Morgunblaðið - 10.03.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 10.03.1995, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 10. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Ég þarf ekkert að vera duglegur að borða grautinn minn til að verða stór. Davíð vill alveg leika við mig þó ég sé minnstur af öllum . . . Skýrsla stjórnvalda um réttindi o g stöðu kvenna á íslandi Tímakaup lækkað um 5% miðað við karla UNDIRBÚNINGSNEFND utan- ríkisráðuneytisins vegna ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um málefni kvenna, sem haldin verður í Pek- ing, hefur sent frá sér skýrslu ís- lenskra stjórnvalda um réttindi og stöðu kvenna á íslandi. í henni er að finna upplýsingar um þróun jafnréttismála sl. áratug. Meðal þess sem þar kemur fram er að tímakaup kvenna, sem hlut- fall af tímakaupi karla, hefur lækkað um 5% frá árinu 1980. Að sögn Sigríðar Lillý Baldurs- dóttur, formanns nefndarinnar, er þetta í fyrsta sinn sem upplýsing- um um stöðu íslenskra kvenna er safnað á einn stað. „Lagalega er staða íslenskra kvenna góð en raunveruleg staða er það ekki eins og þessi skýrsla sýnir,“ sagði hún. Skýrslan er gerð að beiðni SÞ og var beðið um ákveðnar upplýs- ingar um stöðu kvenna, sem síðan verða gefnar út á árinu í skýrslu um stöðu kvenna í aðildarlöndun- um. Sagði Sigríður að sumar spuminganna ættu ekki við um ísland en benti jafnframt á að ekki hafi verið hægt að svara öll- um spumingum sem beðið var um. Meðal annars ekki spurningum um fjárhagsstöðu íslenskra kvenna, fjárráð eða lánamöguleika. Um hana væm ekki til nein gögn. Jafnrétti ekki náðst í skýrslunni kemur í ljós að þrátt fyrir löggjöf um jafna stöðu ogjafnan rétt hefur jafnrétti ekki verið náð. Á sumum sviðum miði í rétta átt en ekki á öðrum. Konum hefur fjölgað á undanförnum ára- tug á Alþingi og í sveitarstjórnum en þær eru þó ekki nema 25% þing- manna og sveitarstjórnarmanna. Þátttaka kvenna í opinberum nefndum og ráðum hefur aukist eða úr 9% árið 1983 í 21% árið 1994. Þá kemur fram að stúlkum hefur fjölgað á síðari árum sem leita sér mennta og á síðasta ára- tug voru þær í meirihluta braut- skráðra nemenda frá Háskóla ís- lands. 77% kvenna á vinnumarkaði Samkvæmt skýrslunni voru 77% kvenna á aldrinum 16 til 74 ára á vinnumarkaði árið 1994 og hefur atvinnuþátttaka giftra kvenna aukist og er nú 80%. Verulegur munur er á starfshlutfalli kvenna og karla. Árið 1980 voru um 35-40% kvenna á vinnumarkaði í fullu starfi en árið 1993 voru 53% kenna í fullu starfi utan heimilis. Menntun virðist hafa áhrif á starfshlutfall kvenna og er fullt starf algengara meðal háskóla- menntaðra kvenna en þeirra sem hafa aðra menntun. Verkaskipting á vinnumaTkaði er hefðbundin og kynjaskipt og hefur lítil breyting orðið þar á. Árið 1994 voru 6,1% kvenna skráð atvinnulaus en 3,7% karla. Samkvæmt athugun á högum og líðan atvinnulausra frá árinu 1993 kemur fram að atvinnuleysi virðist hafa neikvæðari áhrif á sjálfs- traust kvenna en karla. Benti Sig- ríður Lillý á að það væri athyglis- vert, þar sem stutt er síðan konur voru almennt á framfæri eigin- manna sinna og þeirra framlag var ekki talið nauðsynlegt. Þessar upplýsingar bendi til þess að at- vinnuþátttaka kvenna sé orðin hluti