Morgunblaðið - 09.03.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 09.03.1995, Blaðsíða 1
V BLAÐ ALLRA LANDSMANNA 1995 FIMMTUDAGUR 9. MARZ BLAD D FIMLEIKAR Rússar með í íslandsmótinu Fimleikameistaramót íslands verður í Laugar- dalshöll um helgina. Allt besta fimleikafólk landsins tekur þátt í mótinu og rússnesku fím- leikastrákarnir Ruslan Ovtchinikov, Gerplu, og Sergei Maslenikov, Ármanni, verða með í liða- keppninni og keppa sem gestir í einstaklings- keppninni. Þetta er í fyrsta sinn sem Rússar taka þátt í Islandsmóti. Búist er við spennandi keppni í karlaflokki þar sem talið er að Guðjón Guð- mundsson og Jóhannes Níels Sigurðsson, sem hefur æft í Danmörku í vetur, komi til með að berjast um sigurinn. Mótið hefst á föstudagskvöld kl. 20.00 með liðakeppni og jafnframt er keppni um rétt til þátttöku í úrslitum á einstökum áhöldum. HANDKNATTLEIKUR Ekkert mál fyrir Árna VÍKINGAR léku við hvern sinn fingur þegar þeir tóku á móti bikarmeisturum KA í undanúr- slitum Islandsmótsins í gær- kvöldi. Að vísu var jafnræði með liðunum hvað mörk varðar í 35 mínútur en þá settu heimamenn í fluggír og norðanmenn sátu eftir. Staðan var 14:13 í hálfleik en lokatölur 32:24. Vörn KA hef- ur verið aðal liðsins að undan- förnu en hún var ekki uppá marga fiska í gærkvöldi. Á myndinni er boltinn á leiðinni i KA-netið framhjá Sigmari Þresti Óskarssyni eftir skot Árna Frið- leifssonar án þess að jaxlarnir Alfreð Gíslason til vinstri og Erlingur Kristjánsson fái nokkuð að gert. ■ Víkingar.../D4 KNATTSPYRNA Shearer sá um Arsenal Morgunblaðið/Kristinn Alan Shearer reyndist Arsenal erfiður á Highbury í gær- kvöldi. Hann kom Blackburn á bragðið á 4. mínútu og innsiglaði sigurinn úr vítaspyrnu í byrjun seinni hálfleiks en Blackburn vann 3:1 og er efst í ensku úrvalsdeild- inni með 72 stig. Graeme Le Saux gerði annað mark gestanna á 18. mínútu en Stephen Morrow minnk- aði muninn undir lokin. Manchester United er þremur stigum á eftir Blacbum en með betri markatölu og eru möguleikar liðanna á titlinum taldir jafnir hjá veðmöngurum. Lee Clark og Paul Kitson tryggðu Newcastle 2:0 sigur gegn West Ham en Newcastle er í þriðja sæti með 60 stig eftir 32 leiki. Útlitið var ekki bjart hjá Ipswich eftir stundarfjórðung gegn Totten- ham. Jurgen Klinsmann skoraði á 2. mínútu, 22. mark hans fyrir Spurs á tímabilinu, og Nick Barmby bætti öðru marki við skömmu síðar en þá slakaði Spurs á. Liðið vann samt 3:0 en Eddie Younds gerði sjálfsmark skömmu fyrir leikslok og er staða Ipswich allt annað en góð. Bolton í úrsllt Bolton og Liverpool leika til úr- slita í deildarbikarnum á Wembley 2. apríl, en Bolton, sem er efst í 1. deild, hefur ekki leikið til úrslita í bikarkeppni síðan 1958. Liðið vann Swindon 3:1 í gærkvöldi og 4:3 samanlagt en Liverpool tók Crystal Palace 1:0 eins og í fyrri leik Iiðanna á Anfield. Swindon vann fyrri leikinn 2:1 og þegar Norðmaðurinn Jan Aage Fjortoft skoraði snemma í seinni hálfleik leit út fyrir að liðið væri á leiðinni á Wembley. En Bruce Ri- och, yfirþjálfari Bolton, var ekki á sama máli og kaflaskipti urðu þeg- ar hann skipti Mixu Paateleinen og Richard Sneekes inn á. Fjórum mínútum síðar jafnaði Jason McAteer og fimm mínútum eftir mark hans bætti Paateleinen öðru marki við. John McGinlay kom Bolton síðan áfram með marki tveimur mínútum fyrir leikslok. Robbie Fowler gerði 27. mark sitt fyrir Liverpool á tímabilinu og það tryggði liðinu sjöunda úrslita- leikinn í deildarbikarnum sem er met, en hann gerði einnig eina markið í fyrri leik liðanna. SUND Arnar Freyr og Logi bæta sig ARNAR Freyr Ólafsson og Logi Kristjánsson, landsliðsmenn í sundi, sem eru í Bandaríkjunum, hafa bætt árangur sinn að undan- förnu. Arnar synti 200 stiku skrið- sund á 1.38,00 mín. og bætti árangur sinn í vegalengdinni um fimm sek. Logp synti 100 stiku baksund á 55,5 sek. og bætti árangur sinn um rúma eina og hálfa sek. og þá synti hann 200 stiku baksund á 1.49,02 mín., bætti sig um þrjár og hálfa sek. Þeir félagar koma til landsins í næstu viku til að taka þátt í ís- landsmeistaramótinu innanhúss, sem fer fram í Vestmannaeyjum um aðra helgi. KÖRFUKNATTLEIKUR: NJARÐVÍKINGAR HALDA UPPTEKNUM HÆTTI / D2

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.