Morgunblaðið - 10.03.1995, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 10.03.1995, Blaðsíða 30
80 FÖSTUDAGUR 10. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ OSK AXELSDOTTIR + Ósk Axelsdóttir fæddist á Lambastöðum í Alftaneshreppi 4. maí 1949. Hún lést á heimili sínu í Reykjavík 2. mars sl. Foreldrar henn- ar voru Elín Bald- vinsdóttir og Axel Hallgrímsson í Borgarnesi. Systur Óskar eru Sigríður Steinunn, kennari á ísafirði, og Dóra, verslunarstjóri _ í Borgarnesi. Árið 1969 lauk hún prófi frá Sam- vinnuskólanum og kennara- prófi 1972. Hún bjó og kenndi í Hveragerði, Borgarnesi og Búðardal en haustið 1989 flutti hún til Reykjavíkur og kenndi við Hlíðaskóla eftir það. Árið 1971 giftist hún Guðmundi Hin- rikssyni, þau slitu samvistir. Dætur þeirra eru Judith Amal- ia, f. 1972, og Solveig, f. 1975. Sambýlismaður Ólafar var Ól- afur Sveinsson. Útför hennar verður gerð frá Háteigskirkju í dag og hefst athöfnin kl. 13.30. ÞAÐ ER reiðarslag að heyra þær fréttir frá vinkonu að hún sé hald- in sjúkdómi sem ekkert verði við ráðið. Öll tilbrigði tilfinninga bijót- ast fram, óbærilegur harmur, sorg vegna örlaga hennar, reiði gagn- vart almættinu þegar höggvið er að vinunum, sjálfsásökun yfir því að rækta ekki sambandið við vini sína eins og maður vildi. ^ Ósk Axelsdóttir lést á heimili sínu 2. mars eftir liðlega mánaðar lokastríð við sjúkdóm sem fyrst varð vart sl. vor. Það er sárt þegar fólk er hrifið burt af sjónarsviðinu á besta aldri og virkilegur sjónar- sviptir að þessari manneskju. Ösk var einstakur og stórbrotinn persónuleiki, gáfuð og skemmtileg kona, með ákveðnar skoðanir á öll- um mögulegum málum. Hún ávann sér auðveldlega virðingu allra sem kynntust henni. Mér fannst virki- lega eftirsóknarvert að umgangast hana og gaman að heyra hennar sjónarmið á ólíkustu málum, stjóm- málum, skólamálum, góðum bókum og listviðburðum, en allt eins mátti ræða af áhuga um hvemig laga má sterkt og best kaffi, um upp- eldi bamanna, nú eða skíðaiðkun kvenna sem komnar era af liprasta skejði. Ósk var kennari að ævistarfi og hafði raunveralegan áhuga á því og mér er óhætt að fullyrða að hún var vel metin af nemendum sínum. Hún kenndi við Grannskólann í Borgamesi á áranum 1977-1984, síðan í Búðardal um fimm ára skeið, en síðast við Hlíðaskóla í Reykjavík. Hún var kennari dóttur minnar mestan partinn af hennar grannskólagöngu og var í miklu uppáhaldi. Það var oft skemmtilegt að heyra sögu nemandans og síðan kennarans af ýmsum atburðum. Mér fannst þá að það væri gaman að vera kennari enda hafði Ósk meðfædda þessa næmu kímnigáfu sem þarf til að hafa ánægju af kennslunni og reyndar af lífinu öllu. Ég hafði þekkt Ósk lítillega en kynntist henni betur þegar við snerum okkur sameiginlega að því að „velja Vigdísi" 1980 og stóðum fyrir kosningaskrifstofu hér í Borgamesi. I góðum hópi fólks koma kostir einstaklingsins best fram, þá finnur maður hveijir hafa eitthvað að gefa og miðla öðrum. Þetta er í minningunni dýrðlegur tími. Það batt okkar vinskap að börn- in okkar vora bestu vinir um margra ára bil og era ófáar