Morgunblaðið - 10.03.1995, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 10.03.1995, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. MARZ 1995 B 29 ! r\lti gildir aö byggja ódýrar en góöar ibúöir MIKIL uppbygging hefur átt sér stað á undanförnum árum í Rima- hverfi fyrir norðan Grafarvog. Eitt þeirra byggingafyrirtækja, sem þar hefur lagt sitt af mörkum, er Mótás hf. Fyrir skömmu hóf Mót- ás sölu á nýjum íbúðum, sem eru í smíðum við Mosarima. Þessar íbúðir eru ýmist 3ja herbergja og 88 ferm eða 4ra herbergja og um 100 ferm. að stærð. Það sem eink- um vekur athygli við þessar íbúð- ir, er lágt verð, en minni íbúðimar kosta 6,8 millj. kr. og stærri íbúð- irnar 7,6 millj. kr. Byrjað var á þessum íbúðum í nóvember, en þær verða afhentar fullbúnar og með frágenginni lóð í ágúst. Þær eru hannaðar af Ásgeiri Ásgeirs- syni byggingafræðingi. — Við reyndum að ná fram vissri endurtekningu í mörgu í þessum íbúðum án þess þó að þær verði líflausar eða tilbreytingarlitl- ar. Með því má ná fram mikilli hagkvæmni, án þess að það bitni á gæðum. Mikið af ungu fólk í íbúðarleit Við erum ekki að undirbjóða markaðinn, sagði Bergþór Jónsson, byggingameistari og framkvæmdastjóri Mótáss hf., í viðtali við Morgunblaðið. — Þetta lága verð stafar af mjög hag- kvæmu skipulagi á þessum íbúðum, sem eru að mínu mati í háum gæðaflokki. eftir Magnús Teikningamar Sigurösson eru mjÖg hagan- legar. Það sem máli skiptir er að hanna íbúðir þannig í upphafi, að hagkvæmni náist við smíði þeirra, án þess að það bitni á gæðum. Við leggjum áherzlu á, að hafa alla hluti ein- falda en samt vandaða. Efni og fyrirkomulag íbúðanna er ákveðið fyrirfram, en eftir að smíði er hafin, er engu breytt og ekkert til sparað en farið í einu og öllu eftir því, sem ákveðið var í upphafi. Að auki tökum við á okkur öll afföll af húsbréfunum, því að við tökum þau sem greiðslu á nafnverði. íbúðirnar verða 26 og eru í fjöi- býlishúsum, sem eru yfirleitt 2ja hæða en sums staðar 3ja hæða há og hafa að sumu leyti yfirbragð raðhúsa, því að hver íbúð er með sér inngangi. Lítil sameign — Það er reynt að hafa þessar íbúðir eins mikið sér og frekast er kostur, segir Bergþór. — Allar íbúðirnar eru með sérinngangi. Þeim fylgir lítil sérgeymsla á 1. hæð inn af hjólageymslu og fyrir utan hjólageymsluna er sameignin nánast engin. Meira að segja ruslatunnurnar eru ekki sameigin- legar, því að þeim er komið fyrir eins og í raðhúsum, þar sem hver íbúð hefur sína tunnu. íbúarnir á neðri hæð geta gengið út á sína stétt rétt eins og í raðhúsi, en við setjum hita í tröppur og stéttir. Göngustígar eru hellulagðir og einnig settur hiti í þá. Meiri hlut- inn af íbúðunum á neðri hæð er ennfremur með sérgarði, en íbúð- irnar á efri hæðunum njóta aftur á móti mikils útsýnis yfir borgina. Að sögn Bergþórs hafa þessar íbúðir hlotið mjög góðar móttökur. — Sex þeirra voru þegar seldar, áður en við hófum að auglýsa þær fyrir skömmu og síðan hafa tíu íbúðir selzt til viðbótar. Við seldum því sextán íbúðir á tveimur vikum. Viðbrögðin við auglýsingunni voru að mínu mati ótrúlega góð og um helgina kom fjöldi manns til þess að skoða íbúðirnar. Það er mikið af ungu fólki að leita að sinni fyrstu íbúð nú, segir Bergþór Jónsson, framkvæmdastjóri byggingafélagsins Mótás hf. — Margt af þessu fólki er með talsvert fé milli handanna, sem það hefur sparað saman. ÞESSI mynd er