Morgunblaðið - 10.03.1995, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 10.03.1995, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 10. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Fjármálaráðherra á fundi BSRB um samninga- og kjaramál viiinu- niarkað fyrir alla launþega Morgunblaðið/Sverrir ÖGMUNDUR Jónasson, formaður BSRB, og Friðrik Sophusson, fjármálaráðherra, voru frummælendur á opnum fundi BSRB í gær um samningsrétt og stöðu kjaramála. FRIÐRIK Sophusson fjármálaráð- herra sagði á opnum fundi sem BSRB efndi til í gær í málstofu um sámningsréttarmál og stöðu kjaramála opinberra starfsmanna að nauðsynlegt væri að kanna hvort setja ætti ein lög fyrir kjarasamn- ingsgerð allra launþega. Sagði hann að sumir héldu því fram að núverandi launakerfi væru ónýt og hugsanleg lausn fælist í því að sameina alla starfsmenn á einum vinnumarkaði undir einni löggjöf. „Fulltrúi ráðuneytisins í nefnd sem nú starfar á vegum félags- málaráðuneytisins, til að fjalla um samskiptareglur á vinnumarkaði, hefur því fengið það veganesti að kynna þar þetta sjónarmið. í nefnd þessari sitja fulltrúar ASÍ, BSRB, VSÍ og VMSÍ. Þetta sjónarmið er einnig i takt við þá afstöðu mína að draga beri í flestum greinum úr sérstöðu opinberra starfsmanna og að málefni þeirra, réttindi og skyldur, fái sem mesta samsvörun við almennan vinnumarkað sem kostur er,“ sagði Friðrik. Vinnuveitendasamband ríkisins „Færist skipan samningsréttar- mála opinberra starfsmanna í þessa átt, þá verður einnig að ígrunda hvemig ríkið sjálft kemur að samn- ingsgerðinni. I dag fer fjármálaráð- herra með samningsumboð ríkisins og hefur hann á að skipa sérstakri nefnd, Samninganefnd ríkisins, sem annast framkvæmdina. Þessu þarf auðvitað einnig að breyta komi til samræmingar við almenna markaðinn. Að ríkið gerist aðili að Vinnuveitendasambandinu er auð- vitað kostur en öllu líklegra þykir mér að einstakar rekstrareiningar ríkisins fái samningsumboðið og geri með sér nokkurs konar vinnu- veitendasamband ríkisins," sagði fj ármálaráðherra. Ríkisstjórnin sökuð um að firra sig ábyrgð í samningamálum Fundarmenn úr röðum BSRB gagnrýndu ríkisstjórnina harðlega á fundinum í gær fyrir að hafa ákveðið að bíða með kjarasamninga við opinbera starfsmenn þar til samningar á almenna vinnumark- aðnum lægju fyrir. Ögmundur Jón- asson, formaður BSRB, sagði að ríkisstjómina hefði skort þor til að hieypa sjónarmiðum starfsmanna ríkis og bæja að í þessari umræðu, sem snertu kjör alls launafólks. „Sú ákvörðun ríkisstjómarinnar að firra sig ábyrgð á kjarasamningum og horfa aðgerðalaust upp á launa- kerfið drabbast niður undir þau velsæmismörk góðgerðarmanna Garðastrætisins er í engu samræmi við þær skyldur og þá ábyrgð sem við viljum að ríkisstjórn rísi undir," sagði hann. Ógmundur sagði einnig að reynslan frá öðrum löndum sýndi að eftir því sem samningar færðust inn í stofnanir og einstök fyrirtæki yrðj launamunurinn meiri. Á fundinum var fjölmörgum spurningum beint til ráðherra um hvort ríkið teldi sig hafa meira svigrúm til að semja um sérkjör við opinbera starfsmenn en samið var um á almenna vinnumarkaðin- um. Rannveig