Morgunblaðið - 10.03.1995, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 10.03.1995, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. MARZ 1995 25 AÐSEIMDAR GREIINIAR Tjaraarbíó - tónlistarhús MÁLÞING um menn- ingarmál, hið annað í röðinni á þessu ári, var haldið á vegum borgar- yfírvalda í Ráðhúsi Reykjavíkur laugardag- inn 18. febrúar. Frá- sögn af þingi þessu birt- ist í Morgunblaðinu 21. febr. Ég hef vænst þess að einhver annar mundi láta frá sér heyra um ýmislegt sem þar bar á góma, en hef ekki orðið þess var og get því ekki orða bundist. Frásögnin hefst á þessum orðum, sem höfð eru eftir formanni menningarmálanefndar borgarinn- ar: „Tónlistin hefur verið afskipt í menningarstarfsemi Reykjavíkur- borgar." Þetta er því miður rétt. Þó er engin ástæða til að vanþakka fram- lagið til rekstrar Sinfóníuhljómsveit- arinnar, sem raunar hefur staðið í fjárhagsáætlun borgarinnar í 45 ár, er lögbundið síðan 1982 og nemur 37 millj. kr. á fjárhagsáætlun 1995. Ekki heldur framlagið til tónlistar- skólanna í Reykjavík, 269 millj. kr., sem einnig er lögbundið. Þetta er til samans um 1,8% af tekjum borg- arinnar. Til íþróttamála er varið rétt um fjórfardri þessari upphæð. Einnig má þakka þá tónlistarstarfsemi sem fram hefur farið í Menningarmið- Jón Þórarinsson stöðinni Gerðubergi, en hörmulegt, ef svo fer sem nú horfir, að hún verði dregin saman til muna. Þá er það haft eftir formanni menningar- málanefndarinnar að nauðsynlegt sé að Reykjavíkurborg hafí foiystu í menningarlífí í borginni og hafi borg- aryfírvöld skilning á því hlutverki. Gott er ef satt er. En hvað hyggjast þau þá gera til að rétta hlut tónlistarinnar? Eftir því sem lesið verður úr fyrrnefndri frásögn er það tvennt: í fyrsta lagi er talað um „að Tjarnarbíó verði skoðað með tilliti til þess að þar verði tónleikasalur og að byggt verði við það. Áætlaður kostnaður við það mundi nema um 16 milljónum króna.“ í öðru lagi hefur verið ákveð- ið „að veita um 2,5 milljónum til að stofna strengjakvartett sem yrði starfræktur í eitt ár“. Samtals nema þessar upphæðir 18,5 millj. kr., rúmlega 0,1% af tekj- um borgarinnar á árinu 1995. Það ber ekki vott um mikinn stórhug. Úrræðin eru satt að segja grátbros- leg. Verst er þó að þau koma að sáralitlum notum. Það tekur langan tíma að koma upp og þjálfa strengjakvartett sem Brýnasta þörfin er Tón- listarhúsið, segir Jón Þórarinsson, sem þeg- ar hefur verið hannað af einum ágætasta arki- tekt þjóðarinnar. risið getur undir nafni, hversu ágæt- um listamönnum sem hann er skip- aður í upphafí. Því má segja að fé til kvartetts „sem yrði starfræktur í eitt ár“ sé í raun kastað á glæ. Hann mundi, samkvæmt þessu orða- lagi, verða lagður niður um það leyti sem hann gæti farið að láta til sín heyra að gagni. Tjarnarbíó rúmar 250 manns í sæti. Mér er sagt að þar hafí ýmis- legt þegar verið fært til betra horfs, og er ekki nema gott um það að segja. En það hús bætir ekki úr neinni brýnni þörf tónlistarflutnings í borginni. Hér eru fyrir margir sal- ir sem henta ágætlega fyrir kamm- ertónleika, þótt víða mætti búa betur að þeim en raun hefur verið á. Til þess þyrfti fyrst og fremst svolitla hugarfarsbreytingu ráðamanna, og hún kostar ekki neitt. Tjarnarbíó leysir þar engan vanda sem ekki væri auðleystari annars staðar. Það sem hér vantar er stór tón- leikasalur með tilheyrandi starfsað- stöðu sem meðal annars yrði aðal- starfsvettvangur Sinfóníuhljóm- sveitarinnar en mundi einnig nýtast til mjög margra annarra hluta. Brýn- asta þörfín er sem sé Tónlistarhúsið sem þegar hefur verið hannað af einum ágætasta arkitekt þjóðarinnar fyrir forgöngu þeirra samtaka sem nú um árabil hafa barist fyrir