Morgunblaðið - 10.03.1995, Side 1

Morgunblaðið - 10.03.1995, Side 1
B L A Ð A L L R A LANDS M A N N A meistaratitilinn 9rgtmt»Tabtí> 1995 FOSTUDAGUR 10. MARZ BLAÐ HANDKNATTLEIKUR Sterkur Ólafur Stefánsson var markahæstur Valsmanna með sjö mörk. Hér sæklr hann að marki, en Alexej Trúfan er tfl varnar. ELVIS Stojko frá Kanada varði heimsmeistaratitil- inn í listhlaupi á skautum í Birmingham í Eng- landi í gærkvöldi. Stojko, sem er 23 ára, hefur átt við meiðsl að stríða og verið í andlegu ójafn- vægi þess vegna í tvo mánuði en skautaði frá öll- um vandamálum og fagnaði sigri eins og í Japan í fyrra. Bandaríkjamaðurinn Todd Eldredge fékk silfrið og Frakkinn Philippe Candeloro varð í þriðja sæti. Ólympíumeistarinn Alexei Urmanov héltfjórða sætinu. „Ég held að ekkert sé óyfirstíganlegt ef hugar- farið er rétt,“ sagði Stojko sem meiddist á ökla tveimur dögum fyrir meistaramót Kanada í jan- úar. „Ég er mjög ánægður miðað við það sem á undan hefur gengið og enn einu sinni sannaði ég fyrir sjálfum mér að ég get þetta þrátt fyrir allt. Fyrri titillinn var frábær en þessi var enn sæt- ari.“ Doug Leigh, þjálfari hans, var himinlifandi. „Þetta var próf, allt að því um framtíðina. Þegar hann fór á ísinn sagði hann við mig: „Ég ætla að standa mig fyrir okkur.“ Hann var svo öruggur. Þetta var ótrúlegt." Smirnov heims- meistari í 30 km skíðagöngu VLADIMIR Smirnov frá Kazkhstan sigraði í 30 km skíðagöngu með hefðbundinni aðferð á heims- meistaramótinu í norrænum greinum, sem hófst í Thunder Bay í Kanada í gær. Smirnov fékk tím- ann 1:15.52,3 klst. en Norðmaðurinn Björn Dæ- hlie varð annar á 1:16.52,4 og Alexei Prokurorov frá Rússlandi þriðji al:17.35,6 klst. Jón Arnar og Pétur keppa á HM TVEIR íslenskir keppendur verða á heimsmeist- aramótinu í frjálsum íþróttum innanhúss sem fram fer í Barcelona á Spáni um helgina. Jón Arnar Ingvarsson úr UMSS keppir í langstökki og Pétur Guðmundsson, Armanni, í kúluvarpi. Undanrásir í kúluvarpi og langstökki verða í dag og í kvöld verður úrslitakeppnin í kúlunni en í langstökkinu á morgun. Pétur kastaði kúlunni lengst 20,44 metra í fyrra en íslandsmet hans innanhúss er 20,66 metrar frá því árið 1990. Pétur varð þriðji á Evrópumeistaramótinu innan- húss í fyrra og er í 12. sæti á heims- lista síðasta árs. Jón Arnar setti ís- landsmet í langstökki í fyrra er hann stökk 8 metra á Laugardalsvellinum. Hann á einnig Islandsmetið innan- húss, 7,68 metra, sett árið 1993. Elvis Stojko varði heims- Morgunblaðið/Sverrir „Mulningsvélin" skellli í lás Valsvörnin frábær í seinni hálfleik og Afturelding gerði þá aðeins fjögur mörk EFTIR jafnan fyrri hálfleik í leik Aftureldingar og Vals að Varmá í gærkvöldi skeilti önn- ur kynslóð „Mulningsvélar- innar“ hjá Val í lás í sfðari hálfleik. Leikmenn Aftureld- ingar komust hvorki lönd né strönd og skoruðu m.a. að- eins eitt mark á fyrstu fjórtán mfnútum hálfleiksins og ekki var því að sökum að spyrja um niðurstöður. Öruggur Valssigur, 15:21, og þar með geta Hlíðarendapiltar farið að undirbúa sig fyrir úrslitaleik- ina um íslandsmeistartitilinn. Jón Kristjánsson skoraði fyrsta mark leiksins að Varmá í gær- kvöldi, en Mosfellingar vel studdir af stuðningsmönn- um sínum léku við hvern sinn fingur í upphafi og náðu tveggja marka for- ystu, 4:2. Þeir höfðu síðan frum- kvæðið framan af, eða allt þar til rúmlega tuttugu mínútur voru liðn- Ivar Benediktsson skrífar ar af leiknum þá breyttu Valsmenn um varnaraðferð, Finnur Jóhanns- son kom framar á völlin og „klippti út“ Gunnar Andrésson í viðbót við það að Páll Þórólfsson var tekin út frá upphafi. Vinstri vængur sóknar- leiks Mosfellinga var því lamaður og sóknarleikurinn hikstaði. Vals- menn náðu forystu, en en misstu Geir útaf á lokamínútu hálfleiksins og Aftureldingu tókst að jafna fyr- ir hlé, 11:11. í síðari hálfleik tók Valsvörnin til sinna ráða ásamt Guðmundi í markinu sem varði nánast allt sem á markið kom. Mosfellingar höfðu engin ráð upp í handraðann við öflugri mótspyrnu gestanna og Gunnar og Páll höfðu ekkert svig- rúm til athafna fremur en áður. Þreyttir Mosfellingar lögðu því nið- ur rófuna og Valsmenn innbyrtu annan sigur sinn í jafn mörgum leikjum — svífja því vængjum þönd- um á vit úrslitaleikjanna. Leikmenn Aftureldingar eru reynslunni ríkari eftir þessa leiki í úrslitakeppninni. Liðið getur vel við unað á öðru ári sínu í deildinni að ná þetta langt, þó svo alltaf sé erf- itt að tapa, ekki síst á heimavelli. Meiri breidd og fleiri hugmyndir vantar í sóknarleik liðsins. Þegar þar við bætist að leikemnn fara illa með góð marktækifæri sem gefast þá ^r ekki að sökum að spyrja gegn liði eins og Valsmenn hafa á að skipa, sem hegnir andstæðingnum miskunnarlaust fyrir hver mistök. Varnarleikurinn var hinsvegar ágætur í leiknum en hvarf í skugga af hinum ókleifa Valshamri sem „Mulningsvélin" stillti upp í síðari hálfleik. Valsmenn sýndu sínar bestu hlið- ar í þessum leik, einkum í síðari hálfleik og í þessum ham sem liðið var í gegn Aftureldingu er vand- fundið það lið sem stendur þeim snúning hér á landi. Við þetta bæt- ist leikreynsla og breiður hópur leik- manna sem þekkir það hvað þarf til að sigra, auk þjálfara sem alltaf virðist eiga svar við aðgerðum and- stæðinganna. ■ Vörnin frábær / C4 KORFUKNATTLEIKUR: FRÆKILEGUR SIGUR SKALLAGRIMSISEUASKOLA / C3

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.