Morgunblaðið - 10.03.1995, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 10.03.1995, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. MARZ 1995 15 VIÐSKIPTI Borgey Afkomu- batí 200 milljónir NÆR 200 milijón króna afkomubati varð á rekstri Borgeyjar hf. á Höfn í Hornafirði í fyrra m.v. 1993. Árið 1994 varð hagnaður af reglulegri starfsemi fyrirtækisins 81 milljón, en 1993 varð tap upp á 114 milljón- ir af rekstri Borgeyjar. Árangur fyrirtækisins í fyrra fór fram úr áætlunum, segir í frétt frá Borgey. Heildartekjur námu 1.353 milijónum en rekstargjöld 1.147 milljónir. Reksturinn skilaði því 206 milljónum upp í afskriftir og fjár- magnskostnað, en afskriftir námu 69 milljónum króna og fjármagns- kostnaður 57 milljónum. Veltufjárstaða Borgeyjar breyttist frá því að vera jákvæð um 140 millj- ónir í ársbyrjun 1994 í að vera já- kvæð um 224 milljónir í árslok. Veltufjárhlutfallið breyttist á þeim tíma úr 1,49 í 2,22. Eigið fé félags- ins óx úr 387 milljónum króna í ársbyijun í 477 milljónir í árslok, þar af var innborgað nýtt hlutafé rúmar 7 milljónir. Eiginfjárhlutfallið jókst úr 36,3% í 47,3%. Rekstur Borgeyjar komst í þrot í byijun árs 1993 og voru nauða- samningar samþykktir á fundi kröfuhafa fyrirtækisins í janúar í fyrra eftir sex mánaða greiðslu- stöðvun. í áætlun sem lögð var fyr- ir við endurfjármögnun fyrirtækis- ins í ársbyijun í fyrra var gert fyr- ir 6 milljón króna hagnaði, en hann varð 81 milljón eins og áður segir. Ur reikningumulSfyTÍr áríð 1994 I fíekstrarreikninaur Miiijónir króna 1994 1993 I Rekstrartekjur 5.751,8 5.829,0 Rekstrargjöld 5.599,8 5.631,0 Rekstrarhagn. f. fjárm.tekjur og (fjárm.gj.) 152,0 198,0 Fjármunatekjur og (fjárm.gjöld) (18,7) (98,5) Hagnaður fyrir reikn. tekju- og eignaskatt 133,2 99,5 Hagnaður 101,9 91,2 Efnagagsreikningur Milljónir króna 1994 1993 Veltufjármunir 2.169,6 2.043,5 Fastafjármunir 1.603,2 1.507,2 Eignir samtals. 4.331,6 4.134,5 Skuldir og eigið fé MilUónir króna 1994 1993 Skammtímaskuldir 1.581,1 1.479,1 Langtímaskuldir 868,0 841,6 Skuldir samtals 2.449,1 2.320,8 Eigið fé 1.882,5 1.813,7 Skuldir og eigið fé samtals 4.331,6 4.134,5 Sjóðstreymi Milljónir króna 1994 1993 Veltufé frá rekstri 274,0 267,9 Handbært fé frá (til) rekstrar 549,2 (68,2) Hagnaður OIís 102 miUjónir HAGNAÐUR Olíuverslunar Is- lands hf., Olís, var 101,9 milljónir króna á síðasta ári skv. ársreikn- ingi sem lagður verður fram á aðalfundi félagsins fimmtudaginn 16. mars. Árið 1993 varð hagnaður Olís 91,2 miiljónir. Rekstrartekjur fé- lagsins voru um 5.752 milljónir í fyrra og rekstrargjöld um 5.600 milljónir. Rekstrarhagnaður Olís fyrir fjármagnsliði nam um 152 milljón- um króna samanborið við 198 milljónir árið 1993. Það ár voru rekstrartekjur félagsins um 5.829 milljónir og rekstrargjöld 5.631 mil^ón. Á síðasta ári voru fjármagns- gjöld Olís 18,7 milljónir milljónir og hagnaður fyrir reiknaðan tekju- skatt og eignarskatt því um 133,3 milljónir. Pjármagnsgjöld Olís lækkuðu á milli ára um. 80 milljónir, úr 98,5 milljónum og munar þar mest um vaxtagjöld, verðbætur og gengis- mun sem fóru úr 214,8 milljónum