Morgunblaðið - 09.03.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 09.03.1995, Blaðsíða 4
 SMl Hm ; í. ■■MH HANDKNATTLEIKUR / URSLITAKEPPNIISLANDSMOTSINS Víkingar yfirspiludu bikarmeistara KA SKAUTAR Tékkneskir meistarar Radka Kovarikova og Rene Novotny frá Tékklandi — sem búsett eru í Bandaríkjun- um — urðu heimsmeistarar í parakeppni í listhlaupi á skaut- um í gærkvöldi. Keppni hófst í einstaklings- keppni karla í listhlaupi í gær. Skemmst er frá því að segja að Kanadamaðurinn Elvis Stojko fór á kostum í skylduæf- ingunum. Stojko, sem á titil að verja, hefur átt við meiðsli í ökla að stríða síðustu vikur og byijaði varlega, en skautaði glæsilega og er í fyrsta sæti. VÍKINGUR átti í erfiðleikum með ÍR íátta liða úrslitum en annað var upp á teningnum þegar liðið tók á móti KA í Víkinni í gærkvöldi. Heimamenn fóru hreinlega á kostum og þó að- eins munaði marki í hléi voru yfirburðirnir mun meiri en tölurn ar 14:13 gáfu til kynna. Það kom enda í Ijós í byrjun seinni hálfleiks þegar Víkingar yfirspiluðu bikarmeistarana og tryggðu sér öruggan sigur en lokatölur urðu 32:24. Liðin mætast aftur á Akureyri á morgun og er Ijóst að KA-menn þurfa heldur betur að taka sig saman í andlitinu til að eiga möguleika á oddaleik á sunnudag. Að undanförnu hafa Víkingar verið nokkuð uggandi vegna meiðsla Sigurðar Sveinssonar og lægðar Bjarka Sig- urðssonar en einnig hefur verið fundið Guðbjartsson skrifar að þvi að þeir hafi ekki náð nógu vel saman. Slakur varnarleikur hefur einnig verið í umræðunni og mis- jöfn markvarsla en Víkingar blésu í gærkvöldi á allar efasemdir hvað fyrrnefnda þætti varðar. Sigurður var mjög ógnandi í sókninni, gerði góð mörk og mataði Bjarka í horn- inu og Birgi á línunni hvað eftir annað með góðum sendingum. Bjarki blómstraði, var óstöðvandi jafnt í horninu sem hraðaupp- hlaupum og kryddaði vel gerð og fjölbreytt mörk með öruggum víta- skotum og góðu marki fyrir utan, svona rétt til að minna á að hann hefði engu gleymt. Vamarleikurinn var reyndar gloppóttur í fyrri hálfleik en öllum smugum var lokað eftir hlé „þegar * — Þannig vörðu þeir Reynir Þ. Reynisson, Vík- ingi: 17/1 (þar af 5/1 til mótheija); 7 langskot, 4(2) af línu, 2 úr horni, 2(1) eftir hraðaupphlaup, 1(1) eftir gegnumbrot, 1(1) víti. Sigmar Þröstur Óskarsson, KA: 11/1 (þar af 5 til mót- heija); 3(2) eftir hraðaupp- hlaup, 2 langskot, 2(1) úr horni, 2(2) eftir gegnumbrot, eitt af línu og eitt vítakast. Björn Björnsson, KA: 3; 2 af línu, eitt langskot. við fórum að tala saman,“ eins og Birgir orðaði það við Morgunblað- ið. Þá er ónefnd markvarslan en þáttur Reynis Þ. Reynissonar vóg þungt og frammistaða hans skyggði algerlega á landsliðs- manninn í hinu markinu. Vegna fyrrnefndra atriða kom- ust bikarmeistaramir lítt áleiðis og var mesta furða hvað þeir stóðu í heimamönnum í fyrri hálfleik. Þar hafði mikið að segja að Víking- ar gerðu fleiri tæknileg mistök í hálfleiknum en einstaklingsfram- tak Patreks Jóhannessonar skipti einnig miklu máli. Hann var allt í öllu í leik liðsins og er í raun undarlegt að Víkingar skyldu ekki reyna að hafa á honum meiri gætur en þeir gerðu. Sigmar Þröstur varði aðeins þijú skot í fyrri hálfleik og þar af fór boltinn tvisvar aftur til mótheija en mark- varslan segir líka mikið um vörnina sem var langt því frá að vera góð. Sóknarleikurinn var einnig mikill höfuðverkur og tóku fjórir menn að sér leikstjórnina með misjöfnum árangri. Víkingsliðið náði sér mjög vel á strik og sjálfstraust allra leik- manna var í lagi. Þeir spiluðu sem lið og var hvergi veikur hlekkur að frátöldum varnarleiknum í fyrri hálfleik. Góð vörn og markvarsla gáfu af sér sjö mörk eftir hraða- upphlaup í seinni hálfleik og þau gerðu endanlega út af við KA. KA-liðið var ekki tilbúið í átökin frekar en áður í Víkinni þar sem liðið hefur aldrei sigrað. Einstakl- ingamir