Morgunblaðið - 09.03.1995, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 09.03.1995, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI FIMMTUDAGUR 9. MARZ 1995 B 9 ÞEIR Haraldur J. Hamar, útgefandi Iceland Review, og Þorgeir Baldursson, forsijóri Prentsmiðjunnar Odda, voru ánægðir þegar fyrsta tölublað Iceland Review sem prentað er hérlendis síðan 1967 leit dagsins ljós. Iceland Review prentað heima ÚTGÁFUFYRIRTÆKIÐ Iceland Review hefur ákveðið að láta prenta tímaritið framvegis hér á landi en það hefur verið prentað erlendis í 28 ár. Lengst af hefur Iceland Review verið prentað í Hollandi en nú nokkur síðustu árin í Belgíu. Haraldur J. Hamar, útgefandi, segir að ákveðið hefði verið að fara með tímaritið til prentunar erlendis árið 1967 þar sem aðstæð- ur voru ekki nógu þróaðar hér á landi til litprentunar tímarita. „Offset-byltingin var ekki hafin á Islandi og aðstæður voru allt aðrar en nú. Þá fékkst pappírinn á hag- stæðara verði erlendis og við lo- snuðum við að flytja hann til lands- ins og síðan aftur til útlanda,“ segir Haraldur. Um ástæður þess að prentunin sé flutt hingað heim segir Harald- ur að tæknin hafi þróast verulega hér á landi í prentun og viðhorf til samkeppni breyst. Að sínu áliti sé hér um að ræða verulega góð tíðindi fyrir prentiðnaðinn. Fréttaþjónusta á Interneti Iceland Review mun annast dag- lega fréttaþjónustu á Interneti frá og með 1. apríl nk. Fréttir verða sendar inn á Internet á hveijum morgni alla virka daga þannig að íbúar á meginlandi Evrópu hafi aðgang að þeim fyrir hádegi og íbúar Norður-Ameríku strax að morgni. Auk almennra frétta verða flutt- ar fréttir af íslensku atvinnulífi. Sérstök áhersla verður lögð á það sem fréttnæmt þykir í útflutnings- greinum þjóðarinnar og ferðaþjón- ustu. Þessar daglegu fréttabirtingar verða í umsjá starfsfólks News From Iceland sem komið hefur út meira en mánaðarlega í meira en 20 ár hjá fyrirtækinu. LITfreininsa STÓRHOLT 1 2. HÆÐ HONNUN" SÍM|SS,S808 FAX 562 0512 Suður Kórea Milljurða fjórfestingar framundan i fiskveiðum, vinnslu og þekkingu. Opinn kynningarfundur um sjávarútveg í Suður-Kóreu og möguleikum íslands á auknum viðskiptum við landið í Skála á Hótel Sögu í DAG 9. mars kl. 14.00-16.40 Á fundinum munu liggja frammi kynningarbæklingar uin Suður-Kóreu. Nýúlkomin skýrsla Útflutningsráðs um sjávarútveg í Suður-Kórcu verður til sölu á kr. 5.000.- Þátttakendur vinsamlegast tilkynni þátttöku til Utflutningsráðs Islands, sími: 551 7272, fax: 551 7222. Aðgangur er ókeypis. /0 /a KOTRA KOfiEA TRAOE PHOMOTION CORPOWATKXJ UTFLUTNINGSRAÐ ISLANDS UTANRÍKISRÁÐUNEYTIÐ Hvíta húsið ísamstarf við Miðheima á Interneti HVÍTA húsið hefur gert samning við Miðheima hf. um samstarf um Internet-þjónustu á Íslandi. Sam- starfið opnar möguleika á kynningu á netinu fyrir viðskiptavini auglýs- ingastofunnar auk þess sem hún annast alla hönnun á heimasíðum. Viðskiptavinum Hvíta hússins býðst af þessu tilefni vistun á heimasíðu auk tveggja tengisíðna í sex mán- uði án endurgjalds. Miðheimar munu sjá um að koma kynningar- efninu fyrir á netinu, segir í frétt frá fyrirtækinu. Nýjar útgáfur af Telmar og Memphis-hugbúnaði Þá hefur Hvíta húsið tekið í notk- un nýjustu útgáfur bæði af Telmar og Memphis markaðshugbúnaði. Með því að fjárfesta í þessum gagna- grunnum og hugbúnaði er ætlunin að tryggja viðskiptavinum þjónustu á sviði fjölmiðlagreiningar, áætlana og markhópagreiningar sem getur nýst við mótun markaðsstefnu. Telmar er alþjóðlegt fyrirtæki sem sérhæfir sig í fjölmiðlarann- sóknum. Fyrirtækið hefur þróað öflugan hugbúnað, m.a. með hlið- sjón af þörfum íslenska markaðar- ins. Með neyslukönnun Félagsvís- indastofnunar og reglulegum fjölm- iðlakönnunum gefast miklir mögu- leikar til greiningar og skoðunar á fjölmiðlaneyslu, lífsstíl, viðhorfum og neyslumynstri á ýmsum vörum og þjónustu. Memphis er íslenskur markaðs- hugbúnaður sem er hannaður af HugGildi fyrir Gallup á íslandi. Gagnagrunnurinn byggist á neyslu- könnun Gallup sem inniheldur alls um 2 þúsund spurningar. Memphis hentar fyrir alla tölfræðilega og grafíska úrvinnsiu og er auðveldur í allri notkun. Þar er að finna mik- ið magn upplýsinga sem nýtist við skoðun margvíslegra markaðsupp- lýsinga auk íjölmiðlanotkunar, seg- ir ennfremur í frétt Hvíta hússins. VIÐ undirritun samstarfssamnings Hvíta hússins og Miðheima. Við borðið sitja þeir Arnþór Jónsson, framkvæmdastjóri Miðheima, og Halldór Guðmundsson, framkvæmdastjóri Hvíta hússins, en hjá þeim standa Þorvaldur O. Guðlaugsson, grafískur hönnuður, og Kristinn R. Árnason, markaðsráðgjafi. fundur framundan! Tæknivæddir þingsalir í öllum stærðum. Leitið upplýsinga og við sendum gögn um hæl. SCANPIC kO PTkBISIB Stmi: 690 160 • Fax: 25320 AÐALFUNDUR OLÍS 1995 Aðalfundur Olíuverzlunar Islands hf fyrir rekstrarárið 1994, verður haldinn í Súlnasal Hótels Sögu, fimmtudaginn 16. rnars nk. kl. 16:00. Dagskrá: Samkvæmt 13. gr. samþykkta félagsins. Ársreikningur félagsins og gögn vegna fundar munu liggja frammi til sýnis á skrifstofu félagsins að Héðinsgötu 10, Reykjavík, 7 dögum fyrir fundinn. Stjórn Olíuverzlunar íslands hf. I:

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.