Morgunblaðið - 10.03.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 10.03.1995, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. MARZ 1995 D 3 ins. Við í Piparmeyjafélaginu erum jafn ólíkar og við erum margar. Engin okkar hefur staðfastlega ákveðið að ganga aldrei að eilífu í hjónaband, tilboðin hafa einfaldlega ekki verið ýkja freistandi og við fylgjumst ekkert með þeim körlum, sem koma á „markaðinn“.“ Hjónabandið tímaskekkja? Þegar Hjördís er spurð hvort hjónabandið sé tímaskekkja, kemur félagsráðgjafinn upp í henni og orðalagið verður eftir því. Hún seg- ir hjónabandið félagslegt fyrir- brigði; fjárhagsaðgerð og tryggingu gegn einsemd. Allir hafi félagsþörf, en ekki hjónabandsþörf. „Hjóna- bandið er ekki tímaskekkja, ef fólk getur haldið áfram að vera sjálf- stæðir einstaklingar; týnir ekki sjálfu sér í samheitinu „við“. Flest- ir ganga í hjónaband með ákveðna drauma og væntingar sem oft bregðast eins og dæmin sanna. Skilnaður er alltaf skipbrot, a.m.k. fyrir annan aðilann og allt tal um hamingjusamlega skilnaði eru al- gjört kjaftæði." - Eru konur ofurseldar kröfum samfélagsins um hjónaband og barneignir? „íslendingar eru alveg sér á báti varðandi bameignir. Ef fólk á ekki og ætlar sér ekki að eiga böm er það álitið eitthvað skrýtið og því er sýnd mikil ónærgætni. Allir verða uppnumdir þegar barn fæðist, en samt er lítið gert til að létta undir með barnafólki. Viðhorf til kvenna, sem kjósa að búa einar, hafa örlítið breyst og fáar konur fyrirverða sig fyrir að eiga ekki eiginmann. Það er helst að gamla fólkið verði sam- úðarfullt þegar þannig háttar. Vin- kona mín, sem er einhleyp og vinn- ur á elliheimili, hafði gaman af þegar öldruð kona spurði hana um eiginmanninn. Þegar sú gamla heyrði að hann væri ekki til, þótti henni illt í efni og sagði eftir langa umhugsun: „Gætir þú ekki bara, góða mín, tekið að þér einhvern aumingja, ef þú færð engan al- mennilegan?““ - Er nútímapiparmeyjalíf eitt- hvað í líkingu við líf glaumgosans; piparsveinsins? „Eg held að ímynd piparsveinsins sé orðum aukin og endist ekki leng- ur en til fimmtugs. Fráskildir karlar eru skammlífasta fólkið. Þeim er hvorki lagið að skapa sér notaleg heimili né fæða sig og klæða sóma- samlega. Aftur á móti eru konur meira sjálfum sér nógar, þeim finnst gaman að eiga falleg heimili, una sér við eitt og annað inni á heimilum sínum, fara út að skemmta sér og rækta vinatengslin." Hjördís segir mesta vandamál Piparmeyjafélagsins að finna tíma til að halda fundi. Piparmeyjar séu öllum stundum önnum kafnar í leik og starfi og fjarri því að einsemdin hijái þær. „Piparmeyjar eru mjög vinsælar út á við, miklir gleðigjafar og hvarvetna til prýði.