skemmtilegar minningar til frá þeim tíma sem ylja manni um hjart- arætur. Ég sé þær fyrir mér, syst- umar, alltaf fínar og fallega greiddar standandi á tröppunum gleiðbros- andi, Judith þrem árum eldri með Sol- veigu litlu systur. Allt- af síðan eiga þær svo- lítið hólf í hjarta manns. Það hefur verið gaman að fylgjast með þeim í gegnum árin. Þeim hefur gengið vel í námi og ég fann að það gladdi móður þeirra að þær hafa báðar markað sér ákveðna stefnu í fram- haldsnámi. Hér í Borgarnesi kynntist Ósk Ólafi Sveinssyni, manninum sem síðar átti eftir að styðja hana á erfíðustu stundunum. Þau fluttust í Búðardal og eftir það voru helstu samskipti okkar við fermingar og afmæli, en eftir að Ósk bjó um sig í Hlíðunum í Reykjavík var aftur hægt að detta inn þegar leiðin lá í höfuðstaðinn og fá smá upprifjun á ekta kaffi og andakt og meira að segja nokkram sinnum að skella sér á skíði. Ég mun alla tíð minnast þessar- ar vinkonu minnar með djúpri virð- ingu og þakklæti fyrir að hafá fengið að kynnast henni. Það er sárt að þurfa að sætta sig við það að þessi einstæða kona sé horfin af sjónarsviðinu, sárt fyrir alla sem kynntust henni og áttu með henni samleið í lífinu. Sárastur er að sjálf- sögðu missirinn fyrir dætumar Judith og Solveigu, Óla vin l|enn- ar, fyrir systur hennar tvær og móður sem allar vrou hjá henni nætur og daga undir það síðasta og fyrir aðra í fjölskyldunni. Þeim öllum sendi ég innilegar samúðar- kveðjur frá mér og mínu fólki. Anna Ólafsdóttir. Kveðja frá nemendum Við viljum minnast með nokkr- um orðum fyrrverandi kennara okkar hennar Oskar. Ósk var bekk- jarkennari okkar í heil fjögur ár og því er margs að minnast. Það er varla umdeilanlegt að áhrif kennara á nemendur era mikil og ekki síst þegar jafn sterkur per- sónuleiki og Ósk á í hlut. Öguð vinnubrögð, góð kímnigáfa og sér- stakur áhugi á íslenskri tungu var það sem helst einkenndi Ósk í því starfi sem að okkur snéri og betra nesti er vart hægt að hafa með sér út í lífið. Það er því með þakk- læti og virðingu sem við kveðjum þessa einstöku konu. Fjölskyldu Óskar, aðstandend- um og vinum vottum við okkar dýpstu samúð. Árgangur ’71 úr Grunnskóla Borgamess. Nú veit ég að sumarið sefur í sál hvers einasta manns. Eitt einasta aupablik getur brætt ísinn frá hjðrtum hans, svo fjötrar af huganum hrðkkva sem hismi sé feykt á bál, uns sérhver sorg öðlast vængi og sérhver gleði fær mál. T „ l.U. Hve eilíf og áköf era ekki átök sorgar og gleði í sál mannanna. Fyrir fáum mánuðum glöddumst við yfir góðum fréttum og fyllt- umst bjartsýni með Ósk, vinkonu okkar, en nú er hún öll og sorgin Qötrar hugann. Á slíkum stundum sækja minningamar að, allt frá því er við kynntumst henni í Kennó, til síðustu samverannar í sauma- klúbbnum. Allar minningamar eiga það sameiginlegt að skilja eftir mynd af hetju sem aldrei lét bugast en hélt reisn til síðustu stundar. Ósk bættist í hópinn á öðru ári í Kennaraskólanum. Hún var góður námsmaður, vel lesin og ávann sér virðingu þeirra sem hún umg- ekkst. Það kom líka í ljós að hún var skemmtilegur félagi og hafði MINNINGAR