Morgunblaðið - 11.03.1995, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 11.03.1995, Qupperneq 1
96 SÍÐUR B/C/D/E/F STOFNAÐ 1913 59. TBL. 83. ÁRG. LAUGARDAGUR 11. MARZ 1995 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Reuter Mannréttindafulltrúi rússnesku dúmunnar rekinn Gagnrýndi hemaðinn gegn Tsjetsjenum Moskvu. Reuter. RÚSSNESKA dúman eða neðri deildin rak í gær mannréttindafuli- trúann Sergej Kovaljov úr embætti en hann hefur gagmýnt hernaðinn gegn aðskilnaðarsinnum í Tsjetsjníju mjög harðíega. Formaður varnar- málanefndar dúmunnar hefur gefíð í skyn, að hann muni segja af sér vegna þessa máls. Brottreksturinn var samþykktur með 240 atkvæðum kommúnista og öfgafullra þjóðernissinna gegn 75, sumir þingmenn sökuðu Kovaljov um hlutdrægni. Þeir sögðu hann hafa gengið miklu lengra í gagnrýni sinni en hann hefði haft umboð til. Zhírínovskíj hneykslaður „Sergej Kovaljov getur ekki borið ábyrgð á mannréttindum. Hann vill fá útlenda hermenn til landsins,“ sagði þjóðemissinninn Vladímír Zhír- ínovskíj. Kovaljov vill fá alþjóðlega eftirlitsmenn til Tsjetsjníju. Nokkrir fijálslyndir þingmenn tóku upp hanskann fyrir Kovaljov. „Hann er einlægari og heiðarlegri en nokkur þeirra, sem hér hafa talað að sjálfum mér meðtöldum," sagði Vladímír Lúkín, formaður utanríkis- nefndar þingsins. Þingmenn samþykktu einnig van- traust á innanríkisráðherra landsins, Viktor Jerín, og starfandi ríkissak- sóknara, Alexej Iljúsenko, vegna þess að þeim hefði ekki tekist að stöðva glæpafárið í landinu. ■ Rússar fá lán/20 Trylltist í dómsal HJÚKRUNARFÓLK ber slasaða konu á brott úr dómhúsi í borg- inni Linz í Austurríki í gær. 64 ára gamall eftirlaunaþegi hóf skyndilega skothríð og banaði fimm manns, þ. á m. tveim dóm- urum, auk þess sem að minnsta kosti fimm særðust. Maðurinn, sem sagður er hafa verið vanstillt- ur og afar hrifinn af skotvopnum, flúði í sumarhús sitt eftir verknað- inn og fyrirfór sér þar. Hann hafði tapað meiðyrðamáli gegn ná- granna sínum sem tekið var fyrir i dómhúsinu. Balladur dragi sig í hlé ÁHRIFAMENN í röðum franskra hægrimanna hvöttu í gær Edouard Balladur forsætisráðherra til að hætta við forsetaframboð, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Skoðanakannanir, sem gerðar voru fyrri hluta vikunnar og birtar í fyrradag, benda til þess að fylgi Jacques Chiracs, borgarstjóra í Par- ís, fari vaxandi, einkum á kostnað Balladurs. Af þeim sökum, og til þess að stuðla að einingu meðal franskra hægrimanna, hvöttu stuðningsmenn Chiracs til þess í gær að Balladur drægi sig í hlé. Fyrr í vetur, þegar kannanir sýndu að Balladur nyti yfír- burðafylgis, voru það stuðningsmenn forsætisráðherrans, sem réðu Chirac frá framboði. Aukatekjur Balladurs gagnrýndar Komið hefur í ljós, að Balladur þáði 100.000 franka á mánuði eða sem svarar 12,6 milljónum króna árlega í þóknun fyrir ráðgjöf hjá einkafyrirtækinu GSI á árunum 1988-1993 en hann var þingmaður á sama tíma. Stjómmálaskýrendur vinstri blað- anna bentu á það í gær, að ráðgjafa- launin ein á þessu sex ára tímabili væru hærri en sem næmi ævitekjum venjulegs launamanns. Finnskir hjúkrun- arfræðingar 80.000 í verkfalli Helsinki. Reuter. UM 80.000 hjúkrunarkonur í