Morgunblaðið - 09.03.1995, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 09.03.1995, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. MARZ 1995 C 5 LAUGARDAGUR 11/3 MYIMDBÖND Sæbjörn Valdimarsson „SAKLEYSIÐ, SÍSTMÁÁN ÞESS VERA GAMANMYND Gidget kr kr Leiksljóri Paul Wendkos. Hand- rit Gabrelle Upton, byggt á sam- nefndri bók Fredericks Kohners. Kvikmyndatökustjóri Burnett Guffey. Aðalleikendur Sandra Dee, Cliff Robertson, James Darren, Arthur O’Connell, Doug McClure. Bandarísk. Columbia 1959. Skífan 1995. 94 mín. Öllum leyfð. UPP Á síðkastið hefur Skífan gefið út myndir í flokk sem þeir kalla „gamlar og góðar“. Ekki er hægt að efast um fyrri hluta nafngiftarinnar en sá síðari hefur stundum orkað tvímælis. Sú nýjasta, Gidget, var feykivin- sæl unglingamynd á sínum tímá, reyndar e.k. tímamótamynd þar sem hún hleypti af stað öldu svo kallaðra strandmynda hjá B- mynda-fyrirtækinu American Inter- national Pictures, fjórum, beinum framhaldsmyndum og tveimur sjón- varpsmyndaflokkum! í dag er þessi einfalda saga af einarðri, lífsglaðri og bálskotinni unglingsstúlku í vafasömu vinfengi við brimbretta- stráka, ofurmáta barnaleg, oft bros- lega saklaus. Það síðasttalda vekur mann til umhugsunar á þessum tím- um ofbeldisdýrkunar. Þó tíðarand- inn hafi breyst, leynir sér ekki að sakleysisvottur hefur verið til stað- ar þarna á öndverðum sjötta ára- tugnum og ekki frítt við að maður sakni þess — jafnvel í þeirri bros- legu mynd sem hún birtist hér. Gidget var barn síns tima eins og flestar dægurflugur. Sandra litla Dee var sæt og vinsæl, sömuleiðis James Darren. Cliff Robertson var og er hinsvegar mikill gæðaleikari sem þurfti þó lengi vel að taka þeim hlutverkum sem vinnuveitandi hans, Columbia, bauð honum. Sum rýr í roðinu, líkt og brimbrettakapp- inn hér. Hann lífgar þó uppá mynd- ina og tekst að skapa eina eftirtekt- arverða karakterinn, strandgúr- úinn, töffarann, valmennið, leiðtog- ann virðingarverða, Kahloon, eða hvað hann nú hét. SÖGUSKRÁN- INGOG SKÁLARÆÐUR DRAMA Risarnir („Then There Were Giants“)kr -k'h Leiksljóri Joseph Sargent. Handrit David W. Rintels. Kvik- myndatökustjóri John Alonzo. Aðalleikendur John Lithgow, Bob Hoskins, Michael Caine, Ed Be- gley, Jr., Jan Triska. SÖGUHETJ- URNAR í þessari glænýju stutt- þáttaröð eru þrír risar sögunnar sem réðu ríkjum ' bandamanna á tímum seinna heimsstríðs. Winston Church- ill (Bob Hoskins), forsætisráðherra Breta, Franklin D. Roosevelt (John Lithgow), forseti Bandaríkjanna og æðsti maður Sov- étríkjanna, Josef Stalín. Þeir segja nánast alfarið söguna, ýmist í sam- ræðum sín á milli, einkafundum og ráðstefnum, eins notar leikstjórinn „splitscreen“-tæknina óspart. Ekki síður ótæpilega þann frásagnarmáta að láta þessa garpa sitja i forgrunni stríðsátaka. Þessi langa (240 