af sjálfsmynd þeirra. Konur lægra settar innan starfsstétta í kafla um laun og tekjur kem- ur fram að í öllum aldurshópum eru tekjur karla hærri en kvenna. Það má meðal annars rekja til þess að stór hluti kvenna er í hluta- störfum auk þess sem stór hluti karla vinnur almennt lengri laun- aðan vinnudag. Þá eru konur í mörgum tilvikum í lægra launuð- um störfum en karlar og að auki oft lægra settar en karlar innan sinnar starfsstéttar. Þegar litið er til launaþróunar frá á árabilinu 1980-1993 kemur fram að greitt tímakaup kvenna, sem hlutfall af greiddu tímakaupi karla hefur lækkað úr 88,1% árið 1980 í 83,1% árið 1993 eða um 5%. Þá voru laun kvenna í mars 1994 hjá ríki og borg 63% af heild- arlaunum karla en 75% af dag- vinnulaunum. Eru konur með lægri dagvinnu- og heildarlaun en karlar í öllum aldursflokkum að heita má. Fram kemur að viðhorf stjórn- enda og almenns starfsfólks til kvenna og karla eru mjög misjöfn. Enn virðist litið á karla sem aðal- fyrirvinnu heimilisins og er frekar ýtt undir þeirra möguleika til starfsframa og launahækkana. Þá eru konur frekar taldar bera ábyrgð á heimili og bömum og virðist það koma körlum til góða að eiga ung börn. Ung börn virð- ast hins vegar hafa neikvæð áhrif á starfsmöguleika og starfsframa kvenna. Meiri hætta er talin á að þær hverfi úr vinnu vegna bam- eigna og umönnunar fjölskyldunn- ar. Þá segir að meðal yngra fólks komi fram þau sjónarmið að karl- ar vildu geta sinnt heimili og böm- um meira en þeir geta eða gera og að auka þyrfti rétt og mögu- leika þeirra til slíks. Jafnrétti og jafnri stöðu kynja á vinnumarkaði * væri ekki náð fyrr en það væri talið sjálfsagt að karlar jafnt sem konur bæm ábyrgð á og sinntu heimili og börnum. Söngferð Karlakórsins Heimis Söngurinn lyftir sálartetr- inu í ótíðinni Þorvaldur Óskarsson SÖNGHEFÐIN er óvíða sterkari en í Skagafirðinum og í kvöld fá íbúar á suðvestur- homi landsins að njóta skagfirskrar sönglistar þegar Karlakórinn Heimir heldur söngtónleika í Di- grapeskirkju í Kópavogi kl. 18.30. í kvöld fer svo fram skagfirskt söng- og skemmtikvöld á Hótel ís- landi undir heitinu Skag- firsk sveifla. Þar mun karlakórinn Heimir koma fram undir stjórn Stefáns R. Gíslasonar og af öðrum söngatriðum má nefna að Álftagerðisbræðurnir, Gísli, Óskar, Pétur og Sigf- ús Péturssynir, ætla að taka lagið. Formaður Karlakórsins Heimis undanfarin 22 ár er Þorvaldur Óskarsson á Sleitu- stöðum. Hann neitar því ekki að það sé talsvert fyrirtæki fyrir kórfélagana að leggja upp í þessa söngferð. Söngfélagar í Heimi em 62 að tölu og eru flestar eiginkon- ur þeirra með í för, að sögn hans, auk nokkurra hagyrðinga úr Skagafirðinum sem taka þátt í hagyrðingaþætti á skemmtikvöld- inu á Hótei íslandi. „Þetta er í annað skiptið sem við komum fram á Hótel íslandi en í fyrra var troðfullt hús,“ seg- ir Þorvaldur. „Það er bölvuð ótíð og þess vegna er erfítt fyrir menn að kom- ast burtu. Kórfélagar koma víða að en í kórnum eru menn úr flest öllum stéttum, þarna eru saman komnir iðnaðarmenn, bændur, skrifstofumenn og verslunarmenn svo eitthvað sé nefnt. Um þriðj- ungur kórfélaga er frá Sauðár- króki. Einn kórfélagi kemur framan úr Skagafjarðardölum og þarf hann til dæmis að aka um 100 