Morgunblaðið - 10.03.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 10.03.1995, Blaðsíða 1
96 SIÐUR B/C/D 58. TBL. 83. ÁRG. FÖSTUDAGUR 10. MARZ 1995 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Reuter Samkomulag um aukna sjálfstjórn Palestínumanna 1. júlí Kosningar og ísra- elskt herlið á brott Erez. Reuter. Nintendo og Sega sökuð um einokun London. Reuter. BRESK yfirvöld hafa til- kynnt japönsku tölvuleikja- fyrirtækjunum Sega og Nint- endo, að þau hafi gerst sek um „einokunartilburði" í skjóli yfirburðastöðu sinnar á markaðinum. Er það niður- staða bresku einokun- arnefndarinnar, sem segir, að fyrirtækin hafi fært verð á tölvunum niður úr öllu valdi en haldi hins vegar verði á leikjunum sjálfum himinháu. Einokunarnefndin segir einnig, að leyfin, sem önnur fyrirtæki hafa til að fram- leiða leiki fyrir Nintendo- og Sega-tölvur, séu bundin óeðlilegum takmörkunum og í krafti þeirra geti japönsku fyrirtækin ráðið jafnt verð- inu sem leikjaúrvalinu. Hömlum aflétt Nefndin segir, að nauðsyn- legt sé að afnema þessi höft til að auka samkeppni og gefur Nintendo og Sega þriggja mánaða frest til að ræða þessi mál og bæta úr. I tilkynningu frá Sega segir, að fyrirtækið hafi orðið fyrir miklum „vonbrigðum“ með þessa niðurstöðu en vilji þó taka þátt í viðræðum um málið. I skýrslu einokunamefnd- arinnar er lögð áhersla á, að verði fyrrnefndar takmark- anir á framleiðsluleyfum ekki afnumdar verði hugsan- lega gripið til verðlagseftir- lits gagnvart fyrirtækjunum. Algengt verð á tölvuleikj- um í Bretlandi er milli 1.600 og 2.100 krónur. FULLTRUAR ísraels og PLO, Frelsissamtaka Palestínumanna, náðu í gær samkomulagi um, að annað stigið í sjálfstjórnaráætlun- um Palestínumanna kæmi til fram- kværnda 1. júlí næstkomandi. Kosn- ingar á sjálfstjórnarsvæðunum og brottflutningur ísraelsks herliðs munu þá hafa dregist í ár en Shim- on Peres, utanríkisráðherra ísraels, sagði, að engu síður væri um að ræða tímamótasamkomulag. Peres sagði á blaðamannafundi í Erez á Gazasvæðinu í gær, að stefnt væri að því að ljúka samning- um um framhald sjálfstjórnarmál- anna síðari hluta júnímánaðar en upphaflega áttu kosningar og brott- flutningur ísraelsks herliðs frá Vesturbakkanum að verða í júlí á síðasta ári. Barátta gegn hryðju- .verkum hert Sjálfstjóm Palestínumanna hófst á Gaza og í Jeríkó á Vesturbakkan- um í maí fyrir ári en hryðjuverk ísl- amskra öfgamanna í Israel og ágreiningur um valdsvið væntanlegs sjálfstjórnarráðs Palestínumanna hafa staðið í vegi fyrir framhaldinu. Yasser Arafat, leiðtogi PLO, sagði í gær, að baráttan gegn hryðju- verkamönnum yrði hert um allan helming og því til sönnunar sýndu palestínsk yfírvöld tvo menn, sem þau sögðu hafa verið þjálfaða til hryðjuverka og sjálfsmorðsárásar. Peres sagði, að ísraelsk yfirvöld hefðu fallist á að færa PLO meiri völd í efnahagsmálum á Vestur- bakkanum, opna leið milli Jeríkó og Gaza og sleppa fleiri föngum. Þá yrði fleiri Palestínumönnum leyft að stunda vinnu í ísrael. Táknræn heimsókn ELÍSABET Englandsdrottning kom í sögulega heimsókn til Norð- ur-írlands í gær og var afar vel fagnað, einkum af mótmælend- um. Þeir vi(ja vera breskir þegnar og líta á komu drottningar sem stuðningsyfirlýsingu við sig. Hún þykir einnig