góða kímnigáfu. Hún hafði ákveðnar skoðanir og var alltaf sjálfri sér samkvæm. Allir þessir kostir nýttust henni vel á starfs- ferlinum, en hún var ein af fáum úr hópnum sem stundaði kennslu alla tíð eftir að námi lauk. Ósk var áhugasamur og fær kennari og kenndi í Hveragerði, Borgarnesi og Búðardal þar til hún fluttist til Reykjavíkur fyrir nokkr- um áram og hóf kennslu við Hlíða- skólann. Þá endumýjuðust kynni okkar skólasystranna í sauma- klúbbnum okkar. Eins og jafnan í slíkum félagsskap er stundum skrafað hátt og mikið. Ósk var aldrei ein af þeim sem hafði hátt, en návist hennar var sterk og þeg- ar hún kvaddi sér hljóðs var á hana hlustað, enda var hún bæði skarpskyggn og orðheppin. Oft kom fram í spjalli okkar hve hreyk- in hún var af dætram sínum tveim- ur og því hve vel þær standa sig í lífinu. Veikindin settu mark á Ósk síð- asta árið, en hún var æðrulaus og ræddi opinskátt um þau. Dugn- aðurinn var ótrúlegur og áhuginn á starfinu og menningunni dvínaði aldrei, til dæmis sótti hún fræðslu- fundi og stundaði nám í Háskólan- um fram eftir vetri. í minningu okkar lifir hún sem lífsglaður og góður félagi, sterk og stolt baráttu- kona sem aldrei lét deigan síga. Við sendum dætram hennar og ættmennum öllum innilegar samúðarkveðjur. Bekkjarsystur úr KÍ. Bekkjarkennarinn okkar Ósk Axelsdóttir er kvödd í dag. Við foreldrar og böm í 3. ÓA í Hlíða- skóla viljum með fáeinum orðum þakka fyrir að við fengum að njóta starfskrafta hennar og hæfileika þann tíma sem hún kenndi bekkn- um skólaárið 1993-94. Undir leiðsögn hennar kynntust börnin aga sem skapaður var með stillingu, ákveðni og um Jeið ljúfri framkomu. Þannig var Ósk. Hún var góður kennari. Á undra skömmum tíma vora sjö og átta ára ærslabelgir farnir að vinna í hvetjandi andrúmslofti sem kenn- arinn skapaði með þeim í skólastof- unni. Og hver einstakur nemandi fékk athygli. Það kom ágætlega fram á bekkjarkvöldi, þegar börnin sýndu foreldrum sínum og systkin- um frumsamið leikrit. Þar fengu öll bömin í bekknum hlutverk, 15 drengir og fjórar stúlkur, og allir tóku þátt. í foreldraviðtölum kom fram skýr greining á stöðu hvers og eins í náminu. Ósk hafði faglegan metnað fyrir framför og velferð nemenda sinna. Þannig lifir minn- ingin um Ósk í huga okkar, friðsæl en ákveðin, róleg og um leið hvetj- andi. + Þröstur Óskarsson fæddist í Reylyavík 28. júní 1958. Hann lést á heimili sínu, Skóla- vörðustíg 38, 15. janúar síðast- liðinn. Útför hans fór fram frá Hallgrímskirku 24. janúar. ÞÆR FÁU línur sem ég skrifa til þín virðast eitthvað svo fátækleg- ar, því ef ég gæti komið því til 'skila sem mér býr í bijósti nú, þyrfti ég helst heila bók til að allt myndi rúmast þar. Ósjaldan ræddum við heimspeki- lega um lffið, tilgang þess og tilver- una almennt. Glettni þín og kímni- gáfa voru hins vegar alltaf rétt handan við hornið. Mikið hafði ég gott af allt of fáum samtölum okkar. Þú sýndir mér nýjar hliðar á lífinu og gildi þess, sem ég hafði í raun lítið velt fyrir mér, svo ekki sé minnst á jákvæð og góð andleg olnbogaskot, sem veittu mér meiri kraft en þig