Morgunblaðið - 10.03.1995, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 10.03.1995, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MINIMINGAR FÖSTUDAGUR 10. MARZ 1995 33 óvissu háð, hve bilið er stutt milli lífs og dauða. Okkur setur hljóð og við finnum til vanmáttar, þegar okkur berast tíðindi af válegum atburðum. Svo fór fyrir mér, þegar fregnir bárust af því, að Sigfús Örn Sig- fússon hefði orðið fórnarlamb umferðarslyss í Bandaríkjunum. Það tekur tíma að átta sig á svo hörmulegum atburði. Sársauki og tómleiki eru ráðandi í fyrstu, en fljótlega fara minningar frá langri samferð þó að gera vart við sig. Leiðir okkar Sigfúsar lágu fyrst saman í Menntaskólanum í Reykjavík. Þar gengum við í stór- um og glöðum hópi skólasystkina til móts við þann áfanga, sem stúd- entspróf var á þeim tíma. Þaðan lá leið okkar til náms í verkfræði, fyrst við Háskóla íslands en síðan við Tækniháskólann í Kaup- mannahöfn. Sá hópur, sem lagði stund á verkfræði við Háskólann, var ekki ýkja stór, lengst af vorum við átta talsins í árganginum. Einungis var þá kennt til fyrri hluta prófs hér heima. Leita varð til annarra landa um seinni hluta námsins. Dreifðist hópurinn nokkuð, en fimm héldu til Kaupmannahafnar og luku verkfræðináminu þar. í þessum litla hópi, sem vann að sama markmiði, ríkti mikil sam- heldni og gagnkvæm hjálpsemi, þegar á þurfti að halda. Þessi sam- heldni gilti bæði í náminu sjálfu, en einnig utan skólans. Hver ein- stakur í hópnum hafði þó sín sér- kenni, sem komu skýrt í ljós. A þessum árum kynntumst við Sig- fúsi, sem góðum félaga, sem gott var að vera með í starfi og leik. Hann hafði góð tök á náminu, enda búinn farsælum gáfum og góðri dómgreind. Hann var yfir- lætislaus og rólegur í fasi, en lét þó ekki á sig ganga. Við félagarn- ir höfðum traust á Sigfúsi. Að loknu námi í verkfræði réðst Sigfús til starfa hjá Vegagerðinni og enn urðum við samferða. Ekki kom það á óvart, að Sigfús skyldi velja sér þennan starfsvettvang, því að segja má, að hann hafi verið alinn upp hjá Vegagerðinni. Faðir hans var brúasmiður um áratugi og móðir hans var oft ráðs- kona í vinnuflokknum. Sigfús fór að vinna í flokki föður síns, þegar hann hafði aldur til. Á námsárum sínum vann hann að ýmsum öðrum verkefnum hjá Vegagerðinni, einkum þó mælingum. Mældi Sigf- ús m.a. fyrir vegi um Ólafsfjarðar- | múla og jarðgöngum við Siglu- I fjörð. Fyrir daga loftmyndakorta voru mælingar af þessu tagi afar ' krefjandi verkefni, þar sem mæl- ingamaðurinn þurfti að príla um kletta og skriður með tæki sín og tól. Sigfús var því vel kunnugur öllum hnútum hjá Vegagerðinni þegar hann hóf þar störf sem verk- fræðingur. í fyrstu vann hann að almennum verkefnum í vega- og brúagerð, einkum á Suðaustur- landi. Þegar hafist var handa um lagningu vega með bundnu slitlagi hér í nágrenni höfuðborgarinnar á sjöunda áratugnum, tók Sigfús að fást við þau verkefni og þau urðu síðan meginviðfangsefni hans meðan hann starfaði hjá Vega- gerðinni. Mikið átak var gert í vegagerð þessa svæðis á árunum kringum | 1970, þegar lagður var nýr vegur austur yfir fjall og upp í Kolla- | fjörð. Fjár til framkvæmdanna