mín.) stuttþátta- röð úr sjónvarpi er fyrst og fremst fræðandi og fylgir dável framvindu stríðsátakanna einsog þeim er lýst í sögunni. Þremenningarnir mæla helst í véfréttastíl, með misjafnlega sannfærandi árangri. Reynt er að koma sterkum og ólíkum persónu- leikum þeirra til skila og tekst það upp og ofan. Lithgow minnir talsvert á Roosevelt, en er mikið yngri og hraustlegri. Hoskins er hinsvegar hæpinn Churchill, túlkun hans er ósannfærandi blanda af George C. Scott með cockney-framburði og smákrimmans í Monu Lisu. Merki- legt nokk, þá er það Michael Caine sem tekst best að holdiklæða þessar sögupersónur. Með frábært gervi er hann furðu líkur Stalín og heldur ákveðnum karakter frá upphafi til enda. Það er þó fræðslugildið sem vegur þyngst hér, en rétt að taka fram að upplýsingar á hlífðarkápu eru dulítið villandi, efnislega og sögu- lega. Myndin gerist að öllu leyti á stríðsárunum, lýkur á Yöltu-ráð- stefnunni og segir fátt af hruna- dansi smáríkjanna í Evrópu. Þá var það Hitler sem rauf friðarsamkomu- lag sitt við Stalín, en ekki öfugt. REGNSKÓG- ARNIR LOGA DRAMA Báltímabilið („ The Burning Seas- on“) -k Leikstjóri John Frankenheimer. Aðalleikendur Raul Julia, Sonia Braga, Kamala Dawson, Luiz Gus- man, Nigel Havers, Thomas Milan, Esai Morales, Tony Plana, Edw- ard James Olmos. Bandarísk. HBO 1994. Warner-myndir 1995.117 mín. Aldurstakmark 16 ára. BÁLTÍMABILIÐ tekur fyrir eitt alvarlegasta um- hverfismál vorra tíma, eyðingu regnskóganna. En nú eru menn- irnir búnir að eyða röskum helmingi þeirra og á hveiju ári bætast við landflæmi á stærð við Stóra-Bret- land. Myndin fjallar um Chico Mendez (Raul Julia), Brasiliumann sem helgaði líf sitt baráttunni gegn eyðingu stærsta regnskógasvæðis veraldar, Amazon, sem kallað hefur verið „lungu jarðar“. Myndin sýnir að vísu hvað einn hugrakkur baráttumaður getur feng- ið framgengt en myndin er því miður afskaplega óspennandi að allri gerð. Lýjandi löng og engum dylst að aðal- leikarinn gengur ekki heill til skóg- ar, en Báltímabilið varð síðasta mynd hins ágæta Raul Julia. Margir, þekktir leikarar koma við sögu en engum tekst að blása ærlegu lífi í myndina og leikstjóm Frankenhei- mers er á sama plani. Athyglisverð en ekki það tímamótaverk .sem æski- legt hefði verið. BÍÓMYNDBÖND Sæbjöm Valdimarsson Sannar lygar („True Lies“) ■kktkc Spennumynd, 135 mín. Aldurs- takmark 16 ára Þessi tröllaukna spennu- og brellumynd nýtur sín ekki alveg nógu vel á skján- um en ber þó höf- uð og herðar yfir flest það sem komið hefur út í þessum geira um langa hríð. Hér er það hasar- myndakóngurinn sjálfur, Arnold S., sem bjargar heiminum rétt eina ferð- ina enn. Millikafli um fávíslegar hefndaraðgerðir Arnolds á hendur konu sinni - sem hann grunar um framhjáhald - dregur afburða spennumynd niður en lokakaflinn slær