Morgunblaðið - 09.03.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 09.03.1995, Blaðsíða 8
8 B FIMMTUDAGUR 9. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Delta hf. framleiðir hjartalyf fyrír Þýskalandsmarkað fyrir milljarða á næstu árum L yfj aframleiðslufyrirtækið Delta hf. í Hafnarfirði var stofnað árið 1981. Stofn- endur voru um 60 lyfja- fræðingar auk Pharmaco sem í bytjun átti 65% í fyrirtækinu. Fram að stofnun Delta var Pharmaco m.a. í framleiðslu lyfja, en lét síðan Delta framleiðsluþáttinn eftir og hefur síðan einbeitt sér að heildsölu- þættinum. Um upphafið að stofnun Delta segir Ottó að árið 1979 hefði verið sett ný reglugerð um skráningu innlendra sérlyfja. Þar með hafí verið opnað fyrir þann möguleika að stofnsetja lyfjaframleiðslufélag en fram að þessum tíma hafi verð- lagningar verið skammtaðar. „Það var ákveðin regla i gildi fyrir öll innlend lyf og hún gaf ekk- ert færi á að menn færu að fjár- festa fyrir hundruðir milljóna í lyfja- verksmiðju," sagði Ottó. „Með nýju reglugerðinni breyttist þetta, við stofnuðum Delta og nokkru síðar var Toro stofnað." 15% af markaði í fyrstu var Delta með 7-8% af inn- anlandsmarkaði. Þar var í raun um að ræða þá framleiðslu sem Pharmaco hafði áður haft með höndum, en afhenti Delta við stofn- un þess. Að sögn Ottós hefur mark- aðshlutdeildin tvöfaldast á undan- förnum árum. Delta framleiðir nú 135 lyf og er með um 15-16% mark- aðshlutdeild á íslenskum lyíjamark- aði. í verðmætum talið hefur hlutur- inn þó farið minnkandi síðustu 2 árin. Um áramótin 1992/1993 leysti Delta til sín hlut Pharmaco í fyrir- tækinu. í kjölfarið fylgdi flókið upp- gjör á dótturfyrirtækjum sem lauk með því að Delta tók við rekstri Víking Brugg á Akureyri og Medís, en það fyrirtæki var stofnað nokkr- um árum áður til þess að sjá um útflutning á lyfjaframleiðslu Delta. Áður eða árið 1990, hafði Delta keypt lyfjaframleiðslufyrirtækið Toro. Um síðustu áramót seldi Delta síðan Viking Brugg og segist Ottó feginn að vera laus við að sjá um bjórframleiðslu í bland við lyfin. Horft til útlanda Þrjú fyrirtæki eru í lyfjafram- leiðslu á íslandi. Auk Delta er þar um að ræða Lyfjaverslun íslands og Omega. Pharmaco sér enn um dreifmgu lyfjanna fyrir-Delta. „Við erum stærstir í framleiðslunni með okkar 15-16% markaðshlutdeild á lyíjamarkaði," segir Ottó. Að sögn Ottós var ljóst frá upp- hafí að heimamarkaðurinn væri mjög lítill. Því hafí menn fljótlega byijað að horfa til útflutnings og Medis var stofnað árið 1985. „Við bytjuðum á að líta yfír til frænda okkar á írlandi. Okkur þótti það hæfílega lítill markaður auk þess sem það er kostur að hann er innan Evrópusambandsins. Þá er stutt þaðan yfír til Bretlands," seg- ir Ottó, en Delta á nú um 10-11 lyf skráð á írlandi. Aðspurður hvernig það gangi fyrir sig að fá skráð lyf á erlendum mörkuðum, segir Ottó að þar liggi mikil vinna að baki. „Fyrst þarf að fá verksmiðjuna samþykkta af við- komandi heilbrigðisyfir- _________ völdum. Síðan þarf að sækja um skráningu á lyfjunum þar sem það þarf að fá heimild yfir- valda til að setja lyfín á markað." Otti segir ekki óraunhæft að ætla að fyrstu tíu árin hafi farið í að byggja upp traust hjá viðskipta- vinum Delta hvort sem um væri að ræða sölu lyfja eða framsal á fram- leiðslurétti á lyijum sem einnig væri algengt. Þannig væru t.d. flest lyfin á írlandi seld. Innrás á meginlandið „Við fórum fljótlega að skoða Norð- urlönd með útflutning í huga,“ seg- ir Ottó, „og þar eigum við nú 6-7 lyf á skrá. Umsvif okkar eru mest Blómleg tíð framundan Forsvarsmenn lyfj aframleiðslufyrirtækisins Delta sættu lagi og smeygðu sér inn á Þýskalandsmarkað með framleiðslurétt á hjartalyfínu Katopril þegar einkaleyfí þarlendra aðila