Morgunblaðið - 09.03.1995, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 09.03.1995, Blaðsíða 12
VIÐSKIPn An/INNUIÍF Fólk Breytt skipurit Iðnlánasjóðs BREYTINGAR hafa verið gerðar á skipuriti Iðnlánasjóðs í því augna- miði að einfalda skipulagið og auka áherslur á markaðssetningu og þró- un. Jafnframt hefur nefndum verið fækkað. úr fimm í þijár, þ.e. lána- nefnd, stefnumótunamefnd og vaxta- og gjaldskrárnefnd. Starfsemi sjóðsins skiptist nú í þrjú svið, auk vöruþróunar- og markaðsdeildar, þ.e. lánasvið, fjármálasvið og lánaeftir- litssvið. Eftir þessar breytingar veitir Þórður Valdimarsson iánasviðinu forstöðu en það sér um útlán, mark- aðssetningu, Tölvu og upplýsinga- deild. Margrét Jónsdóttir veitir fjármálasviði forstöðu en undir það heyra fjárreiður, bókhald og áætl- anir. Tómas Kristjánsson veitir lána- eftirlitssviði forstöðu en það hefur yfimmsjón með fullustueignum, lög- fræðideild og lánaeftirliti. Forstöðu- maður vöruþróunar- og markaðs- deildar verður Gísli Benediktsson, en undir það falla áhættulán og styrk- ir, hlutabréfavarsla og sérverkefni. Nýi ferðamála- fulltrúinn Ferðamáiafull- trúi Þingeyinga hefur verið ráð- inn Þórður Hös- kuldsson. Er um nýtt starf að ræða. Þórður er starfsmaður At- vinnuþróunarfé- lags Þingeyinga hf. og sinnir uppbyggingu og þróun ferðaþjónustu með aðsetri á Húsavík. Ráðin fram- kvæmdasijóri GSFÍ ARNEY Einarsdóttir hefur tekið við af Ashildi E. Bernharðsdóttur sem framkvæmdastóri Gæðastjórn- unarfélags Is- lands. Arney lauk BS-prófi í hótel- og veit- ingarekstri, með viðskiptafræði sem aukagrein, frá California State Polytec- hnic University árið 1990. Hún hefur síðan starfað á Hótel Sögu, og síðastliðin tvö ár sem fræðslu- stjóri Fræðsluráðs hótel- og veit- ingagreina. Amey hóf störf fyrir Gæðastjómunarfélagið sem verkefn- isstjóri ráðstefnunnar Gæði í þágu þjóðar, en hún tók síðan við starfi framkvæmdastjóra þann 1. janúar. Gæðastjómunarfélag Islands var stofnað 1986 og er tilgangur þess að fá því áorkað að gæði og aðferð- ir gæðastjórnunar verði virkur þáttur á öllum sviðum þjóðlífsins til hags- bóta fyrir íslenskt samfélag. í stjórn félagsins eiga sæti 9 fulltrúar úr flestum greinum atvinnulífsins. Guð- RÆSTINGUNA? Landsins mesta úrval af ræstivögnum og moppuvögnum ósamt öllum fylgihlutum. Verð fró kr. 16.996 m/vsk. stgr. Með allt á hreinu ! REKSTRARVÖRUR Ru RÉTTARHÁLSI 2*110 REYKJAVÍK • SÍMI: 91-875554 -- FIMMTUDAGUR 9. MARZ 1995 rún Högnadóttir, fræðslustjóri Rík- isspítala, var kjörin formaður GSFI á aðalfundi félagsins 24. febrúar sl. Tækniforsljóri Reykjanesum- dæmis Vega- gerðarinnar MJONAS Snæbjörnsson mun í vor taka við starfi tækniforstjóra í Reykjanesumdæmi Vegagerðar- innar. Jónas hefur undanfarin sextán ár starfað sem umdæmis- verkfræðingur á svæðisskrifstofu Vegargerðar- innar á Sauðár- króki. „Það er óhætt að segja að munur sé á þessum tveimur störfum,“ sagði Jón- as. „Umfangið er allt annað og meira á Reykjanesinu. Að vísu er lengd þjóðvega þar tæpir 400 kílómetrar, en rúmlega 1.000 á Norðurlandi vestra. Hins vegar fer um 36% þjóð- vegaumferðar um þjóðvegina á Reykjanesi á meðan 8% fer um Norðurland vestra. Þá voru síðustu viðhaldstölur þessara svæða þannig að á Reykjanesi fóru 195 miiljónir til viðhaldsframkvæmda á meðan 52 milljónir komu í hlut okkar á