Morgunblaðið - 09.03.1995, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 09.03.1995, Blaðsíða 10
10 B FIMMTUDAGUR 9. MARZ 1995 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ t * I* I V r # í | i I * i I * Afleiðuviðskipti gætu hentað Islendingum Svokallaðir afleiddir samn- ingar eða afleiður hafa verið mjög í sviðsljósinu eftir hrun Baringsbanka. En hvað eru afleiður og eru þær hættuleg þróun í viðskiptum? Morgun- blaðið bað Sigurbjöm Þor- kelsson að svara þessum spumingum, en hann fæst við afleiðuvið- skipti í New York sem framkvæmdastjóri hjá nýstofnuðu kanadísku flármálafyrirtæki, CIBC/Wood Gundy Financial Products. ÁHYGGJUFULLIR verðbréfamiðlarar í Tókýó eftir hrun Barings- banka. Gagnrýni á notkun afleiðna í viðskiptum einkennist oft af vanþekkingu, segir Sigurbjörn Þorkelsson í grein sinni, þar sem rétt notkun á afleiðum getur minnkað sveiflur og aukið hagnað. VIÐSKIPTI með afleiður hafa verið mikið til um- ræðu undanfama mánuði. Einkum hafa það verið svipmiklar afleiðingar slíkra við- skipta sem hafa þótt fréttnæmar. Fólk hefur furðað sig á því að unnt sé að græða og tapa himinháum upphæðum á örskömmum tíma. Tor- kennileg hugtök og misvísandi út- skýringar hafa ekki orðið til þess að auka skilning á greininni. Nútíma viðskipti með afleiður hóf- ust um miðjan sjöunda áratugi. Við- skiptin fóru rólega af stað, en sprenging hefur orðið í notkun af- leiða síðustu 10-15 árin. Nú er svo komið að umfang viðskiptanna mæl- ist í hundruðum þúsunda milljarða króna. Það er því orðið mjög tíma- bært að kynna þessa grein fyrir Morgunblaðslesendum. Notkun afleiða er orðin ómissandi í nútíma fjármálastjórnun. Afleiður eru gjaman notaðar til þess að minnka áhættu og auka stöðugleika. Islenskt efnahagslíf hefur löngum einkennst af miklum sveiflum. í ljósi þessa og sérstaklega þegar haft er í huga aukið frelsi í ijármálum ís- lendinga má ætla að afleiður muni á næstu árum gegna mikilvægu hlut- verki í íslensku efnahagslífi. Vaxtagreiðslur tengdar snjókomu Afleiður eru samningar þar sem að greiðsluákvæði samningsins byggja á hegðun einhvers annars þáttar. Það eru bókstaflega óteljandi þættir sem geta legið til grundvallar afleiðusamnings. Algengast er að af- leiður séu tengdar hlutum eins og gengi gjaldmiðla, vöxtum, verði hluta- bréfa, mati á lánstrausti og verði á ýmiskonar vöram. Það þekkist hins vegar að afleiður byggi á óvenjulegum hlutum eins og t.d. skuldbréf eins skíðasvæðis í Bandaríkjunum þar sem að vaxtagreiðslur tengdust áriegri snjókomu á skíðasvæðinu. Afleiður skiptast í tvennt eftir því hvort báðir samningsaðilar era skuldbundnir eða einungis annar. Fyrri hópnum tilheyra allar algeng- ustu tegundir afleiða eins og t.d. framvirkir samningar og víxlsamn- ingar. Síðari hópurinn samanstendur hins vegar af ýmis konar samningum þar sem að það er á valdi annars aðilans, þess sem kaupir samning, að ákveða hvort gagnaðili þurfi að standa skil á ákvæðum samningsins. Kaup- og söluréttarsamningar til- heyra því síðari flokknum. Það eru ekki allar afleiður sem falla snyrti- lega inn í þessa skilgreiningu en það er alltaf hægt að greina samning og meta með því að hafa þessa skilgrein- ingu til hliðsjónar. Framvirkir samningar Framvirkir samningar eru einfald- asta tegund afleiða. Eins og nafnið gefur til kynna felur slíkur samning- ur í sér fyrirfram sölu eða kaup á ákveðinni vöru, í ákveðnu magni og á ákveðnum tíma. í kauphöllum eru slíkir samningar staðlaðir og sérstak- ar reglur um þær tryggingar sem þarf að setja fram í upphafi við- skipta og lágmarks tryggingu sem þarf