Morgunblaðið - 10.03.1995, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 10.03.1995, Blaðsíða 52
MORGVNBLADID, KRINGLAN I, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL@CENTRUM.IS / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 FÖSTUDAGUR 10. MARZ 1995 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Eimskip kaupir flutningsmiðlunarfyrirtæki í Hollandi Tímabært að endurnýja Brúarfoss og Laxfoss Sprenging- um að ljúka STEFNT er að því að Halldór Blöndal samgönguráðherra sprengi haft Breiðadalsganga í lok næstu viku. Að sögn Gísla Eiríkssonar, umdæmisverk- fræðings Vegagerðarinnar, eru horfur á að gangagreftri Ijúki í lok næstu viku og er ákveðið að ráðherra muni þá sprengja síðustu hleðsluna sem opnar göngin í Onundarfjörð. Stefnt er að því að umferð verði hleypt á göngin yfir til Onundarfjarðar um næstu ára- mót en frá þvi skömmu fyrir síðustu jól hefur umferð farið um göngin milli Tungudals og Súgandafjarðar. Aætlað hefur verið að heild- arkostnaður vegna Vestfjarða- ganga verði um 3,9 miHjarðar kr. Heildarlengd jarðgang- Morgunblaðið/Ámi Sæberg anna frá munna í Tungudal ísafjarðarmegin að ganga- munna í Botnsdal Súganda- fjarðarmegin og Breiðadal er um 8.700 metrar. Myndin er tekin i göngunum í gær. EIMSKIP hefur í undirbúningi um- talsverðar breytingar á siglinga- kerfi sínu og skipakosti félagsins. Flutningakerfi félagsins er fullnýtt og þykir orðið tímabært að end- umýja Brúarfoss og Laxfoss, sem eru stærstu skip þess. Þetta kom fram i máli Indriða Pálssonar, stjórnarformanns Eim- skips, á aðalfundi félagsins í gær. Hann sagði að breytingarnar myndu bæta þjónustu félagsins, einkum við landsbyggðina, og auka hagkvæmni í rekstri. Síðast hefðu verið gerðar verulegar breytingar á siglingakerfi félagsins árið 1989 í tengslum við kaup á Brúarfossi og Laxfossi. „Ekki er gert ráð fyrir að skipum fækki við þær breytingar sem fyrirhugaðar eru og fremur verður lögð áhersla á hraða og sveigjanleika í flutningakerfinu, m.a. til að mæta síbreytilegum þörf- um og kröfum markaðarins.“ Skýrist á næstu mánuðum Hörður Sigurgestsson, forstjóri Eimskips, vildi lítið tjá sig um þessi áform félagsins í samtali við Morg- unblaðið. Hann sagði einungis að þetta mál myndi skýrast á næstu 1-3 mánuðum og stefnt væri að því að breytingamar kæmu til fram- kvæmda næsta haust. Dótturfyrirtæki Eimskips í Hol- landi, Eimskip Transport BV, keypti í gær 80% hlutafjár í flutn- ingsmiðlunarfyrirtækinu Gelders Spetra Shipping BV í Rotterdam. Samkvæmt upplýsingum Eimskips er hér um að ræða þekkt fyrirtæki á hollenskum flutningamarkaði sem rekur vel staðsetta vörudreifing- armiðstöð og skrifstofu nærri höfn- inni í Rotterdam, samtals um sex þúsund fermetra að stærð. Velta fyrirtækisins á síðasta ári var um 120 milljónir. ■ Erlend samkeppni/26 Húsnæðisaðstoð Vanskil jukust við ' umræðu VANSKIL í húsnæðiskerfinu jukust eftir umræður á Alþingi í haust um hugsanlega aðstoð við íbúðarkaup- endur í vanskilum, sagði Davíð Odds- son forsætisráðherra á aðalfundi Félags íslenskra stórkaupmanna í gær. Astæðuna taldi Davíð vera þá að rætt var um að forsenda aðstoðar væri sú að hafa ekki staðið í skilum í 3 mánuði eða lengur og þeir sem voru í minni vanskilum óttuðust að verða útundan ef þeir næðu ekki þeim skilyrðum. Forsætisráðherra sagði að vissu- lega kæmi til greina að hjálpa fólki í greiðsluerfiðleikum, en slík hjálp mætti ekki vera óháð því hvort van- skil stöfuðu af óráðsíu eða öðrum vandamálum. Þeir sem borguðu brúsann við aðstoð vegna vanskila væru hinir sem stæðu í skilum og þeir væru stundum með lægri tekjur en vanskilafólk. Hann sagði að fólk gerði sér grein fyrir þessu og hann ætti því ekki von á að þessi mál bæri hátt í kosningabaráttunni. ♦ ♦ ♦---- Hættusvæði í Hnífsdal Ihuga máls- höfðun ÍBÚAR á snjóflóðahættusvæðinu í Hnífsdal hyggjast leita til dómstóla, reynist Ofanflóðasjóður vanbúinn eða óviljugur til að kaupa hús á svæð- inu, að sögn Alberts Högnasonar íbúa þar. Enginn íbúa hyggst búa annan vetur á svæðinu. Fulltrúar húseigenda á hættu- svæðinu funduðu með yfírvöldum ísafjarðar í því skyni að kanna vilja bæjarins til að kaupa eða hafa milli- göngu um kaup á eigum íbúanna. A Kristján Þór Júlíusson, bæjar- stjóri, skýrði frá að óskað yrði eftir mati á verðmæti húsa og lagalegar forsendur kaupa yrðu kannaðar. Bæjarráð hafí ennfremur samþykkt