Morgunblaðið - 09.03.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 09.03.1995, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. MARZ 1995 B 3 VIÐSKIPTI Hagnaður HP á Islandijókst um fjórðung HAGNAÐUR HP á íslandi var alls tæpar 24 milljónir króna fyrir skatta á sl. ári eða um fjórðungi meiri en árið 1993. Veltan í fyrra nam alls 501 milljón sem er um 20% veltu- aukning frá árinu 1993. Eigið fé í árslok nam alls 73,3 milljónum. Samkvæmt upplýsingum HP á íslandi varð góð veltuaukning í þjón- ustutekjum í fyrra en þær eru tæp- lega 20% af heildartekjum fyrirtæk- isins. Sömuleiðis varð góð aukning í sölu á HP-vectra einkatölvum og netbúnaði ýmiskonar. Seldi fyrir- tækið um 1.600 einkatölvur. Þá skil- aði samstarf við Streng hf. mjög góðum árangi því seldar voru 12 Unix-Fjölnis viðskiptalausnir á árinu auk fjölda minni kerfa sem byggja alfarið á PC-netum. HP á á samstarf við nokkur fyrir- tæki um endursölu og gekk sá þátt- ur sömuleiðis vel. Tæknival hf., Ört- ölvutækni og Heimilstæki selja prentara, teiknara, myndlesa og rekstrarvörur frá HP. Þá selur Pharmaco efnagreiningar- og læknatæki. Einnig hefur Marel hf. selt HP9000-Unix tölvur með sínum lausnum um heim allan. Á aðalfundi félagsins í gær var samþykkt að hluthöfum verði greiddur 10% arður af hlutafé. Arð- semi eiginfjár hefur verið yfír 25% að meðaltali. Hluthafar fyrirtækisins eru Þró- unarfélag íslands hf. með 31,2%, Frosti Bergsson 27,7%, Pharmaco 16,7% og Hewlett Pacard 15,6% og aðrir starfsmenn 8,8%. í stjórn eru þeir Hreinn Jakobsson, formaður, Sindri Sindrason, Frosti Bergsson og Terje Christoffersen. Lífeyrissjóðir veittu alls 4.424 lán á síðasta ári samanborið við 4.849 lán á árinu 1993 Raunlækkun lána fJFEYRISSJÓÐIR landsins veittu 4.424 sjóðfélagalán samtals að fjár- hæð 4.305 milljónir króna á síðasta ári. Þetta kemur fram í nýrri lána- könnun Samband almennta lífeyris- sjóða þar sem þátt tóku 62 lífeyris- sjóðir, þ.m.t. allir -stærstu sjóðir landsins. Árið 1993 voru veitt 4849 sjóðfé- lagalán og er fækkun veittra lána milli ára 8,8%. Heildarfjárhæð veittra lána á árinu 1993 var 4.558 milljónir. Lækkunin í krónutölu milli ára er 5,6%, en miðað við hækkun lánskjaravísitölunnar er hins vegar um að ræða 7,3% raunlækkun. Meðallán 973 þúsund Meðaltalsfjárhæð til sjóðfélaga var 973 þúsund krónur árið 1994 samanborið við 927 þúsund 1993. Hækkunin er 5%, en að teknu tilliti til hækkunar lánskjaravísitölu er raungildishækkunin milli ára 3%. Að sögn Hrafns Magnússonar, framkvæmdastjóra SAL, kemur þessi minnkandi eftirspurn eftir sjóð- félagalánum í kjölfar þess að sjóðfé- lagalán, bæði fjárhæðir og fjöldi lána, stóðu að mestu leyti í stað milli áranna 1993 og 1992. Nær helmingur útlána lífeyris- sjóðanna var, eins og oft áður, frá tveimur stærstu lífeyrissjóðunum. Þannig voru sjóðfélagalánin frá Líf- eyrissjóði verslunarmanna og Lífeyr- issjóði starfsmanna ríkisins 47% af heildarútlánum. 77% af heildarútlán- unum komu frá þeim 10 lífeyrissjóð- um sem lána mest til sjóðfélaga. Hlutfall lána af ráðstöfunarfé Hrafn sagði að fróðlegt væri að bera saman hlutfall lífeyrissjóðslána miðað við ráðstöfunarfé sjóðanna á árunum 1984 og 1994. Arið 1984 lánuðu sjóðirnir um 62% af ráðstöf- unarfé sínu beint til sjóðfélaga, en áætlað er að hlutfallið hafi verið um 10% á síaðsta ári. „Hlutfall sjóðfé- lagalána af ráðstöfunarfé sjóðanna hefur verið á bilinu 10-14% 1987- 1994. Skýringin liggur auðvitað í breyttu húsnæðiskerfi allt frá árinu 1986 og nú síðast með útgáfu hús- bréfa,“ sagði Hrafn. / INTERNET ÞJÓNUSTA NÝHERJA BER ÞIG Á VÆNGJUM UM ALLAN HEIM ! Internet þjónusta Nýherja er sniðin að þörfum jafnt einstaklinga sem fyrirtækja. Hvort sem þú vilt tengjast fastri tengingu, hringja inn frá einmenningstölvu eða auglýsa á Internet með heimasíðu þá höfum við lausn fyrir þig ! SKRÁNINGARGJALD 1.900-mv.x MANAÐARGJALD 1.900,-mv.k VERÐSKRÁ EKKERT TIMAGJALD Leitið tilboða fyrir fyrirtæki. SKAFTAHLÍÐ 24 - SÍMI 569 7700 Alltaf shrefi ú undan Nánari uppiýsingar á heimasíðu Nýherja: http://www.ibm.is/ Eitt blab fyrir alla! - kjarni málsins! YKKAR MAÐUR HJA SAMSKIP Hafðu samband við Óskar Má næst þegar þú þarft að flytja vörur frá Norðurlöndunum Samskip býður vikulegar afskipanir frá öllum helstu höfnum á Norðurlöndum til íslands. Stuttur siglingatími þaðan tryggir skjóta afgreiðslu vörusendinga. Skip Samskipa sigla frá Danmörku á fimmtudögum, frá Noregi og Svíþjóð á föstudögum og eru í Reykjavík á þriðjudagskvöldi. Áralöng reynsla Óskars af innflutningsmálum tryggir skjóta og ömgga afgreiðslu á áfangastað. Hafðu Samskip í huga næst þegar þú pantar vörur frá Norðurlöndunum. SAMSKIP Holtabakka við Holtaveg, 104 Reykjavík Sími 569 8300 Fax 569 8327

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.