kílómetra í allt þegar hann fer á kóræfíngar. Hann hefur verið einn og hálfan tíma að komast á æfingu. En þrátt fyrir slæmt tíð- arfar höfum við ekki þurft að fella niður nema tvær æfíngar í vetur. Við æfum tvisvar í viku frá miðjum nóvember og fram í apríl." - Hefur ekki verið erfítt að halda uppi æfíngum í snjóþyngsl- unum og ótíðinni í vetur? „Jú, þetta hefur verið erfitt. Það hefur hins vegar orðið til bjargar að samgöngurnar hafa stórbatnað því það hef- ur verið mokað meira en gert var fyrir nokkr- um árum. Þetta hefur þess vegna gengið ágætlega þrátt fyrir þetta veðurlag sem við erum orðnir dauðþreyttir á. Ég veit ekki hvernig ástandið væri ef við værum ekki að syngja. Söngurinn lyftir sálartetrinu í þessum vondu veðrum." - Sönglífið í Skagafírði er margrómað og alitaf að færast í aukana eða hvað? „Jú, það er ágætt. Auk Heimis starfar hér líka blandaður kór, Rökkurkórinn, sem æfir mjög mikið. Þar fyrir utan eru svo nokkrir smærri hópar sem syngja við ýmis tækifæri." Að sögn Þorvaldar er Karlakór- inn Heimir orðinn 68 ára gamall. Fyrir um 20 árum ákváðu kórfé- lagar í Heimi og karlakórnum Feyki, sem þá hafði starfað í 20 ►Þorvaldur Óskarsson, for- maður Karlakórsins Heimis, er fæddur á Minni Ökrum í Blönduhlíð í Skagafirði 2. októ- ber 1933, sonur Öskars Gísla- sonar og Sigrúnar Sigurðar- dóttur. Eiginkona hans er Sig- urlína Eiríksdóttir og eiga þau tvær dætur og einn son. Þor- valdur er bifvélavirki og rekur bifvélaverkstæði á Sleitustöð- um. Hann hefur verið formaður Heimis í 22 ár. ár, að sameina kórana og einnig hafa margir kórfélagar úr Karla- kór Sauðárkróks gengið til liðs við Heimi eftir að sá kór hætti og er Heimir eini karlakórinn sem starfar í Skagafirði í dag. - Hvað er svo framundan hjá kórnum? „Við erum að vinna að nýjum geisladiski sem á að koma út á þessu ári. Við erum búnir að taka upp helming efnisins á diskinn og tökum seinni hiutann upp um næstu mánaðamót. Á honum verður blandað efni, léttari lög í bland við hefðbundin kóralög. Þarna verður mjög fjölbreytt lagaval, allt frá danslögum og upp í óperukóra." - Verður söngskráin átónleik- unum í kvöid fjölbreytt eftir því? „Já, við verðum með blandað efni, mörg íslensk lög, óperukóra, eitt lag úr söngleik og svo eru valsar og sitthvað fleira." Þorvaldur er bifvélavirki og rekur bifreiðaverkstæði á Sleitu- stöðum. Hann segist hafa byijað kórsöng fyrir um það bil 40 árum þegar hann gekk til liðs við Feyki. „Ég hef verið í þessu sönglífí í um 40 ár en hef verið formaður karlakórsins Heimis í 22 ár. Auðvitað er þetta mjög skemmtilegt enda væri ég ekki að þessu annars. Það er geysi gaman að þessu en þetta er líka mikil vinna. Menn leggja mikið á sig og fá enga styrki. Allar tekjur kórsins eru fyrir tónleikahald. Við héldum talsvert á annan tug tón- leika á seinasta ári. Við störfum hins vegar lítið yfír sumarið. Við hættum yfirleitt að syngja um miðjan júní og end- um ársstarfíð með þriggja til fjög- urra daga vorferð. Við höfum farið allt í kringum landið á und- anförnum árum og haldið vortón- leika og við reynum að koma sem oftast til Reykjavíkur, enda fáum við mjög góða aðsókn þar.“ Feykilega gaman en mikil vinna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.