að fresta innheimtu fasteignagjalda og að leitað verði til Ofanflóðasjóðs og óskað eftir að hann leysi til sín hús á hættusvæðinu. ■ Búum í gini ljónsins/6 Morgunblaðið/Bjöm Blöndal „Fiskur um allan sjó“ BÁTASJÓMENN á Suðurnesjum segja að fiskur sé um allan sjó og hefur mikill afli borist á land í Sandgerði í vikunni. Guðfinnur KE 19 kom til dæmis að landi upp úr hádegi í gær með 15 tonn af þorski úr átta trossum. Birgir Ólafsson vann að löndun ásamt skipsfélögum sínum. Hafnarberg RE 404 kom einnig að í gær, með 10 tonn. Báturinn hefur fengið alls 90 tonn á fjórum dögum. „Ég hef róið héðan frá Sandgerði í áratugi og man ekki eftir svona miklum fiski í sjónum síðan árið 1970. Það er þorskur um allt og það vænn fiskur,“ sagði Tómas Sæmundsson skipstjóri. Hann vildi raunar Iíkja þorskgengdinni við plágu því þeir væru búnir með eigin kvóta og yrðu að forð- ast þorskinn. Bæjarstjórn Bolungar- víkur á von á nýju boði Oánægðir hluthafar í Ósvör ræða við Bakka um myndun nýs meirihluta NOKKRIR hluthafar í Ósvör hf. í Bolungarvík, sem eru óánægðir með að ekkert varð úr kaupum Bakka hf. á hlutabréfum bæjarsjóðs Bol- ungarvíkur í fyrirtækinu, hafa sett sig í samband við eigendur Bakka hf. um myndun einhvers konar nýs meirihluta í félaginu. Boðaður hefur verið fundur í bæjarstjórn Bolungar- víkur í dag til að fjalla um væntan- legt kauptilboð Bakka í hlutabréf bæjarins. Eigandi Bakka var ekki viss um það í gærkvöldi hvort tilboð yrði lagt fyrir þennan fund. Rækjuverksmiðjan Bakki hf. í Hnífsdal gerði í síðustu viku tilboð í hlutabréf bæjarins í Ósvör hf. en bærinn átti þá meirihluta hlutafjár. Ætlaði Bakki hf. jafnframt að auka umsvif í atvinnurekstri í Bolungar- vík og kaupa eignir fiskvinnslunnar Þuríðar hf. Gert var ráð fyrir að út á sameiningu fyrirtækja fengist að- stoð samkvæmt Vestfjarðaáætlun, allt að 80 milljónum kr., auk þeirra peninga sem fjárfestar á vegum Bakka hf. ætluðu að leggja í fyrir- tækið. Áður en bæjarstjórn gat tek- ið afstöðu til tilboðsins brustu for- sendur þess vegna þess að nokkrir heimaaðilar keyptu óseld hlutabréf í Ósvör í nafni fyrirtækisins Heima- afls hf. og lenti bærinn þar með í minnihluta. „Málið aftur í skoðun“ Undanfarna daga hefur málið verið að þróast í bænum og bæjar- stjórnarfundurinn í dag er boðaður til að komast að niðurstöðu því frest- ir þeir sem starfshópur um Vest- fjarðaáætlun hefur veitt eru að renna út. Ágúst Oddsson, forseti bæjarstjórnar, segir að Bakki hf. hafí boðað að nýtt kauptilboð væri á leiðinni. Segist Ágúst hafa orðið var við að hluthafar í Ósvör hefðu verið að horfa til Bakka og segist telja víst að þeir hafi náð saman nægilega stórum hlut til að komast í meirihluta með kaupum á eignar- hlut bæjarins. Ágúst segir að hluta- bréf bæjarins séu til sölu með sömu skilmálum og áður. „Við hér hjá Bakka erum að líta aftur á þetta Ósvararmál. Hvort það sé hægt að mynda þarna nýjan meirihluta eður ei,“ segir Aðalbjörn Jóakimsson, aðaleigandi Bakka hf. Hann vill sem minnst segja um málið þar sem ekkert hafi verið ákveðið. í gærkvöldi taldi hann ólík- legt að tilboð yrði lagt fyrir bæjar- stjórnarfundinn í dajg. Þeir hluthafar í Osvör sem vitað er að hafa verið að vinna í málinu voru í gær ófáanlegir til að tjá sig um það við fréttaritara Morgun- blaðsins. Talið var að rúmur meirihluti væri fyrir því í bæjarstjórn að taka fyrra tilboði Bakka hf. Ágúst Odds- son segist ekki vita hug manna, bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins gangi óbundnir til þessarar af- greiðslu. Ræðir við forsætisráðherra Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins hafa forystumenn í bæjar- málum reynt að fá Heimaaftsmenn til að falla frá kaupum hlutabréf- anna. Stjórnendur Ósvarar eru með áform um að breyta öðrum togara sínum, Dagrúnu, í frystiskip og sam- kvæmt heimildum Morgunblaðsins hafa þeir lýst áhuga á að kaupa eign- ir Þuríðar með sama hætti og Bakki hf. og fá að njóta Vestfjarðaaðstoð- ar. Björgvin Bjarnason, fram- kvæmdastjóri Ósvarar og forystu- maður Heimaafls hf., er í höfuðborg- inni. Fór hann í Byggðastofnun í gær og ræddi einnig við Davíð Odds- son forsætisráðherra. Hann vildi ekki upplýsa erindi sitt í samtali við Morgunblaðið. í dag mun hann, sam- kvæmt heimildum blaðsins, fara á fund formanns starfshóps um Vest- fjarðaáætlun.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.