tekin inni í einni ibúðinni við Mosarima. Allar innréttingar eru úr kirsuberjavið en smíðaðar hér á landi. — Við leggjum áherzlu á, að hafa alla hluti einfalda en samt vandaða, segir Bergþór Jónsson. BERÞÓR Jónsson, framkvæmdastjóri Mótáss hf., stendur hér fyrir framan fjögur raðhús, sem Mótás er með í byggingu við Mosarima. Smíði þeirra er langt komin og þegar búið að selja þijú þeirra. Verð á raðhúsunum er 12,5 millj. kr., en þeim er skilað fullbúnum. Þau eru á einni hæð um 120 ferm auk 30 ferm bílskúrs. Mjög hátt er til lofts í bílskúrnum og því auðvelt að koma þar fyrir millilofti. — Mér finnst fólk hafa meiri skilning á því nú, að stór sameign er ekki nauðsynleg í fjölbýlishús- um, en kostar bara peninga, segir Bergþór ennfremur. — Undir sum- um blokkum er kjallarinn oft heil hæð, sem er í sameign. Að mínu mati er lítið vit í þessu, því að svo stór sameign kostar sitt. Með því að minnka sameignina, má að sjálfsögðu hafa íbúðirnar ódýrari. Þá má bæta því við, að við höf- um verið afar heppnir með grunn- inn undir þessum íbúðum. Hér er ekki nema 60 cm ofan á fast og vinnan við grunninn var því afar ódýr og við látum viðskiptavini okkar njóta þess í verðunum. Það eru heldur engin bílskýli undir húsunum, en það er kvöð sums staðar annars staðar og auðvitað verða íbúðirnar ódýrari fyrir bragðið. Bílskýli geta að sjálf- sögðu komið sér vel fyrir marga, en að mínu mati er ávinningurinn ekki í réttu hlutfalli við kostnaðinn vegna þeirra. Hafa byggt yfir 200 íbúðir Byggingafyrirtækið Mótás hf. var stofnað 1984 og eru þeir Berg- þór Jónsson og Fritz H. Berndsen aðaleigendur þess. Framan lögðu þeir félagar einkum stund á verk- takastarfsemi en undanfarin ár hafa þeir lagt megináherzlu á íbúðarbyggingar og eru nú búnir að byggja yfir 200 íbúðir. — Núna vinnum við aldrei fyrir neina aðra en okkur sjálfa, segir Bergþór. — Starfsmenn fyrirtækisins eru nú um fjórtán og hafa yfirleitt unnið hjá okkur lengi. En þar fyrir utan erum við að sjálfsögðu með marga undirverktaka. Þannig annast undirverktakar múrverk, pípu- lagningar og aðra verkþætti nema trésmíði. Auk íbúðanna við Mosarima er Mótás einnig með fjögur raðhús í byggingu á sömu slóðum og er smíði þeirra langt komin. Verð á raðhúsunum er 12,5 millj. kr., en þeim er skilað fullbúnum. Þegar er búið að selja þijú þeirra, en þau eru um 120 ferm á einni hæð auk 30 ferm bílskúrs. Mjög hátt er til lofts í bílskúrnum og því auðvelt að koma þar fyrir millilofti. Við Laufrima er Mótás enn- fremur með fjögur raðhús í smíð- um. Þau eru einnar hæðar, um 132 ferm og með innfelldum bíl- skúr. Þessi raðhús eru nú fokheld og frágengin að utan. Þau eru öll enn óseld, en verða seld á mismun- andi byggingarstigi. Eins og aðrar íbúðarbyggingar Mótáss hf. eru þau einnig hönnuð af Ásgeiri Ás- geirssyni byggingafræðingi. Enn má nefna, að Mótás hefur byggt margar íbúðir fyrir Hús- næðisnefnd Reykjavíkur og er nú langt komið byggingu á 36 íbúð- um, sem Mótás byggir fyrir hús- næðisnefndina við Mosarima. Erlendar fyrirmyndir — Við Fritz H. Berndsen fórum ásamt Ásgeiri Ásgeirssyni bygg- ingafræðingi bæði til Danmerkur og Þýzkalands gagngert til þess að skoða og kynna okkur það, sem aðrir eru að gera, heldur Bergþór áfram. — í þessum löndum eru tveggja hæða fjölbýlishús mjög algeng, þrátt fyrir það að lóðir eru þar gjarnan mun dýrari en hér vegna þéttbýlisins. Tveggja hæða