að vera til staðar út gildistíma samnings. Auðveldast er að útskýra þetta með dæmi um framvirkan gjaldeyrissamning: • stærð er 1 milljón USD • gildir til 16. júní 1995 • núverandi framtíðarkaupgengi er 66 kr/USD Framtíðarkaupgengið ræðst vita- skuld af markaðslögmálum. í þessu tilfelli felur samningurinn í sér að sá sem kaupir samninginn skuldbind- ur sig til að greiða 66 kr/USD fyrir eina milljón USD þann 16. júní. Ger- um ráð fyrir útborgun eða trygging nemi 8% af verðmæti samningsins sem jafngildir 5,28 milljónum króna. Segjum svo að markaðsverðið á framvirka genginu 16. júní lækki nú í 62,7 kr/USD. Nú hefur verðmæti samningsins minnkað um 3,3 milljón- ir króna, eða 5%. Sá sem keypti samninginn hefur hins vegar tapað 62,5% af því sem hann lagði fram í tryggingar og þyrfti e.t.v. að leggja fram viðbótartryggingar. Kaupandi samningsins gæti nú kosið að loka samningnum og sætta sig við tapið eða haldið honum opnum í þeirri von að gengið hækkaði á ný. Hlutföll trygginga eru misjöfn eft- ir kauphöllum, eftir því hvað liggur til grandvallar samnings, hvaða aðili á í hlut og í hvaða tilgangi viðskipt- in fara fram. Tryggingarnar eru misháar en eru yfirleitt mjög lágar í hlutfalli við andvirði framvirku samninganna. Af dæminu hér að ofan má sjá hvernig hægt er að byggja upp báar skuldbindingar án þess að leggja fram mikið fé og tapa (eða græða) hlutfalls- lega miklu þó svo að gengið breytist ekki mikið. Þetta er einmitt hluti af útskýringunni fyrir því að Barings tókst að tapa svona miklu í sínum viðskiptum í Singapore og Osaka. Framvirkir samningar era yfirleitt ekki leystir út, þ.e.a.s. sá sem kaup- ir samning selur hann rétt áður en gildistíminn er úti, eða skiptir honum í samning með lengri gildistíma. Við- skipti eru mest um samninga með stutta gildistíma þannig að þó svo aðili vilji tryggja sig til langs tíma getur verið hagkvæmara að kaupa stutta samninga og skipta þeim síðan seinna í tilætlaðan gildistíma. Skiptasamningar eða víxlsamning- ar eru náskyldir framvirkum samn- ingum. í víxlsamningi skiptast aðilar á greiðslum tengdum tveimur mis- munandi ferlum. Þetta er lang um- fangsmesta svið afleiddra fjármála- samninga. Oftast era samningamir einfaldir að gerð og tengjast vöxtum í einum eða fieiri gjaldmiðlum. Stærðfræðilegar flækjur Afleiður sem fela í sér valkosti eru flóknasta svið greinarinnar. Kauprétt- ar og söluréttar samningar era ein- faldastir á þessu sviði. Einfaldur kaupréttarsamningur gæti t.d. verið rétturinn til að kaupa 1000 hlutabréf IBM á 70 USD þann 16. október 1995. Verði hlutabréf IBM hærri en 70 USD borgar sig að notfæra sér réttinn en vitaskuld ekki ef verðið er lægri en 70 USD. Kaupandi þarf að greiða ákveðið verð fyrir kaupréttinn, t.d. 3000 USD. í því tilfelli þyrfti verð á IBM að vera hærra en 73 USD þann 16. október til þess að kaupand- inn græddi á þessum viðskiptum. Dæmi um söluréttarsamning væri samningur sem fæli í sér réttinn til að selja 1 milljón USD fyrir 70 kr/USD 1. desember næstkomandi. Þessi samningur gæti kostað 8 kr/USD eða samtals 8 milljónir króna. Haldi Bandaríkjadollar sínu striki yrði það hagkvæmt að eiga þennan sölurétt! Valkostaafleiður geta verið mjög flóknar. Ein flækja gæti verið eitt- hvað á þessa leið: Samningurinn greiðir jákvæða ávöxtun Nikkel 225 hlutabréfavísi- tölunnar upp að 20% hækkun. Greiðslan er-gengistryggð í þýskum mörkum en er einungis ynnt af hendi séu langtíma 30 ára vextir í Banda- ríkjunum undir 8% og olíuverð lægra en 15 dollarar á tunnu. Það getur verið mjög vandasamt að meta eðlilegt verð á