flest út sem áður hefur verið gert í sögu þeirra. Ríkissjónvarpið Óánægja með auglýsingar Foreldrar eru ekki á eitt sáttir um auglýsingar I tengslum við barna- efni í sjónvarpi. FJÖLDI foreldra hefur haft samband vlð Foreldrasam- tökin til að lýsa óánægju sinni vegna auglýsinga í tengslum við barnaefni Sjónvarpsins og auglýsinga- tíma um sýningar kvik- myndahúsanna. Hafa For- eldrasamtökin sent Pétri Guðfinnssyni framkvæmda- stjóra Sjónvarpsins bréf í kjölfíu-ið. í svari Péturs til samtakanna kemur fram að bréfið hafi orðið tilefni til þess að mál þessi verði tek- in til vandlegrar athugunar. Farið verði yfir allar auglýs- ingar sem birst hafi í fyrr- greindu samhengi á síðustu mánuðum og komi mis- brestur á framkvæmd í ljós verði viðeigandi ráðstafanir gerðar. í bréfi Foreldrasamtak- anna segir að á undanföm- um vikum og mánuðum hafi foreldrar ítrekað haft sam- band við samtökin þeirra erinda að láta í ljós óánægju vegna auglýsinga sem skot- ið er inn á milli liða í Morg- unsjónvarpi bamanna um helgar og á undan eða eftir öðm bamaefni. Auglýsingamar í morgunsjón- varpi séu inni í miðjum þætti á milli liða, ólíkt því sem yfírleitt tiðkist í efni ætluðu fullorðnum. Stundum sé auglýsingastef ekki spilað á undan og þeim skotið beint inn á milli vinsælustu teikni- myndanna og þáttanna. Þær eigi það flestar sammerkt að auglýsa ýmislegt sem talist geti böraum óhollt, sælgæti, óvönduð leikföng, disætt morgunkom o.s.frv. eins og segir. „Nýlega keyrði síðan um þver- bak þegar þau mistök urðu i þess- um auglýsingatíma Morgunsjón- varpsins að sýnt var í auglýsingu frá kvikmyndahúsi úr ofbeldis- myndinni Leon í staðinn fyrir bama- og fjölskyldumyndinni Konungi Ijónanna, “ segir í bréfinu Auk þessa hafi margir foreldrar verið nyög ósáttir vegna auglýs- ingatíma um sýningar kvikmynda- húsanna sem settur hafi verið í dagskrána rétt fyrir aðalfrétta- tíma Sjónvarpsins, á þeim tíma þegar langflestír föreldrar séu með bömum sínum, jafnt ungum sem eldri, fyrir framan sjónvarps- skjáinn. í þessum auglýsingum séu klippt saman sýnishom úr mynd- um, jafnt bönnuðum sem öðmm og hvergi skafið af ofbeldi nema síður sé, segir í bréfinu. Loks segir að foreldrar hafi haft sámband við Sjónvarpið til að bera upp kvartanir vegna beggja málanna en ekkert sé að- hafst til úrbóta. „Það er samdóma álit stjóraar Foreldrasamtakanna og þeirra sem til okkar hafa leitað vegna þessa, að auglýsingar eigi ekki heima inni í eða í tengslum við bamaefni yfir höfuð því ung böm gera sér á engan hátt grein fyrir eðli þeirra og tilgangi... Þess má geta að gífurlegur fjöldi rann- sókna hefur verið gerður vestan hafs og víðar um heim, í tengslum við auglýsingamenningu í barna- efni sjónvarpsstöðva. Niðurstöður þessara rannsókna hafa iðulega bent til þess að auglýsingamar hafi neikvæð áhrif á böm og komi inn lyá þeim ranghugmyndum um þá vöm og þjónustu sem verið er að auglýsa." UTVARP RÁS 1 FM 92,4/93,5 6.45 Veðurfregnir. 