var I m.a. aflað með lántöku frá Alþjóða- bankanum. Þeirri lántöku fylgdu skilyrði um alþjóðleg útboð og strangt eftirlit með útboðsgögnum og öllum undirbúningi. Hönnun þessara vega og annar tæknilegur undirbúningur hvíidi mjög á Sigf- úsi. Hér var að vissu leyti um braut- : ryðjandastarf að ræða. Þau verk- j efni, sem Alþjóðabankinn hafði H áður lánað til hér á landi, voru |g undirbúin undir stjórn erlendra * hönnuða og ráðgjafa. Undirbúning- ■ ur vegaframkvæmdanna reyndist svo traustur, að ekki var að fundið af bankans hálfu, og verkin unnust í samræmi við það. Með verklagi sínu og vinnu- brögðum að þessum verkefnum, mun Sigfús í raun hafa lagt grund- völl að starfi sínu hjá Alþjóða- bankanum, þegar hann síðar sótti þar um vinnu. Þar komust jafnan færri að en vildu, en Sigfús átti þar greiða leið inn. Hjá Alþjóða- bankanum sinnti hann verkefnum bæði í Afríku og Asiu. Naut Sigf- ús sívaxandi trúnaðar í störfum sínum, og voru honum falin æ vandasamari verkefni. Þáttaskil urðu í lífi Sigfúsar, þegar hann staðfesti ráð sitt og gekk að eiga Margréti Jensdóttur. Margrét eða Gréta eins og hún er jafnan kölluð meðal fjölskyldu og vina, var æskuvinkona Margr- étar konu minnar frá Akureyri. Það var á heimili okkar Margrétar að fundum Sigfúsar og Grétu bar fyrst saman. Við töldum okkur því eiga ofurlítinn hlut að hjónabandi þeirra. Hjónabandið reyndist þeim báð- um mikið gæfuspor. Þau eignuð- ust dótturina Gerði, sem auðvitað varð augasteinn foreldra sinna. Auk þess ólu þau upp tvo syni Grétu frá fyrra hjónabandi henn- ar, þá Jens og Viktor Ingólfssyni. Samskipti ijölskyldna okkar voru mikil frá fyrstu tíð. Þegar þau Sigfús fluttu til Bandaríkj- anna 1976 strjáluðust eðlilega heimsóknir. Þau héldu þó áfram miklu sambandi við vini og kunn- ingja á íslandi, komu oft heim á sumrin og á hveiju ári nú í seinni tíð. Einnig nutum við gestrisni þeirra í Bandaríkjunum og voru móttökur þeirra höfðinglegar eins og þeirra var von og vísa. Þau hjónin voru mjög samhent um gestrisni og höfðingsskap. Með Sigfúsi er genginn drengur góður, sem naut trausts og virð- ingar þeirra sem honum kynntust. Hans verður sárt saknað af vinum og venslafólki. Mestur er þó miss- ir eiginkonu, dóttur og aldraðrar móður. Við Margrét og fjölskylda okkar tjáum þeim og allri fjöl- skyldunni samhryggð og biðjum þess að góðar minningar mýki sorg þeirra og söknuð. Helgi Hallgrímsson. Með nokkrum orðum vil ég minnast vinar míns og bekkjar- bróður í gegnum allan mennta- skóla og háskóla, Sigfúsar Arnar Sigfússonar. Slíkar harmafréttir, sem fráfall Sigfúsar, minna okkur óþyrmilega á hversu oft er skammt milli lífs og dauða. Minningarnar hrannast upp frá glöðum menntaskólaárum í MR, frá verkfræðinámi við Háskóla íslands, frá sumarvinnu á Norður- landi við mælingar við Vegagerð- ina, frá stúdentsárunum í Kaup- mannahöfn og svo framvegis. Árin liðu og eiginkonurnar komu til sögunnar. Sambandið helst þrátt fyrir að Sigfús flytjist ásamt fjölskyldu sinni til starfa við Alþjóðabankann, og allur heimurinn verður starfsvettvang- ur hans. Á þessum tíma koma þau hjónin oft heim til íslands og urðu þá jafnan fagnaðarfundir