Morgunblaðið - 09.03.1995, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 09.03.1995, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. MARZ 1995 B 5 VIÐSKIPTI Aðhaldsaðgerðir Sementsverksmiðjunnar bera ávöxt Afkomubati á samdráttarskeiði VERULEG umskipti til hins betra urðu á af- komu Sementsverk- smiðjunnar á Akranesi í fyrra; hagnaður upp á 36,3 milljónir króna eftir skatta í stað 111 milljóna taps árið 1993. Þessi árangur er kannski ennþá merki- legri fyrir þær sakir að hann varð á sama tíma og samdráttur varð á sementssölu. Frosti Bergsson, sem lét af stjórnarformennsku hjá Sementsverksmiðj-. unni hf. í fyrri viku, Frosti Bergsson þakkar þennan árangur aðhaldsað- gerðum sem fólu einkum i sér þrennt: starfsmönnum var fækkað, greidd voru upp óhagstæð lán með háum vöxtum og breytingar voru gerðar á rekstri kostnaðarsamra dótturfyrirtækja. Rekstur Sementsverksmiðjunnar hefur dregist verulega saman á Undanförnum árum. Fyrir 20 árum framleiddi hún yfir 160.000 tonn af sementi á ári, tvöfalt meira en nú. Árið 1982, þegar starfsmenn voru hvað flestir, unnu þar um 190 manns. Breytt í hlutafélag Frosti kom fyrst að fyrirtækinu vorið 1993, þegar hann var skipað- ur formaður undirbúningsnefndar sem sá um að breyta Sementsverk- smiðju ríkisins í hlutafélagsform. Árið í fyrra var fyrsta starfsár hlutafélagsins, en Frosti telur að breytingin á rekstrarforminu hafi auðveldað reksturinn, stjórnun hafi orðið mun skilvirkari og auðveldari þegar ekki var lengur nauðsynlegt að bíða eftir leyfi frá ráðuneytinu við hveija ákvörðun. Starfsmönnum var fækkað úr 130 árið 1993 í um 90 um síðustu áramót, sem gekk snurðulaust fyrir sig með góðri samvinnu, að sögn Frosta. Það auðveldaði fækkunina að mikið var af eldri starfsmönnum og samið var um 67 ára starfsslita- reglu, en sumir fengu vinnu annars staðar. Þá var skorið niður á toppn- um jafnt og á gólfinu og stjórnend- um fækkað úr níu i þijá. „Starfs- menn sýndu almennt mikinn skiln- ing, þeir vissu að það var ekki hægt að reka fyrirtækið áfram eins og verið hafði með 111 milljóna halla 1993 og 150 milljóna halla árið áður,“ sagði Frosti. „Það er gæfa Sementsverksmiðjunn- ar að hafa hæfa starfs- menn og það ríkir traust og trúnaður á milli stjómenda og starfsmanna." Dýr lán borguð upp Annað atriði sem skipti sköpum var að verulega tókst að draga úr fjármagns- kostnaði, sem hafði verið Sementsverk- smiðjunni erfiður und- anfarin ár. Tvö skulda- bréfaútboð að upphæð 225 milljón krónur samtals fóru fram í fyrra og sala skuldabréfanna notuð til að greiða upp óhagstæð gengis- tryggð lán með háum vöxtum. Skuldir lækkuðu um 50-60 milljónir á milli ára og tekjur og skuldir voru færðar yfir i sömu mynt til að losna við sveiflur eins og urðu 1993. í þriðja lagi losaði Sementsverk- smiðjan sig við kostnaðarsama rann- sóknarstarfsemi sem fram fór á veg- um dótturfyrirtækisins Sérsteyp- unnar sf. Ákveðið var að leggja Sérsteypuna niður, framleiðsluþátt- urinn var seldur til fyrirtækisins ímúrs og rannsóknastarfsemi flutt inn fyrir veggi Sementsverksmiðj- unnar, þar sem sérstök áhersla er lögð á rannsóknir á steyptum vegum í samvinnu við Vegagerðina, BM Vallá, íslensku steypustöðina og ís- lenska aðalverktaka. Á þessu ári er búist við áfram- haldandi samdrætti í sölu á sem- enti um 3-4%. Frosti telur að samt sem áður muni afkoma Sements- verksmiðjunnar haldast svipuð í ár og 1994, þegar hagnaður af reglu- legri starfsemi var 53,6 milljónir króna, þar sem árangur sparnaða- raðgerðanna myndi skila sér að fullu árið 1995. Hann telur að rekst- urinn hafi náð að aðlagast sam- drættinum í sementssölu og ætti að geta haldist