í 124,5 milljónir. Vaxtatekjr og verðbætur voru hins vegar nokkuð svipaðar á milli ára, lækkuðu í 101,8 milljónir úr 109,6 milljónum. Eigið fé Olís í árslok 1994 var 1.882,5 milljónir og jókst um 68,8 milljónir á árinu. Heildareignir voru 4.331,6 milljónir og eiginfjár- hlutfall 43,5% samanborið við 44% í árslok 1993. Fráfarandi formaður Félags íslenskra stórkaupmanna ESB-aðild gæti skert verslunarfrelsi Meteftirspum eftir nýrri Butterfly fístölvu IBM New York. Reuter. IBM setur margumtalaða Butt- erfly-fistölvu sína opinberlega á markað í vikunni, en mun ekki geta mætt mikilli eftirspurn í fyrstu. Þetta verður í þriðja sinn á nokkrum mánuðum sem IBM kynnir nýja tölvu og á erfitt með að mæta eftirspurn. Athyglis- verðar aug- lýsingar ÚTNEFNINGAR á'athyglisverð- ustu auglýsingu ársins 1994 birtust í viðskiptablaði Morgunblaðsins í gær. Meðal auglýsinga sem út- nefndar eru í flokki vöru- og firma- merkja er auglýsing sem ber titil- inn: Samtök um byggingu tónlistar- húss. Framleiðandi er Ydda hf. í viðskiptablaðinu í gær sneri myndin ekki rétt og er bætt úr því hér með um leið og beðist er velvirðingar á mistökunum. AÐILD íslands að Evrópusambandinu gæti skert það verslunar- frelsi sem íslendingar búa við í dag, sagði Birgir R. Jónsson, fráfar- andi formaður Félags íslenskra stórkaupmanna (FÍS) á aðalfundi félagsins í gær. Á fundinum var samþykkt ályktun þar sem samn- ingsumleitunum við Fríverslunarbandalag Norður-Ameríku (NAFTA), en samningar við NAFTA væru útilokaðir með ESB- aðild, sagði Birgir. Almennt séð væri ESB-aðild andstæð hagsmunum fijálsrar verslunar, sagði hann. Innan ESB gætum við staðið frammi fyrir því að geta ekki flutt inn vefnaðarvör- ur frá Asíulöndum eða bíla frá Ameríku eða Japan, vegna þess að innflutningskvótinn til ESB væri uppurinn. Einnig gætu útflutningsvörur okkar sætt hindrunum eða tollum í löndum utan sambandsins, þar sem ESB beitti hindrunum á inn- flutning vara frá viðkomandi lönd- um. Birgir sagði að aðild íslands að fríverslunarbandalögum eins og Evrópska efnahagssvæðinu, EFTA og GATT hefði aukið svig- rúm okkar til að bjóða upp á meira vöruúrval í út- og innflutningi, en ESB væri tollabandalag sem reisti múr utan um löndin en ekki frí- verslunarbandalag. Jafnvel eftir hið nýja GATT- samkomulag væri rík tilhneiging hjá ESB til að reisa virki sem hindraði innflutning til að veija í fyrrahaust seldist ný Apt- iva-tölva IBM upp á skömmum tíma og fyrirtækið missti af mikilli sölu vegna þess að einka- tölvur voru ein vinsælasta jóla- gjöfin í fyrra. Nýja fistölvan mun ekki leysa einkatölvuvanda IBM, sem hafnaði í þriðja sæti á tölvu- markaðnum í Bandaríkjunum í fyrra á sama tíma og Compaq varð söluhæsta tölvufyrirtækið í Bandaríkjunum og heiminum. Mikilvægur áfangi Sérfræðingar telja hins vegar að með Butterfly-tölvunni hafi IBM náð mikilvægum áfanga í þeirri viðleitni að skáka keppi- nautum sínum á fartölvumark- aði, þar sem Butterfly sé ein- stakt afrek og muni auka tekjur IBM. Sérfræðingur við Dataquest telur að of litlar birgðir verði ekki vandamál. Talsmaður IBM sagði að meira hefði verið pant- að