úrbót- um í þessu efni. Þetta er stórt og dýrt verkefni, og eðlilegt að það verði leyst í samvinnu ríkis og borg- ar. Til þess mundi þurfa framlög sem til samans gætu numið 300-400 millj. kr. á ári í 5 ár. Ef vilji væri til, mætti líklega fínna leiðir til að fjármagna þessa framkvæmd nú þegar, þannig að húsið geti verið komið í notkun árið 2000 og Reykja- vík þannig borið með sóma titilinn „Menningarborg Evrópu", ef til þess kemur, án þess að til stórú'tgjalda komi fyrir borg og ríki fyrr en að þeim tíma liðnum. Stjórnmálamenn sem vilja skapa sér tiltrú sem forystumenn í menn- ingarmálum verða að horfast í augu við þetta verkefni og takast á við það. Stjórnvöld og áhrifamenn allra flokka hafí vanmetið hvort tveggja: þá brýnu þörf sem hér blasir við og þann almenna vilja sem fyrir því er að úr henni verði bætt. Þeir ættu að endurmeta stöðuna, einmitt nú þegar kosningar eru í nánd. Höfundur er tónskáld. Verkfall kennara og undanþágubeiðnir í VERKFALLI kennara kemur vel í ljós hversu mikilvægt skólastarf er bæði fyrir nemendur og foreldra. Þetta má m.a. finna í viðbrögðum samtaka foreldra og nemenda og þeim fjölmörgu stuðningsyfirlýsing- um sem kennarasamtökum hafa borist í verkfallsbaráttunni. Ráða- menn þessarar þjóðar virðast hins vegar ekki jafn meðvitaðir um mikil- vægi skólastarfs ef marka má við- brögð þeirra við kröfum kennara og gang samningaviðræðna. Samtökin Þroskahjálp hafa rætt málefni fatlaðra nemenda við verk- fallsstjórn kennara og kom þar fram hversu miklar áhyggjur þau samtök hafa af því slæma ástandi sem skap- ast á heimilum margra fatlaðra barna í verkfallinu. í dálkinum „Með og á móti“ í DV mánudaginn 6. mars er haft eftir Ástu Þorsteins- dóttur formanni Þroskahjálpar að hún hafi spurnir af því að veitt hafí Ekki er hægt, að mati Sigrúnar Ágústsdótt- er hins vegar rétt að taka það fram að verk- fall kennara raskar öllu eðlilegu ástandi í kennslumálum og þar af leiðandi verður aldr- ei hægt að gæta fulls réttlætis við afgreiðslu á undanþágum eða tryggja með undan- þáguveitingum að nemendum verði ekki mismunað. Þvert á móti halda ýmsir því fram að einmitt veit- ingar á undanþágum feli í sér mismunun. Eina lausnin á því máli Sigrún Ágústsdóttir er að samið verði við kennara. Það væri því óskandi að forsvarsmenn hagsmunasamtaka foreldra og barna beittu sér fyrir því að ríkis- valdið semji við kennara og þar með verði afstýrt ófremdarástandi sem snertir um 60 þúsund nemendur. Ásta talar um að skýrar línur hefðu þurft að liggja fyrir um undanþágur fyrir verk- fall. í lögum um kjara- samninga opinberra starfsmanna er alveg skýrt að verkfall nær til allra félagsmanna í kennarafélögunum, nema skólastjóra og aðstoðarskólastjóra. Það er því alveg ljóst að öll starfsemi skóla lamast í kennaraverk- falli. Verkfallsstjórn tekur afstöðu til þess hvort veita eigi undanþágur og til hverra þær eigi að ná eftir að verkfall hefst. Afstaða til undanþágubeiðna mótast af ýmsum þáttum. Má þar nefna mat á því hvaða nemendahópar og einstaklingar megi síst við því að missa af skólastarfi og hvort mögu- legt sé að koma við lágmarksþjón- ustu skóla í einstökum tilvikum. Þjónusta sem skólar veita er ekki sambærileg við þjónustu heilbrigð- isstofnana að því leyti að mat á undanþágum getur ekki farið fram út frá því hvort um sé að ræða hættu á heilsutjóni eða spurningu um hvort hægt sé að bjarga lífí sjúkl- inga. Það er miklu flóknara að leggja þetta mat á starfsemi innan skóla. Það er enn flóknara þegar haft er í huga að fatlaðir nemendur og nem- endur með sérþarfir eru í almennum skólum um land allt. Það er eðlilegt að talsmenn for- eldrasamtaka leiti eftir skilningi meðal almennings, ríkisvalds