Morgunblaðið - 10.03.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 10.03.1995, Blaðsíða 8
8 D FÖSTUDAGUR 10. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ i FERÐALÖG MEÐAL margra merkra viðkomustaða er eyjan Samos. Giikkland met Sigurði A. SIGURÐUR A. Magnússon efnir til síðustu hópferðar sinnar um Grikkland í byijun júní. Er það þriggja vikna „menningarferð“ til allra helstu sögustaða landsins og er viðkomustöðum lýst í bók Sig- urðar Gríkklandsgaldri sem kom út 1992. Flogið er til Aþenu 2. júní og staðið þar við í tvær nætur. Síðan hefst hringferð um Pelopsskaga og meginlandið og meðal við- komustaða eru Kórinþa, Mýkena, Epidavros og Sparta. Þaðan ligg- ur svo leiðin til Mystru og Ólymp- íu, áfram til Delfí og Klettak- laustranna á Meteóra sem eru meðal merkilegustu náttúrufyrir- bæra landsins. Þá er ekið til Þessalóniki og þaðan er flogið til Heraklion á Krít og heimsóttar rústir hallanna Knossos og Festos frá miðju öðru árþúsundi f.Kr. Frá Krít er siglt til Santórini og skoðuð elsta heil- lega borg Evrópu, Akrótíri, 3.500 ára gömul og var hún grafin úr ösku fýrir 30 árum. Frá Santorini er flogið til Aþenu og farið til Samos. Þaðan er örstutt yfír til Tyrklands og verður farin dags- ferð þangað og skoðuð hin glæsta foma foma Efesos. Heim er svo flogið 22. júní eft- ir dvöl í Aþenu og frekari skoð- unarferðir. Flugfarið til Aþenu og heim kostar 47.580 með skött- um og skal greiða það á skrif- stofu Flugleiða fyrir 3. maí. Ferð- ir um landið, gisting, morgun- verðir og fímm aðrar máltíðir kosta 137 þús. kr. miðað við tvo í herbergi. Það skal greitt til far- arstjórans sem fyrst og alltjent fyrir miðjan maí. Sigurður A. Magnússon er gjörkunnugur Grikklandi og kom þangað fyrst fyrir tæpum 45 ámm. Eftir 1960 kveðst hann hafa verið nær því á hveiju ári í Grikklandi um lengri eða skemmri tíma. Hann var þar fararstjóri 1978-80 en síðan fór hann frá 1986 með einn eða tvo hópa ár- lega í ferðir um Grikkland til 1991. ■ Helgarferðir í Staðarskála í STAÐARSKÁLA í Hrútafirði er nú frá og með morgundeginum 11. mars gefinn kostur á sérstöku til- boði sem felur í sér rútuferð fram og til baka, léttan hádegisverð og síðan er farið á snjóbíl og vélsleðum inn á Holtavörðuheiði og að Hvera- borgum. Tekur ferðin 4-5 klst. í tilboðinu er síðan kvöldverður, gisting og morgunverður og síðan er haldið suður. Ferðirnar eru frá Reykjavík á laugardagsmorgnum og komið til baka á sunnudag. Verð miðað við 2ja manna herbergi er 9.150 fyrir manninn ef eru 4 eða færri. Fyrir 5-10 manna hópa er verð á mann 8.750 kr. og lækkar eftir því sem hópurinn sem tekur sig saman er stærri. Einnig gefst kostur á dorgveiði á Amarvatnsheiði með björgunarsveitinni og bætast þá 2.000 kr. við. ■ FerAafélag íslands HELGARFERÐ 10.-12. mars Úthlíð- Biskupstungur, skíða- og göngu- ferðir. Gist í svefnpokaplássi í Úthlíð. Brottför á föstudagskvöld kl. 20. Dagsferðir sunnud. 12 mars eru flórar. Kl. 10.30 Bláfjöll-Heiðin há. Gott skíðagönguland. Kl. 10.30 Gull- foss í klakaböndum-Geysir. Ekið að Gullfossi og litast um. Einnig stoppað á hverasvæðinu við Geysi. Kl. 134 er skíðagönguferð um Heið- mörk og kl. 13 er gönguferð um skóg'arstíga Heiðmerkur. Brottför í Umferðarmiðstöðinni, austanmegin, og Mörkinni 6. Þá má geta þess að föstudag 17. mars kl. 19 verður kvöldferð á gönguskíðum. UM HELGINA Útlvlst Helgarferð 11.