Morgunblaðið - 10.03.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.03.1995, Blaðsíða 2
2 D FÖSTUDAGUR 10. MARZ 1995 DAGLEGT LIF MORGUNBLAÐIÐ H Piparmeyjalífið ekki dapurlegt hlutskipti heldur val 25 í HUGUM margra eru pipar- meyjar tvenns konar. Annars gy» vegar roskin kona, sem ekki- hefur „gengið út“, lifir ein- manalegu lífi, harmar hlut- skipti sitt og er bitur út í allt og aiia. Hin er öllu geðþekkari, en það er sú sem enn syrgir unnust- ann, sem drukknaði fyrir óralöngu, yljar sér við minningar um stóru ástina í lífínu og er afar hlýleg og barngóð. Báðar gætu átt kisu. Hjördís Hjartardóttir, félagsráð- gjafi og formaður Piparmeyjafé- lagsins er hvorki bitur né syrgir látinn unnusta og á enga kisu. Hún segir framangreindar lýsingar ekki passa við aðra félagsmenn Pipar- meyjafélagsins, enda sé pipar- meyjalífið ekki dapuriegt hlutskipti heldur val. „Við höfum allar- kosið okkur að búa einar og erum einstak- lega glaðværar, bráðfyndnar og skemmtilegar konur. Sumar eru fráskildar, hafa verið í sambúð og eiga börn. Fortíðin skiptir engu máli,“ segir Hjördís en viðurkennir þó tregðu félagsins til að taka af- stöðu til umsóknar einnar, sem er tvífráskilin og hefur ítrekað sótt um inngöngu. „Hún fær kannski aukaaðild til að bytja með, við þurf- um að sjá til hvernig hún plumar sig karllaus. Þetta aðallega spurn- ingin um hugarfar og afstöðu til lífsins og tilverunnar núna; hvernig lífstíl hver og ein velur sér.“ Ósvikin piparmey Sjálf segist Hjördís vera ósvikin piparmey, þótt aldrei hafí hún stig- ið á stokk og heitið sjálfri sér að giftast ekki eða bindast karli ævar- andi tryggðarböndum. Játar þó að hafa búið með öðrum, en vill ekki fara nánar út í þá sálma. Hún er 42 ára, á 25 ára son, sem nýlega fiutti að heiman, og getur því helg- að sig hinu ljúfa piparmeyjalífi af heilum hug. „Þar sem fljótlega var fyrirsjáanlegt að ég yrði piparmey, fór ég þess á leit við bræður mína fjóra, að þeir hefðu mig á framfæri sínu til að ég gæti setið heima við hannyrðir, t.d. heklað blúndudúka. Þeir neituðu og voru bara með hort- ugheit og því sá ég ekki annan kost en ganga menntaveginn til að geta séð fyrir mér.“ - Eru konur brottrækar úr félag- inu slysist þær til að eignast kær- asta? „Piparmeyjar mega eiga kærasta HJÖRDÍS Hjatrtardóttir á fundi með öðrum piparmeyjum. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Piparmeyjar mega eiga kærasta út um allan bæ, ún afskipta félagsins. Hins vegar mega þær ekki taka þú inn ú heimili sín. DÆMIGERÐ ímynd piparmeyjunnar; geðþekk, barngóð, roskin kona, sem enn syrgir unnustann og yljar sér við minningar um stóru ástina í lífinu. - út um allan bæ, án afskipta félags- ins. Hins vegar mega þær ekki taka þá inn á heimili sín, slíkt er brott- rekstrarsök og félaginu til vansa í alla staði. Imynd piparsveinsins hefur ætíð verið sveipuð miklum ævintýraljóma, þar sem for- kunnarfagrar yngismeyjar sveima allt um kring og kampa- vínið flýtur. Piparmeyjar hafa þótt einsemdin uppmáluð og líf þeirra samfellt volæði. Enn eimir eftir af gömlum fordóm- um í garð okkar piparmeyj- anna, eins og glögglega sést þegar við kynnum okkur sem slíkar." - Hnýtir þú titlinum alltaf aftan við nafnið þitt þegar þú kynnir þig? „Ég nota hann bara þegar ég tel hann geta orðið mér til framdráttar. Um daginn fór ég með bílinn minn í skoðun og skoðunarmaðurinn útskýrði óskaplega flókinn tækjabúnað fyrir mér á tilheyrandi fagmáli. Þegar ég sagði ljúflega: „Elskan mín, hvað heldur þú að ég viti um bíla - miðaldra piparmeyjan," varð maðurinn álíka hvumsa og ef ég hefði sagt: „. . . ég - geðveikur morðinginn - veit ekkert um svona lagað.