Morgunblaðið - 11.03.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 11.03.1995, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 11. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Umsóknum um vinnu hjá Frosta á Súðavík fjölgað eftir flóðið Tilveran að kom- ast í eðli- legt horf UMSÓKNUM um vinnu hjá frystihúsinu Frosta í Súðavík hefur fjölgað til muna eftir hörmungarnar sem þar urðu í janúar og eru hátt í 100 talsins með umsóknum skólabarna. 90-250 tonnum af rækju hefur verið landað á viku. „Sem betur fer hefur fyrirtækið sjaldan eða aldrei verið sterkara. Það er rekið með hagnaði eftir nokkur mögur ár og bjart framundan," segir Auðunn Karlsson stjórnarformaður Frosta hf. Auðunn kveðst ekki vita um aðrar skýringar á aukningu umsókna, en að almenningur þekki staðinn betur eftir mikla fjölmiðlaumfjöllun í kjölfar hinna mannskæðu náttúru- hamfara sem þar urðu í jan- úar. Verbúðir fyrirtækisins séu ekki á hættusvæði, en hugsan- legt sé einnig að utanaðkom- andi geri sér ekki fulla grein fyrir hamförunum og hættunni sem stafar af snjóflóðum, fyrr en þeir sækja Súðavík heim og sjá eyðilegginguna með eigin augum. Um 100 manns vinna í Iandi og á sjó fyrir Frosta, og hefur verið mikið að gera hjá fyrir- tækinu frá því að rekstur þess hófst að nýju, um hálfum mán- uði eftir að flóðið féll. Aukaverkanir „Vinnan hefur gengið nær eðlilega, með ýmsum auka- verkunum þó vegna fólksins sem hefur haldið til á ísafirði. Flestir hafa borið merki um áfallið en eru þó að ná áttum í tilverunni, fyrir utan þessa óvissu um afdrif húsanna á hættusvæðinu, sem er nær það eina sem skortir til að festa komist á daglegt líf manna. Fólk þorir ekki að halda til í húsunum sínum og ekki bætir úr skák að ráðamenn hafa sagt ýmislegt sem skapar vænting- ar, þannig að fólk vill trúa því STARFSEMI frystihússins Frosta er komin á fullan skrið og hefur þagur fyrirtækisins sjaldan verið vænlegri að sögn stjórnarformanns þess. að það geti byggt nýtt hús og fengið greiðslu fyrir þau gömlu,“ segir Auðunn. „Það er allt á uppleið," segir Esra Esrason, verkstjóri hjá frystihúsinu Frosta í Súðavík, aðspurður um stöðu mála i kauptúninu. Hjá Frosta er unn- in fryst og fersk rækja. Sein- ustu vikur hefur verið unnið 12 tíma á sólarhring hjá fyrir- tækinu, að meðaltali. „Eina vik- una fyrir skömmu var landað 250 tonnum af rækju en næstu viku á eftir kom ekki rækja á Iand, þannig að sveiflurnar eru miklar,“ segir hann. Esra stýr- ir vinnu við löndun en rækjan kemur á bökkum í kerum á land, þar sem henni er hvolft á færiband og hún send til frek- ari vinnslu. Lífið haldi áfram Esra hefur búið í Súðavík síðan 1976 en félagi hans og undirmaður, Gísli Isleifsson, seinustu tíu ár. Félagarnir bera ekki kviðboga fyrir framtíð Súðavíkur, þrátt fyrir þær þungu byrðar sem náttúruöflin lögðu bæjarbúum á herðar. Lífið sé að falla í fyrri skorður að mestu. Þeir viðurkenna þó að snjóflóðið varpi enn skugga á líf manna, auk þess sem litlar spýjur hafi fallið í fjallinu og vakið ugg. Óttinn sé alltaf til staðar. Leiðinleg tíð bæti ekki Morgunblaðið/Ámi Sæberg GÍSLI fsleifsson og Esra Esrason. skap manna og segir Auðunn að varla hafi sá dagur liðið, að ekki hafi fennt í þau spor sem voru skilin eftir kvöldið áður. „í norðanátt og snjókomu bíður fólk ekki heima hjá sér, því það verður hrætt um leið og leitar í burtu. Þetta var ekki svo áður,“ segir Gísli. „Hér eru líka mörg hús og íbúðir yfirgefin. Þótt ekki hafi margir flutt í burtu fyrir fullt og allt, held ég að fjórar fjöl- skyldur muni ekki koma aftur. Þetta er fólkið sem missti mest. En flestir eru bjartsýnir á áframhaldið og ætla sér að koma aftur eða eru þegar komnir aftur.“ Esra tekur í sama streng. „Fólk vill að lifið komist í eðli- legt horf, og bíður þess aðeins að flutt verði inn í nýju húsin við Bústaðaveg, svo að það geti heimsótt íbúana, drukkið kaffi og borðað hnallþórur með eins og fjölskyldurnar gerðu áður, eða brugðið sér á ball í félagsheimilinu. Þess verður áreiðanlega ekki langt að bíða.