykktum félaganna og jafnvel hækka hlutafé ef viðkom- andi hlutafélag verður skráð hlutafélag í framtíðinni. Lágmark hlutafjár er fjórar milljónir króna í stað 400.000 áður. Verði skráð hlutafélag hins vegar umskráð sem einkahlutafélag þarf ekki að hækka hlutafélag frá því sem er. Flest umskráð sem einkahlutafélög Gert er ráð fyrir að í framtíð- inni henti hlutafélög aðallega þar sem hluthafar eru margir, hlutafé hátt og sóst er eftir hlutafé frá almenningi, t.d. með útboðum eða skráningu hlutabréfa á Verðbréfa- þingi. Einkahlutafélög eru hins vegar talin henta betur þar sem um er að ræða fáa hluthafa og ekki er leitað til almennings eftir fjármagni, enda sé hlutafé lítið, minnst 500 þúsund krónur í nýjum einkahlutafélögum. Þannig má búast við að langflest eldri hlutafé- lög verði umskráð sem einkahluta- félög. Hreinsað til eftir næstu áramót „Aðalfundavertíðin er nú að hefjast hjá hlutafélögunum,“ sagði Pétur. „Það má búast við því að stærstu hlutafélögin muni fljót- lega eftir aðalfundina senda okkur tilkynningu um að þau ætli áfram að vera hlutafélög." Aðspurður hve mörg hlutafélög hefðu verið á skrá um síðustu ára- mót sagði Pétur að áætlað væri að þau væru um tíu þúsund. „Við höfum ekki heildartöluna ná- kvæmlega, enda er þónokkuð um svokölluð sofandi félög sem eru ekki inni á skrá hjá okkur og eru með litla sem enga starfsemi. Það má búast við því að upp úr næstu áramótum verði farið að gera töluverða gangskör að því að afskrá félög sem ekki hefur heyrst frá nokkuð lengi. í sumar munum við væntanlega senda út tilkynningu til allra þeirra félaga sem hafa ekki sent inn tilkynningu á þeim tíma og minna á nauðsyn þess,“ sagði Pétur. 15 stærstu hluthafar Sæplasts hf. Hluthafar Hlutafé, kr. Hlutfall, % Bliki hf. 31.12.94 8.887.101 31.12.93 8.887.101 Þrotabú Jóns Friðrikss. Auðlind hf. Draupnissjóðurinn hf. Valdimar Snorrason Silfurþing hf. Ottó Jakobsson Hallgrímur Hreinsson Baldvin Magnússon Hlutabréfasjóðurinn hf. Jón K. Gunnarsson Iðnþróunarf. Eyjafj. Isl. hlutabréfasj. hf. 8.833.841 8.833.841 5.631.965 3.871.147 5.374.415 5.374.415 3.703.406 3.703.406 2.945.474 2.569.849 2.710.720 2.557.283 2.303.335 2.303.335 2.161.068 2.161.068 2.083.715 2.373.815 2.062.460 2.698.042 1.856.272 1.751.200 1.794.157 1.794.157 Hlutabr.sj. Norðurl. hf. Hlutabréfasj. VÍB hf. Aðrir hluthafar SAMTALS 1.271.837 1.105.507 1.160.170 1.094.500 31.362.936 31.195.150 84.142.872 82.273.816 Stjórn Sæplasts hf. ákvað á síðasta ári að bjóða hluthöfum að ráðstafa arðgreiðslu ársins til kaupa á hlutabréfum í eigu félagsins. Bréfin voru boðin hlutnöfum til kaups á genginu 2,5, en þess má geta að um síðustu áramót var skráð gengi hlutabréfa í Sæplasti 2,94. í marsbyrjun sl. var gengið 3,25. Alls nýtti 181 hluthafi sértilboð félagsins varðandi hlutafjárkaupin og voru samtals keypt hlutabréf að nafnvirði 1.869.056 krónur. Hlutabréf í eigu Sæplasts eru að nafnvirði 5.991.394 eftir sölu þessara bréfa. Hluthafar Sæplasts voru 378 í ársbyrjun, en i árslok hafði þeim fjölgað í 432 eða um 54.30% hlutafjár I Sæplasti dreifist á margar hendur, en 10 stærstu hluthafarnir ráða yfir 53% hlutafjár og 20 stærstu hluthafarnir yfir tæplega 69% hlutafjár. Penninn kaupir Egil Gutt- ormsson PENNINN sf. hefur keypt heild- sölufyrirtækið Egil Guttormsson - fjölval hf. af afkomendum stofn- andans og framkvæmdastjóra fyr- irtækisins. 