-12. mars er skíða- ferð við rætur Hengils. Á laugar- dagsmorgun er ekið austur á Hellis- heiði og hefst gangan austarlega á heiðinni og gengið niður í Grafning. Gist í Nesbúð. Á sunnud. er gengið um Dyradal og Marardal, vestur fyr- ir Húsmúlann og lýkur ferðinni við Kolviðarhól. Góð gistiaðstaða í Nes- búð, heitir pottar og sturtur. Innifal- ið í miðaverði er kvöldmatur og morgunverðarhlaðborð. Fararstjóri er Oli Þór Hilmarsson. Upplýsingar hjá Útivist. Kl. 10.30 á sunnudag er Kjör- gangan og hefur hún vegna óska verið færð af laugardögum. Hefst gangan við Stardal fyrir þá sem lengst fara. Gengið með Leirvogsá, suður að Grímsmannsfelli, vestur með því í Reykjadal og um Skamma- skarð í Mosfellsbæ. Miðhópurinn gengur frá afleggjaranum að Skeggjastöðum og stysta gangan hefst í Reykjadal. Hópamir hittast við Varmárlaug og geta menn farið í sund áður en haldið er í bæinn. Reiknað með heimkomu um kl. 16.30. Önnur dagsferð á sunnud. er skíðaganga í Marardal sem hefst kl. 10.30. Gengið verður vestur und- ir Húsmúlann og í Marardal. Þaðan verður tekin bein stefna á Litlu kaffí- stofuna. Reikna má með göngu í 5-6 klst. Munið eftir skjólgóðum fatnaði og nesti. ■ Að fá ást á tingu ÞAÐ er hægt að verða ástfanginn af tungumálum, þar er ég sammála Jó- hönnu Sveinsdóttur orðaborðara með meiru. Tökum ungversku sem dæmi. Hún býr yfir ljóðrænni fegurð og rökvísi sem maður hrífst af strax við fyrstu kynni. Skoðum fáein orð. Orðið nap þýðir sól og líka dagur. Sól og dagur, sama orðið. Það er eitthvað mjög frumlegt og upp- runalegt við svona orðmyndun. Orðið dél þýðir suður og líka hádegi. Snjallyrði, ____ Dél. Eins og sjálfsagt. Hét þýðir sjö og 'Mi líka vika. Þetta stemmir. Mann fer að gruna að svona sé málið allt, fullt af fiQ djúpri, fomri fegurð og visku sem tekur bara tíma fyrir útlendan gest að uppgötva. Orð eru gómsæt Þokum okkur nær nútímanum. Orðið út þýðir vegur, lévél, bréf, útlévél vegabréf. Auð- vitað. Alveg eins og í íslensku. Gegnsæ hugs- un. Gegnsæ orð. Hugsum við kannski eitthvað svipað, Islendingar og Ungverjar, ellefu hund- ruð árum eftir að við numum okkar lönd og fórum um þau orðum? Orðum sem eru enn í fullu gildi. Gestinum er farið að hlýna, um hjartaræt- uraar, til málsins. Hrifningin leynir sér ekki. Hún líkist ástartilfinningu. Og hann fer að uppgötva orð sem eru gómsæt: paprikáscs- irke, gulyásleves, pálinka! Þau standa fyrir krásir og vín. Og er nú kannski stutt í matar- ást. Gestinum líður vel. Hann smjattar á bragðgóðum orðum þegar hann tekur þau sér í munn og finnur munnvatnið streyma, tung- una mýkjast og hann þakkar auðmjúkur og pent og segir: köszönöm. Sumum orðum verður hann beinlínis háður, þau flæða fram á varirnar í tíma og ótíma. Csokoládérolád, mandulás alagút, piramis, nöfn á gimilegum kökum sem mig langar í núna, með kaffinu, og fást í Jégbufé, en þar er bara því miður löngu búið að loka, af því að komin er hánótt. En orðin loða við tunguna og góminn. Allra, allra gómsætasta orðið, fallegasta, tungukærasta orðið er samt szeretiek; szeret- lek; ég-elska-þig. Sæll er sá sem hefur ástæðu til að segja þetta orð og fær að heyra það líka, af vörum þeirrar sem hann elskar. Szeret- lek! En ástin, sem tjá má með þessu fallegasta orði allra orða, er því miður sjaldan varanleg, hún er hverful og kviklynd, og þá reynir fyrst fyrir alvöru á tungumálið. Getur það líka tjáð ástarsorg og söknuð og trega? Og jafnvel trú, von og nýjan kærleika? Ungverskan stenst þetta próf. Hún er mik- ið ljóðamál. Ljóðahefð er hér djúp og rík. Og ótal mörg ástar- og ástarsorgar- og saknaðar- ljóð hafa verið ort á þessu fagra máli. En það er sagt að ungverskan sé óþýðanleg á önnur mál. Ungveijar segja þetta sjálfir. Og tala gjarnan um sjálfa sig sem einangr- aða, afskipta smáþjóð, umkringda af öðrum þjóðum sem geti ekki skilið þá. Una samt glaðir, á sinn