“ ■ vþj ars er hættara við að hann falli og blandist kaffinu, en vel lagað Irish coffee er í tveimur lögum, dökku og Jjósu. Agætt er að hita glösin með því að láta sjóðandi heitt vatn standa í þeim. Venjulega eru notuð glös á fæti og víða eru fáanleg sérstök Irish coffe-glös, sem sum hafa áletraða vísbendingu um rétt hlut- föll af kaffi og áfengi. Viskí- og sykurblanda er sett í glas, kaffi hellt út í og hrært sam- an. Þá er ijómi látinn varlega ofan á, sem er auðveldara ef notuð er skeið. Eftir þetta á ekki að hræra í drykknum, því nautnin við að drekka írskt kaffi felst í að drekka bæði kaffí og viskí í gegnum þeytt- an ijómann. Aðrir kaffidrykkir Sumir rugla saman Irish coffee og keltnesku kaffi, eða Gaelic coffee. í það síðarnefnda er yfirleitt DAGLEGT LIF Ólíkar leiðir heilans til einnar og sömu niðurstöðu HUGSUN kvenna og karla er ólík sagði í erlendum stórblöðum nýlega og Morgunblaðið byggði sína frétt þann 17. febrúar á frásögn San Francisco Chronicle. Það blað auk annarra á borð við Herald Tribune birtu nefnilega greinar um óvæntar niðurstöður rannsóknar banda- rískra vísindamanna, Sally og Ben- nett Shaywitz. í ljós kom við leit að orsökum lestruflana að karlar notuðu aðeins lítið svæði í vinstra heilahveli við lestur en konur stöðv- ar í báðum hvelum. Daglegt líf leit- aði álits íslensks sérfræðings á þessum tíðindum. Doktor Þuríður Jónsdóttir tauga- sálfræðingur á Kleppsspítala sagði rannsóknir af ýmsu tagi hafa verið starfi kynjanna. Vitað væri að hormónastarfsemi og taugaboð væru ólík hjá körlum og konum og ljóst væri líka að taugaboð væru mismunandi í hægra og vinstra heilahveli og margar leiðir væru færar að sömu niðurstöðu. Ef eitt kerfi brygðist í hugsun væri annað reynt. Tvenns konar hátækniaðferðir eru nú að sögn Þuríðar helst notað- ar til að mæla virkni og vefræn einkenni heilans. „Þær heita PET og MRI,“ segir hún, „en ekki kom fram í fréttum hvor þeirra hefði verið notuð í bandarísku rannsókn- inni. Á íslandi er til afbrigði PET- kerfisins, svokallað SPECT-tæki, sem aðallega er notað til mælinga á blóðflæði í heila sjúklinga. Hér er líka til sá hluti MRI eða seguló- munarbúnaðar, sem mælir vefræn einkenni, en ekki þau starfrænu atriði sem fram koma á lesprófum. Mér vitanlega hafa engar sam- bærilegar rannsóknir við þá banda- rísku verið gerðar hér á landi og ég kannast heldur ekki við að hér hafi verið athugaður mismunur kynja hvað varðar heilastarf al- mennt.“ Þuríður segir að hingað til hafi verið talið að flestir, karlar og kon- ur, notuðu bæði heilahvel við lest- ur. Hið vinstra til dæmis þegar málhljóð væri tengt við staf í upp- hafi lestrarnáms og orð lesið tákn frá tákni og seinna hægra hvel þegar lögun orðsins eða útlit væri orðið kunnuglegt. Hægra hvelið nýttist í sjónrænni heildarskynjun, en vinstra hvel við rökræna úr- vinnslu (á ensku er hægra hvel oft kallað wholistic en vinstra analytic- al). Rannsóknir bentu til að karlar ættu auðveldara en konur með að þekkja orð af útlínum þess, þeir væru yfirleitt betri í formrænni úrvinnslu og rúmvíddarskynjun. „Þessi munur kynjanna bendir eig- inlega til öfugrar niðurstöðu við nýju rannsóknina," segir Þuríður, „maður hefði haldið að karlar not- uðu einmitt hægra hvelið við lestur ennþá frekar en konur. Annars er hugsanlegt að karlar séu betri í rúmskynjun vegna þess að þeir hafi hægra hvel óskipt í henni með- an konur nota svæði þar við lestur og máltúlkun. Meiri sveigjanleiki kvenna en karla er annað áhugavert atriði í fréttum af