valkostaaf- leiðum. Það getur þurft að nota flók- in stærðfræðileg líkön og aflmikil tölvukerfi til þess að reikna út verð- mæti þeirra valkosta sem til staðar eru. Það eru því mjög fáir aðilar sem hafa yfir að ráða þeirri tækni og mannskap svo ekki sé minnst á fjár- magn sem þarf til þess að vera í fremstu röð á þessu sviði. Kostir afleiðuviðskipta Afleiður era einkum notaðar í tvennum tilgangi. Annars vegar til fjármálastýringar og svo hinsvegar til spákaupmennsku. Fjármálastýr- ing er lang algengasta notkunarsvið- ið fyrir afleiður. Yfirleitt eru afleiður notaðar til fjármálastýringar með það fyrir augum að minnka áhættu og auka hagkvæmni í fjármögnun fyrirtækja. Fyrirtæki geta notað afleiður til þess að tryggja ákveðið hámarksverð á aðföngum og jafnframt til þess að tryggia söluverð á vöram, en algeng- ast er að afleiður séu notaðar í tengslum við fjármögnun fyrirtækja. Það era því fjármálastofnanir, fjár- máladeildir fyrirtækja, og ýmis konar sjóðir sem eru stærstu notendur af- leiða í dag. Viðskipti með afleiður fara fram með tvennu móti: í kauphöllum eða milligöngulaust á milli aðila. í kaup- höllum er hægt að eiga viðskipti með háar upphæðir á skömmum tíma. Oft er hægt að eiga mikil viðskipti á þess að það komi fram hvaða aðili á í hlut. Einn stærsti ávinningurinn við kauphallarviðskipti er sá að af- leiðusamningarnir eru ávallt á milli þess aðila sem kaupir eða selur ann- ars vegar og svo hins vegar kauphall- arinnar sjálfrar. Ábyrgð kauphallanna er mjög mik- ilvæg því kauphallimar eða stofnan- imar sem ábyrgjast þær standa ávallt mjög traustum fótum. Hran eins og kom fyrir Barings í lok febrúar bitnar á kauphöllinni sjálfri en ekki þeim aðilum sem stóðu í viðskiptum við fyrirtækið í gegnum kauphöllina. Barings tapaði á framvirkum samn- ingum og safnaði upp skuldum við kauphallimar í Singapore og Osaka. Kauphallirnar ábyrgjast alla samn- inga og þurftu því að standa skil á greiðslum til þeirra aðila sem áttu í viðskiptum við Barings. Þetta fyrir- komulag á að koma í veg fyrir keðju- verkandi áhrif og tryggja stöðugleika í fjármálaheiminum. Notagildi fyrir íslendinga íslendingar gætu haft margvísleg not af afleiðum. Erlendis eru afleiður mikið notaðar í tengslum við land- búnað og gætu því átt framtíð fyrir sér í sjávarútvegi. Enn sem komið er era afleiður í tengslum við sjávar- fang mjög takmarkaðar, mér er ein- ungis kunnugt um framvirka samn- inga byggða á rækjuverði. Það mætti vel hugsa sér virkan afleiðumarkað með til dæmis þorsk. Það þyrfti að staðla samninga með því að samþykkja ákveðinn gæða- staðal á fiskinum og til dæmis Iág- marksþyngd. Eðlilegt væri að við- skipti með framvirka þorsksamninga færi fram í tengslum við einhvern fiskmarkað en svo þyrfti ekki að vera. Það sem myndi skipta mestu máli væri að gera ákvæði samnings- ins nægilega almenn þannig að unnt væri að uppfylla ákvæði samnings með því að afgreiða þorsk frá mis- munandi löndum. Vitaskuld gæti verið erfitt að skilgreina hvað þætti ,jafngóður“ þorskur, en með því móti væri e.t.v. hægt að skapa víð- tækan áhuga á þorsksamningum og mynda virkan markað um hann. Virkur markaður með sjávar- fangsafleiður er framtíðarsýn. I dag mætti hins vegar hugsa sér íslensk not á afleiðum á mörgum öðrum sviðum. Fyrst mætti nefna ýmis kon- ar gjaldmiðlasamninga. Mér skilst að notkun á gjaldmiðlavíxlasamning- um hafí hafist á íslandi. Slíkir samn- ingar eru mjög einfaldir og gætu hentað mörgum fyrirtækjum í út- flutningsiðnaði og jafnframt aðilum með miklar erlendar skuldbindingar. Mikilvægt er að fyrirtæki geri sér grein