rann út. Hanna Katrín Friðriksen ræddi við Ottó B. Olafsson, framkvæmdastjóra Delta, um starfsemi fyrirtækisins. Morgunblaðið/Ámi Sæberg OTTÓ B. Ólafsson, framkvæmdastjóri lyfjaframleiðslufyrirtækisins Delta hf., fagnar því að á þessu ári mun fyrirtækið væntanlega ná að selja meira af íyfjum til útlanda en hér á heimamarkaði. Heildarveltan verður nálægt 1,1 milljarði skv. áætlun - þar af verður velta útflutnings 700 milljónir. í Danmörku þar sem við höfum stofnað fyrirtæki, Medis Danmark, sem sér um markaðssetningu okkar ljrfja á Norðurlöndum. Þá erum við komnir með myndarlegan hóp lyfja á Bretlandi þar sem við höfum mest verið í því að selja framleiðslu- rétt.“ „Árið 1991 má segja að innrás Delta á meginland Evrópu hafí haf- ist,“ segir Ottó, en þá tók Delta upp samstarf við þýskt rannsóknar- og þróunarfélag. „Árangur þess samstarfs er framleiðsla og mark- aðssetning á Katopril hjartalyfínu, en við sóttum um markaðsleyfí á því árið 1992,“ segir Ottó. í maí 1994 fékkst lyfið skráð á Þýskalandsmarkaði og einkaleyfi frumaðila rann út 12 febrúar sl. Samstarf Delta við þýska félagið felur í sér að hjá Delta sjá menn um mest alla vinnuna sem þarf til ________ en þýsku aðilamir sjá um Innrásin á öein samskipf* v'ð þýsk meginland auk þess að út' því fengið stór verkefni í tengslum við þennan útflutning," segir Ottó. Til að anna framleiðslunni hefur Delta fjárfest fyrir um 70 milljónir í auknum tækjabúnaði, bæði hrað- virkri töfluvél og nýrri pökkunar- samstæðu. Evrópu hófst 1991 vega' viðskiptavini. Tækifærið nýtt „Einkaleyfí á lyfí í ákveðnu landi þýðir að aðrir mega ekki framleiða viðkomandi lyf í því landi," segir Ottó. „Oft þykir mönn- um ekki taka því að sækja um slíkt einkaleyfi hér og sú varð einmitt raunin með hjartalyfið Capoten sem við hjá Delta höfum undanfarið 3-4 ár framleitt undir nafninu Katopril. Annars staðar í Evrópu hafa menn ekki haft leyfi til þess að vinna með þetta efni fyrr en nú að einkaleyfið rann út í Þýskalandi. Þetta hefur því gefíð okkur ákveðið forskot og við höfum nýtt okkur það. Við erum komnir með framleiðs- lusamninga við 16-17 fyrirtæki, eða um helming þeirra sem selja þetta lyf í Þýskalandi. í flestum tilfella höfum við samið til 2-3 ára, en samningamir eru allt upp í fímm ár.“ „Þýskaland er gífurlega stór markaður,“ segir Ottó, og bendir á að aðeins fyrir Katopril sé ársveltan 13-14 milljarðar íslenskra króna. Delta hóf að framleiða í október sl. upp í samninginn í Þýskalandi og sendi út í byijun febrúar. Að sögn Ottós nemur framleiðslan á Katopril frá sl. hausti og fram í byijun febrúar um 112 milljón töfl- um. „Auk þess að framleiða töflurn- ar þurfti auðvitað líka að útvega umbúðir fyrir alla þessa viðskipta- vini, prenta karton, fylgiseðla, ál- þynnur o.fl. Umbúðaframleiðendur og prentsmiðjur hér á landi hafa 1,1 milljarður í veltu Almennt rennur einkaleyfí á Katopril út í Evrópu árið 1997. Að sögn Ottós er verið að vinna í fá lyfíð skráð víðar þannig að menn séu tilbúnir í slaginn 1997. „Við bundum þýsku aðilana sem sömdu við okkur til a.m.k. tveggja ára, fram yfir 1997. Eftir að samning- arnir renna út er viðkomandi aðilum fijálst að framleiða lyfíð í eigin verksmiðjum eða fela öðrum að gera það. Þeir sem ekki sömdu við okkur eru orðnir keppinautar okkar í þessari framleiðslu," segir hann. Áherslan hjá Delta ~ beinist nú að mestu að Katopril og verður þar væntanlega næstu árin að sögn Ottós. „Við ger- um ráð fyrir að velta Delta vegna sölunnar til af verið réttu megin við strikið. „Við fáum óvanalega gott út úr Þýskalandi þar sem við erum í sér- stakri stöðu og fáum mjög gott verð fyrir lyfín,“ segir Ottó. „Þá mun það einfalda málin að við erum búin að losa okkur við bjórinn.