af Butterfly-tölvurini en nokkurri annarri tölvu í sögu fyrirtækisins. Annar sérfræðingur kvaðst telja að framleiðsla á nýju tölv- unni mundi ekki hefjast fyrir alvöru fyrr en í maí eðajúní. Bent er á nýja fistölvan sé dýr og að við hönnun hinna fyrstu séu notaðir Intel 486 gjörvar en ekki Pentium. Eftirlíkingar Líklegt er talið að keppinaut- ar IBM muni reyna að líkja eft- ir nýju fistölvunni og framleiða ódýrari. Verðið verður á bilinu 3.800-5.600 dollarar. óhagkvæman iðnað innan sam- bandsins. Ný stofnun fylgist með GATT Aðalfundur FÍS samþykkti ályktun þar sem stofnaðild íslands að Alþjóða viðskiptastofnuninni (WTO) og gildistöku GATT er fagnað og ákveðið var að FÍS beitti sér fyrir stofnun rannsóknastofu um þróui: WHO, eitt sér eð a í samvinnu við aðrar stofnanir. í öðrum ályktunum FÍS var meðal annars: ■ skorað á íslensk stjórnvöld að afnema vörugjöld á innlendar sem innfluttar iðnaðarvörur, ■ ítrekuð sú krafa að tollar verði reiknaðir á FOB-verð innfluttrar vöru en ekki CIF-verð þar sem flutningskostnaður hefur bæst við verðið, ■ mótmælt núverandi fyrirkomu- lagi á innheimtu félagsgjalda Út- flutningsráðs íslands í gegnum skattakerfið, ■ og skorað á stjórnvöld að setja lög um greiðslukort sem tryggi að notendur kortanna greiði einir fyrir notkun þeirra ásamt banka- stofnunum. Nýr formaður var kjörinn á aðalfundinum: Jón Ásbjörnsson í Fiskkaupum hf. tók við af Birgi R. Jónssyni. „Vista- skipti“ hjá SS SLÁTURFÉLAG Suðurlands hóf nýlega verkefni innan fé- lagsins undir nafninu „Vista- skipti“, sem felst í því að starfsmenn eru færðir til í ákveðinn tíma til að kynnast starfsemi fyrirtækisins betur. Stefnt er að því að starfs- menn taki þátt í öllum stigum framleiðslu og sölu, allt frá því að sækja gripi heim á bóndabæi til þess að koma fullfrágenginni vöru fyrir í kæliborði matvöruverslunar. Starfsmenn í Reykjavík munu fara í viku í senn á vinnslu- staði SS á Hvolsvelli og Sel- fössi og starfsmenn þar munu koma til Reykjavíkur og taka þátt í sölu og dreifingu. I byij- un verða þátttakendur í vista- skiptum verkstjórar og flokks- stjórar auk annarra starfs- manna í lykilstöðum. Félagið segir að markmið verkefnisins sé að gera starfs- menn SS skilvirkari og að stuðla að auknum skilningi starfsmanna á hinum ýmsu störfum innan félagsins og á framleiðsluferli afurðanna. Þetta fyrirkomulag hafi gefið góða raun hjá mörgum erlend- um stórfyrirtækjum um ára- bil. Hus Bílaumboðsins hf., Krókhálsi 1, er til leigu eða sölu Húsiö er 1.370 fm, byggt 1985-1987: Á efri hæð eru skrifstofur, ca 270 fm, með vönduðum innréttingum og parketi á öllum gólfum. Á jarðhæð að ofanverðu eru sýningarsaiur og skrifstofur, ca 270 fm, flísalagt gólf. Á jarðhæð að neðanverðu er lagerpláss/verkstæði/sýningarsalur, ca 830 fm, með mikilli lofthæð og stórum innkeyrsludyrum. Húsið er allt mjög vandað og snyrtilegt og hentar fyrir ýmis konar rekstur t.d. stóra heildsölu. Bílastæði eru malbikuð og lóð frágengin. Húsið ertil sýnis næstu daga frá kl. 10.00-16.00. Bílaumboðið hf., sími 87 66 31 - 67 45 47. (

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.