er vinir og kunningjar hittust. Ógleyman- legar eru heimsóknirnar til Sigfús- ar og Grétu í Washington og ferð- irnar með þeim þar. Skarð er fyrir skildi, Sigfús kemur ekki framar í sínar árlegu sumarheimsóknir til okkar í sum- arbústaðinn á Stokkseyri, hver hefði trúað því síðasta sumar, að áður en nýtt sumar kæmi væri hann allur. Eftir eigum við minningarnar þar sem hvergi bar skugga á. Við Sigga vottum Grétu, Gerði, móður Sigfúsar og stjúpsonum og öðrum aðstandendum dýpstu samúð. Sigfús var drengur góður, blessuð veri minning hans. Páll Sigurjónsson. SIGURJÓN JÓNSSON + Siguijón Jónsson var fæddur í Eyvík í Grímsnesi hinn 19. apríl 1903. Hann lést á Borgarspítalanum 27. febr- úar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Jón Magnússon og Sigríður Sæmundsdóttir. Sig- urjón var einkabarn þeirra. Eiginkona Sigurjóns var Sig- ríður Þorvarðardóttir, f. 29.10. 1902, d. 25.10. 1984. Siguijón átti einn son, Friðjón, fyrir hjónaband og gekk sex bömum Sigríðar í föðurstað. Útför Sigurjóns fer fram frá Dóinkirkjunni í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. FYRSTU árin í lífi Siguijóns Jós- epssonar lýsa vel við hvaða kjör vinnufólk bjó um aldamótin. Sig- ríður Sæmundsdóttir móðir hans deyr stuttu eftir fæðingu. Hann er skírður og hún jörðuð á Klaust- urhólum. Fyrsta hálfa mánuðinn er hann í Eyvík en ömmusystir hans er bjó á Þórisstöðum tók barnið að sér í skamman tíma. Stuttu seinna er honum komið fyrir á Snorrastöðum í Laugardal. Þar bjuggu þá Guðrún Eyjólfsdótt- ir og Sveinbjörn Eyjólfsson. Þar er Siguijón í tæp þijú ár. Þá er hann sendur til Reykjavíkur til föður síns og er þar næstu tvö árin á Frakkastígnum hjá honum og Hólmfríði Pálsdóttur konu hans. Sex ára gamall er hann sendur aftur austur fyrir fjall og nú að Mýrarkoti í Grímsnesi. Þar bjó þá Margrét ömmusystir hans og er þar næstu sex árin. Tólf ára göml- um er honum komið fyrir á Kiða- bergi en þar bjuggu þá Gunnlaug- ur Þorsteinsson og Soffía Skúla- dóttir. Á Kiðabergi er hann í sjö ár, en heldur þá til Reykjavíkur. Þar gerir hann stuttan stans en heldur sama sumar austur til Brúnavíkur í Borgarfirði. Þar reri hann á opnum bát og var í vinnu- mennsku. Þetta var árið 1922. Um haustið gerði vonskuveður og við það að ná fénu inn kól hann á fótum. Brunagaddur var og skór og sokkar voru frosnir fastir við fæturna. Á baðstofugólfinu voru fæturnir þýddir í fötu með snjó í. Þórunn grasakona Gísladóttir, móðir bóndans, læknaði síðan þau sár er af hlutust. Eins og að framan greinir má sjá að vegurinn hjá ungum dreng var ekki beinn og breiður. Löngu seinna er Siguijón var kominn á efri ár ræddi hann oft um æsku sína. Aldrei fann ég að hann væri bitur. Þvert á móti bar hann sam- ferðarfólki sínu ávallt vel söguna. Eins kom það í ljós að Grímsnesið var paradís í augum hans og hvergi undi hann sér betur. Hann byggði sér sumarbústað og var landnemi í Finnheiðinni í Gríms- nesi. Er hann var í bústaðnum þá leyfði hann sér þann munað að sofa fram eftir. Hann sagði mér að hann væri að bæta sér það upp að hafa verið sendur fyrstur á fætur til að ná í hesta eða kýr er hann var ungur. Það var oft