“ Ottó segir að fyrir nokkrum árum hafí markmiðið hjá Delta verið að flytja út meira af lyfjum en flutt væri inn af hráefnum. Það mark- mið hefði náðst. Á þessu ári muni fyrirtækið síðan ná þeim merka áfanga að selja meira af lyfjum til útlanda en hér á heimamarkaði. „Það er góður áfangi," segir hann. Kýpur Delta hefur síðustu ár verið í sam- starfi við aðila á Kýpur vegna upp- setningar lyfjaverksmiðju þar í landi. Delta sá um uppbyggingu verksmiðjunnar sem hóf reglulega starfsemi í apríl 1994 og hefur auk þess séð um ráðgjöf og útvegað nauðsynleg gögn til lyíjaframleiðsl- unnar. Verksmiðjan á Kýpur er að sögn Ottós nánast önnur útgáfa af verksmiðju Delta hér á landi. Forráðamenn Delta voru með svipaðar hugmyndir um uppsetn- ingu lyfjaverksmiðju í Rússlandi fyrir nokkrum árum en lögðu þær á hilluna vegna hins stjórnmálalega óróleika sem þar hefur ríkt. Yfirbyggingin í starfsemi Delta er lítil að sögn Ottós, en 3,5 stöðu- gildi eru á skrifstofu fyrirtækisins. I markaðsdeildinni eru þijú stöðu- gildi en alls eru starfsmenn Delta 65 talsins. Þar af eru 19 lyfjafræð- ingar og auk þess 7-8 aðrir háskóla- menntaðir starfsmenn. Framleiðsla Delta spannar nán- ast alla lyfjaflokka og fyrirtækið framleiðir 135 lyf. „í raun eru þetta allt of margar tegundir,“ segir Ottó, „og við gætum vel hugsað okkur að fækka framleiðslutegundum og sérhæfa okkur meira. Það getur vel orðið eðlilegt framhald af samning- um okkar í Þýskalandi." Varðandi þróunarstarf hjá fyrir- tækinu segir Ottó að undanfarin ár hafi 12-14% veltunnar farið í slíka vinnu. „Þetta er nokkuð gott hlutfall og nálægt því sem mest gerist erlendis hjá stóru aðilunum í lyfjaframleiðslu. Þar sem veltan á eftir að aukast verulega á þessu ári og þeim næstu vegna sölunnar til Þýskalands, mun hlutfall þróunar í henni lækka. Við erum þó alltaf að bæta í þróunina, enda er ætlun- in að lifa á nýrri framleiðslu í fram- tíðinni," sagði Ottó. Að vinna úr tækifærunum Þýskalands verði nálægt 600 millj- ónum á þessu ári,“ segir hann. „Næstu árin er síðan reiknað með um 400 milljóna veltu.“ Delta mun skv. áætlun velta um 1,1 milljarði króna á þessu ári að sögn Ottós. Þar af eru alls um 700 milljónir í útflutningi og 400 millj- ónir á heimamarkaði. Aðspurður um afkomuna segir Ottó að það sé í raun erfitt að meta afkomu lyfja- framleiðslunnar sl. 2-3 ár vegna sambúðarinnar við bjórframleiðsl- una. Hins vegar hefði afkoman allt- „Síðustu þijú til íjögur árin hafa verið mjög sérstök," segir Ottó um starfsumhverfi í lyfjaframleiðslu hér á landi. „Menn hafa verið að gera sífelldar breytingar á reglu- gerðum um þátttöku almanna- trygginga í lyfjakostnaði og það hefur haft slæm áhrif á reksturinn. Hins vegar höfum við líkt og aðrir notið góðs af þeim stöðugleika sem ríkt hefur í þjóðfélaginu." Aðspurður um framtíðarsýn í rekstrinum segir Ottó að árið 1997 taki væntanlega gildi ný löggjöf um einkaleyfí. Eftir þann tíma geti menn sótt um einkaleyfi á viðkom- andi lyfjaefni, en nú geti menn að- _________ eins sótt um einkaleyfí á Ætlunin að aðferðum við að framleiða lifa af nvrri viðkomandi efni- IITa aT nym „Möguleikar Delta munu því þrengjast við ________ nýju löggjöfína,“ segir Ottó. „Það er ljóst að fyr- ir árið 2005 til 2010 verðum við framleiðslu í framtíðinni að vera búin að skapa okkur sér- stöðu, en það er í sjálfu sér er al- veg viðunandi að hafa til þess tíu ár.“ Ottó segist sjá fram á að næstu fimm árin verði blómleg hjá Delta, enda séu næg verkefni í sjónmáli. „Þrátt fyrir aukna áherslu á út- flutning ætlum við okkur ekkert að gefa eftir á heimamarkaði, held- ur halda okkar hlut,“ segir hann. „Markmiðið er að reyna að vinna úr öllum tækifærum sem bjóðast."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.