táknræn fyrir þær vonir, sem nú eru bundnar við frið í landinu. Elísabet er hér á tali við verkamenn í Belfast. ♦ ♦ ♦ Grálúðustríðið Fyrsta fiskiskipið tekið? Brussel. Reuter. EMMA Bonino, sem fer með sjávar- útvegsmál í framkvæmdastjórn Evr- ópusambandsins, ESB, sagði á blaðamannafundi í Brussel í gær, að Kanadamenn hefðu tekið spánskt skip, sem verið hefði að grúlúðuveið- um utan kanadísku landhelginnar. Bonino sagði, að þijú kanadísk skip, þar á meðal herskip, hefðu staðið að töku spánska togarans Estai og líkti hún aðgerðunum við sjórán. Kvað hún sendiherra ESB- ríkjanna hafa verið kallaða saman til skyndifundar vegna málsins. Stjórnvöld í Kanada sögðu ekkert um þessar staðhæfíngar Boninos en nokkru áður hafði talsmaður sjávar- útvegsráðuneytisins neitað fréttum um, að spánskt skip hefði verið tek- ið. „Á þessari stundu höfum við ekki tekið spánskt skip en við sjáum hvað setur,“ sagði talsmaðurinn þá. Kanadamenn eru að reyna að koma í veg fyrir rányrkju á grálúð- unni en ESB ætlar að hafa kvótatil- lögur NAFO, Norðvestur-Atlants- • hafsfiskveiðinefndarinnar, að engu. Reuter GRÍSKA óeirðalögreglan réðst í gær af mikilli hörku gegn hópi eftirlaunaþega, sem komið hafði saman í Aþenu til að krefjast hærri lífeyris. Var skotið á fólk- ið sérstöku táragasdufti og fjór- ir ellilífeyrisþegar meiddust nokkuð í átökum við lögreglu- menn. Stjórnvöld segja, að kann- Aldraðir í átökum að verði hvort þessar harkalegu aðfarir hafi verið nauðsynlegar í ljósi þess, að hinir öldruðu hafi farið með friði. Hefur Andreas Papandreou, forsætis- ráðherra Grikklands, boðist til að ræða við eftirlaunaþegana í næstu viku og hlýða á kröfur þeirra. Hér reyna tveir menn að hlífa augunum við duftinu, sem skotið var á þá. Kosningabandalög í gerjun á Ítalíu Líkur á tveggja flokka kerfi Róm. Reuter. ROCCO Buttiglione, leiðtogi Þjóð- arflokksins sem er arftaki kristi- legra demókrata á Ítalíu, ákvað ‘í gær að mæla með því að flokkurinn myndaði kosningabandalag með Silvio Berlusconi, fyrrverandi for- sætisráðherra, í sveitarstjórn- arkosningum sem verða í apríl. Gangi þetta eftir segja stjórnmála- skýrendur að vísir að tveggja flokka kerfi geti orðið til í landinu og auk- ið stöðugleika eftir nokkurra ára upplausn. Buttiglione segir að myndað verði kosningabandalag með Forza Italia, flokki Berlusconis, sums staðar en einnig með Þjóðarfylking- unni, öðrum helsta flokknum í bandalagi Berlusconis. Búist er við þingkosningum síðar á árinu og er ljóst að Buttiglione vill að samstarf- ið taki einnig til þeirra. Þjóðarflokkurinn hefur um ‘10% fylgi en hart er deilt um það hvort slást skuli í lið með Berlusconi eða nýju mið- og vinstrabandalagi, sem kaþólskur hagfræðingur, Romano Prodi, er að reyna að setja á lagg- irnar. Amast við Þjóðarbandalaginu Búist er við því að uppistaðan í þessu nýja bandalagi verði flokkur fyrrverandi kommúnista en einnig hörðustu andstæðingar Buttiglione í Þjóðarflokknum. Þeir eru einkum andvígir samstarfi við Berlusconi vegna þess að í bandalagi hans er fyrir Þjóðarbandalag Gianfrancos Finis. Þar er helsti flokkurinn nýfasistar er fyrir skömmu ákváðu loks að varpa fyrir róða aðdáun sinni á einræðisherranum Benito Mussolini.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.