fynd- ið að sjá gamla manninn koma á fætur um hádegi, en hann var ígulhress og í besta formi um mið- nætti. Siguijón lærði járnsmíði í Reykjavík og vann mestan hluta Handrit afmaelis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æski- legt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-texta- skrár. Ritvinnslukerfin Word og Word- perfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins á netfang þess Mbl@centrum.is en nánari upplýs- ingar þar um má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina og hálfa örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 3600-4000 slög. Höf- undar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. ævi sinnar hjá Stálsmiðjunni, lengst af sem verkstjóri, vel liðinn af sínum vinnufélögum og yfir- mönnum. Hann var hugmaður og verk- kvíðni þekkti hann ekki, hellti sér á kaf í vinnuna hvort viðfangsefn- ið var bilaður ketill í bræðslu fyrir vestan eða norðan, viðgerð á hval- bátunum eða eitthvað annað. Hrein unun var að ferðast með Síguijóni, svo kunnugur var hann staðháttum víðsvegar um landið, svo vel kunni hann söguna, svo heitt unni hann landinu. Þekking hans og þessi fádæma skemmti- lega frásagnargáfa laðaði fram myndir af löngu liðnum atburðum sóttar í sjóði þessarar þjóðar. Hvergi undi Siguijón sér betur en austur í Grímsnesi í sumarbú- staðnum er hann byggði og kall- aði Heiðarsel. Hann var kóngur í ríki sínu, þar var smíðað og rækt- að. Hann var alæta á bækur og aldrei kom maður að tómum kof- unum hjá honum hvort umræðu- efnið var jarðfræði, trúmál eða saga sem hann dáði. Þessi garpur sem lifði helst á saltkjöti og köldu kaffi hafði skoð- anir á öllum hlutum. Trúmálunum sleppti ég, jarðfræðin stóð honum nær. Hann gerði sér far um að kanna berglög og hvernig landið hafi orðið til. Á kvöldin er sest var niður á Heiðarseli þá tók höfðing- inn flugið. Sjóndeildarhringurinn úr Heiðarseli er stórbrotinn með Botnsúlur í vestri og Heklu í austri. Þegar búið var að fara yfir helstu þætti jarðsögunnar var skyndilega sveigt af og umræðu- efnið var Sturlunga, sagnameist- arinn Sturla Þórðarson, Þórður kakali og af hveiju íslendingar gengust erlendu valdi á hönd. Siguijón hafði ákaflega djúpa réttlætiskennd og var Islendingur eins og Islendingar gerst bestir. Frásögnin var mergjuð og aldrei nokkurt hik, rétt var rétt og rangt var rangt. Þórður kakali stóð ljós- lifandi þegar snúningurinn var hve mestur og gamli maðurinn gekk einn út í þann reit sem hann elsk- aði og undirstrikað tilveru sína og saung „þótt biskup mér og kóngur banni“. Þannig man ég þennan höfðingja best. Með þessum fá- tæklegu orðum kveð ég vin minn Siguijón Jónsson. Andrés Sigmundsson. Okkur langar í fáeinum orðum að minnast vinar okkar Siguijóns Jónssonar. Við vorum svo lánsam- ar að kynnast þessum góða manni. Þrátt fyrir talsverðan aldursmun náðum við vel saman og áttum með honum góðar og ánægjulegar stundir. Siguijón var einstaklega góður maður, fróður og skemmti- legur, hafði frá mörgu að segja, enda búinn að upplifa margt á langri lífsleið. Alltaf vorum við velkomnar á heimili hans og Sig- ríðar konu hans á meðan hún lifði, margar