þunglynda hátt kannski, við sitt mál, og sína menningu, skrifa mikið, gefa mikið út, bækur, blöð og tímarit, og lesa mik- ið, sumir altént, í lestum og rútum, í endalaus- um ferðum að heiman og heim. Hvað les fólk, það sem les? Að sönnu les það reyfara, stjörnuspár, sjónvarpsvísa, gulu pressuna: Blikk. En líka heimsbókmenntir. Sumt. Systur sem lesa Rllke sér tll afþreyingar Systur tvær þekki ég, á þrítugsaldri, sem búa hálf annars tíma rútuferð-fyrir vestan Búdapest og vinna báðar í borginni. Á undan- förnum tveimur árum eru þær búnar að lesa Beckett allan, Camus allan, Proust hálfan og Joyce hálfan, sumpart í ungverskum þýðing- um, á leið í og úr vinnu, í rútu. Áður voru þær búnar að lesa Dostoévskí allan og Tolstoj og rússnesku risana hina, á frummálinu? Þar áður ijómann af ungverskum bókmenntum heima, áður en þær fóru að vinna. Þegar þær vilja hvíla sig á þungum prósabókum lesa þær ljóð: Rilke, Appollinaire, Pessoa! En þegar mest liggur við og sálir þeirra þurfa sérstaka næringu, þær eru í ástarsorg og sárum, þá FALLEGASTA orðið. Letrað á einn stöpul Elísabetarbrúarinnar yfir Dóná. lesa þær heimaskáldin sem eru þeim kærust: Petöfí. Ady og József Attila. Og eftir því sem ég kynnist betur þessum skáldum og ljóðum þeirra og tungumáli þeirra og systranna góðu, Gabi og Kati heita þær, og þeim sjálfum, þeim mun kærara verður mér þetta tungumál. Tungan sem spannar alla reynslu og tilfinningar Það er hægt að verða ástfanginn af tungu- málum. Þroskaðar tungur geta spannað og tjáð alla mannlega reynslu og allar mannlegar tilfinningar; ást, sorg og söknuð, trú, von og kærleika. Og allt þetta gerir ungverskan með sóma. En er það satt að hún sé óþýðanleg á önn- ur mál? Ungveijar sjálfir útskýra og afsaka skort á heimsfrægð sinna höfunda með þvf • að ungverskan sé svo ólik öllum öðrum mál- um, nema kannski finnsku og eistnesku og nokkrum smámálum sem hún er þó mjög fjar- skyld, og þar með ill- eða óþýðanleg á önnur máí. Auðvitað er nokkuð til í þessu. Aðalein- kenni ungverskunnar er að hún er hlaðin upp með viðskeytum og forskeytum og getur ver- ið erfítt að leysa sundur margsamskeytt orð og koma merkingu þeirra yfir á önnur mál. Einnig felur mismunandi lengd sérhljóða í sér merkingarmun og var vandasamt að koma slíkum blæbrigðum til skila milli mála. Loks er ungverska kynlaust mál, og má kannski segja að nú fyrst vandist málið. En ég, sem þetta rita, neita að viðurkenna að nokkurt tungumál sé með öllu óþýðanlegt. Sé merking ljóðs eða annars texta skýr í frum- máli hlýtur að vera hægt að koma henni yfír á íslensku - sem býr yfir orðum um allt sem er hugsað á jörðu - þótt eitthvað af hrynj- andi frumljóðsins kunni að glatast á leiðinni. Nýtt ljóð verður þá til í staðinn, á nýju máli. Þess vegna koma hér í lokin þýðingar mínar á tveimur af uppáhaldsljóðum systr- anna víðlesnu. Fyrra ljóðið, eitt lítið erindi, er eftir Petöfi, ort 1846, en hið síðara, Koma Guðs, er eftir Ady endre, ort í kringum 1910; og verður mér hugsað, sem ég þýði það, til Súðvíkinga og annarra Vestfirðinga sem syrgja. Ur fjarlægð votta ég þeim samúð mína. ■ I Hjartað frýs ef það elskar ekki og ef það eiskar brennur það. Slæmir kostir báðir tveir en hvor er skárri?... Það veit Guð! H Ég var aleinn eftir og bar sál mina. Þá, óvænt, hljóðlega, umfaðmaði mig Guð. Kom ekki með lúðrablæstri heldur þöglu, sðnnu faðmlagi. Kom ekki í dagsbirtu heldur á voveiflegri nóttu. Og ofurstolt augu mín blinduðust. Æska mín dó. En Guð, bjartan, upphafinn, get ég alltaf séð. Trausti Steinsson Höfundur býr í Búdapest.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.