Norð- urlandi vestra." Eiginkona Jónasar er Þórdís Magnúsdóttir, kennari og eiga þau fjögur börn. Nýr formaður Skýrslutækni- félagsins Á AÐALFUNDI á dögunum urðu for- mannsskipti í Skýrslutæknifélagi ís- lands. Haukur Oddsson, tölvuverk- fræðingur, forstöðumaður tölvu- og upplýsingadeildar íslandsbanka tók við formennsku af Halldóri Krislj- ánssyni, verk- fræðingi, sem ver- ið hefur formaður félagsins undanf- arin sex ár. Haukur Odds- son lauk prófi í rafmagnsverkfræði frá Háskóla íslands 1983, tölvunar- fræði frá HÍ 1984 og meistaragráðu í tölvuverkfræði 1987 frá Danmarks Tekniske Hojskole. Haukur var ráðinn forstöðumaður tölvudeildar Iðnaðarbankans 1988 og hefur ver- ið forstöðumaður tölvu- og upplýs- ingadeildar íslandsbanka frá stofnun hans 1990. Haukur Oddsson hefur setið í stjórn Skýrslutæknifélags ís- lands frá 1990. Frá Marel til Bandaríkjanna PÉTUR Rafn Pétursson, verkfræð- ingur hjá Marel hf., hefur flutt sig um set og verður næstu árin með aðstöðu hjá bandaríska fyrir- tækinu Johnson Food Equip- ment í Kansas City, en það fyrir- tæki er umboðs- aðili fyrir Marel í kjúklingaiðnaði í Bandaríkjunum. Hlutverk hans þar verður að styrkja markaðssetn- ingu og þjónustu við framleiðsluvörur Marel vestanhafs. Pétur Rafn er 36 ára gamall. Hann lauk masters-prófi í rafeinda- verkfræði í Danmörku árið 1985. Síðan þá hefur hann unnið hjá Mar- el, fyrst við forritun á vogum og flok- kurum og frá 1989 við forritun og þróun í tölvusjónarverkefnum. Pétur Rafn hefur ferðast víða um heim á vegum Marels. Island aðili að sam- keppnis- skýrslu ÍSLANDI hefur verið boðið að bætast í hóp 49 þjóða sem fjallað er um í hinni heimsviðurkenndu skýrslu World Competitiveness Report, þar sem borin er saman samkeppnisstaða ríkja, að því að segir í frétt frá Aflvaka Reykjavík- ur hf. Þátttökuboðið barst Aflvaka Reykjavíkur í kjölfar útgáfu fé- lagsins á Skýrslu um samkeppnis- stöðu íslands 1993 í desember sl. Hún byggði að meginstofni á hinni alþjóðlegu skýrslu, þar sem upp- lýsingum um ísland var bætt inn í þær rúmlega 370 töflur sem ætlað er að draga upp mynd af samkeppnishæfni þátttökuþjóð- anna. Samkomulag hefur verið gert við forsætisráðuneytið og Þjóð- hagsstofnun um að Þjóðhagsstofn- un verði framvegis formlegur sam- starfsaðili útgefenda skýrslunnar fyrir íslands hönd, en Aflvaki Reykjavíkur veiti liðsinni við undir- búning næstu skýrslu, sem gefín verður út í Sviss í september nk. Þátttaka íslands í skýrslunni ætti að bæta úr því að ísland er jaðarland í ýmsum gagnasaman- tektum vegna smæðar sinnar, að sögn Aflvaka. Til dæmis birtir Alþjóðabankinn ekki tölur um þjóðir með færri en eina milljón íbúa í ársskýrslu sinni og í mörgum töflum í Efnahagsspá Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) er íslandi sleppt. Torgið Grænir skattar - vænir skattar? HAGVÖXTUR og umhverfisvernd hafa verið talin andstæð markmið að minnsta kosti frá þeim tíma sem Sigríður í Brattholti hótaði að henda sér í Gullfoss frekar en að sjá drauma Einars Benediktssonar um virkjun fossins rætast. I dag er lík- legt að fossinn sé meira virði mælt í beinhörðum peningum sem ferða- mannasegull en fallorka og menn eru að gera sér grein fyrir að and- stæðir pólar atvinnustarfsemi og umhverfisverndar eiga meira sam- eiginlegt en virðist við fyrstu sýn. Össur