Sigurðardóttir, hag- fræðingur BSRB, greindi frá því að á samningafundi í fyrradag hefði komið fram að engar upplýs- ingar lægju fyrir um hvað sérkja- rasamningarnir á almenna mark- aðnum hefðu gefið einstökum að- ildarfélögum ASÍ og því væri ekki við neitt að styðjast. Fulltrúar fjár- málaráðuneytisins hefðu eingöngu fengið þær upplýsingar frá ASÍ og VSÍ að sérkjarasamningarnir fælu í sér 0,27-0,3% launahækk- anir. Fjármálaráðherra sagði að samninganefnd ríkisins hefði um- boð til að semja um sérkjör við félög opinberra starfsmánna um svipaðar hækkanir og aðrir hefðu fengið þótt innihald slíkra samn- inga gæti orðið mismunandi eftir því hvaða félög ættu í hlut. Vísaði hann því á bug að ríkisstjómin hefði firrt sig ábyrgð á gerð kjara- samninga. Rikisstjórnin hefði talið eðlilegt að atvinnulífið ryddi braut- ina og að opinberir starfsmenn yrðu samferða öðrum þegar samið væri um almennar launahækkanir. Kosning- arnar á Interneti FVRIRTÆKIÐ Skíma hf. opnar í næstu viku heimasíður á Interneti um stjórnmálaflokkana og Alþing- iskosningarnar. Skíma hefur hingað til veitt tölvupóstsþjónustu en er að bytja að bjóða fyrirtækjum heimasíðu- þjónustu á Interneti. Að sögn Dagnýjar Halldórsdóttur, fram- kvæmdastjóra, eru kosningasíðurn- ar sérstaklega settar upp til að kynna þá þjónustu. Umgjörð þeirra er unnin í samvinnu við auglýsinga- stofuna Máttinn og dýrðina. Allt á einum stað Á heimasíðum flokkanna verða upplýsingar um frambjóðendur í hveiju kjördæmi, útdráttur úr stefnuskrá og annað það sem flokk- arnir hafa hug á að koma á fram- færi. Auk þess verða upplýsingar frá dómsmálaráðuneyti um kosn- ingarnar sjálfar, t.d. um utankjör- staðaatkvæðagreiðslur. Dagný segir að þarna verði vett- vangur fyrir allt sem tengist kosn- ingunum. Þar geti þeir sem vilji komið á framfæri upplýsingum eft- ir því sem við á. Þá verða úrslitin að sjálfsögðu færð inn og aðgengi- leg um einhvern tíma. Netfangið er WWW.skima.is. Myndin enn óskýr mánuði fyrir kjördag Skoðanakannanir sem gerðar eru mánuði fyrir Iqordag draga upp ákveðnar útlínur af styrk stjómmálaflokka. Að mati Guðmundar Sv. Hermannssonar, sem skoðaði eldri kannanir, eru þær hins vegar ótryggur mælikvarði á endanlega niðurstöðu kosninganna. Samanburður á úrslitum kosninganna 1987 og 1991 og fylgi flokka í þjóðmálakönnunum Félagsvísindastofnunar um mánuði fyrr ac*5 aV" av' # 40 FÉIA.GSVÍSINDASTOFNUN birti í gær skoðanakönnun um fylgi stjórnmálaflokkanna eins og það er nú, mánuði fyrir alþingiskosning- amar. Samkvæmt henni fengju Sjálfstæðisflokkurinn og Fram- sóknarflokkurinn svipað fylgi og í síðustu kosningum eða um 38% og 17,5%. Alþýðubandalagið fengi heldur meira en í síðustu kosningum eða 17,3%. Alþýðuflokkurinn og Kvennalistin fengju töluvert minna en í kosningunum eða 10,7% og 5,2% og nýr flokkur, Þjóðvaki, fengi 11,3%. Félagsvísindastofnun hefur mælt fylgi stjórmálaflokkanna síðan um mitt ár 1986 og síðan hafa verið tvennar Alþingiskosningar. Ef kannanir stofnunarinnar, sem tekn- ar voru mánuð fyrir kjördag árið 1987 og 1991, eru bomar saman við raunveruleg kosningaúrslit koma ekki fram mjög skýrar línur um hvemig