6.50 Bæn: Séra Dalla Þórðardótt- ir flytur. Snemma á laugardags- morgni. Þulur velur og kynnir tónlist. 7.30 Veðurfregnir. 8.07 Snemma á laugardags- morgni heldur áfram. 9.03 Með morgunkaffinu. Létt lög á laugardagsmorgni. 10.03 Hugmynd og veruleiki í póli- tik. Atli Rúnar Halldórsson þingfréttamaður talar við stjórnmálaforingja um hug- myndafræði í stjórnmálum. 1. þáttur: Kristín Ástgeirsdóttir frá Samtökum um kvennalista. (Endurflutt á þriðjudagskvöld kl. 23.20.) 10.45 Veðurfregnir. 11.00 í vikulokin. Umsjón: Logi Bergmann Eiðsson. 12.00 Útvarpsdagbókin og dag- skrá laugardagsins. 12.45 Veðurfregnir og auglýsingar. 13.00 Fréttaauki á laugardegi. 14.00 Hringiðan. Menningarmál á líðandi stund. Umsjón: Halldóra Kriðjónsdóttir. 16.05 Islenskt mál. Umsjón: Jón Aðalsteinn Jónsson. (Endurflutt nk. miðvikudagskvöld kl. 21.50.) 16.15 Söngvaþing. - Sönglög eftir Árna Thorstein- son, Sigvalda Kaldalóns og fleiri. Þuríður Pálsdóttir, Róbert Abraham Ottósson, Guðrún Á. Símonar, Fritz Weisshappel, Kristinn Hallsson, Árni Krist- jánsson og fleiri flytja. 16.30 Veðurfregnir. 16.35 Ný tónlistarhljóðrit Ríkisút- varpsins. Umsjón: Dr. Guð- mundur Emilsson. 17.00 Af Einarsstefnu. Frá mál- þingi um fræði Einars Pálsson- ar, sem haldið var að tilstuðlan Félagsvisindadeildar Háskóla íslands, áhugamanna um fræði Einars og velunnara, á síðasta ári. Umsjón: Ragnheiður Gyða Jónsdóttir. (Áður á dagskrá 28. febrúar síðastliðinn.) 18.00 Tónlist á laugardagssíðdegi. - Sinfónía concertante, fyrir fiðlu, lágfiðlu og hljómsveit í Es-dúr. KV 364 eftir Wolfgang Amad- eus Mozart. Thomas Brandis og Giusto Cappone leika með Fíl- harmóniusveitinni i Berlin ; Karl Böhm stjórnar. - Forleikur að óperunni Tancredi eftir Gioacchino Rossini, og - Rúmenskir dansar. Sz 68 eftir Béla Bartók. Orfeus kammer- sveitin leikur. 18.48 Dánarfregnir og auglýsingar. 19.30 Auglýsingar og veðurfregnir. 19.35 Óperukvöld Útvarpsins. Frá sýningu Metropolitan-óperunn- ar í New York 18. febrúar sið- astliðinn. Rakarinn frá Sevilla eftir Gioacchino Rossini. Flytj- endur: Rosina: Jennifer Lar- more. Figaro: Thomas Allen. Almaviva: Stanford Olsen. Dr. Bartolo: Enzö Dara. Don Basilio: Nicolai Ghiaurov. Kór og hljóm- sveit Metropolitan-óperunnar; David Atherton stjórnar. Um- sjón: Ingveldur G. Ólafsdóttir Lestur Passíusálma hefst að óperu lokinni Þorleifur Hauks- son les (24). 22.35 íslenskar smásögur: Hvítar rósir eftir Steinunni Sigurðar- dóttur. Höfundur les. (Aður á dagskrá i gærmorgun.) 23.15 Dustað af dansskónum. 0.10 Fimm fjórðu. Djassþáttur í umsjá Lönu Kolbrúnar EddU- dóttur. (Áður á dagskrá í gær.) 1.00 Næturútvarp á samtengdum rásum til morguns Fréttir ó RÁS 1 og RÁS 2 kl. 7, 8, 9, 10, 12.20, 16, 19, 22 og 24. RÁS 2 FM 90,1/99,9 8.05 Endurtekið barnaefni Rásar 1. 