Morgunblaðið - 10.03.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 10.03.1995, Blaðsíða 1
I- B L A Ð LLRA LANDSMANNA IKtqpiiiHb&ife 1995 FÖSTUDAGUR 10. MARZ BLAÐ C HANDKNATTLEIKUR Sterkur Ólafur Stefánsson var markahæstur Valsmanna með sjö ntörk. Hér sækir hann að markl, en Alexej Trúfan er til varnar. EMsStojko varði heims- meistaratitilinn ELVIS Stojko frá Kanada varði heimsmeistaratitil- inn i listhlaupi á skautum í Birmingham i Eng- landi í gærkvöldi. Stojko, sem er 23 ára, hefur átt við meiðsl að stríða og verið í andlegu ójaf n- vægi þess vegna í tvo mánuði en skautaði frá öll- um vandamálum og fagnaði sigri eins og í Japan í fyrra. Bandaríkjamaðurinn Todd Eldredge fékk silfrið og Frakkinn Philippe Candeboro varð í þriðja sæti. Olympíumeistarinn Alexei Urmanov hélt fjórða sætinu. „Ég held að ekkert sé óyfirstíganlegt ef hugar- farið er rétt," sagði Stojko sem meiddist á ökla tveimur dögum fyrir meistaramót Kanada í jan- úar. „Ég er mjög ánægður miðað við það sem á undan hefur gengið og enn einu sinni sannaði ég fyrir sjálfum mér að ég get þetta þrátt fyrir allt. Fyrri titillinn var frábær en þessi var enn sæt- ari." Doug Leigh, þjálfari hans, var himinlifandi. „Þetta var próf, allt að því um framtíðina. Þegar hann fór á ísinn sagði hann við mig: „Ég ætla að standa mig fyrir okkur." Hann var svo öruggur. Þetta var ótrúlegt." Smirnov heims- meistari í 30 km skíðagöngu VLADIMIR Smirnov frá Kazkhstan sigraði í 30 km skíðagöngu með hefðbundinni aðferð á heims- meistaramótinu í norrænum greinum, sem hófst í Thunder Bay í Kanada í gær. Smirnov fékk tím- ann 1:15.52,3 klst. en Norðmaðurinn Björn Dæ- hlie varð annar á 1:16.52,4 og Alexei Prokurorov frá Rússlandi þriðji al:17.35,6 klst. Jón Arnar og Pétur keppaáHM TVEIR íslenskir keppendur verða a heimsmeist- aramótinu í frjálsum iþróttum innanhúss sem fram fer í Barcelona á Spáni um helgina. Jón Arnar Ingvarsson úr UMSS keppir í langstökki og Pétur Guðmundsson, Armanni, í kúluvarpi. Undanrásir i kúluvarpi og langstökki verða í dag og i kvöld verður úrslitakeppnin í kúlunni en í langstökkinu á morgun. Pétur kastaði kúlunni lengst 20,44 metra í fyrra en Islandsmet hans innanhúss er 20,66 metrar frá því árið 1990. Pétur varð þriðji á Evrópumeistaramótinu innan- húss í fyrra og er í 12. sæti á heims- lista síðasta árs. Jón Arnar setti ís- landsmet í langstökki í fyrra er hann stökk 8 metra á Laugardalsvellinum. Hann á einnig Islandsmetið innan- húss, 7,68 metra, sett árið 1993. Morgunblaðið/Sverrir „Mulningsvélin" skellti í lás Valsvörnin frábær í seinni hálfleik og Afturelding gerði þá aðeins fjögur mörk EFTIR jafnan fyrri hálfleik í leik Aftureldingar og Vals að Varmá í gærkvöldi skellti önn- ur kynslóð „Mulningsvélar- innar" hjá Val í lás ísíðari hálf leik. Leikmenn Aftureld- ingar komust hvorki lönd né strönd og skoruðu m.a. að- eins eitt mark á fyrstu fjórtán mmútum hálfleiksins og ekki var því að sökum að spyrja um niðurstöður. Öruggur Valssigur, 15:21, og þar með geta Hlíðarendapiltarfariðað undirbúa sig fyrir úrslitaleik- ina um íslandsmeistartitilinn. Ivar Benediktsson skrifar Jón Kristjánsson skoraði fyrsta mark leiksins að Varmá í gær- kvöldi, en Mosfellingar vel studdir af stuðningsmönn- um sínum léku við hvern sinn fingur í upphafi og náðu tveggja marka for- ystu, 4:2. Þeir höfðu síðan frum- kvæðið framan af, eða allt þar til rúmlega tuttugu mínútur voru liðn- ar af leiknum þá breyttu Valsmenn um varnaraðferð, Finnur Jóhanns- son kom framar á völlin og „klippti út" Gunnar Andrésson í viðbót við það að Páll Þórólfsson var tekin út frá upphafi. Vinstri vængur sóknar- leiks Mosfellinga var því lamaður og sóknarleikurinn hikstaði. Vals- menn náðu forystu, en en misstu Geir útaf á lokamínútu hálfleiksins og Aftureldingu tókst að jafna fyr- ir hlé, 11:11. í síðari hálfleik tók Valsvörnin ' til sinna ráða ásamt Guðmundi í markinu sem varði nánast allt sem á markið kom. Mosfellingar höfðu engin ráð upp í handraðann við öflugri mótspyrnu gestanna og Gunnar og Páll höfðu ekkert svig- rúm til athafna fremur en áður. Þreyttir Mosfellingar lögðu því nið- ur rófuna og Valsmenn innbyrtu annan sigur sinn í jafn mörgum leikjum — svífja því vængjum þönd- um á vit úrslitaleikjanna. _ Leikmenn Aftureldingar eru reynslunni ríkari eftir þessa leiki í úrslitakeppninni. Liðið getur vel við unað á öðru ári sínu í deildinni að ná þetta langt, þó svo alltaf sé erf- itt að tapa, ekki síst á heimavelli. Meiri breidd og fleiri hugmyndir vantar í sóknarleik liðsins. Þegar þar við bætist að leikemnn fara illa með góð marktækifæri sem gefast þá ej ekki að sökum að spyrja gegn liði eins og Valsmenn hafa á að skipa, sem hegnir andstæðingnum miskunnarlaust fyrir hver mistök. Varnarleikurinn var hinsvegar ágætur í leiknum en hvarf í skugga af hinum ókleifa Valshamri sem „Mulningsvélin" stillti upp í síðari hálfleik. Valsmenn sýndu sínar bestu hlið- ar í þessum leik, einkum í síðarí hálfleik og í þessum ham sem liðið var í gegn Aftureldingu er vand- fundið það lið sem stendur þeim snúning hér á landi. Við þetta bæt- ist leikreynsla og breiður hópur leik- manna sem þekkir það hvað þarf til að sigra, auk þjálfara sem alltaf virðist eiga svar við aðgerðum and- stæðinganna. Vörnin frábær / C4 KORFUKNATTLEIKUR: FRÆKILEGUR SIGUR SKALLAGRIMSISEUASKOLA / C3

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.