Við sendum fjölskyldu Óskar og ástvinum samúðarkveðjur. Foreldrar og börn í 3. ÓA, Hlíðaskóla. Komið er að kveðjustund. Full trega og eftirsjár kveðjum við Ósk Axelsdóttur kennara. Hún kom til starfa við Hlíðaskóla 1989. Okkur varð fljótlega ljóst að með Ósk hafði bæst í hópinn góður liðs- maður. Hún var tilbúin að leggja fram alla sína krafta og miðla af reynslu sinni og hæfileikum. Hún féll fljótt inn í samstilltan hóp, var sterkur persónuleiki, sjálfstæð og tilbúin að gefa af sér. Hún hafði ákveðnar skoðanir þó hún væri ekki að halda þeim fram. Það var því gaman að ræða við hana um ólík málefni og gilti einu hvort um var að ræða starf okkar eða mál- efni líðandi stundar. Kennsla er á margan hátt krefj: andi en um leið skapandi starf. í slíku starfi komu kostir Óskar vel í ljós. Hún hafði til að bera list- rænt handbragð, smekkvísi og góð tök á íslensku máli. Ástundun hennar og stundvísi var einstök. Hún bar mikla umhyggju fyrir nemendum sínum og lagði sig fram um að ná til þeirra, skilja þá sem best og hvetja þá til að rækta hæfileika sína. Hún var næm á tilfinningar og líðan þeirra sem hún umgekkst. Sem félagi og sam- starfskona var hún heil og óskipt, ógleymanleg. Hún bjó yfir ein- hveijum styrk sem við fundum og nutum með henni. Við fundum hve bemskustöðvar hennar á Mýran- um áttu ríkan þátt í ást hennar á landinu og náttúranni. Einnig að tengsl hennar við fjölskylduna vora hlý, skemmtileg, einstök. Við þökkum af alhug samverastund- imar með Ósk og vottum dætram hennar og fjölskyldunni allri ein- læga samúð. Samstarfsfólk í Hlíðaskóla. Horfin er úr hópi lifenda kona sem fyrir margra hluta sakir er vert að minnast. Ósk Axelsdóttir hefur nú yfirgefið okkur eftir erf- iða baráttu við krabbameinið, þann illvíga sjúkdóm, og lætur okkur, sem komumst í kynni við hana, eftir minninguna um heillandi og fróða konu sem ávallt gat borið bros á vör. Þrátt fyrir að oft hafi liðið langur tími á milli funda okk- ar og þeir hafi komið æ sjaldnar fyrir undir það síðasta, var það nóg til að kynnast Ósk og þeim góða dreng sem hún hafði að geyma. Kynni hófust með okkur er hún og Ölafur, frændi minn, ragluðu saman reytum sínum og birtist hún mér sem umhyggjusöm og lífsglöð menntakona sem ætíð var fús til að ausa úr vizkubrunni sínum. Það kannski óraði fyrir. Takk, Spörri minn. Ég minnist funda okkar í húsa- kynnum Alnæmissamtakanna. Alltaf fylgdi þér þessi sérstaki ferski blær. Nöldur, samstöðuleysi og hvers konar væl, það líkaði þér ekki. Næmni þín á tilfínningar ann- arra var einstök. Þú lást aldrei á skoðunum þínum og alltaf gafstu þér tíma til að hlusta. Æðruleysi þitt og baráttuþrek gáfu okkur hinum sem þekktu þig aukið þrek til að takast á við lífið. Allir þínir sigrar í erfiðum sjúk- dómslegum trúi ég að hafi gefið okkur hinum aukinn kraft. Mér fannst þú einstakur og þykir mér því erfítt, Spörri minn, að bera þig saman við aðra. Það eitt að mæta tvíefldur til leiks eftir erfið veikindi, já, hreint og beint rísa úr öskunni sem fugl- inn Fönix, gerði það stundum að verkum að mér þótti og fannst sem að þú yrðir