Morgunblaðið - 10.03.1995, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 10.03.1995, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. MARZ 1995 23 LISTIR Samsýning Myndlistar- félags Fljóts- dalshéraðs Egilsstödum. Morgunblaðið. MYNDLISTARFÉLAG Fljótsdals- héraðs stendur fyrir samsýningu fé- lagsmanna sinna 4. - 12. mars og sýna þar 15 einstaklingar 47 myndir. Þetta er í þriðja sinn sem atvinnu- menn og áhugafólk á Héraði leiða hesta sína saman á sýningu sém þessari. Félagið var stofnað 1991 af áhugafólki um vöxt og viðgang mynlistar á Héraði. Félagsmenn hafa hist vikulega á laugardags- morgnum, teiknað og málað, eða notið fræðslu um myndlist. Sýningin er haldin í sal Svæðis- skrifstofu málefna fatlaðra, á Egils- stöðum, og verður opin alla daga til 12. mars. ♦ ♦ ♦------ „900 dagar sem ekki gleymast“ í bíósal MÍR í BÍÓSAL MÍR, Vatnsstíg 10, næst- komandi sunnudag kl. 16 verða sýndar tvær heimildarmyndir sem tengjast átökunum á austurvígstöðv- unum í síðari heimsstyijöldinni. Fyrri myndin er frá Sevastopol, borginni við Svartahaf þar sem bar- ist var af grimmd og sovéskir her- menn vörðust lengi innrás Þjóðveija. Síðari myndin nefnist „900 dagar sem ekki gleymast“ og fjallar um hetjulega vörn Leningradborgar 1941-1944. Aðgangur að kvik- myndasýningunni er ókeypis og öll- um heimill meðan húsrúm leyfir. STÓRSVEIT Reykjavíkur á æfingu í vikunni. Ronja í Nor- ræna húsinu SÆNSKA ævintýramyndin Ronja ræningjadóttir verður .sýnd í Nor- ræna húsinu næstkomandi sunnu- dag kl. 14. I kynninu segir „að þetta sé ævintýri eftir Astrid Lindgren um Ronju ræningadóttur og vin henn- ar Birki. Þrátt fyrir að feður þeirra séu svarnir óvinir helst vinátta ávallt þeirra á milli. Skógurinn er leiksvæði þeirra og þar búa grá- dvergar og allskyns aðrir vættir og ævintýri í hveijum kima.“ Myndin er 120 mín. að lengd og er með sænsku tali. Allir eru velkomnir og aðgangur ókeypis. Finnski hönnuðurinn Antti Nurmesniemi í Norræna húsinu Tvær stór- sveitir í Ráðhúsinu STÓRSVEIT Reykjavíkur held- ur tónleika í Ráðhúsi Reylq'avík- ur, laugardaginn 11. mars kl. 17. Stórsveit Reykjavíkur er skipuð 17 hyóðfæraleikurum á ýmsum aldri, þeir elstu, Björn R. Einarsson og Árni Elfar, hafa leikið í yfir 50. Að þessu sinni kallar Stór- sveitin söngvarana Ragnar Bjarnason og Ellý Vilhjálms til liðs við sig svo og Léttsveit Tónmenntaskóla Reykjavíkur, sem leika nokkur lög.“ Sljórnandi er Sæbjöm Jóns- son trompetleikari, kynnir Ólaf- ur Þórðarson. Aðgangur er ókeypis. SÝNING á verkum eftir hinn heims- kunna fínnska hönnuð Antti Nur- mesniemi verður opnuð í sýningar- sölum hússins á morgun, laugar- dag, kl. 15. Sýningin í Norræna húsinu, sem er farandsýning, var sett saman í tilefni af 40 ára starfsafmæli Nur- mesniemis 1992. í kynningu segir: „Sýningin spannar verk hans á þessu tímabili og gefur góða yfírsýn yfír fjöl- breytni og hæfíleika hans. Það er finnska hönnunarmiðstöð- in Design Forum Finnland sem stendur að baki sýningunni og Jorma Valkama hönnuður og starfsmaður Nurmesniemis hefur annast útlit sýningarinnar og setur sýninguna upp í Norræna húsinu. Prófessor Antti Nurmesniermi (f. 1927) er einn þekktasti og virtasti hönnuður Finna. Hann lagði stund á innanhúshönnun og húsgagna- teikningu við Listiðnaðarháskólann í Helsingfors. Eftir það vann hann á teiknistofu í Helsingfors og hjá