Morgunblaðið - 10.03.1995, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 10.03.1995, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. MARZ 1995 7 FRÉTTIR Snjórinn aldrei meiri SNJÓÞYNGSLI hafa verið mikil á Vestfjörðum í vetur að viðbættum vályndum veðrum. Páll Kristjáns- son byggingameistari hefur um sex ára skeið hreinsað klaka- dröngla og siy óhengjur af þökum og mænum á Isafirði með hjálp körfubíla sinna, og segir hann snjóþyngslin aldrei hafa verið eins mikil og nú. Þök séu jafnvel farin að leka vegna polla sem klakastífl- ur mynda, og það hafi ekki gerst áður. í gær barði hann niður hættulegar hengjur og grýlukerti í níu tíma samfellt. Páll segir mörg grýlukertin hafa náð „ótrú- legri stærð“, og stærsta kertið sem liann braut. niður hékk af Sundhöll ísafjarðar, og var á milli 3,5 og 4 metrar að stærð. frá að óskað yrði eftir mati á verð- mæti húsa og lagalegar forsendur hugsanlegra kaupa yrðu kannaðar. Bæjarráð hafi ennfremur samþykkt að fresta innheimtu fasteignagjalda 1995 á viðkomandi hús og að leitað verði til Ofanflóðasjóðs og óskað eft- ir að hann leysi til sín hús íbúa á snjóflóðahættusvæðinu. Albert segir þessa niðurstöðu viðunandi, að minnsta kosti í bili. Dómstólaleiðin næsta skref „Ég vil komast í öruggt húsnæði í sama sveitarfélagi og það er al- mennt sú krafa sem fólk gerir, enda vilja fæstir yfirgefa þetta byggðarlag. Bygging á þessu svæði voru skipu- lagsmistök sem við gjöldum fyrir, því aleiga okkar er að veði. Eignir okkar eru gjörsamlega verðlausar því eng- um dettur í hug að kaupa hús sem snjóflóð vofa yfír. Þarna er um mikil verðmæti að ræða, því gegnumsneitt er um að ræða 10 ára gömul hús að verðmæti um 15 milljónir króna hvert. Ég hef reynt að selja húsið mitt og komast annað í þijú ár, en ekki nokk- ur maður hefur komið til að skoða. Við lýsum allri ábyrgð á bæjarfélagið þótt að þeir sem skipulögðu byggð á svæðinu á sínum tíma séu allir horfn- ir af vettvangi. Núverandi forráða- menn Isafjarðarbæjar hafa vissulega tekið vel í mál okkar og sinnt því eftir megni að ég held. Við viljum láta reyna á þá leið sem bæjaryfir- völd vilja fara, þ.e. að Ofanfióðasjóður borgi 90% og bærinn 10%. Gangi það ekki eftir, er aðeins hægt að fara dómstólaleiðina, sem hlýtur að vera næsta skref. Við munum auðvitað aldrei fá raunvirði húsanna okkar. Óskastað- an í mínum huga væri auðvitað að húsið mitt væri flutt í heilu lagi á öruggan stað, en þar sem sá kostur er með öllu óraunhæfur, vil ég að- eins komast í sambærilegt húsnæði á öruggu svæði hér á ísafirði. Við viljum ekki lifa annan vetur við sömu kringumstæður. Hafi hins vegar ekki fundist lausn í sumar er mér skapi næst að skuldbinda mig að nýju og byggja annað hús, byrja aftur með tvær hendur tómar. Þótt það yrði neyðarúrræði og myndi steypa okkur á kaf í skuldir, verðum við að eign- ast heimili. Það eigum við ekki eins og staðan er nú.“ in fara af stað, eru mannvirkin bara hégómi“.“ „Loga ljósin enn? Anna María lýsir ástandinu sem algerri röskun á öllu heimilislífi. Hægara sé að flytja fjögurra manna fjölskyldu fram og til baka í orði en á borði. Alltaf vanti flolskyldan eitt- hvað sem er lokað inni á hættusvæði og því engin tök á að nálgast viðkom- andi muni; leikföng bama, snyrtivörur eða föt. Verði nauðsynlega að sækja eitthvað, líði henni illa á meðan. Alag- ið við að búa fjarri heimili sínu sé einnig mikið, jafnvel þótt að aðstæður hennar að heiman séu miklu betri en flestra annarra íbúa sem yfirgefið hafa heimili sín. Óttinn um heimilið sé svo mikill að nú þegar hafi hún fjarlægt ýmsa persónulega muni af því, svo sem myndaalbúm. Helst finnist henni ástandið minna á rússneska rúllettu, enginn viti hve- nær og hvort hvellurinn komi. „Fyrstu næturnar eftir að við höf- um flutt út, læt ég útiljósin umhverf- is húsið loga. Síðan vakna ég á næt- urnar og rýni út í sortann og upp í ljallið til að athuga hvort við eigum enn hús eða ekki. Loga ljósin mín enn, eða er slokknað á þeim?“ „Einhver ber ábyrgð" Fyrir nokkrum árum var gert hættumat fyrir byggðina í Hnífsdal. í kjölfar þess voru teiknaðir svo kall- aðir leiðigarður, þ.e. skjólgarður sem beina á snjóflóði af stefnu sinni, átta metra hár þar sem hann var lægstur og upp í sextán metra háan vegg þar sem hann átti að vera hæstur. „Hér var reiknað með tveimur götum til viðbótar. Eftir að hættu- matið var gert hætti bærinn að út- hluta lóðum iindir hús sem voru á skipulaginu. Ég spurði hvort að þeim yrði úthlutað þegar búið væri að reisa þennan rammgerða, rándýra leiði- garð sem öllu átti að bjarga og var svarað neitandi. Og meðan þeir treysta eigin áformum ekki betur en það svar gefur til kynna, sé ég ekki ástæðu til að búa hér lengur. Þegar lóðunum var úthlutað upphaflega var ég ekki til staðar og byggði seinna 'en margir aðrir, en hérna í Hnífsdal voru gamlir menn sem vöruðu ein- dregið við þessum byggingastað, því hér hefðu snjóflóð fallið. Einhveijir sérfræðingar blésu á þessar aðvaranir sem kerlingabækur og sögðu að svæðið væri í lagi. Auð- vitað er ekki hægt að hlusta á úrtöl- ur allra, en einhver hlýtur þó að bera ábyrgðina á að hafa ekki kann- að málið til hlítar og sú ábyrgð hlýt- ur að liggja hjá þáverandi yfirvöldum bæjarins og sérfræðingunum sem voru þeim til ráðgjafar," segir hún. „Allar þær forsendur sem lágu að baki úthlutun til okkar eru brostnar; þetta er ekki hverfið sem við ætluð- um að búa í og ekki hverfi sem hægt er að búa í.“ Spurð um lausn þessa vanda, kveðst Anna telja að íbúar, ríki og bær verði að leggjast á eitt til að allir geti orðið sáttir. Brýna nauðsyn beri til að húsin verði. keypt af íbú- um, til að þeir geti fundið sér ný heimili. „Ég held að allir séu af vilja gerðir til að finna ásættanlega lausn. Tíminn er hins vegar ekki óþrjót- andi, því allir íbúarnir eru staðráðnir í að vera ekki á svæðinu annan vet- ur. Vandinn er bara að þrauka þenn- an vetur." fyrsti vinningur á laugardag! MERKISMENN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.