Skarphéðinsson umhverif- isráðherra ræddi um þessa við- horfsbreytingu á ráðstefnu um at- vinnulífið og umhverfismál á þriðju- dag og hann vék líka að svokölluð- um hagrænum stjórntækjum við umhverfisvernd, þar á meðal „um- hverfissköttum", þar sem menn nýta sér kosti markaðarins til að ná fram vistvænum markmiðum. En hvað eru umhverfisskattar? Össur tók sem dæmi að ef menn vildu draga úr mengun um 5% væri hægt að ná því markmiði fram með tvennum hætti, valdboði eða að leggja á mengunarskatt. Með síðarnefndu aðferðinni gætu fyrir- tækin sjálf valið um hagkvæmustu leiðina: sum gætu dregið verulega úr mengun með litlum tilkostnaði og minnkað þannig mengunarskatt- inn, en hjá öðrum gæti verið ódýr- ari kostur að borga skattinn. Svokallaðir koltvísýrings-skattar á mengandi orkugjafa eins og kol og olíu hafa verið teknir upp i lönd- um eins og Finnlandi, Svíþjóð og Hollandi. Umhverfisráðherra sagði að umræðan erlendis, til dæmis hjá Efnahags- og framfarastofnuninni (OECD), snerist meðal annars um hvort ekki væri heppilegra að skatt- leggja mengandi starfsemi og auð- lindanotkun fremur en atvinnustarf- semi og laun, sem drægju oft á tíð- um úr atvinnu. En er „umhverfisskattur" bara vistvænt orð yfir aukna skattpín- ingu ríkisins? Ekki segir Össur. „Ýmis óleyst vandamál fylgja upp- töku umhverfisskatta, en flestir eru sammála um að þeir geti ekki verið viðbót við núverandi skattheimtu, heldur verði að fella niður aðra skatta á móti," sagði hann á ráð- stefnunni. Vitlausir hagvaxtarmælar Rótin að árekstrum hagvaxtar- og umhverfissjónarmiða er svo kannski að finna í því að hitamælar hagkerfisins eru ekki rétt stilltir. Hefðbundin hagfræði afgreiðir mengun sem „ytri áhrif" og mælir samviskusamlega aukinn hagvöxt vegna gangsetningar nýrrar eit- urspúandi verksmiðju, en ekki að sama skapi kostnað vegna heilsu- tjóns þeirra sem veikjast af meng- uninni. Það sem skiptir okkur íslendinga kannski meira máli í þessu sam- bandi er að venjulegir þjóðhags- reikningar telja ekki með auðlindir sem ekki eru verðlagðar. Þannig að ef við íslendingar brettum upp ermarnar og útrýmdum þorskstofn- inum á nokkrum árum myndi það mælast sem blússandi hagvöxtur þó svo að við værum í raun að kippa tilverugrundvellinum undan sjálfum okkur. í nýju þjóðhagsreikningakerfi Sameinuðu þjóðanna er fylgireikn- ingur fyrir umhverfisreikninga, þar sem hægt er færa inn þann höfuð- stól sem felst í náttúruauðlindum og „afskriftir" eða „birgðabreyting- ar" sem verða á honum. Það er auðvitað enginn hægðar- leikur að meta til dæmis þorsk- stofninn til fjár á sama hátt og tog- araflotann eða bankainnistæður, en slíkt hefur þó verið reynt. Banda- rískir hagfræðingar sem fóru yfir þjóðhagsreikninga Indónesíu töldu að hagvöxtur þar í landi mældist 4% á ári en ekki 7°/o ef tekið væri með í reikninginn eyðing skóga, jarðvegs og olíulinda. Slíkum tölum ber að taka með varúð, en það hlýtur þó að vera kostur að geta greint á milli hag- vaxtar sem stafar af aukinni fram- leiðni og þess sem fæst með eyð- ingu auðlinda. Það veit hvert skóla- barn sem lesið hefur Grimms-ævin- týri að það er þjóðhagslega óhag- kvæmt og ósamrýmanlegt sjálf- bærri þróun að snúa gæsina sem verpir gulleggjunum úr hálsliðnum og gera úr henni sunnudagssteik. HÓ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.