áfram í jafnvægi jafnvel þó að salan dragist enn sam- an og fari til dæmis niður í 75.000 tonn. Hann vonar hins vegar að slíkt gerist ekki. Helsta vonin um aukn- ingu á sementssölu er í aukinni notkun á steypu við gatnagerð, í framhaldi af tilraunum í samvinnu við Vegagerðina. Síðan getur ýmis- Sudur Kórea Milljarða fjórfestingar framundan f fiskveiðum, vinnslu og þekkingu. Opinn kynningarfundur um sjávarútveg í Suður-Kóreu og möguleikum fslands á auknum viðskiptum við landið í Skála á Hótel Sögu í DAG 9. mars kl. 14.00-16.40 Á fundinum inunu liggja frammi kynningarbæklingar um Suður-Kórcu. Nýútkomin skýrsla Útflutningsráðs um sjávarútveg í Suður-Kóreu verður til sölu á kr. 5.000.- Þátttakendur vinsamlegast tilkynni þátttöku til Útflutningsráðs íslands, sími: 551 7272, fax: 551 7222. Aðgangur er ókeypis. w III KOTRA ÚTFLUTNINGSRÁÐ KOR6A TRADÉ PROMOTION CORPORATION ÍSLANDS UTANRÍKIS.RÁÐUNEYTIÐ legt gerst til að hleypa lífi í söluna, eins og nýjar stóriðju- og virkjana- framkvæmdir eða bygging Hval- fjarðarganga þar sem steypa yrði notuð til þéttingar eins og í Vest- fj arðagöngunum. Selt til Grænlands Utflutningur á sementi verður varla í stórum stíl, en árið 1993 voru seld 300 tonn til Grænlands og 500 í fyrra, þrátt fyrir harðindi samkeppni við danskt sement. Á hinn bóginn er lítil ástæða að ótt- ast samkeppni við innflutning, þar sem það er einfaldlega ódýrara að vinna skeljasand úr Faxaflóa og líparít frá Hvalfirði á Akranesi en að feija tugþúsundir tonna af er- lendum unnum sandi með tilheyr- andi flutningskostnaði. Frosti telur að næsta skref Sem- entsverksmiðjunnar hf. ætti að vera að selja hlutabréf ríkisins, sem í dag á 100% í fyrirtækinu. Hann telur að slíkt yrði best gert með því að bjóða út til dæmis fimmtung hlutabréfanna í einu og þannig myndaðist smám saman raunhæft markaðsverð á bréfunum. Annað sem huga ætti að er að ná fram lægri orkukostnaði, þar sem orku- verð verksmiðjunnar sé í hærri kantinum miðað við önnur iðnfyrir- tæki af svipaðri stærð. AÐALFUNDUR SJÓVÁ-ALMENNRA VERÐUR HALDINN 31. MARS 1995 AÐ HÓTEL LOFTLEIÐUM Fundurinn verður í Þingsal 1 og hefst kl. 16.00 síðdegis. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt 17. grein félagssamþykkta. 2. Tillaga um arðgreiðslur. 3. Tillaga um útgáfu jöfnunarhlutabréfa. 4. Tillaga um breytingar á samþykktum félagsins til samræmis við ákvæði hlutafélagalaga nr. 2 /1995. Aðgöngumiðar verða afhentir á skrifstofu félagsins, Kringlunni 5, frá 27. mars til kl. 12.00 á fundardag. SJOVAnllrfALM EN N AR Sjóvá-Almennar tryggingar hf. • Kringlunni 5 • Sfmi 569 2500 S 0 K N T I L N Y R R A T Æ K I F Æ R A 1 órnendur i jíll iðnfyrirtóekja • Kynnið ykkur samstarfsverkefni VORUÞROUN Iðntæknistofnunar og Iðnlánasjóðs 1995 til þróunar á markaðshæfum vörum Iðnfyrirtækjum er nú boðið að taka þátt í verkefninu Vömþróun '95. Þeim verður veitt fjárhagsleg og fagleg aðstoð við vöruþróun þannig að koma megi samkeppnishæfri vöru á markað innan 2ja ára frá upphafi verkefnisins. Þau iðnfyrirtæki, sem tekið hafa þátt í verk- efnunum fram til þessa, hafa náð umtals- verðum árangri í vöruþróun og markaðssókn. Við mat umsókna gilda reglur Iðnlánasjóðs. Umsóknareyðublöð fást hjá Iðntæknistofnun og atvinnuráðgjöfum á landsbyggðinni og skal skila til Iðntæknistofnunar. Frekari upplýsingar gefa Karl Friðriksson í síma 587 7000 og iðnráðgjafar víðs vegar um landið. Umsóknarfrestur er til 17. mars 1995 n (fl) IÐNLÁNASJÓÐUR Ármúla 13 A, 155 Reykjavík. Sími 588 6400. Telefax 588 6420. Iðntæknistofnun Keldnaholti, 112 Reykjavík. Sími 587 7000. Telefax 587 7409.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.