og kennarasamtaka á þeim vanda sem uppi er hjá foreldrum og nemendum í kennaraverkfalli. Sá málstaður er góður. Það er þeim mun mikilvæg- ara að í slíkum málflutningi sé farið með rétt mál og ekki rangfærður málstaður kennara sem hafa reynt að bregðast við þessu ástandi af eins mikilli sanngirni og hægt er við mjög erfiðar aðstæður. Höfundur er formaður verkfallsstjórnar Kennarasambands íslands. ur, að bera saman þjónustu skóla og heilbrigðisstofnana. verið undanþága vegna kennslu í Hvammshlíðarskóla á Akureyri. Þetta er rangt. Undanþágubeiðni hafði ekki borist frá þeim skóla á mánudaginn og þar af leiðandi hefur engin undanþága verið veitt þegar þetta er ritað. Það er líka rangt að veitt hafi verið undanþága vegna starfsemi heilsdagsskóla í Reykjavík því sú starfsemi er rekin af Reykja- víkurborg. Ásta hefði getað aflað sér upplýs- inga um þessi atriði áður en hún lét frá sér fara rangar staðhæfíngar. Það er miður að í svo viðkvæmu máli sem þessu skuli ekki farið rétt með staðreyndir og afar óviðeigandi að tiltaka dæmi sem fela í sér þá fordóma að verið sé að mismuna nemendum í þessum tilvikum. Það Goðsögnin um þriggja mánaða sumarfríið ÞEGAR kjaramál kennara ber á góma er viðkvæðið hjá almenn- ingi gjarnan á þá leið, að kennarar séu vissu- lega ekki vel launaðir, en hafí ýmis hlunnindi, sem aðrar stéttir hafí ekki. Það, sem fer einna mest fyrir bijóstið á fólki, er hið alræmda en misskilda „þriggja mán- aða sumarfrí". Þessi hvimleiði, en að mörgu leyti skiljanlegi mis- skilningur, á sér þrenns konar skýringar. I fyrsta lagi er fólki yfirleitt ekki kunnugt Guðmundur Edgarsson um, að vikuleg vinnuskylda kennara á veturna er ekki 40 klst., eins og aðrir launþegar skila af sér árið um kring, heldur um 46 klst. hjá grunn- skólakennurum og 48,5 klst. hjá framhaldsskólakennurum. Þannig vinna kennarar af sér um einn og hálfan mán- uð þessa níu mánuði, sem skólarnir starfa. í öðru lagi gerir fólk sér oft ekki grein fyrir, að þótt nemendur séu í fríi, þýðir það ekki endi- lega, að kennararnir séu það einnig. Þannig er, að kennurum er gert að veija tæpum mánuði til endurmenntunar og undirbúnings næsta skólaárs og þrátt fyrir, að sú vinna sé ekki sýnileg nemendum eða foreldrum, er hún jafn- nauðsynleg í litríku og uppbyggilegu skólastarfi og hver önnur. I þriðja og síðasta lagi gleymir fólk því gjarnan, að kennarar eiga vitaskuld rétt á sínu lögboðna sum- arfríi eins og aðrir. Ogsé áðurnefnd- ur einn og hálfur mánuður, sem kennarar hafa unnið af sér, dreginn frá, stendur eftir sami orlofstími og aðrir launþegar fá að öðru jöfnu. Kennarar fá því ekkert lengra sum- arfrí en aðrir. Hitt er svo annar handleggur hvort kennarar vilji yfírleitt haga sínum vinnutíma með þeim hætti, sem að íraun fá kennarar, að mati Guðmundar Edg- arssonar, ekki lengra sumarfrí en aðrir. ofan greinir. Á því eni vafalaust skiptar skoðanir. Sumir kennarar eru líklega sáttir við þessa tilhögun eins og hún er, en aðrir kysu að dreifa álaginu lengur en jafnar yfir árið Kennarar, sem slíkir, fá hins vegar engu um það ráðið því árlegur starfs tími skólanna er bundinn í lögum sem samþykkt eru af Alþingi íslend inga, eins og flestir vita. HELGAR TILBOfi Höfundur er kennari við Fjölbrautaskólann Breiðholti. „Box“ dýna með krómgafli stærð verð 90x200 120x200 140x200 12.900 19.900 22.900 Sæng og koddi 1 sett 1.690 kP. 2 sett 2.990 ki1. Matar- og kaffistell fyrir fjóra__ Aðeins: 690 kP tr Tennissokkar í barnastaerðum 10 pör aðeins: 399 kr Handklæði 7 skt. aðeins: 990 kr ÍHoBaoöföum SkeBunni 13 Reyfcja'viVurvegi 72 Noföurtanga 3 i l Reykjavík Reytijavik Hafnartiföi Akuwyn i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.