náðu hvorki saman í vöm né sókn og slíkt kann aldrei góðri lukku að stríða en Alfreð þjálfari gaf vonina endanlega upp á bátinn 10 mínútum fyrir leikslok og hvíldi þá lykilmenn fyrir átök morgun- dagsins. SÓKNARNÝTING Úrslitakeppnin í handknattieik 19 Fyrsti leikur liðanna í undanúrslitum íslandsmótsins, miðvikudaginn 8. mars 1995. Víkingur KA Mörk Sóknir % Mörk Sóknir % 14 24 58 F.h 13 24 54 18 28 64 S.h 11 28 39 32 52 61 Alls 24 52 46 6 Langskot 8 4 Gegnumbrot 3 g Hraðaupphlaup 2 5 Horn 4 5 Lína 2 3 Vfti 5 Morgunblaðið/Kristinn ÍBVá toppinn Áritaðar áfangapeysur fyrir bakarann KRISTJÁN Skarphéðinsson, bakari í Nýja bakariinu á Patreksfirði, er dyggur stuðningsmaður Vikings í handknattleik. Hann mætir oft á leiki karlaliðsins en eins og gefur að skilja á hann líka oft erfitt um vik. Hann vildi leggja sitt af mörkum í úrslitakeppninni með því að kaupa svo nefnda áfangaboli af liðinu eftir hvern sigur og eftir sigurinn gegn KA í gærkvöldi hefur hann tryggt sér þrjá slíka. Allir leikmennirnir árita bolina og hér er það Sigurður Sveinsson sem áritar bolinn í gærkvöldi. Árni Friðleifsson er næstu rí röðinni og bróðir hans Friðleifur Friðleifsson fyrirliði bíður rólegur. Fjær má sjá bolinn eftir fyrri sigurinn gegn IR. „Klárum þetta fyrir nordan" Reynir Þ. Reynisson átti stórleik í marki Víkings og efaðist aldr- ei um sigur heimamanna. „Ég átti alltaf von á sigri en ekki svona stórum. Við komum mjög ein- beittir til leiks og gerðum út um þetta með góðum kafla um miðjan seinni hálfleik. í fyrri hálfleik opnaðist vöm- in stundum hjá okkur en við vorum alltaf betri og ég var heitur allan tím- ann. Það var klaufaskapur hjá okkur að vera ekki fleiri mörkum yfir í fyrri hálfleik en þetta var gott hjá okkur eftir hlé.“ Hann sagði að ekki kæmi annað til greina en að tryggja áframhald- andi keppni í næsta leik. „Við gefum allt í þetta á föstudaginn. Það verður erfitt en við ætlum ekki í oddaleik og klárum þetta fyrir norðan." Vömin brást Landsliðsmarkvörðurinn Sigmar Þröstur Óskarsson var ekki öfunds- verður í marki KA en hann kenndi fyrst og fremst slakri vöm um hvem- ig fór. „Víkingarnir fengu að spila eins og þeir vildu og okkur tókst ekki að stöðva þá, vörnin small ekki sam- an og ég fékk á mig mörg mörk úr opnum dauðafærum — komst því ekki almennilega í gang. Víkingar spiluðu góða vörn og við vorum of gráðugir í sókninni. Fyrir vikið er næsti leikur úrslitaleikur fyrir okkur og það er ljóst að við verðum að breyta um varnarleik og leggja allt I sölurnar. Það verður fullt hús og við ætlum í oddaleik." Eyjamenn skutust á toppinn í úr- slitakeppni annarrar deildar með dyggri aðstoð hljómsveitar sinnar i 26:21 sigri á Stefán Gróttu á Seltjarn- Stefánsson arnesinu í gærkvöldi. skrífar Þeir hafa 10 stig en Grótta kemur á éftir með 9 stig. Gestirnir byijuðu, mjög vel með frábærri markvörslu, sterkri vörn og 6 mörk úr 6 fyrstu sóknum sínum svo að eftir 15 mínútur var staðan 3:8. Þessi byijun ásamt há- værri og stórskemmtilegri hljómsveit Eyjamanna sló Gróttumen alveg útaf laginu og þeir náðu sér ekki á strik. í upphafi síðari hálfleiks tókst Selt- irningum að komast inní leikinn um tíma en það gekk ekki upp. Gróttumenn léku ágætlega en mótstaðan var of mikil. Þeir þurftu að hafa mikið fyrir því að saxa á forskotið og var refsað fyrir hver ein- ustu mistök. Sigtryggur Albertsson varði vel eftir hlé en aðeins þijú skot fyrir hlé. Nökkvi Gunnarsson var þeirra besti maður en Eyjamenn höfðu góðar gætur á Davor Kovacevic. „Þetta var skref í rétta átt en það eru fimm leikir eftir. Við unnum fyrst og fremst á liðsheildinni og frábærri vörn,“ sagði Jón Bragi Arnarsson markvörður ÍBV og sagðist „þokka- lega ánægður" með sinn hlut en hann átti frábæran leik og varði 21 skot, þar af 2 víti. Svavar Vignisson var mjög góður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.