Finnlandi eru nú í verkfalli en í gær bættust 6.000 við þær 74.000, sem verið hafa í verk- falli í tvær vikur. Krefjast þær allt að 10% launahækkunar. Finnsku sveitarfélögin hafa boðið hjúkrunarkonum 2,6% launahækkun og segja, að meira sé svigrúmið ekki. Hefur sáttasemjari reynt að miðla málum en hann segir, að svo mikið beri á milli, að lítil von sé um samninga á næstunni. Rekja má dauða konu nokk- urrar óbeint til verkfallsins en hún lést úr lungnabólgu á heim- ili sínu. Fékk hún ekki pláss á sjúkrahúsi vegna manneklu. Hefur rannsfekn verið fyrirskip- uð á málinu og svo verður einn- ig gert komi upp önnur tilfelli af þessu tagi. Reuter BRIAN Tobin, sjávarútvegsráðherra Kanada, sýnir með aðstoð sjónvarpstækis hvar spænskir og portúgalskir togarar hafa veitt grálúðu rétt utan við 200 mílna landhelgi Kanada. ESB mótmælir töku spænsks togara fyrir utan 200 mílna lögsögu Kanada Málshöfðun boðuð gegn spænska skipstjóranum Ottawa, Brusscl. Reutcr, Thc Daily Telegraph. KANADAMENN neituðu í gær að láta spænskan togara lausan eftir að hafa tekið hann á umdeild- um miðum utan 200 mílna lögsögu sinnar. Þeir boðuðu málshöfðun gegn skipstjóranum og hótuðu að taka fleiri togara sem staðnir yrðu að grálúðu- veiðum á miðunum. Evrópusambandið, ESB, brást ókvæða við töku togarans og hótaði að grípa til refsiaðgerða gegn Kanada. Kanadískir embættismenn sögðu að svo virtist sem taka togarans hefði borið tilætlaðan árangur, því 14-18 spænskir togarar hefðu hætt veiðum og haldið sig utan miðanna í gær. Kanadískur tundurspillir er á miðunum, auk varðskipa, og spænska stjórnin hefur sent herskip þangað. Varðskip tóku spænska togarann eftir fjögurra klukkustunda eltingarleik og fjögur viðvörunar- skot. Búist er við að varðskip komi með togarann til St. John’s á Nýfundnalandi í fyrramálið og þar verður hann kyrrsettur. Brian Tobin, sjávarútvegsráðherra Kanada, sagði að Kanadamenn myndu ekki verða við kröfu Evr- ópusambandsins um að láta togarann lausan. Hann kvað Kanadamenn staðráðna í að halda áfram að taka skip sem staðin yrðu að veiðum á svæðinu. Fordæmir rányrkju Spánverja Sjávarútvegsráðherrann aftók að Kanadamenn hæfu samningaviðræður við ESB um málið fyrr en togararnir hættu veiðunum. Spánveijar hefðu þegar eyðilagt of marga fiskstofna við strendur Kanada með rányrkju sinni. Meira en þriðjungur fullorðinna karlmanna í Nýfundnalandi er á atvinnuleysisbótum vegna hruns fiskstofnanna. „Spænski flotinn hefur þegar kostað kanadíska skattborgara þijá milljarða dala,“ sagði Tobin. Talsmaður Tobins sagði í samtali við Morgun- blaðið að höfðað yrði mál gegn skipstjóranum á grundvelli laga um ofveiði utan 200 mílnanna. Sendiherrar ESB-ríkjanna efndu til skyndifund- ar vegna málsins í Brussel og gáfu út harðorða yfirlýsingu þar sem þess var krafist að togaranum yrði sleppt þegar í stað. Taka togarans væri „ólög- leg og algjörlega óviðunandi aðgerð". Sendiherrarnir fólu framkvæmdastjórn ESB að leggja fram lista yfir hugsanlegar refsiaðgerðir gegn Kanada. Þeir ákváðu einnig að fresta fyrir- huguðum fundum embættismanna ESB og Kanada og staðfestingu vísindasamnings. ■ Spánverjar senda herskip/21 -

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.