þessari nýju athugun. Vitað er að stúlkur eru oftast fljót- ari að vinna bug á lesblindu og konur ná sér fyrr eftir áfall á vinstra heilahveli. Einfalt próf sem felst í að slá takka eins og oft og mögu- legt er á tíu sekúndum sýnir minni mun á getu hægri og vinstri handar hjá konum heldur en körlum. Og mælingar sýna að taugaboð berast hraðar milli hvela hjá konum en körlum. En bein áhrif þessa eru óljós, heilinn er gríðarlega flókinn og enn hefur ekki tekist að meta hvað er meðfætt og hvað lært í hæfni hans. Mér sýnist nýja rann- sóknin á léstrarörðugleikum ekki sýna það frekar en fyrri athuganir. Það verður þó fróðlegt að sjá meira um hana í vísindaritinu Nature á næstunni.“ ■ Þ.Þ. Segðu það með rósum FLESTIR kunna að meta þegar þeim eru gefnar rósir, hvað þá ef tilefnið er ekki sjáanlegt og blómin koma á óvart. Um árin hafa komið fram ýmsar kenningar um það hvað gefendum- ir eru að tjá með rósunum, hvað litir þeirra og samsetning tákna. Nýlega rákumst við á slíka grein í bandaríska tímaritinu First. Þar segir að þegar karlmaður gefi konu rauðar rósir sé hann ótví- rætt að tjá henni ást sína. Þetta á líka við þegar kona gefur manni rauðar rósir. Það er ekkert annað en ástaijátning. Séu gefnar skærbleikar rósir tákna þær tígulleika og ljúf- mennsku. Ljósbleikar rósir benda til að gefandinn sé einlægur aðdáandi. Rauðbleikar rósir merkja þakk- læti. Gular rósir eru tákn gleði og ánægju. Að gefa eina rós segir viðkom- andi að hann sé enn elskaður eða einhveijum þyki enn mjög vænt um hann. Vöndur af rósum bætir við sak- leysi og fegurð. Rós án þyrna merkir ást við fyrstu sýn. Litlar rósir í búnti segja: Ég gleymi þér aldrei. ■ notað skoskt viskí, sem er best eitt og sér, en nýtur sín engan veginn með kaffi, púðursykri og ijóma. Calypso coffee er annar vinsæll kaffidrykkur, mun ljúffengari en sá keltneski. í Calypso coffee er notaður líkjörinn Tia Maria sem er mjög sætur og því óráðlegt að bæta sykri í drykkinn. Fyrir nokkru kom á markað ít- alski líkjörinn Galliano sem notaður er í kaffidrykkinn Galliano hot shot, en hann hefur öðlast miklar vin- sældir beggja vegna Atlantshafsins. Líkjörinn er ljós að lit og dísætur, kryddaður með ýmsum fjallajurt- um. Galliano hot shot er drukkinn úr staupum. Hæfílegu magni af lí- kjör er komið fyrir í botni staups- ins, rótsterku kaffi hellt yfir og að síðustu léttþeyttum ijóma. Drukkið er úr staupinu í einum teyg og þykir drykkurinn kæta menn mjög, ef drukkinn í hófi. g Brynja Tomer lykillinn að eilífri œsku Eitt hæsta hlutfall Q-10 í firumum líkamans er í hjartanu. Upp úr miðjum aldri minnkar framleiðslu á því og getur það leitt til minni mótstöðukrafts, skerts starfsþreks og ^ ótímabærrar öldrunar. Hlutverk Coensims Q-lö er að Wk breyta næringarefnum í orku í sérhverri ffumu líkamans þegar fæðan er brotin niður. Auk þess hefur það sterk andoxandi áhrif. Þá sem skortir Q-10 geta fundið greinilegan mun eftir neyslu þess í nokkum tíma, i auknu þreki og betri líðan, en jafhframt er stuðlað að heilbrigðari effi áram. l€il5uhúsið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.