77 áragamalt fyrirtæki Egill Guttormsson á um 77 ára sögu að baki og hefur allt frá upphafi sérhæft sig í innflutningi og sölu á ritföngum og skrifstofu- búnaði. Fyrirtækið hefur m.a. umboð fyrir Mita-ljósritunarvélar, Riso-fjölritunarvélar og ýmis rót- gróin merki í ritföngum. Penninn rekur pappírs- og rit- fangaverslanir á þremur stöðum í Reykjavík; í Hallarmúla, Kringl- unni og Austurstræti. Gripu tækifærið „Egill Guttormsson er mjög vel rekið fyrirtæki með góðu fólki og við ákváðum því að grípa tækifær- ið þegar okkur stóð til boða að kaupa það. Við ætlum að reka fyrirtækið aðskilið frá Pennanum þó svo við munum reyna að hag- ræða eitthvað í rekstrinum,“ sagði Gunnar Dungal, framkvæmda- stjóri Pennans, í samtali við Morg- unblaðið. Starfsmenn Egils Guttormsson- ar eru 12 talsins og sagði Gunnar að þeir myndu allir verða áfram í starfi. Flugleiðir Mikill bati íafkomu innanlandsfíugsins AFKOMA innanlandsflugs Flug- leiða batnaði verulega á sl. ári frá árinu áður en ennþá er þó eitthvað tap af rekstrinum, að sögn Sigurð- ar Helgasonar, forstjóra Flugleiða. Nákvæmar tölur um afkomu liggja hins vegar ekki fyrir. Sigurður segir að tekist hafí í senn að draga úr kostnaði innan- landsflugs og fjölga farþegum. Framhald hafi orðið á þessari þró- un á þessu ári og t.d. hafí farþeg- um fjölgað um 20% í febrúarmán- uði miðað við sama mánuð í fyrra. „Við gerum ráð fyrir að nota fjór- ar Fokker-vélar í sumar í staðinn fyrir þijár vélar í fyrra. Það þarf að fjölga ferðum til Akureyrar og fleiri staða til að geta annað eftir- spum því mun fleiri bókanir hafa borist t.d. frá útlendingum." Betri afkoma dóttur- félaga og hótela Undirbúningur að stofnun sér- stakts hlutafélags um rekstur inn- anlandsflugsins er í fullum gangi en Sigurður segir ennþá' of snemmt að segja til um hvenær af því verði. Rekstur á hótelum Flugleiða hefur einnig batnað mjög mikið m.a. vegna bættrar nýtingar yfír vetrartímann. Sérstaklega hefur endurbætt ráðstefnuaðstaða á Hót- el Loftleiðum skilað góðum árangri. Bætt afkoma dótturfélaganna Úrvals-Útsýnar og Kynnisferða ferðaskrifstofanna sf. eiga einnig sinn þátt í bættri afkomu Flugleiða á sl. ári. Þannig nam hlutdeild félagsins í hagnaði þeirra 67 milljónum. Heildarhagnaður Úr- vals-Útsýnar nam alls um 35 millj- ónum í fyrra. Vöruskiptin hagstæð um 1,8 milljarða FLUTTAR voru út vörur fyrir 8,6 milljarða kr. og inn fyrir 6,8 millj- arða kr. fob. í janúarmánuði. Vöruskiptin í janúar voru því hag- stæð um 1,8 milljarða kr. en í jan- úar 1994 voru þau hagstæð um 2,2 milljarða kr. á föstu gengi. í janúar 1995 var verðmæti vöruútflutningsins 17% meira á föstu gengi en á sama tíma árið áður og stafar aukningin af sölu Flugleiða hf. á einni af þotum sín- um. Verðmæti sjávarafurða var 7% minna en í janúar 1994 en verðmæti útflutts áls 13% meira en á sama tíma árið áður, segir í frétt