“ Viðræður um veiðar í Barentshafi Nokkuð miðaði áfram EMBÆTTISMENN frá utanríkis-, forsætis- og sjávarútvegsráðuneyt- inu áttu í gær fund í Moskvu með rússneskum og norskum embættis- mönnúm um fiskveiðar í Barentshafí. Helgi Ágústsson, formaður ís- lensku samninganefndarinnar, sagði eftir fundinn að það hefði verið sam- eiginlegt mat allra aðila að nokkuð hefði miðað í viðræðunum. Ýmis at- riði hefðu verið rædd og leiðir kann- aðar til samkomulags sem tæki mið af réttmætum hagsmunum allra ríkj- anna. „Við urðum sammála um að halda þessum viðræðum áfram við fyrsta tækifæri,“ sagði Helgi. Ekki hefur verið ákveðið hvenær næsti fundur verður haldinn. 25 leign- bílstjórar vilja nýja bílastöð TUTTUGU og fimm leigubílstjórar skrifuðu á fundi á fímmtudagskvöld undir yfírlýsingu þess efnis að þeir ætli að stofna undirbúningsfélag sem standi að stofnun nýrrar leigubíl- stöðvar. Að áformum um stofnun nýrrar stöðvar standa bílstjórar sem eru ósáttir við stöðvargjöld á þeim stöðv- um sem nú eru starfræktar. Á fund- inn mættu ríflega 40 bílstjórar. Jón Smith, talsmaður bílstjóranna, segir að verið sé að semja lög fyrir nýtt hlutafélag, en næsta skref sé að fjölga þeim bílstjórum sem munu standa að stofnun nýrrar stöðvar. um áhugaleysi Hann kveðst þokkanlega bjart- sýnn á að það takist og að fjöldi fundarmanna gefí ekki vísbendingu um áhugaleysi innan raða leigubíl- stjóra á málinu. Mörg ný andlit hafí sést á fund- inum og fyrri fundur bílstjóranna, sem hafí verið fjölsóttur, sýni betur hug manna til stöðvargjalda og nýrr- ar stöðvar. Andlát HREIÐAR STEFÁNSSON Sérstök heímílisupp- bót verður ekki skert HREIÐAR Stefánsson, kennari og rithöfundur, lést í Reykjavík 10. mars á 77. aldursári. Hreiðar Stefánsson fæddist á Akureyri 3. júní 1918, og voru for- eldrar hans hjónin Benedikta Sigvalda- dóttir og Stefán Guð- jónsson. Hreiðar lauk kenn- araprófí 1942 og stofn- aði það ár Hreiðars- skóla á Akureyri, sem hann rak til ársins 1963. Hann kenndi síð- an við Langholtsskóla í Reykjavík í rúm tuttugu ár og síðan nokkur ár við Námsflokka Reykjavíkur. Hann skrifaði einn og með eiginkonu sinni hátt á þriðja tug barna- og unglinga- bóka, m.a. Öddubæk- umar. Þau hjónin fengu sameiginlega fjölda viðurkenninga fyrir störf sín, en auk þess fékk Hreiðar bók- menntaverðlaun Fræðsíuráðs Reykja- víkur 1980 fyrir bók sína Grösin í glugg- húsinu. Hann lætur eftir sig eiginkonu, Jennu Jensdóttur, kennara og rithöfund, og eru synir þeirra Stefán Jóþann og Ástráður Benedikt, læknar. SIGHVATUR Björgvinsson, heil- brigðis- og trygjgingamálaráð- herra, hefur ákveðið að falla frá áður ákveðnum breytingum á framkvæmd greiðslu sérstakrar heimilisuppbótar og mun skerðing sem lífeyrisþegum hafði verið boð- uð á þessum greiðslum því ekki koma til framkvæmda. í fréttatilkynningu frá ráðu- neytinu segir að sérstök heimilis- uppbót hafí í upphafí verið ætluð þeim bótaþegum sem engar bætur höfðu aðrar en bætur almanna- trygginga og þeim sem höfðu aðr- ar tekjur upp að fjárhæð sérstakr- ar heimilisuppbótar. Aðrar tekjur hafi skert fjárhæð bótanna krónu fyrir krónu. Fyrir nokkrum árum hafi Tryggingastofnun breytt fram- kvæmdinni þannig að einstakling- ar með tekjur úr lífeyrissjóðum undir 8.198 krónur á mánuði hafi farið að fá sérstaka heimilisuppbót óskerta en lífeyristekjur umfram þau mörk hafi skert uppbótina krónu fyrir krónu uns hún féll nið- ur. „Ekkert samráð var haft við heilbrigðis- og tryggingamála- ráðuneyti um þessa breyttu fram- kvæmd á sínum tíma og hún var ekki í samræmi við reglugerðir um bætur almannatrygginga,“ segir í frétt ráðuneytisins. Ennfremur segir að frá síðustu mánaðamótum hafí Tryggingastofnun haft í huga að leiðrétta þessa nýrri fram- kvæmd og færa til samræmis við það sem í upphafi var ráðgert og greiða sérstaka heimilisuppbót eingöngu þeim sem ekki hefðu tekjur aðrar en bætur eða tekjur undir frítekjumarki. Nú hefur ráðuneytið fallið frá þessum áformum og segir í frétta- tilkynningu þess að fyrirkomulag- ið verði óbreytt frá því sem verið hefur þangað til Alþingi komi sam- an og fái tækifæri til að skoða málið m.t.t. hugsanlegra laga- breytinga sem nauðsynlegar séu ef framkvæmd Tiyggjngastofnun- ar á að verða til frambúðar. Því muni þeir lífeyrisþegar sem fengið hafa tilkynningu um brottfall eða skerðingu heimilisuppbótarinnar fá óbreyttar greiðslur þar til skoð- un Alþingis er lokið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.