fjölbýlishús auka á sérbýlistilfínn- inguna og það þeim mun frekar, þegar íbúðirnar eru með sérinn- gangi. Um leið og húsin eru lækk- uð er reynt að þétta byggðina. íbúðir okkar við Mosarima hafa einmitt á sér þetta yfirbragð. Hús- in eru flest tveggja hæða en sums staðar þó þriggja hæða. Þau eru ekki í beinni röð heldur í hlykkjum. Engu að síður einkenna beinar lín- ur hönnunina. Þetta er gert svo að þau virki sem minni einingar. Húsin eru einnig slitin í sundur á einum stað í sama skyni. Þar er þakið lækkað og undirgangur und- ir. Það er líka gert til þess að tengja saman svæðin báðum meg- in víð húsaröðina. í íbúðunum við Mosarima eru allar innréttingar, skápar og hurð- ir úr kirsbeijavið. — Við teljum, að fólk sé búið að fá nóg af beyki og hvítum við. Því notum við kirsu- beijarvið, sem er einkar fallegur, segir Bergþór. — En við notum íslenzka framleiðslu, hvar sem við komum þvi við. Því eru allar inn- réttingar og innihurðir jafnt sem útihurðir smíðaðar hér heima. Inn- réttingar koma frá Brúnási.inni- hurðir frá Víkurási o gútihurðir og gluggar frá BYKO. Á gólfum er línóleumdúkur, sem er sterkur en fallegur og gott að þrífa. Hann hefur reynzt mjög vel. Bergþór segir fólk gefa sér góð- an tíma við íbúðarkaup nú. Það fari á milli staða og beri saman verð og gæði, enda töluvert fram- boð bæði á nýjum og notuðum íbúðum. — Til okkar hér leitar fólk á öllum aldri, segir hann. — Samt er það athyglisvert, hve mik- ið er af ungu fólki á markaðnum í íbúðarhugleiðingum nú. Það sem meira er, margt af þessu unga fólki er með 1-2 millj. kr. í reiðufé á milli handanna. Oft hefur það notið góðrar að- stoðar foreldra sinn á þann hátt, að það hefur dvalizt í ódýru hús- næði og við ódýran kost heima hjá sér og lagt fyrir peninga á meðan með íbúðarkaup í huga. En þetta sýnir samt, að enn er til ungt fólk á þessu landi, sem vill spara og kann að fara vel með peningana. Þetta unga fólk er nú að byrja að fjárfesta og það segir strax til sín í meiri eftirspurn og þá aðal- lega eftir minni íbúðum. íbúðir okkar henta þessu fólki afar vel, þar sem þær eru mjög viðráðan- legar. Fólk borgar 65% af kaup- verðinu með húsbréfum án affalla og það sem á vantar fyrir afhend- ingu. Þjónusta á svæðinu við Mosa- rima verður mjög góð. Það er ör- stutt í Rimaskóla, sem er grunn- skólinn og einnig mjög stutt í væntanlega fjölbrautaskóla, sem verður þarna skammt fyrir ofan. Þá var fyrsta skóflustunga tekin að fyrirhuguðum leikskóla fyrir þetta svæði fyrir skömmu. Hann verður nánast við hliðina á íbúðum okkar við Mosarima. Eins og að framan greinir eru þegar seldar 16 íbúðir af 26 og að sögn Bergþórs hafa margir fleiri sýnt þessum íbúðum mikipn áhuga með kaup í huga. — Við áttum von á góðu, segir hann. — En viðbrögðin hafa samt farið fram úr okkar björtustu vonum og ef svo fer sem horfir, er eins víst, að allar íbúðirnar verði seldar fyrir næstu mánaðamót. Af þeim íbúðum, sem við eigum eftir, er ein 3ja herbergja en hinar 4ra herbergja. — Nýbyggingamarkaðurinn hefur ekki verið mjög líflegur að undanförnu, segir Bergþór Jóns- son, framkvæmdastjóri Mótáss hf. að lokum. — Að mínu mati var nýsmíðin orðin of dýr og verð á nýjum íbúðum því of hátt miðað við þær eldri. Það sem nú gildir er að byggja ódýrar íbúðir, án þess að slakað sé á kröfum. Þá tekur markaðurinn við þeim.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.