fylgið breytist þessar síðustu vikur kosningabaráttunnar. Hins vegar fara línumar að skýrast þegar nær dregur kosningunum og síðustu kannanimar, sem venjulega em gerðar tæpri viku fyrir kjördag,- hafa oft farið nokkuð nærri um endanleg úrslit. Sveiflujöfnun Það virðist þó sem fylgissveiflur um mitt kjörtímabilið jafnist gjam- an nokkuð út á lokaspetti kosninga- baráttunnar. Stjórnarandstöðu- flokkar auka yfirleitt fylgi sitt um mitt kjörtímabil en tekst ekki alltaf að halda því. Taka má dæmi af Kvennalistanum sem jók fylgi sitt margfalt á miðju kjörtímabilinu 1987 til 1991 en fékk síðan minna fylgi í kosningunum 1991 en fjórum árum fyrr. Þá hefur fylgi Sjálfstæðisflokks- ins í stjómarandstöðu yfírleitt mælst talsvert hærra í skoðana- könnunum en hann hefur síðan fengið í kosningunum. Þetta á við um veturinn og vorið 1991 en mán- uði fyrir kosningarnar fékk flokkur- inn 48% í könnun Félagsvísinda- stofnunar. Niðurstaðan kosning- anna var 38,6% Samkvæmt upplýs- ingum frá Félagsvísindastofnun hefur svipuð þróun komið fram í eldri könnunum annarra aðila undir svipuðum kringumstæðum. Á sama hátt virðast stjórnar- flokkar ná að bæta stöðu sína á síðustu dögum kosningabaráttunn- ar. Árið 1987 voru Framsóknar- flokkur og Sjálfstæðisflokkur við völd. í skoðanakönnun Félagsvís- indastofnunar sem gerð var mán- uði fyrir kosningar fékk Fram- sóknarflokkurinn 13,8% en hlaut 18,9% í kosningunum, nánast jafn mikið fylgi og í kosningunum 1983. Árið 1991 voru Alþýðuflokkur, Alþýðubandalag og Framsóknar- flokkur í ríkisstjórn. Mánuði fyrir kosningar mældi Félagsvísinda- stofnun fylgi Alþýðuflokks 11,7% en flokkurinn fékk 15,5% í kosn- ingunum. Fylgi Framsóknarflokks breyttist nær ekkert á þessum tíma og var í kringum 19% en fylgi Alþýðubandalags jókst úr 10,1% í 14,4%. Skjótt skipast veður En það getur margt óvænt gerst á skömmum tíma. í skoðanakönn- un sem Félagsvísindastofnun gerði mánuði fyrir kosningarnar 1987 fékk Sjálfstæðisflokkinn, sem þá var í ríkisstjórn, 38,9% fylgi, sem var nánast það sama og hann fékk í kosningunum 1983. Skömmu síð- ar klofnaði flokkurinn, Borgara- flokkurinn var stofnaður og fékk nærri 11% fylgi í kosningunum en fylgi Sjálfstæðisflokksins datt nið- ur í 27,2%. Annað sem kemur fram í skoð- anakönnunum er fylgi nýrra fram- boða er oftast mun meira nokkrum vikum fyrir kjördag en á kjördag- inn sjálfan. Borgaraflokkinn, sem fékk 16,6% í fyrstu skoðanakönn- uninni eftir að hann var stofnaður, fékk tæp 11% í kosningunum þremur vikum síðar og ekki löngu síðar hætti fylgi flokksins nánast að mælast í könnunum. Bandalag jafnaðarmanna fékk einnig meira fylgi í skoðana- könnunum en í kosningunum 1983. Kvennalistinn er eina nýja fram- boðið á síðustu árum sem fengið hefur nokkuð stöðugt fylgi í fleiri en einum kosningum. Þjóðvaki virtist um tíma vera á hefðbundinni braut því fylgi flokksins fór upp í um 20% í skoð- anakönnun í byijun þessa árs en hefur síðan fallið jafnt og þétt. Nú sýna skoðanakannanir Félags- vísindastofnunar hinsvegar að fylgið hefur stöðvast í um 11% og virðist á uppleið aftur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.