“ Piparmeyjafélagið fer ekki í framboð Piparmeyjafélag íslands var stofnað fyrir þremur árum af nokkrum vinkonum, sem bjuggu einar og undu glaðar við sitt. Smám saman bættust fleiri í hópinn og nú eru tíu konur, 30-50 ára, í PRON, Piparmeyjadeild Reykjavík- ur og nágrennis, en tala félags- manna á landsbyggðinni er nokkuð á reiki. Að sögn Hjördísar er mikil ásókn í félagið og komast færri að en vilja. Vegna fjölda áskoranna um að fé- lagið bjóði fram til næstu alþingis- kosninga sáu félagskonur sér ekki annað fært en senda út formlega fréttatilkynningu (sjá forsíðu Dag- legs lífs) um að slíkt kæmi ekki til greina að svo stöddu. Hjördís segir að vissulega séu félagskonur afar frambærilegar og fjölfróðar, t.d. sagði hún að tilvísanakerfið hefði verið mikið til umræðu á fundum félagsins að undanförnu og hópur- inn komist að sameiginlegri niður- stöðu um hvernig taka skyldi á því máli. Annars segir Hjördís að fund- irnir einkenndust af spaklegum umræðum um þjóðmálin, menn- ingu, listir og allt hvað eina, enda væru piparmeyjar afar víðsýnar og létu sig varða allt milli himins og jarðar. - Þetta er þá háalvarlegur fé- lagsskapur? „Félagið hefur grafalvarlegan undirtón. Piparmeyjafélaginu er rammasta alvara með að breyta ímynd hinna dæmigerðu pipar- meyja. Tilgangur okkar er að sýna fram á að það sé eftirsóknarvert að búa ein. Margar konur eru í óhamingjusömum hjónaböndum, en treysta sér ekki til að búa einar, þótt þær dauðlangi til þess og viður- kenni opinskátt að þær öfundi okk- ur piparmeyjarnar. Aukin menntun eykur möguleika kvenna til að standa á eigin fótum, en ófaglærðar og ómenntaðar konur eiga í mesta basli við að ná endum saman. Kvennabaráttan hefur engu skilað eins og sést best í nýjustu launa- könnun. Mér finnst óskaplega dapurlegt að sjá hve konur eru á höttunum eftir nýjum körlum, þegar þær loks hafa brotist úr viðjum hjónabands- Irskt kaffi er forveri margra kaffidrykkja sem ýmist eru áfengir eða óáfengir ÁSTÆÐA þess að hinn víðfrægi kaffidrykkur Irish coffee er kennd- ur við eyjuna grænu, er fremur langsótt, enda vex ekki ein einasta kaffibaun þar. Nýr ferðamáti skaut upp kollin- um á 4. áratugnum og náði vinsæld- um næstu ár á eftir. Menn gátu þá látið drauminn um að fljúga rætast og ferðast yfir heimsins höf með sjóflugvélum. Þær voru stund- um kallaðar flug-vagnar, Pullmans of the Air, voru aðallega af gerð- inni Boeing B-314 ogjentu gjarnan á Shannon-fljóti á írlandi. Flug- vagnar þessir voru belgmiklir og minntu helst á hvali, en tvö þilför voru innan borðs, hið efra fyrir áhöfn og hið neðra fyrir farþega. í frásögn flugblaðs Singapore Airli- nes Siiver Kris kemur fram að sæti hafi verið fyrir 34 farþega í flugi yfir Atlantshafið. Um borð hafi einnig verið brúðarsvíta, setustofa og matsalur. Vel var hlúð að farþegum, sem fengu rúm að sofa í á leiðinni, en þrátt fyrir þægindin þóttu flugferð- ir með flugvögnum bæði langar og þreytandi. Ekkert glundur í Silver Kris er sagt frá starfs- manni flugstöðvarinnar við Shann- on, Joe Sheridan, sem leiddist að sjá hversu þreytulegir sumir farþeg- arnir voru er flugvagnarnir lentu. Honum datt í hug að góður drykk- ur gæti hresst mannskapinn, en hann var metnaðargjarn og vildi ekki skenkja virðulegum farþegum hvaða glundur sem var. Hinn út- valdi drykkur varð að vera írskur að einhverju leyti, geta yljað mönn- um ef hrollur var í þeim og jafn- framt vera nægilega fágaður til að vera veraldarvönum farþegum sam- boðinn. Joe Sheridan blandaði og smakk- aði marga ólíka drykki, þar til hann fann samsetningu sem hann var Morgunblaðið/BT ánægður með. Drykkurinn, Irish coffee, sló í gegn og var lengi vel veittur farþegum er þeir stigu á land á írlandi. Einn þeirra var bandarískur blaðamaður frá San Francisco Chronicle, sem hreifst svo mjög að hann fékk uppskriftina og lét bareiganda í Bandaríkjunum hana í té. Þar sló írska kaffið fljótt í gegn og breiddist síðan um heim- inn gjörvallan. írskt kaffi 1-2 msk. írskt viskí '/2—1 msk. púðursykur 1 -1 'h dl sterkt kaffi léttþeyttur rjómi Byijað er á að hita vel sterkt kaffi og léttþeyta ijóma. Viskí og púðursykur er hitað í potti þar til sykurinn bráðnar. Þeir sem vilja njóta áhrifa vínandans þurfa að gæta þess að ekki sjóði. Gott er að láta þeyttan ijóma standa nokkra stund, svo loft fari úr honum. Ann-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.