9.03 Laugardagslíf. Umsjón: Hrafnhildur Halldórsdóttir. 12.45 Helgarútgáfan. Umsjón: Lísa Páls. 16.05 Heimsendir. Margrét Kristin Blöndal og Siguijón Kjartansson. 17.00 Með grátt í vöngum. Gestur Einar Jónasson. 19.30 Veðurfrétt- ir. 19.32 Vinsældalisti götunnar. Umsjón: Ólafur Páll Gunnarsson. 20.30 Úr hljóðstofu. Umsjón: Andrea Jónsdóttir. 22.10 Nætur- vakt Rásar 2. Umsjón: Guðni Már Henningsson. NÆTURÚTVARPID 1.30 Veðurfregnir. Næturvakt rás- ar 2. 2.00Fréttir. 2.05 Rokkþáttur Rói 1 kl. 10.03. Hugmynd og veru- lclki i pólitík. Atli Rúnor Haildórs- son þingfréttamaóur talar vió stjórnmólaforingja um hugmynda- frsði i stjórnmólum. I. þóttur: Kristín Ástgeirsdóttir fró Samtök- um um kvennalista. (Endurflutt ó þriójudagskvöld kl. 23.20.) Andreu Jónsdóttur. 3.00 Næturlög. 4.30 Veðurfréttir. 4.40 Næturlög halda áfram. 5.00 Fréttir. 5.05 Stund með Who. 6.00 Fréttir, veður færð og flugsamgöngur. 6.03 Ég man þá tið. Hermann Ragnar Stef- ánsson. (Veðurfregnir kl. 6.45 og 7.30). Morguntónar. AÐALSTÖÐIN 90,9/ 103,2 9.00 Sigvaldi Búi. 13.00 Á mjúku nótunum með Völu Matt. 16.00 Iþróttafélögin. Þáttur í umsjá íþróttafélaganna. 19.00 Magnús Þórsson. 21.00 Næturvakt Aðal- stöðvarinnar. BYLGJAN FM 98,9 7.00 Morguntónar. 9.00 Morgunút- varp með Eiríki Jónssyni og Sig- urði L. Hall. 12.10 Laugardagur um land allt. Halldór Backman og Sigurður Hlöðversson. 16.00 ís- lenski listinn. Umsjón: Jón Axel Ólafsson. 19.00 Gullmolar. 20.00 Laugardagskvöld á Bylgjunni með Grétari Miller. 23.00 Hafþór Freyr Sigmundsson. 3.00 Næturvaktin. Fróffir kl. 10, 12, 15, 17 og 19.30. BYLGJAN, ÍSAFIRDI FM 97,9 9.00 Samtengt Bylgjunni FM 98,9. 20.00 Tveir tæpir. Víðir Arnarson og Rúnar Rafnsson. 23.00 Gunnar Atli með næturvakt. Síminn i hljóð- stofu 93-5211. 2.00 Samtengt Bylgjunni FM 98.9. BR0SIÐ FM 96,7 10.00 Ellert Grétarsson. 13.00 Léttur laugardagur. 17.00 Helgar- tónar. 23.00 Næturvaktin. 3.00 Næturtónlist. FM 957 FM 95,7 9.00 Helga Sigrún. 11.00 Sport-: pakkinn. Hafþór Sveinjónsson og' Jóhann Jóhannsson. 13.00 Sigvaldi. Kaldalóns og Haraldur Daði. 16.00 Axel Axelsson. 19.00 FM957 kynndir upp fyrir kvöldið. 23.00 Á lifinu. LINDIN FM 102,9 8.00 Morguntónar. 11.00 Á laugar- dagsmorgni. 13.00 Ókynnt tónlist. 16.00 íslenski kristilegi listinn (endurfluttur). 18.00 Ókynnt tón- list. 20.00 Laugardags vaktin. 23.00 Næturvaktin. TOP-BYLGJAN FM 100,9 7.00 Sjá dagskrá Bylgjunnar FM 98,9. 10.00 Svæðisútvarp T0P- Bylgjan. 11.00 Samtengt Bylgj- unni FM 98,9. X-ID FM 97,7 10.00 örvar Geir og Þórður Örn. 12.00 Ragnar Blöndal. 14.00 X- Dómínóslistinn. 17.00Þossi. 19.00 Party Zone. 22.00 Nætur- vakt.03.00 Næturdagskrá.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.