ítalska hönnuðinum Giovanni Rom- ano í Mílanó. Hann hefur rekið eig- in teiknistofu frá 1956, auk þess að kenna við Listiðnaðarháskólann og víðar. Antti Nurmesniemi er yngstur af þeirri kynslóð finnskra hönnuða sem áttu þátt í að gera finnska hönnun heimsfræga. Hann er mjög fjölhæfur og hefur hannað svo ólíka hluti sem samgöngutæki (lestar- vagna v. neðanjarðarbrauta), há- spennumastur, húsgögn, lampa, potta og pönnur, símtæki, innan- stokksmuni og auðvitað eigið hús og vinnustofu." Sýningin stendur til 2. apríl. Fyrirlestur Nurmesniemis Antti Nurmesniemi verður við- staddur opnun sýningarinnar og heldur fyrirlestur í fyrirlestraröð- inni Orkanens oje sunnudaginn 12. mars kl. 16.00 og nefnir fyrirlestur- inn Designers’ New Challenges. Fyrirlesturinn verður fluttur á ensku. Antti Nurmesniemi er eftirsóttur fyrirlesari um allan heim. Hann hef- ur fengið margar heiðursviðurkenn- ingar og verðlaun fyrir verk sín. Hann hlaut dönsku Lunning-verð- launin 1959 og hann og kona hans, fatahönnuðurinn Vuokko, hlutu verðlaun i þríæringi í Feneyjum 1961 og Grand Prix verðlaun 1964. A T Ti 1 / C • / Ti m T J 1 r .c V ero brerasjoöir . Landt ibreta Mikið og fjölbreytt úrval við hœfi allra Raunávöxtun innlendra verðbréfasjóða 1991-1994 Raunávöxtun á Vaxtarsjóðir Tekjusjóðir Eignarskattsfrjálsir vaxtarsjóðir Skammtímasjóðir Langtímasjóðir 1991 1992 1993 1994 ársgrundvelli sl. 4 ár* Röð KÞ Einingabréf 1 6,90% 6,90% 5,10% 3,30% 5,54% 3 LBR íslandsbrcf 7,90% 7,30% 7,80% 5,70% 7,17% 1 VÍB Sjóður 1 6,70% 6,80% 5,40% 5,30% 6,05% 2 LBR Fjórðungsbréf 8,00% 7,90% 8,30% 8,60% 8,20% 2 LBR Launabréf . V' l", 8,40% 13,60% 5,80% 9,22% hhhh VÍB Sjóður 2 7,00% 7,70% _ 8,30% 8,10% 7,77% 3 KÞ Einingabréf 2 5,10% 8,00% 10,90% 2,90% 6,68% 3 LBR Öndvegtsbréf 7,10% 8,60% 14,60% 5,60% 8,92% 1 [ VÍB Sjóður 5 5,50% 8,80% 8,70% 9,30% 8,06% 2 KÞ Skammtímabréf 6,20% 6,50% 9,40% 3,70% 6,43% 1 mm Reiðubréf 6,50% 6,70% 7,60% 3,50% 6,06% 2 | KÞ Einingabréf 3 6,90% 6,40% 5,70% 0,70% 4,90% 3 LBR Þingbréf 7.70% 8,10% 21,70% 8.10% 11,25% 1 ■iBRBRSýslubréf 8,90% 1,40% -2,00«/., 20,40% 6,84% ■ stj VÍB Sjóður 6 -7,00% -51,10% 59,40% 21,60% -3,10% 4 Kl‘» Kaupþing hf., LBR » Landsbréf hf., VÍÐ - Vcrðbréfamarkaður (dandsbanka hf. Ekki fenguii upplýtingar fri P jirfestingarfiílaginu Skandia 'Ávöxtun launabréfa inióa.M við 3 ár. Hcimild: Pcningasiða Morgunblaðdm, Kaupþing hf., VlB hf. Ábcnding fri Landsbréfum: Yfirlitinu « cinungit arrlad að sýna samanburð á sögulcgri ivöxtun verðbréfaijóða og á ckki að skoða »cm viibcndingu um ávöxtun í framtíðinni. Munið, að gcngi verðbréf* gctur jafnt larkkað scm hxkkað. Raunávöxtun á ársgrundvelli 1991-1994 Raunávöxtun verðbréfasjóða á ársgrundvelli 1991-1994 Allir innlendir sjóðir Nr. Sjóður Fyrirtæki 2. Launabréf* Landsbréf 3. Öndvegisbréf Landsbréf 4. Fjórðungsbréf Landsbréf 5. Sjóður 5 VÍB 6. Sjóður 2 VlB 7. íslandsbréf Landsbréf 8. Sýslubréf Landsbtéf 9. Einingabréf 2 Kaupþing 10. Skammtímabréf Kaupþing 11. Rciðubréf Landsbréf 12. Sjóður 1 VÍB 13. Einingabréf 1 Kaupþing 14. Einingabréf3 Kaupþing 15. Sjóðuró VÍB * = 3ár LANDSBRÉF HF. LANDSBANKINN STENDUR MEÐ 0KKUR Löggilt verðbréfafyrirtæki. Aöili að Verðbréfaþingi íslands. iBRAUI 2 4, 108 R 1 Y K J A V í K , S 1 M 1 1 5 8 8 9 2 0 0, B R fc ! A S lpl| BS 5 8 8 8 ') 9 8

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.