Morgunblaðið - 10.03.1995, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 10.03.1995, Blaðsíða 40
40 FÖSTUDAGUR 10. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens Líkar þér vel nýja tram- pólínið' mitt? BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Sírobréf 569 1329 A kennsla að vera aukastarf? Frá Önnu Vilborgu Einarsdóttur, Auði Þórhallsdóttur, Láru Helen Óladóttur og ÞórunniJónasdóttur: HVERS vegna eru kennarar í kjarabaráttu? Einn mikilvægur þáttur þess er að gerðar hafa ver- ið skipulagsbreytingar sem verða til þess að kennurum bjóðast ein- göngu hlutastörf í skólum lands- ins. Það er krafa allra að hafa einsetinn skóla. En hvað er einsetinn skóli? Það er skóli þar sem allir mæta að morgni og eiga samfelldan skóladag. Innan þessa skólatíma rúmast allt verklegt og bóklegt nám nemandans. Samkvæmt nýrri menntastefnu og vilja for- eldra og kennara er þetta það sem koma skal. Lang- flestir fara að heiman á sama tíma að morgni. Systkini eru á sama tíma í skólanum og gefur það foreldrum færi á að stunda vinnu á þeim tíma sem börnin eru í skóla. Við skyldum ætla að þetta væri lausn alls vanda. En hvernig snýr þetta að kennurum í einsetnum skóla? Bekkjarkennari í einsetnum skóla í dag verður að sætta sig við hlutastarf! Kennari ber ábyrgð á einum bekk og fær til þess ákveðinn fjölda kennslustunda. Kennsluskylda kennara í 100% starfi er 29 kennslustundir. í skól- anum okkar, Fossvogskóla, sem hefur verið einsetinn í nokkur ár, fær 1. bekkur (6 ára) 23 kennslu- stundir á viku hjá bekkjarkennara sem samsvarar 79% starfi. 5. bekkur (10 ára) fær 20 kennslu- stundir á viku sem er 68% starf. Á þessum tíma er ætlast til að fræðsluskyldu sé fullnægt og kennari leysi öll mál sem upp kunna að koma í hópnum. Við ein- setninguna höfum við ekki lengur möguleika á að fá fullt starf, svo ekki sé talað um yfirvinnu sem er löngu liðin tíð. Svona blasir framtíðin við okkur kennurum. Er hægt að bjóða heilli stétt upp á þessi starfsskilyrði? Kallar þetta ekki á að kennsla verði aukastarf og er það vilji fólksins í landinu? Viljum við það fyrir börnin okkar? Kennarar eru orðnir langþreytt- ir á sífelldum ásökunum um vinnu- svik. Ágæti lesandi, heldur þú að 100% starf kennara (29 kennslu- stundir) séu einungis 29x40 mín. á viku. Hvað með sjónvarpsfrétta- menn, eru þeir einungis í vinnunni meðan þeir sjást á skjánum? Það eru ekki kennarar sem ákveða hve margar kennslustundir hver nem- andi hefur á viku. Það er ákvörðun ANNA Vilborg Einarsdóttir, Auður Þórhallsdóttir, Lára Helen Oladóttir og Þórunn Jónasdóttir. stjórnvalda. Við viljum gjarnan fá fleiri kennslustundir á dag fyrir nemendur okkar. En við viljum líka fá það metið sem 100% starf. Hver eru laun kennara í einsetnum skóla? Kennari með þriggja ára há- skólanám og 14 ára starfsreynslu í 100% starfi fær um 77 þúsund í grunnlaun og um 83 þúsund í heildarlaun á mánuði, fyrir skatt- lagningu. í einsetnum skóla þar sem þessi kennari kennir 5. bekk 20 stundir á viku er sá hinn sami með um 52 þúsund í grunnlaun og um 56 þúsund í heildartekjur, fyrir utan skatt. Ert þú hissa á þvLað kennarar séu í kjarabaráttu? Við lýsum yfir eindregnum stuðningi við samninganefnd kennara og treystum henni full- komlega til að standa vörð um kjör okkar kennara. Kennarar, látum engan telja okkur trú um að menntun okkar og störf séu einskis virði. ANNA VILBORG EINARSDÓTTIR, AUÐUR ÞÓRHALLSDÓTTIR, LÁRA HELEN ÓLADÓTTIR, ÞÓRUNN JÓNASDÓTTIR, grunnskólakennarar við Fossvogs- skóla í Reykjavík. Hagstæður tekjuauki? Frá Helga Grfmssyni: ÁGÆTI launþegi. Hvað myndir þú vilja fá í kaup- hækkun fyrir að: Vinna einn laugar- dag í mánuði. Vera bundinn 40 mínútum lengur á vinnustað dag hvern. Missa einn kaffitíma á viku. Setja tvo yfirvinnutíma á viku inn í dagvinnlaun? Þetta er það sem ríkið kallar 740 milljóna króna hækkun á launum kennara. Þetta er ríkið tilbúið að greiða 8.000 kr. fyrir á mánuði. SNR er hissa á að kennarar þiggi ekki þetta boð með þökkum. Ert þú hissa á að kennarar hafni þess- um „hagstæða tekjuauka"? Myndir þú samþykkja þessa samninga ef þú værir í forsvari fyrir þitt stéttar- félag? HELGI GRÍMSSON, kennari, Ijöngumýri 26, Garðabæ. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í Gagnasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt tll að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari þar að lútandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.