fýrir hvers eðlis gengisáhætta þeirra sé. Auk gjaldmiðlavíxlsamn- inga geta gjaldmiðlakaupréttar- samningar vel átt við, einkum þegar ekki er vitað með vissu hversu mikil gengisáhættan er. Kaupréttarsamn- ingar væru auk þess auðveldari kost- ur fyrir íslensk fýrirtæki í beinum viðskiptum við erlendar fjármála- stofnahir vegna þess að erlendi sölu- aðilinn þarf ekki að hafa áhyggjur af lánstrausti íslenska fyrirtækisins, ólíkt víxlsamningum. í víxlsamning- um er ekki vitað fyrirfram hvor að- ili samningsins mun skulda hinum greiðslu, þess vegna þarf lánstraust hvors aðila fyrir sig að vera í lagi. Afleiður byggðar á verði eldsneyt- is væra annar álitlegur kostur fyrir íslensk útgerðarfélög og flugfélög. Flugfélög gætu með því móti séð fyrir um eldsneytiskostnað á sama tíma og verið væri að ákveða verð- lagningu á flugmiðum fyrir næsta flugtímabil. Fyrirtæki í sjávarútvegi gætu t.d. sett saman tvær afleiður og gert samning sem myndi festa verð á svartolíu í íslenskum krónum til ákveðins tíma. Loks mætti nefna afleiður byggðar á álverði. Landsvirkjun gæti tryggt sér fast raforkuverð frá ÍSAL með því að gera samning sem gæfi árlega af sér það tekjutap sem Landsvirkjun yrði fyrir ef álverð lækkaði frá því sem nú er. Á móti kæmi að Lands- virkjun nyti þess ekki ef álverð hækk- aði enn meira. Vilji menn ekki taka þá áhættu að missa af frekari hækk- un álverðs væri samt sem áður unnt að tryggja ákveðið lágmarksverð með því að fjárfesta í söluréttar- samningum. Slík ráðstöfun myndi hins vegar hafa ákveðinn kostnað í för með sér því verið væri að kaupa tryggingu. Lítil þekking á afleiðum Ég vona að þessi grein hafi náð að varpa nokkru ljósi á þetta spenn- andi svið viðskipta. Afleiður geta verið einfaldar eða mjög flóknar og geta aukið áhættu eða minnkað. Það sem er mikilvægt að hafa í huga er að afleiður geta gert fyrirtækjum og stofnunum kleift að ákveða sjálf hvaða áhættu þau era tilbúin að taka. Fyrirtæki geta haldið eftir áhættu- þáttum sem eru á sérfræðisviði þeirra en losað sig við áhættu sem hentar þeim ekki eða þau hafa litla þekk- ingu á. Afleiður hafa verið fréttamatur undanfarið vegna þess að nokkrir aðilar hafa tapað verulegum upp- hæðum á notkun þeirra. Tapið hefur í flestum tilfellum átt sér stað vegna þess að notendurnir hafa ekki haft nægilega þekkingu eða hafa ekki haft eftirlit með því sem starfsmenn þeirra vora að gera. Skilvirkt eftirlit og góð undirstöðuþekking er lykilatr- iði í öllum afleiðuviðskiptum. Sívaxandi útbreiðsla afleiðna staf- ar af þeirri augljósu hagkvæmni sem notkun þeirra getur haft í för með sér. Fyrirtæki á mörgum sviðum eru að uppgötva að þau eru ekki sam- keppnisfær án afleiðna. Það er því ljóst að íslenskir aðilar munu fyrr eða síðar halda inn á þessa braut. Það er ekki neitt að óttast í tengslum við þessi viðskipti ef rétt er staðið að þeim. Eins og í öllum viðskiptum er nauðsynlegt að kynna sér vel alla áhrifaþætti og taka ekki of stór skref í einu. Þetta er ung grein sem býður upp á margvíslega möguleika. Almenn umræða hefur í það minnsta hér í Bandaríkjunum einkennst af hræðslu . og lítilli kunnáttu á þessu sviði. Aðil- ar sem hafa náð að tileinka sér þess nýju tækni í vísindalegri stjórnun hafa hins vegar sýnt fram á það að unnt er að minnka rekstrarsveiflur og auka hagnað. Nútíma fjárfest- ingafræði byggir á sambandi ávöxt- unar og áhættu. í Ijósi þessa og ört vaxandu heimsviðskipta mun sam- keppnissíaða fyrirtækja ráðast að miklu leyti af því hversu framarlega þau eru á þessu sviði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.