frá Hagstofunni. Heildarverðmæti vöruinnflutn- ingsins í janúar var 32% meira á föstu gengi en í sama mánuði árið áður. Innflutningur sérstakrar fjárfestingarvöru (skip, flugvélar, Landsvirkjun), innflutningur til stóriðju og olíuinnflutningur er jafnan mjög breytilegur frá einu tímabili til annars. Að þessum lið- um frátöldum reyndist annar vöru- innflutningur hafa orðið 30% meiri á föstu gengi en í janúar 1994. Þar af jókst innflutningur á mat- vöru og drykkjarvöru um 4%, fólksbílainnflutningur dróst sam- an um 15%, innflutningur annarr- ar neysluvöru var 12% meiri en á sama tíma árið áður en innflutn- ingur annarrar vöru jókst um 49%. Miðað er við meðalgengi á vöru- skiptavog en á þann mælikvarða var meðalverð erlends gjaldeyris í janúar 1995 1,0% hærra á sama tíma árið áður. Iðnþróunarsjóður orðinn íslensk eign Fjármagnar útflutning tækni- þekkingar IÐNÞRÓUNARSJÓÐ- UR kemst að fullu í eigu íslenska ríkisins í dag, eftir að síðasti hluti stofnframlags hinna Norðurlandanna fyrir aldarfjórðungi var endurgreiddur. Jafnframt ganga í gildi ný lög um sjóð- inn, en samkvæmt þeim er sjóðnum ætlað að fjármagna verkefni á sviði nýsköpunar, verkefni er stuðla að auknum fjárfestingum erlendra aðila á íslandi og útflutningi tækni- þekkingar og fjárfestingum Islendinga erlendis. Iðnþróunarsjóður var settur á laggirnar árið 1970 við inn- göngu íslands í Fríverslunar- samtök Evrópu (EFTA), en þá ákváðu Norðurlöndin að stofna Iðnþróunarsjóð með 14 milljón dollara vaxtalausu stofnfram- lagi til 25 ára, sem notað skyldi til uppbyggingar framleiðslu- iðnaðar á Islandi og hjálpa iðn- aðinum að aðlagast tollfrelsi. Breytingar á hlutverki Iðn- þróunarsjóðs helgast ekki bara af þeim tímamótum sem verða í dag með því að íslendingar taka alfarið við stjórn hans og hin Norðurlöndin fara út. Breytingar á fjárfestingarlána- sjóðakerfinu hafa verið til um- ræðu mörg undanfarin ár og nú í febrúar samþykkti rík- issljórnin stefnumótun um framtíðarskipan þess. Samkvæmt því á að breyta Fiskveiðasjóði annars vegar og Iðn- lánasjóði og Iðnþróun- arsjóði hins vegar í hlutafélög og jafn- framt á að selja á stofn nýsköpunarsjóð sem fjármagna á verkefni í öllum atvinnugreinum. Þorvarður Alfonsson, fram- kvæmdastjóri Iðnþróunarsjóðs, sagði að eftir væri að sjá hvern- ig þessi stefna yrði útfærð í smáatriðum, en segja mætti að þróun í þessa átt væri þegar hafin með breytingunum nú, þar sem gert ráð fyrir að dreg- ið verði verulega úr hefðbundn- um fjárfestingarlánum en lánað til nýsköpunar. Nánari útfærsla á hinni nýju útlánastefnu sjóðs- ins verður hins vegar að bíða ákvörðunar nýrrar þriggja manna sljómar sjóðsins, sem tekur til starfa í dag undir for- sæti Jóhannesar Nordal. Eigið fé Iðnþróunarsjóðs nemur nú um 2,3 milljörðum króna. Heildarútíán í lok 1994 námu 5.875 milljónum króna. Um 70% útlána skiptast á hinar ýmsu greinar iðnaðarins og rúm 20% til ýmissa þjónustu- greina. Þær greinar sem mest hefur verið lánað til í iðnaði em matvælaiðnaður, pappírs- og prentiðnaður og málm- og skipasmiðaiðnaður. Þorvarður

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.