góðar stundir áttum við ásamt Höbbu vinkonu okkar í sumarbústaðnum þeirra í Þrastar- lundi. Þar var oft glatt á hjalla, mikið spjallað og brallað. Barngóð- ur var Siguijón og eiga mörg börn- in góðar minningar um hann og smíðakofann við bústaðinn hans. Eitt sinn verða allir menn að deyja. Við vitum það, en samt er erfitt að sætta sig við það þegar að því kemur. Við viljum svo láta þig vita að þó þú sért horfinn á braut mun minningin þín alltaf lifa í hugum okkar. Elsku Habba vinkona sem hugs- aðir svo vel um afa þinn og veitt- ir honum gleði og umönnun síð- ustu æviár hans, hjá þér og þinni fjölskyldu verður sár söknuður og tómleiki. Öðrum ástvinum vottum við samúð okkar. Guð blessi ykkur öll. Ég fel í forsjá þína, guð faðir, sálu mína, því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og Ijúfa engla geyma öll bömin þín, svo blundi rótt. (M. Joch.) Kristín og Jóna, vinkonur frá Vestmannaeyjum. JON JONSSON + Jón Jónsson bóndií Brodda- nesi var fæddur hinn 10. janúar 1908. Hann lést á sjúkrahúsi Hólma- víkur þann 19. febr- úar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Jón Þórðarson bóndi og Guðbjörg Jónsdóttir hús- freyja og skáld- kona. Jón kvæntist árið 1932 Svan- borgu Gisladóttur frá Brunngili í Bi- trufirði, f. 30. júní 1904, d. 8. nóvember 1992. Börn þeirra eru Jón Gústi, bóndi Steinadal, Guðbjörn, bóndi, Broddanesi, Ragnheiður Björg, starfsstúlka í Kópavogi, og Guðbjörg, iyúkrunarfræðingur í Garðabæ. MÉR líða seint úr minni þau sumur sem ég dvaldi í sveit í Broddanesi sem ungur strákur. Þar var margt nýtt fyrir dreng úr höfuðborginni að sjá og kynn- ast. Jón og Svanborg voru mér sem bestu foreldrar þann tíma. Jón var mjög starfsamur og dug- legur til allra verka, hvort heldur það var heyvinna, sjósókn eða önnur landbúnaðarstörf. Hann þrýsti jörð sína vel og lagði sig fram um ræktun hennar. Snyrti- mennska og nýtni voru honum í blóð borin og mættu margir læra af slíku. Samskipti þeirra Svan- borgar og Jóns einkenndust af samheldni og ástúð. Jón gekk í gegnum mörg tímabil land- búnaðar á búskapart- íð sinni og náði að tileinka sér þær nýj- ungar sem þar komu á þeim tíma. Þegar undirritaður fór að ferðast með fjölskyldu sína lá leið- in oft norður að Broddanesi. Móttök- urnar vora alltaf jafn góðar og bömunum ógleymanlegar. Það verður því tómlegra að koma að Broddanesi en minn- ingar verða að fylla í það tóma- rúm. Störfin á Broddanesi voru fjölbreytt því þar eru talin öll hlunnindi nema laxveiði. Það var því mikil upplifun fyrir börn sem dvöldu þar að kynnast öllum þeim handtökum sem við þurfti. Bænd- ur þar voru samhentir um nýtingu hlunninda í þá tíð og var vel hirt um allt sem til féll. Fengum við alla jafnan að fara með út í eyjar að taka dún og hirða um varpið. Það voru traustar hendur sem héldu þar um árar og kenndu okk- ur hinum yngri áralagið. Nú þegar Jón er allur þökkum við í fjölskyldu minni fyrir að hafa fengið að kynnast honum og Svan- borgu. Megi minning þeirra lifa um ókomin ár. Afkomendum Jóns og aðstand- endum vottum við okkar dýpstu samúð. Agnar Ásgrímsson og fjölskylda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.