allra karla elstur. í varð nær árviss atburður að ég og bróðir minn eyddum hluta úr sumri á heimili hennar og frænda míns í góðu yfirlæti og lékum okkur við dætur hennar, Sollu og Judith. í fyrstu var ferðunum heitið vestur í Borgames, en síðar til Búðardals þar sem hún kenndi við grannskól- ann. Hápunkturinn í þessum ferð- um var þegar farið var til Flateyj- ar tvö sumur í röð. í fyrra skiptið dvöldumst við í eynni með hópi vina þeirra og var þar mikill barn- askari með í för. Enginn var betur til þess fallinn að líta eftir og halda okkur krökkunum í skefjum en Ósk, með mikilli lagni og þolin- mæði tókst henni að hafa ofan af fyrir okkur. Mér er það sérstaklega minnisstætt er hún hafði forystu um að hamfletta lunda og gera tilbúna til matar, hvernig hún virkjaði mannskapinn til þess að leggja sitt af mörkum svo maturinn yrði sem eftirminnilegastur. Síðari ferðin til Flateyjar stóð aðeins einn dag, en er engu að síður einnig ofarlega í huga; þá var aldraður langafi minn, afi Malli, með í för og átti Ósk jafn auðvelt með að sinna honum, sem okkur krökkun- um. Aðstæður breyttust, hún flutti í höfuðborgina og því miður lögð- ust þessar sumarferðir okkar bræðranna til hennar af. En sam- band hélst engu að síður og bar fundum okkar iðulega saman í afmælum og um hátíðir. Það var einmitt síðastliðið sumar sem ég hitti hana og átti við hana áhuga- verðar samræður um lífsins gang, þá höfðu veikindin gert vart við sig en engu að síður bar hún sig vel og hélt reisn sinni. Hún gekkst undir læknismeðferð og lofaði ár- angurinn þar góðu, en eins og svo oft vill vera með krabbamein leyndi það á sér og braust fram skömmu eftir jól. Ósk háði þá snarpa bar- áttu um líf sitt en varð að lúta í lægra haldi. Eftir standa ljóslifandi minningamar í hugum okkar, sem hana þekktu, um góðan vin - vin sem nú er horfinn. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. % Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (Vald. Briem) Að síðustu vil ég ásamt fjöl- skyldu jninni senda Solveigu, Jud- ith og Ólafi og öðram aðstandend- um innilegustu samúðarkveðjur. Megi góður Guð styrkja ykkur í djúpri sorg og miklum missi ykkar. Gunnar Þór Þórarinsson. framhaldi af tali mínu um fuglinn Fönix þá get ég ekki annað en tæpt á nafninu þínu, þ.e. Þröstur. Sjaldan held ég að sú nafngift hafi átt eins vel við nokkum mann. Þú varst eins og fuglarnir, óheftur, fijáls, litríkur og fallegur. Þínir list- rænu hæfileikar í myndlist, leiklist, tónlist, að ógleymndri hinni æðstu list, þ.e. listinni að vera góð mann- eskja, gleymast engum og hjálpa okkur sem eftir sitjum skilnings- vana. Spörri minn, núna sé ég þig fyr- ir mér, með þanda vængi, fljúgandi hjá almættinu, miðlandi visku og reynslu. Spaugandi með glampa í augum, teiknandi, málandi og spil- andi með barnið í hjartanu. Söknuðurinn er mikill, en góðar minningar ylja. Við sjáumst, kallinn minn. Ég votta foreldram Þrastar, Sig- ríði og Óskari, Don, systkinum og öðrum ástvinum mína innilegustu samúð. ÞRÖSTUR ÓSKARSSON Þórir Þorláksson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.